Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2010, Side 25
FIMMTI MAÐURINN BESTI KOSTURINN En við vissum alveg hvaða mann Guðmundur hafði að geyma og hvern- ig þjálfari hann væri. Við vissum líka að með Guðmundi værum við að taka minnstu áhættuna,“ segir Einar. Minnstu áhættuna? Hvað með niður- túrinn 2004? „Ég var nú með honum 2001-2004 og við vorum alveg búnir að greina það sem klikkaði. Menn höfðu alveg lært af ýmsu það árið. Áhættan var minnst með Guðmund, sérstak- lega í ljósi þess að hann átti bara að fá skammtímasamning fram yfir Ólymp- íuleikana vegna vinnu sinnar. Svo viss- um við líka hvernig leikmönnum lík- aði við hann,“ segir Einar en eitt símtal á fimmtudegi sem í raun átti aldrei að verða kostaði þessa handboltageðveiki sem Guðmundur og strákarnir okkar verða sakaðir um. „Við tókum upp símann og einfald- lega spurðum Guðmund hvort hann væri til. Hann var fljótur að ákveða sig. Ég hringdi í hann á fimmtudegi og þetta var orðið klárt á milli okkar á laugardagsmorgni,“ segir Einar Þor- varðarson. Breyttur maður Á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu, EM í Svíþjóð 2002, þegar Guðmundur stýrði liðinu í fyrra skiptið náði hann frábærum árangri, fjórða sæti. Sjöunda sætið á HM í Portúgal var heldur ekk- ert slæmt, þannig tryggði liðið sig inn á Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Það ár, 2004, var þó ekki gott. Ísland féll út eftir riðlakeppnina á Evrópumótinu í Slóveníu í byrjun árs og endaði svo í ní- unda sæti á Ólympíuleikunum þar sem liðið ætlaði sér stærri hluti. Guðmundur var gagnrýndur, sér- staklega eftir Ólympíuleikana, fyr- ir störf sín. Bæði fyrir að taka jafnvel meidda menn með á stórmót og síð- an rúllaði hann afar lítið á liðinu þar sem stressið virtist oft bera hann ofur- liði. Þegar hann var ráðinn aftur 2008 sagði Guðmundur: „Ég held að ég hafi þroskast nokkuð mikið. Mér fannst það taka mig svolítinn tíma að verða góður þjálfari. Til þess að verða góður í þessu fagi þarftu að ganga í gegnum góða og slæma tíma. Stundum tekur tíma að upplifa hvort tveggja.“ Og bætti svo við: „Ég mun forð- ast það að velja menn sem ekki eru í standi. Stundum eru leikmenn það mikilvægir að við þjálfarar neyðumst til að velja menn sem skila ákveðnum hlutverkum í liðinu.“ Dæmi um leikmann sem er það mikilvægur er Logi Geirsson sem spil- aði aðeins í þrjár mínútur í Austurríki. Samkvæmt heimildum DV treysti Guð- mundur Loga ekki til þess að spila þar sem hann er svo hræddur um að meið- ast aftur. Sömu heimildir herma þó að Guðmundur hafi talið Loga of mik- ilvægan fyrir hópinn til þess að skilja hann eftir heima. Ódæll en afburðakarakter Fáir þekkja Guðmund Guðmunds- son betur en Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður og handbolta- spekúlant. Guðjón var aðstoðarmað- ur Guðmundar þegar hann þjálfaði hjá Víkingi, aðstoðarmaður Bogdans með landsliðið þegar Guðmundur lék í því og það sem meira er hann þjálf- aði Guðmund þegar hann var polli. „Hann var erfiður og ódæll þegar ég þjálfaði hann og kappsfullur,“ segir Guðjón og skellir upp úr. „Hann var samt frábær leikmaður, hornamaður í heimsklassa.