Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Qupperneq 17
Hver er maðurinn? „Leifur Breiðfjörð, myndlistarmaður.“ Hvaðan ertu? „Fæddur og uppalinn í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Sköpun- argleðin og ánægjan af því að vinna við það sem ég er að gera.“ Hverju ertu stoltastur af? „Fjölskyldunni og þeim verkum sem ég hef unnið að í gegnum tíðina.“ Hvað kom til að þú varst fenginn í þetta verkefni? „Ég gerði steinda glugga fyrir þessa kirkju árið 1985. Tveimur árum síðar var haft samband við mig og ég var beðinn um að gera nýtt anddyri fyrir kirkjuna. Það var beint fyrir neðan gluggann og átti að mynda heild. Það er svolítið merkilegt því ég er nýbúinn að gera bronshurðir fyrir Hallgrímskirkju og þessar hurðir tengjast einmitt mikið. Eru báðar á vesturhlið kirkjunnar og fyrir neðan glugga sem ég gerði. Það má segja að ég sé á hurðatímabili ferils míns.“ Viltu segja mér frá verkinu? „Þetta er abstrakt verk sem byggt er upp af náttúrulegum formum. Síðan eru ákveðin „element“ í glugganum sem endurtaka sig í hurðinni. Bláa litinn notaði ég sem andstæðu við litina inni í kirkjunni en þeir eru hlýir og þungir. Ég vildi fá eitthvað nýtt inn í kirkjuna. Þetta er í raun glerskúlptúr sem maður gengur inn í. Svo má nú segja að þetta sé ákveð- inn útflutningur því stálhluti verksins er unninn hér á Íslandi í fyrirtæki sem heitir Teknís. Verkið sjálft vann ég úti í Þýskalandi.“ Hefur þú fengið einhver viðbrögð við því? „Ég hef ekki heyrt annað en að menn séu mjög ánægðir með það. Úti er að fara af stað kynning á efninu svo það er ekki alveg farið að reyna á almenn- ingsálit.“ Hvaðan fékkstu innblástur? „Það tengist bara öðrum verkum sem ég er að vinna að og hef unnið í gegnum tíðina. Ég byggði þetta á mínum hugmyndabanka og svo tengist það auðvitað glugganum og formunum um það. Er gert til minningar um þjóðskáld Skota, sumt í verkinu minnir á hann.“ ÆTLAR ÞÚ AÐ FLYTJA TIL ÚTLANDA EÐA ÞEKKIR ÞÚ EINHVERN SEM ER Á FÖRUM? „Nei, ég er ekki að fara eða neinn í minni fjölskyldu, en ég heyri af fólki sem er að flytja.“ ÁGÚST EYSTEINSSON, 27 ÁRA, NEMI „Ég er ekki að flytja en vinkona mín og hennar maður eru atvinnulaus og eru að flytja til Þýskalands.“ SIGURBJÖRG SARA RÍKHARÐSDÓTTIR, 21 ÁRS, NEMI „Nei, ég er ekki að flytja og ég þekki engan sem er að fara.“ ÍRIS DÖGG ÁSMUNDSDÓTTIR, 23 ÁRA, BÍLASPRAUTARI „Nei, ég er ekki að fara og ég þekki heldur engan sem ætlar að flytja.“ HALLA SIGURÐARDÓTTIR, 46 ÁRA, PRENTSMIÐUR DÓMSTÓLL GÖTUNNAR Myndlistarmaðurinn LEIFUR BREIÐFJÖRÐ á nýtt anddyri í dómkirkjunni í Edinborg en það er járn- og skúlptúrverk sem er blátt að lit. ER Á HURÐA- TÍMABILINU „Ég er ekki á förum en ég á kunningja- fólk sem er farið með þrjú börn til Noregs.“ SVANDÍS ÓSKARSDÓTTIR, 55 ÁRA, BANKAMAÐUR MAÐUR DAGSINS Fyrr en síðar verða kjósendur og skattgreiðendur að sætta sig við orð- inn hlut. Því fyrr sem það verður því meiri tími gefst til þess að huga að mikilvægum skilyrðum framleiðsl- unnar og innviðum félagskerfis- ins sem einnig getur bognað undan þunga bankahrunsins. Þjóðin og þingið hefur nú varið 16 mánuðum í umræður um Icesa- ve-vandann. Skuldbindingar ríkis- ins vegna vandans eru 230 milljarð- ar króna. Vextir eru drjúgir eða allt að 150 milljarðar króna miðað við 5,5 prósenta nafnvexti. Einblíni þjóðarinnar veldur því að fæstir átta sig á að aðrar skuldir eru bæði meiri og erfiðari en Icesa- ve-skuldbindingin. Innlendar skuldir vegna bankanna og gjaldþrots Seðla- banka Íslands eru um 480 milljarðar króna. Lán á móti þessum skuldum eru sum hver verðtryggð og á engu betri vaxtakjörum en Icesave-lánin frá Hollandi og Bretlandi. Um síðustu áramót höfðu íslensk- ir skattborgarar greitt um 32 milljarða króna í vexti vegna gjaldþrots Seðla- bankans. Þar af voru vaxtagreiðslurn- ar um 7,5 milljarðar en verðbætur um 24,5 milljarðar króna. Þetta er sárgrætilegt vegna þess að gjaldþrot Seðlabankans át bókstaf- lega upp um 70 prósent af auknum skatttekjum ríkissjóðs. Óréttlætið Það er einnig sárgrætilegt óréttlæti ef stjórnvöld verða uppvís að því að hafa mulið undir eignafólk þegar björg- unaraðgerðir hófust í bankahruninu sjálfu. