Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Síða 15
FRÉTTIR 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 15 Sjóránið bar ávöxt Sómalskir sjóræningjar hafa sleppt gríska flutningaskipinu Filitsa og 22 manna áhöfn þess, en það lenti í klóm sjóræningjanna 11. nóvember. Skipinu var sleppt í vikubyrjun eftir að útgerðarfélag þess hafði greitt lausnargjaldið að sögn öryggisfulltrúa og talsmanns félagsins. Talsmaðurinn, Michael Battzoglou, sagði að áhöfnin væri öll heil á húfi. NAVFOR, teymi Evrópusam- bandsins gegn sjóránum, staðfesti að lausnargjald hefði verið greitt en neitaði að tjá sig um hve há upphæð hefði skipt um eigendur. Ákærður fyrir sódómsku Anwar Ibrahim, leiðtogi malasísku stjórnarandstöðunnar, hefur verið ákærður fyrir sódómsku í annað skipti á einum og sama áratugn- um, en réttarhöldum yfir hon- um var frestað að beiðni verjenda hans. Anwar, sem sagði að réttar- höldin væru „vélabrögð örfárra lúalegra og spilltra“ á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist ef hann verður sakfelldur. Anwar Ibrahim var dæmdur til níu ára fangelsisvistar árið 2000 fyrir sömu sakir, en alríkisdóm- stóll ógilti þann dóm fjórum árum síðar. Dýrt viskítár Ein sjaldgæfasta hálfflaska af viskíi verður boðin upp hjá uppboðs- fyrirtækinu McTears í Glasgow í dag. Um er að ræða flösku af Spring- bank-viskíi frá J & A Mitchell & Co Ltd, en viskíið var eimað árið 1900. Reiknað er með að hálfflaskan sjaldgæfa fari á um sex þús- und sterl- ingspund, eða 1,2 milljónir íslenskra króna. Á meðal annarra sjaldgæfra guða- veiga sem fara undir hamarinn má nefna Macallan, Dalmore, Bow- more, Higland Park og Talisker, og án efa munu viskíáhugamenn berjast um hituna. Æðsti „vúdúmeistari“ Haítí, Max Beau voir, fullyrðir að andstæðingar trúar hans hafi vísvitandi komið í veg fyrir að brýn aðstoð bærist iðkendum trúarbragðanna. Að sögn hafa með- limir evangelísku kirkjunnar verið við stjórnvölinn og slegið eign sinni á öll hjálpargögn. „Þeir hafa það forskot að vera við stjórn flugvallarins þar sem allt situr fast. Þeir taka allt sem þeir koma höndum yfir og færa sínu fólki, og það er skömm að því,“ sagði Max. Max Beauvoir sagði að hann væri ekki að fara fram á að fá meira en aðrir, en þjáningar allra væru eins og sömuleiðis þarfirnar. „Við biðjum aðeins um sanngirni,“ sagði hann og bætti við að það hefði tekið tveggja vikna baráttu að fá fyrstu matarsend- inguna til heimabæjar hans, Mariani, sem er rétt utan við höfuðborgina Port-au-Prince. Í kjölfar jarðskjálftans fór ev- angelistinn Pat Robertson mikinn í bandarísku sjónvarpi og fullyrti að Haítar hefðu „gert samning við djöf- ulinn“ fyrir 200 árum þegar þeir báru sigurorð af Frökkum. Max Beauvoir sagðist ekki þekkja Pat og taldi sig „ekki missa af miklu“. Hann sagði einnig að vúdú hefði ver- ið þróað af forfeðrum Haíta og væri hluti af tilveru þeirra: „Að segja okk- ur að láta af vúdúiðkun er eins og að biðja Bandaríkjamenn að láta af hamborgaraáti.