“ Guðmundur varð margfaldur meistari með ósigrandi liði Víkings á níunda áratugnum. Landsliðsþjálf- arinn og sá maður sem er talinn hafa breytt handboltanum á Íslandi, Bogd- an Kowalczyk, þjálfaði þá Víkingslið- ið. „Ég man þegar hann kom á fyrstu æfinguna með Víkingi út í KR-heim- ili þegar Bogdan var að þjálfa. Bogdan leit á hann og sagði: „Þessi maður get- ur ekki spilað handbolta. Hann er allt of lítill.“ En hann var afburðaíþrótta- maður eins og hann er afburðaþjálfari og frábær karakter,“ segir Guðjón um Guðmund. Ráðningin fjölmiðlum að þakka „Munurinn er nánast enginn,“ svarar Guðjón Guðmundsson spurður um muninn á Guðmundi árið 2004 og svo í dag. „Þetta snýst bara um reynslu. Það dettur enginn inn alskapaður sem landsliðsþjálfari og býr til lið á heims- mælikvarða. Það þarf reynslu í það og í dag er Guðmundur reynslunni ríkari. Í dag er hann einn sá besti ef ekki bara besti þjálfari í heimi. Það þori ég alveg að segja tæpitungulaust,“ segir Guðjón sem hefur fylgst afar náið með heims- handboltanum í tugi ára. „Maðurinn er einfaldlega gríðar- lega fær á sínu sviði. Það er kannski bara Talant (Dujshebaev, þjálfari Ciu- dad Real) sem er í sama gæðaflokki en þeir eru ekki mikið fleiri. Bara hvernig hann leggur upp sína vinnu segir allt sem segja þarf,“ segir Guðjón. Hann segir ráðningu Guðmund- ar hafa ekki síst verið fjölmiðlum að þakka. „Ég veit að Einar Þorvarðarson er eflaust ósammála mér en ég tel að HSÍ geti þakkað fjölmiðlum fyrir það að Guðmundur var ráðinn. Þá sérstak- lega fréttastofu Stöðvar 2 og Morgun- blaðsins. Áður en þeir miðlar bentu á Guðmund var nafnið hans ekki í hatt- inum, tel ég,“ segir Guðjón. Lykilmenn treysta Guðmundi „Það var mikið happaspor að ráða Guðmund aftur. Það var samt jafn- mikill feill að láta hann fara 2004. Þá var liðið ekki jafnvel samansett. Það var ekki Guðmundur sem var ekki nægilega góður,“ heldur Guðjón Guð- mundsson áfram. „Hann horfir líka til framtíðarinnar sem varð honum kannski að falli 2004. Í Slóveníu 2004 fór hann nýjar leiðir og var til dæm- is með ungan leikstjórnanda (Snorra Stein, son Guðjóns) sem náði ekki að ráða við verkefnið eins og eðlilegt er. Þarna var hann að horfa til framtíðar og þetta sýnir hvernig augum hann lít- ur á allt saman.“ Það er fleira sem gerir Guðmund að þeim þjálfara sem hann er að mati Guðjóns. „Guðmundur hefur alltaf, og þetta er algjört lykilatriði, notað sitt besta lið. Bestu leikmennirnir spila! Það skiptir engu máli hvað þú heitir, þeir bestu spila alltaf. Svo lætur hann heldur ekki utanaðkomandi menn segja sér hvað hann eigi að gera. Hann fer eftir eigin sannfæringu og eðlisávís- un. Við Íslendingar erum oft svolítið að elta umtalið og ég er viss um að í gegn- um tíðina hefur það náð til einhverra landsliðsþjálfara. Guðmundur hefur einnig náð leikmönnunum á sitt band. Lykilmenn liðsins treysta honum út í hörgul því þeir vita hvað hann hefur upp á að bjóða,“ segir hann. Guðjón vonast til þess að Guð- mundur fái starf nú þegar liðið hans, GOG, er farið á hausinn. „Fyrst og fremst vona ég að hann fái að halda starfinu hjá landsliðinu fram yfir 2012. Og ég verð að segja að ég vor- kenni þeim manni sem þarf að taka við landsliðinu á eftir honum. Hann á eftir að fá tilboð núna en ég held að Guðmundur muni velja vandlega úr þeim tilboðum sem hann fær. Eitt er þó víst með Guðmund. Forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar geta lært mikið af honum. Hann getur kennt mönnum hvernig eigi að búa til lið og