Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Síða 9
FRÉTTIR 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 9 Margt er enn á huldu um aðdraganda þess að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun árið 2003 um þátttöku Íslands í Íraksstríði Bandaríkjamanna. Meirihluti framsóknarmanna hefur aldrei sætt sig við ákvörðunina og trúir því vart enn að Halldór, leiðtogi þeirra á þeim tíma, hafi svikið flokkinn sinn með svo afgerandi hætti og bakað honum vandræði sem síðar áttu eftir að valda stórfelldu fylgistapi. Halldór Ásgrímsson, sem var utan- ríkisráðherra snemma árs 2003 þeg- ar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak, var tvístígandi vegna óska Banda- ríkjamanna um stuðning við innrás- ina. Komið var fram í marsmánuð og aðeins nokkrar vikur til þingkosn- inga sem fram fóru 10. maí það ár. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 9 til 11 prósent um þær mundir sem var langt undir 18,4 prósenta kjör- fylginu frá árinu 1999 og langt innan við helmingur kjörfylgisins 1995. Í stöðunni var aðeins um tvennt að velja. Annars vegar að sýna Davíð Oddssyni hollustu og styðja Banda- ríkjamenn. Þannig mætti halda lífi í stjórnarsamstarfinu. Hinn möguleikinn, sem nokkr- um nánum ráðgjöfum Halldórs hugnaðist betur, var að fylgja frið- elskandi hefð Framsóknarflokksins í áratugi og leggjast gegn innrás í Írak. Þá hefði Halldór utanríkisráðherra jafnframt orðið að mæla fyrir því að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fengju lengri frest til sinna verka í landinu. Hefði skorist í odda Heimildir eru fyrir því að ef Halldór hefði farið gegn vilja Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í Íraksmál- inu hefði það hæglega getað leitt til stjórnarslita. Davíð Oddsson hand- stýrði málinu að mestu leyti úr sínu ráðuneyti í samráði við Albert Jóns- son, ráðgjafa sinn í utanríkismálum, og bandaríska sendiherrann Jam- es Irvin Gadsden. Davíð var síður en svo reiðubúinn til þess að snúa baki við Bandaríkjamönnum varð- andi stuðning við yfirvofandi innrás í Írak. Vinfengið við Bandaríkjamenn skipti miklu máli auk þess sem yfir vofðu hótanir bandarískra yfirvalda um að kalla herinn á Keflavíkurflug- velli heim frá Íslandi vegna breyttra aðstæðna á Norður-Atlantshafi eft- ir fall Sovétríkjanna. Halldór sagði í viðtali við Morgunútvarp RÚV síð- astliðinn þriðjudag að vinátta þjóð- anna hefði skipt miklu máli. Friðelskandi framsóknarmenn Sú hugmynd átti fylgi að fagna inn- an Framsóknarflokksins að með því að mæla gegn stríðsrekstri í Írak og taka áhættuna á stjórnarslitum svo skömmu fyrir þingkosningar gæti fylgi flokksins aukist. Það var ein- mitt það sem flokkinn vantaði svo skömmu fyrir kosningar. Á yfirborðinu er að sjá sem Hall- dór hafi ekki viljað fara gegn Dav- íð. Heimildum ber ekki saman um hvernig það vildi nákvæmlega til, en ein þeirra hermir að Halldór hafi hreinlega staðið frammi fyrir gerð- um hlut. Á ferðalagi í New York hafi Halldór einfaldlega heyrt í banda- rískum fjölmiðli að Ísland væri kom- ið á lista hinna staðföstu eða vígfúsu þjóða. Í framangreindu viðtali við RÚV gerði Halldór lítið úr listanum en lagði áherslu á inntak aðildar Ís- lands að málinu. Jafnframt viður- kenndi Halldór að hann og Davíð hefðu borið ábyrgð á málinu, en al- kunna er að ákvörðunin var tekin án samráðs við þingmenn, Alþingi og utanríkismálanefnd þótt málið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi. „En ákvörðun þeirra, aðdragandi hennar og laumuspilið, er þó vita- skuld umdeild. Hún er einstök. Hún er söguleg,“ segir í bók Sigmund- ar Ernis Rúnarssonar, Guðni – af lífi og sál, sem út kom 2007 og fjallar um Guðna Ágústsson fyrrverandi ráðherra, formann og varaformann Framsóknarflokksins. Ákvörðun réttlætt Miðvikudaginn 26. mars 2003, 6 vik- um fyrir kosningarnar, ritaði Hall- dór grein í Morgunblaðið um Íraks- málið. Þá var rúm vika liðin frá því að ákvörðunin var tekin um að Ís- land styddi innrásina í Írak og færi þar með á lista viljugra og vígfúsra þjóða. „Hvenær er réttlætanlegt að grípa inn í? Að mínu áliti var mæl- irinn fullur,“ skrifaði Halldór í grein sinni. Halldór sagði þegar hann yfir- gaf stjórnmálin á flokksþingi í ágúst 2006 að Íraksmálið hefði verið erfitt og ekki ólíklegt að afstaða hans og ríkisstjórnarinnar hefði orðið önnur ef réttar upplýsingar um gereyðing- arvopn Íraka hefðu legið fyrir. Um þessa ákvörðun hafði hann eftirfar- andi orð í framangreindri Morgun- blaðsgrein: „Að morgni þriðjudags- ins 18. mars var ákveðið að Ísland styddi nauðsynlegar aðgerðir undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands til þess að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna þá tilkynnt sú ákvörðun.