“ Max vísaði til föðurhúsanna þeirri hugmynd að mannfórnir væru hluti vúdúiðkunar, sem og ástundun þess að stinga prjónum í dúkkur. „Það er Hollywood-vúdú. Enginn í Holly- wood hefur nokkurn tímann sent mannfræðing til að rannsaka vúdú á Haítí,“ sagði Max Beauvoir. Vúdú er blanda trúar vesturaf- rískra þræla sem fluttir voru til eyj- unnar á 16. öld frá Vestur-Afríku og rómversk-kaþólskrar kristni. Barnung brúður í Sádi-Arabíu hefur dregið til baka beiðni um að hjóna- band hennar og áttræðs eiginmanns verði ógilt. Stúlkan sem um ræðir er ekki nafngreind en er tólf ára og er frá Qaseem-héraði austur af höfuðborg- inni Riyadh. Hún var gefin eiginmanni sínum í september gegn vænni þókn- un föður hennar til handa, en þóknun- in samsvaraði tæpum þremur milljón- um íslenskra króna. Grátbað um aðstoð Stúlkan hafði ásamt móður sinni far- ið þess á leit við dómstóla landsins að hjónaband hennar yrði ógilt og grund- vallaði beiðnina á því að henni hefði verið nauðgað. En nú hefur stúlkunni snúist hugur, hún hefur dregið beiðn- ina til baka og segist vilja virða vilja föður síns. „Ég er hjónabandinu samþykk. Ég hef ekkert á móti því. Þetta er í samræmi við dótturlega virðingu fyrir föður mínum og hlýðni gagn- vart óskum hans,“ hafði dagblaðið Okaz eftir stúlkunni, en orðin á hún að hafa látið falla við dómstólinn. Aðstæður stúlkunnar urðu heyr- inkunnar í janúar þegar blaða- maður dagblaðsins Al-Riyadh hitti stúlkuna og hún grátbað hann um að bjarga sér. Sem fyrr segir hef- ur henni snúist hugur og það mun hafa verið móðir hennar sem kom sinnaskiptum hennar á framfæri. Þörf fyrir hertar reglur Í Sádi-Arabíu fyrirfinnast engin lög sem banna að börn séu gefin í hjóna- band, en þó virðast vera blikur á lofti hvað það varðar. Í apríl sagði dóms- málaráðherra landsins, Mohammed Al-Issa, að þörf væri fyrir hertar regl- ur svo hægt væri að koma í veg fyrir að foreldrar „seldu“ börn sín. Tilefni orða Mohammeds Al- Issa var hjónaband átta ára stúlku og sextugs manns. Sá ráðahagur var fordæmdur af mannréttindasam- tökum víða um heim. Samkvæmt lögfræðingi þeirrar stúlku var hún gefin í hjónaband til að greiða skuld föður hennar við brúðgumann. Lyktir þess hjónabands urðu þær að dómstóll heimilaði skilnað stúlkunnar við manninn, en í tví- gang hafði henni verið neitað um hann. Brot gegn réttindum barna Þetta nýja mál hefur vakið athygli inna vébanda konungsfjölskyld- unnar í Sádi-Arabíu. Adela bint Ab- dullah prinsessa, dóttir Abdullah bin Saud konungs, hefur látið mál- ið sig varða og sagði að hjónaband- ið bryti gegn réttindum stúlkunnar. Prinsessan sagði að börn ættu rétt til að njóta bernskunnar og ekki að vera neydd í hjónaband. „Jafnvel fullorðnir myndu ekki samþykkja það,“ var haft eftir prinsessunni í þarlendum fjölmiðlum. En siðurinn á einnig sína fylgis- menn sem bera því við að hann sé hluti af sádiarabískri menningu. Eins og málum er háttað í Sádi-Ar- abíu nú eru haldnar í heiðri strang- ar reglur súnní-íslam sem banna frjálst samband kynjanna og heimil- ar feðrum að gifta dætur sínar hverj- um þeim sem þeim sýnist. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Æðsti „vúdúmeistari“ Haítí vandar kristnum ekki kveðjurnar: Vúdúiðkendur mæta afgangi Vúdúsöluturn Vúdútrúarmenn telja sig ekki sitja við sama borð og kristnir á Haítí. MYND AFP Barnungri brúði sem farið hafði fram á að hjónaband hennar og áttræðs manns yrði ógilt hefur snúist hugur. Haft er eftir stúlkunni að sinnaskiptin megi rekja til dóttur- legrar hlýðni hennar. Dómsmálaráðherra landsins vildi herða lög svo foreldrar gætu ekki „selt“ börn sín. VELUR ÁTTRÆÐAN EIGINMANN Svartklæddar konur sitja í sandi Engin lög banna að ungar stúlkur séu giftar í Sádi-Arabíu. MYND PHOTOS.COM Ég er hjónaband-inu samþykk. Ég hef ekkert á móti því. Þetta er í samræmi við dótturlega virðingu fyrir föður mínum og hlýðni gagnvart óskum hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.