liðsheild og hvernig eigi að fá hálaun- aða atvinnumenn til þess að spila fyr- ir íslenska þjóð og berjast upp á líf og dauða,“ segir Guðjón Guðmundsson. Atvinnulaus með vinnu Á Evrópumótinu fékk Guðmundur þær slæmu fregnir að lið hans í Dan- mörku, GOG Svendborg, væri gjald- þrota. Er Guðmundur því án atvinnu. Hann hætti hjá Kaupþingi til að taka við GOG en nú er það búið. Má fast- lega reikna með að tilboðum rigni inn á borð Guðmundar eftir árangurinn með landsliðinu. Þó er Guðmundur með eitt starf öruggt, starf landsliðs- þjálfara Íslands. Fékk hann áframhald- andi samning eftir Ólympíuleikana og var ráðinn til fjögurra ára, fram yfir Ól- ympíuleikana í London árið 2012. Sem dæmi um framtíðarsýn Guð- mundar er undirbúningur nú þegar hafinn fyrir það mót, það er að segja utan landsliðsins. Er HSÍ byrjað að spila á svokölluðu 2012-liði þar sem framtíðarmenn Íslands fá að spreyta sig á alþjóðavettvangi. Næsta verkefni með landsliði Ís- lands eru tveir æfingaleikir gegn besta liði heims og kannski sögunnar, ný- krýndum Evrópumeisturum Frakka, í Laugardalshöll í mars. Segja gárung- arnir að Guðmundur ætli sér þar að læra að vinna Frakka svo þeir hætti að stöðva Ísland á stórmótum. Ekki ósvipað og hann gerði með Spánverja sem Ísland gat aldrei unnið. Ekki fyrr en leiknir voru við þá fjórir æfingaleik- ir fyrir Ólympíuleikana. Það endaði með sigri í undanúrslitum á ÓL sem á endanum skilaði silfrinu. Öðru af tveimur stórum verðlaunum Íslands í handbolta en þau á Guðmundur Guð- mundsson bæði. 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 25 BRONSIÐ Guðmundur skilaði nú síðast bronsi með strákunum okkar í Austurríki. SILFRIÐ Guðmundur þjálfaði liðið sem náði besta árangri í íslenskri íþróttasögu. 2001-2004 n Febrúar 2001: Tekur við íslenska landsliðinu í handbolta. n Maí 2001: Fyrsti leikurinn undir hans stjórn endar með svekkjandi jafntefli gegn Hollandi, 21-21. n Júni 2001: Kemur landsliðinu á EM 2002 með sigri á Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum, heima og að heiman. n Febrúar 2002: Jafnar besta árangur Íslands á stórmóti með fjórða sætinu á EM í Svíþjóð. n Febrúar 2003: Nær sjöunda sætinu á HM í Portúgal. Tryggir þar með sæti á ÓL í Aþenu 2004. n Janúar 2004: Ísland fellur úr leik eftir riðlakeppnina á EM í Slóveníu. n Ágúst 2004: Ísland endar í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu. n September 2004: Guðmundur hættir sem landsliðsþjálfari og Viggó Sigurðs- son tekur við. 2008-2010 n Febrúar 2008: Ráðinn aftur landsliðsþjálfari Íslands fram yfir Ólympíuleikana sama ár. n Júní 2008: Kemur Íslandi á ÓL í Peking með fræknum sigri á Svíum í lokaleik undanriðils sem leikinn var í Póllandi. n Júní 2008: Kemur Íslandi ekki á HM í Króatíu 2010 eftir samanlagt tap gegn Makedóníu í tveimur leikjum. n Ágúst 2008: Nær öðru sætinu á Ólympíuleikunum í Peking. n Júní 2009: Tryggir Íslandi sæti á EM í Austurríki með sigri í undanriðli. n Janúar 2010: Nær bronsinu á EM í Austurríki. Landsliðsþjálfaraferill Guðmundar 2001–2004 n EM 2002: 4. sæti n HM 2003: 7. sæti (tryggði sæti á ÓL 2004) n EM 2004: 13. sæti n ÓL 2004: 9. sæti Kom liðinu á öll stórmót sem í boði voru. 2008–2010 n ÓL 2008: 2. sæti n EM 2010: 3. sæti Komst ekki á HM 2009. Sæti á stórmótum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.