Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Blaðsíða 18
Á M I Ð V I K U D E G I AVATAR ENN Á TOPPNUM Sigurgöngu Avatar virðist ekki ætla ljúka en myndin situr enn á toppn- um fjórðu vikuna í röð. Myndin hefur því alls verið 5 vikur á toppnum af þeim sjö sem hún hefur verið í sýningu. Áhorfendur eru komnir upp í 102 þúsund. Í öðru sæti er nýja mynd Denzels Washington, The book of Eli og í því þriðja It´s Complicated sem skartar þeim Meryl Streep og Alec Bald- win í aðalhlutverkum. SÝNINGAR Á THRILLER HEFJAST Sýningar á söngleiknum Thriller hefjast næstkomandi fimmtudag í uppfærslu nemendafélags Verzl- unarskóla Íslands. Það er Ívar Örn Sverrisson sem samdi nýtt handrit og leikstýrir jafnframt hópnum. Í söngleiknum koma fyrir lög frá The Jackson 5-tímabilinu og ýmis önnur lög. Miða má nálgast á midi.is og kostar 2.150 krónur á sýninguna. DANSVERKIÐ ENDALAUS FRUMSÝNT Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á fimmtudaginn verkið Endalaus eftir Alan Lucien Öyen. Alan er norskur danshöfundur sem hefur getið sér gott orð fyrir falleg, til- finningarík og ljóðræn verk með djúpri merkingu. Tónlistin í verk- inu er frumsamin og er eftir Ólaf Arnalds sem er einn af áhuga- verðustu tónlistarmönnunum í dag. Sýningin hefst klukkan 20 og er hægt að fá miða á midi.is. ÓBÆTANLEG EYÐA Í SÖGU Stjórn Félags leikskálda og handrits- höfunda hefur sent frá sér yfirlýs- ingu vegna fyrirhugaðs niðurskurðar RÚV á framleiðslu og innkaupum á innlendu efni. Í yfirlýsingu er nið- urskurðurinn harmaður og hann sagður eiga eftir að skilja eftir sig óbætanlega eyðu í sögu þjóðarinnar. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Menningarlegar skyldur Ríkisút- varpsins eru ótvíræðar samkvæmt lögum um stofnunina. Fyrirhugaður niðurskurður er skýlaust brot gegn þeim lögum og verður ekki annað séð en með tillögum sínum hafi út- varpsstjóri viðurkennt getuleysi sitt til að stýra stofnuninni samkvæmt þeim fyrirmælum sem lögin fela honum.“ Leikflokkur undir stjórn Vignis Rafn Valþórssonar leikara hefur að und- anförnu sýnt splunkunýtt breskt leikrit í Norræna húsinu. Það nefnist Orphans á frummálinu, Munaðar- laus í þýðingu Vignis Rafns. Eftir því sem lesa má í leikskrá sýningarinn- ar byrjaði höfundurinn, Denis Kelly, fremur seint að skrifa leikrit: hann er fæddur árið 1970 og sendi fyrsta leik- ritið frá sér fyrir sex árum, en hefur síðan skrifað tíu verk og er Orphans þeirra nýjast, frumsýnt á Edinborg- arhátíðinni síðastliðið sumar. Ég þekkti ekkert til skáldsins fyr- ir, en eftir þessu verki að dæma er Denis sannarlega höfundur sem vert er að fylgjast með. Orphans er átakaverk með að heita má klassísku sniði: einn staður, ein atburðarás, einn tími. Persónur aðeins þrjár. Of- beldisverkið sem unnið er á sér stað utansviðs, við kynnumst því aðeins í gegnum frásagnir og viðbrögð per- sónanna; sjáum hvernig það legg- ur líf þeirra í rúst á fáeinum klukku- tímum. Auðvitað verður það miklu áhrifameira en að láta viðbjóðinn fara fram fyrir augum okkar með leikhúsblóði og tilheyrandi; það er gömul saga sem þessi sýning stað- festir enn og aftur. Og um leið fæst skýrari fókus á þær siðferðisspurn- ingar sem þarna er brotið upp á: um tilviljunarkennt ofbeldið í samfélag- inu sem alltaf á sér að einhverju leyti rætur og hliðstæður í ofbeldinu sem fólk beitir hvert annað í einkalífinu, jafnt í skólunum sem innan veggja heimilisins. Leikur þeirra Hannesar Óla Ág- ústssonar, Stefáns Benedikts Vil- helmssonar og Tinnu Lindar Gunn- arsdóttur var mjög góður, hraður og öruggur, og það fór ágætlega um leikinn í kassanum sem