Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Síða 23
HELGARBLAÐ 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 23 konum að kenna“ „Kyndeyfð karla er unað, sem vænzt er eftir, ef hann reynist ekki hin þráða ódáinsveig af bikar varanna, ef stúlkan fellur ekki í hálfgert meðvitundarleysi undir áhrifum vara hans og andardráttar – og hvíslar af veikum mætti slokknandi meðvitundar: „Unaðslegt“ – ef kossinn veitir ekki slíkan unað, þá ætti hún að beita öllu afli, til þess að sigrast á ástríðum augnabliksins og hætta. Þá eru ekki fyrir hendi skilyrði þau, sem náttúran setur fyrir farsælu ástalífi, líkamssafarnir samrýmast ekki. Mismunandi aðferðir Hinn siðmenntaði maður er löngu hættur að hafa samfarir að hætti dýranna, þannig, að karldýrið nálgist kvendýrið aftan frá; frummaðurinn hefur þó eflaust notað þá aðferð, og apar nota hana ennþá. Í þeirri stellingu er konan einung- is verkfæri til að veita manninum fullnægingu, hún snýr að honum hinum ópersónulega bakhluta, og hið líkamlega og sálræna samband, sem er grundvallaratriði í ástarhótum og kynförum nútímamanns, er ekki fyrir hendi. […] Við samfarir eru það aðallega þrjár aðferðir, sem um er að ræða: 1. Upprétt staða. Maður og kona standa. Er það óþægilegt, en þó stundum gert af illri nauðsyn. 2. og 3. Bæði liggja: annað liggur á bakinu, hitt ofaná. Hvernig getnaðarlimnum er komið inn í leggöngin Leggöngin er í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliðar og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. Það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti. Almenn ráð við vangetu karlmanna Verði mikil brögð að truflunum á kyngetu manna, ættu konurnar fyrst að líta í eigin barm og athuga, að hve miklu leyti sökin gæti verið hjá þeim. […] Ef þær óttast, að töfrar þeirra séu farnir að fölna, er einfaldast að líta í spegilinn. Sé sú reyndin, þá ber þeim að snyrta sig betur, breyta klæðasniði sínu og nota mismunandi ilmvatnstegundir á víxl, eða, í fáum orðum sagt, að bjóða manninum nýjan og aukinn þokka. Konan ætti að gefa honum styrkjandi fæði, kryddað salat, sætt vín, hjartarkjöt, egg, fisk og ost. Hún mætti reyna að gera heimili sitt enn viðkunnan- legra og leita nýrra ástarbragða. Þá skyldi hún athuga, hvort ekki væri heppilegt, að hún tækist á hendur smáferð, til þess að hvíla þau hvort á öðru.[…] Hið versta er að lítilsvirða hann með háðsglósum eða gam- anyrðum. Að gera gys að vangetu hans, er eins og að slá drukknandi mann með árinni, í stað þess að reyna að bjarga honum. Er óhollt að nota smokk? Jafnvel þótt notkun smokks sé mjög mikill þáttur í aukinni heilsu- vernd frá félagslegu sjónarmiði, þar sem hann dregur svo mjög úr útbreiðslu kynsjúkdóma, þá verður samt að viðurkenna, að hann er óeðli- legur samförunum, og því á vissan hátt varhugaverður, eins og allar óeðlilegar ráðstafanir. Smokkurinn spillir hugblæ ástarinnar Smokkurinn dregur úr hinum sálræna unaði kynsambandsins. Samfarir eru í eðli sínu fyrirbrigði úr heimi dýranna, en hinn siðmenntaði maður hefur fágað og göfgað þessa starfsemi dýraríkisins og hafið hana á æðra stig. […] Maður sem stendur og setur á sig smokk! Það er sannarlega ekki glæsilegur forleikur að söngleik sælunnar. Notkun smokksins undirstrikar einmitt þá hlið samfaranna, er hinn siðmenntaði maður, sem ekki eðlar sig heldur elskar, óskar að gleyma. Smokkurinn eyðileggur þær glæsilegu hillingar, sem maðurinn hefur myndað sér með æðri þroska. Óþægilegur eftirleikur Annar mikill ókostur við smokkinn er sá, að hann lætur aftur til sína taka í leikslok – eftir samfarirnar. Smokkur, fullur af sæði, er auðvitað óviðkunnanlegt og annarlegt fyrirbrigði, sem þarf að losna við hið skjótasta, og verður þá að hefja nýjar aðgerðir, sem eyðileggja fullkomlega rómantík samfaranna, ef hún hefur þá nokkurn tíma verið nokkur. Hámarkið Það er ekki mjög sjaldgæft, að hjón hafi samfarir á hverju kvöldi. Virðist það þá vera orðinn skemmtilegur vani fyrir þeim, starf, sem þarf að rækja, eins og aðrar þarfir líkamans. […] En oft er því þó þannig farið, að svo tíðar samfarir gefa einungis einhliða fullnægingu, það er að segja, þær fullnægja hinum þrekmikla manni á kostnað konunnar, svo að konur slíkra manna bera oft ýmis merki ofþreytu. […] Slíkt einhliða kynlíf ber að vísu vott um framúrskarandi kynorku mannsins, en alls ekki um ágæti hans sem eiginmanns. Það ber ekki vott um háleitt hjúskaparlíf, að kynhvötin skuli berja á dyr á hverju kvöldi reglulega, rétt eins og bréfberinn á morgnana. Einhliða nautn af þessu tagi er gott dæmi um hið algenga siðleysi manna, sem meta ekki konu sína sem eiginkonu og félaga í ástum, heldur misnota hana sér til ánægju, eins og hvert annað húsdýr. Á hinn bóginn sýnir þetta einnig hina veiku hlið flestra kvenna í ástamálum, þar sem þær kunna ekki að halda þeim hlut í hjúskap og ástum, sem þeim að réttu lagi ber. Stúlkan sem verður að giftast Læknar þekkja einnig vel þá sérstöku tegund kvenna, sem „verða að giftast“. Stúlka, sem þannig er ástatt um, þjáist af öllum mögulegum og ómögulegum kvillum: tíðakvillum, klæðaföllum (útferð), bakverk, svefnleysi, morgunþreytu, hún getur ekki unnið heilan vinnudag í einu, hún er utan við sig og erfið í umgengni. Hún hefur slæman litarhátt, höfuðverk og sitthvað fleira. Alltaf er það eitthvað nýtt, sem er að. Þessa stúlku vantar ekkert nema reglulegar samfarir og kynferðis- lega fullnægingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.