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og þingkona VG sagði á þingi snemma í vetur, að margt benti til þess að 10 prósent íslenskra sparifjáreigenda hefðu átt um 70 prósent af innstæðu- upphæðinni sem skattgreiðendur voru látnir ábyrgjast hér innanlands. „Sú aðgerð að tryggja innstæður að fullu fól í sér mikla eignatilfærslu frá skattgreiðendum til fjármagnseig- enda sem birtist meðal annars í því að nú þarf ríkið að leggja ríkisbönkunum til um 200 milljarða í eigið fé. Auk þess var tekin sú ákvörðun að bæta fjár- magnseigendum tap vegna peninga- markaðssjóða bankanna og er talið að þessi ákvörðun hafi kostað skattgreið- endur að minnsta kosti um 200 millj- arða.“ Icesave-skuldbindingin, sem nú hefur hlaðið stjórnkerfiskreppu frá Bessastöðum ofan á fjármálakreppu þjóðarinnar, er í raun og veru hreint ekki eins íþyngjandi vandi og hér um ræðir. Skuldabyrðin vegna annarra skulda en Icesave er slík á næstu tveimur árum að til greiðslufalls get- ur komið eins og Friðrik Már Bald- ursson hagfræðingur reyndi að koma forsetanum í skilning um með bréfi sem hann sendi honum skömmu áður en hann vísaði Icesave-málinu til þjóðarinnar. Réttilega hefur Friðrik Már áhyggjur af fjármögnun á móti greiðslubyrðinni ef íslenska þjóðin ætlar reiðilega að standa í stríði við umheiminn næstu misserin vegna Iceave. „Í þessari stöðu felst mikil áhætta sem brýnt er að leysa úr með því að tryggja fjármögnun greiðslna þessara opinberu aðila með góðum fyrirvara. Það háa áhættuálag sem fjármálamarkaðir leggja á Ísland nú stafar án efa að miklu leyti af því að það liggur ekki ljóst fyrir hvernig land- ið mun mæta þessum greiðslum.“ Gamla valdabröltið Gegn öllum góðum og skynsömum úrræðum standa stjórnarandstöðu- flokkarnir með forsetanum og ritstjór- anum í Hádegismóum. Mest er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem auðveldast er einnig að lesa sök- um innbyggðrar sérhagsmunagæslu flokksins: Hann bar ábyrgð á einakvæðingu bankanna til flokksgæðinga ásamt flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar. Hann var í aðstöðu til að fylgjast með bankagæðingunum í gegnum Fjármálaeftirlitið. Hann blekkti Hollendinga og Breta fram á síðustu stundu til að bjarga bankagæðingunum. Hann vissi um ástandið og hafði vitað nær allt árið 2008. Hann gerði lítið til að leysa úr álita- málum gagnvart Bretum og Hollend- ingum frá bankahruni þar til hann hraktist frá völdum. Hann notar nú Icesave-samning- inn, sem búið er að gera, til þess að fella ríkisstjórnina. Hann teflir efnahagsáætluninni í samvinnu við AGS í tvísýnu sem getur leitt til greiðslufalls þjóðarinnar. Hann kærir sig kollóttan þótt sam- skipti við öll önnur ríki fari í uppnám. Hann sýnir því tómlæti þótt þjóðin sundrist í stað þess að sameinast. Hann sakar aðra um landráð en sýnir engin merki auðmýktar sjálfur. Svo skal böl bæta... KJALLARI MYNDIN 1 Stöð 2 afhjúpaði uppljóstrara Fréttablaðið birti í gær gögn sem uppljóstrari bauð Stöð 2. Þar kom fyrir tölvupóstfang uppljóstrarans. 2 John Terry fær leyfi til að bjarga hjónabandinu John Terry fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu hefur fengið leyfi frá störfum til að bjarga hjónabandi sínu. 3 Gisele fæddi í baðkari Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen eignaðist sitt fyrsta barn í baðkari á heimili sínu. 4 Sophia neitar sök - Rúna bar vitni símleiðis Sophia Hansen neitaði sök um að hafa haft Sigurð Pétur Harðarson fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um að hafa falsað undirskrift hennar. 5 Var að kafna á chili-kássu og keyrði inn í hús Ökumaður timburflutningabíls missti stjórn á bílnum og keyrði bílinn langleiðina inn í hús. 6 Frjálslyndi flokkurinn ítrekar að Ólafur F. sé einn á báti Frjálslyndi flokkurinn áréttar að Ólafur sé ekki í flokknum. 7 Ætlaði að skila í síðustu viku Sjálfstæðisflokkurinn hafði lofað að skila reikningi sínum fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar í síðustu viku. MEST LESIÐ á DV.is JÓHANN HAUKSSON útvarpsmaður skrifar „Þetta er sárgrætilegt vegna þess að gjaldþrot Seðlabankans át bók- staflega upp um 70 prósent af auknum skatttekjum ríkissjóðs.“ UMRÆÐA 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 17 Gluggaþvottur Miklar endurbætur hafa staðið yfir á Hallgrímskirkju. Viðgerð á kirkjuturninum er lokið og nýjum hurðum hefur verið komið fyrir. Síðasti hluti framkvæmdanna stendur nú yfir en hann felst meðal annars í þrifum á kirkjunni eins og sjá má á þessari mynd. MYND KRISTINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.