“ Hvað hugsaði Halldór? Reyndin varð sú að ákvörðunin, svo umdeild sem hún var, hafði ekki þau áhrif sem ætla mátti á úrslit þing- kosninganna 6 vikum síðar. Fram- sóknarflokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða og hélt 12 þingmönnum. Hins vegar tapaði Sjálfstæð- isflokkurinn, flokkur Davíðs, 7 prósentustigum og missti fjóra þingmenn. Flokkur- inn féll úr 40,7 prósent- um niður í 33,7 prósent. Þingmannafjöldi stjórn- arflokkanna var sá sami og nú, 34 þingmenn. Halldór hefði hæglega getað myndað nauman meirihluta með Samfylkingunni sem unnið hafði talsverðan sigur í kosningunum. Við 32 þingmenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins hefði verið hægt að bæta samstarfi við VG eða frjálslynda. Einboðið er að Halldór hefði orðið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Hann þurfti því ekki að reiða sig á Davíð með áframhald- andi stjórnarsetu og jafnvel forsætis- ráðherrastólinn. „Eindreginn Halldór í málinu“ Andstaðan innan Framsóknar- flokksins og sú staðreynd að aðeins nokkrar vikur voru til þingkosninga gerði að margra viti ákvörðun Hall- dórs stórundarlega og jafnvel dular- fulla. Guðni Ágústsson lýsir því í áður- greindri bók að hann hafi verið svo ósáttur við ákvörðun Halldórs að hann hafi gengið á fund Davíðs og óskað skýringa; almælt væri að Dav- íð hefði ráðið ferðinni einn. „Davíð er skjótur til svars og seg- ir ákveðið: Það er ekki rétt hjá þér, Guðni, því þótt ég hafi verið þessar- ar skoðunar sjálfur þá kom það mér á óvart hvað við Halldór vorum al- gjörlega sammála um þessa ákvörð- un - og tókum hana þannig saman eins og okkur fannst að okkur bæri að gera lög- um sam- kvæmt.“ En Davíð bætir við, í frásögn Guðna, að hann hafi undr- ast hversu eindreginn Halldór var í málinu „... því að Framsókn- arflokkurinn er í rauninni allt öðru- vísi flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn [...] Ég vissi að þetta yrði miklu erf- iðari ákvörðun fyrir Halldór en mig en það breytir því ekki að við tókum hana saman.“ Rannsókn í uppsiglingu Í Bretlandi og víðar fer nú fram rann- sókn á hlut stjórnvalda og embætt- ismanna enda efasemdir miklar um réttmæti innrásarinnar í Írak. Sýnt þykir nú að stjórnvöld hafi beitt ýmsa embættismenn blekkingum. Meðal þeirra sem leiddir hafa verið fyrir rannsóknarnefnd er Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Nokkrir þingmenn VG lögðu fyrr í vetur fram þingsályktunar- tillögu um að upplýst yrði um að- komu íslenskra stjórnvalda, stjórn- málamanna og embættismanna að málinu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lýst því að hann vilji leggja fram öll gögn máls- ins af hálfu utanríkisráðuneytisins. Tillagan verður til umræðu á þingi á næstu dögum. Auk þess fara Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Sam- fylkingunni, og Ögmundur Jónas- son, VG, fyrir nýrri tillögu um að rannsóknarnefnd upplýsi Íraksmál- ið. RÁÐGÁTAN UM STRÍÐ ÍSLANDS GEGN ÍRAK Fylgi Framsókn- arflokksins Fylgi Sjálfstæð- isflokksins 1995 23,3% 37,1% 1999 18,4% 40,7% 2003 17,7% 33,7% 2007 11,7% 36,6% 2009 14,8% 23,7% Írak og fylgið Íraksmálið er talið hafa haft afgerandi áhrif á fylgi Framsóknarflokksins eftir 2003. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ef Halldór hefði farið gegn vilja Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í Íraks- málinu hefði það hæglega get- að leitt til stjórnarslita. Halldór Ásgrímsson Ýmislegt er enn á huldu um hver þáttur Halldórs var nákvæmlega í þeirri ákvörðun að styðja Bandaríkjamenn til hernaðar í Írak. Langvinn átök og óvissa Verið er að yfirheyra ráðamenn í Bretlandi vegna Íraksmálsins, þeirra á meðal Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra. Ögmundur Jónasson Ögmundur hefur oftar en tölu verður á komið tekið upp Íraksmálið og fer nú fyrir tveimur tillögum um málið á Alþingi. Davíð Oddsson Sú útgáfa er lífseig að Davíð hafi einn ráðið ferðinni um stríð Íslands gegn Írak og verið fyrst og fremst í sambandi við sendiherra Bandaríkjanna og ráðgjafa sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.