byggður hafði verið utan um hann í sal Nor- ræna hússins. Þau munu vera á leið með sýninguna til Akureyrar þar sem hún fær vonandi þá aðsókn sem hún á skilið. Jón Viðar Jónsson Leikhús sem á erindi Jane (Streep) er afskaplega farsæl við- skiptakona sem á stórt bakarí, stórt hús og frábær börn. Það sem hana vantar þó í líf sitt er karlmaður þar sem fyrrum eiginmaðurinn, Jake (Bald- win), er löngu farinn frá henni og tek- inn saman við yngri konu. Á einni fylliríisnótt í New York breytist þó allt þegar þau sofa saman og hefst aftur ástarsamband, framhjáhald í hans til- felli, milli þeirra tveggja. Jane verður aftur svo lífsglöð og full orku og reyn- ir að horfa fram hjá því að hún sé að gera konu Jakes það sama og sú síð- arnefnda gerði henni á sínum tíma. En á meðan ástarsambandið er í gangi kynnist hún arkitektinum Adam (Martin) sem er að gera upp glæsi- legt hús hennar í Kaliforníu. Adam er allt öðruvísi en Jake, blíðlyndur, hug- ulsamur og algjör toppmaður. Hefst á milli þeirra ástarþrí- hyrningur sem mynd- in fjallar um. Það helsta sem er að þessari mynd er að hún er alltof löng. Rómantísk gamanmyd þarf ekki að vera lengri en 90 mínútur og líða þessir tveir tímar afar hægt. Fannst gerend- um myndarinnar ef- laust hægt að afsaka það með góðum leikurum á borð við Streep, Bald- win og Martin en svo er einfaldlega ekki. Ég veit ekki hversu oft ég leit á klukkuna því myndin fer eftir algjörri Hollywood-formúlu og hefði getað klárast mun fyrr. Þökk sé gæðaleikurum er myndin vel leikin en pínlegt getur þó verið að horfa á Streep og Baldwin stunda kyn- mök í gegnum myndina. Vissulega er ekkert sýnt en oft er farið afar náið í lýsingar. Þegar Jake talar um að hann fíli að Jane sé hætt að fara í brasilískt vax þurfti ég að leggja frá mér snakk- ið. Fyrir mitt leyti var þetta eins og að horfa á foreldra manns tala um kynlíf og það vill enginn sjá eða heyra. Meryl Streep var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn sem ég verð að segja að sé algjört ofmat. Eng- inn stóru leikaranna á þarna einhvern stjörnuleik. Það er helst Office-stjarn- an John Krasinski, sem leikur tengda- son Jane, sem gerir eitthvað sem telst eitthvað nærri því að vera fyndið í myndinni. Annars eru öll hin börn- in hvert öðru ófyndnara og þá leikur sprelligosi eins og Steve Martin frekar bugaðan gaur og er nær ekkert fynd- inn alla myndina. Ég veit hreinlega ekki fyrir hvaða aldurshóp þessi mynd á að vera. Kannski að fólk yfir fertugu geti tengt við hana. Það er líka eins og maður eigi að gleyma því að Meryl Streep sé orð- in sextug. Þegar hún er í saumaklúbbi með vinkonum sínum að monta sig af framhjáhaldinu er hún að tala við kon- ur sem eru minnst tuttugu árum yngri en hún. Það, eins og svo margt annað í myndinni, er afskaplega misheppnað og er einfaldlega vont að sjá ljómandi fína leikara eins og Steve Martin og Alec Baldwin með hana á ferilskránni. Tómas Þór Þórðarson 18 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FÓKUS MUNAÐARLAUS eftir Dennis Kelly. Leikstjóri og þýðandi: Vignir Rafn Valþórsson Búningar: Anna María Tómasdóttir Tónlist: Gunnar Karel Másson Ljós: Karl Sigurðsson LEIKLIST Munaðarlaus „Þau munu vera á leið með sýninguna til Akureyrar þar sem hún fær vonandi þá aðsókn sem hún á skilið.“ Gamalt fólk IT’S COMPLICATED Leikstjórn: Nancy Meyers Aðalhlutverk: Meryl Streep, Alec Baldwin, Steve Martin, John Kra- sinski, Zoe Kazan, Lake Bell, Hunter Parrish, Pat Finn og Rita Wilson. KVIKMYNDIR að gera do-do It’s Complicated Skartar fjölda afbragðsleikara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.