Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 28
UM HELGINA SAGAN AF ÞRIÐJUDEGI FRUMFLUTT Nýtt leikrit verður frumflutt á sunnudaginn 14. febrúar í Útvarpsleik- húsinu á Rás 1. Það er verkið Sagan af þriðjudegi í leikgerð Bjarna Jónssonar eftir rithöfundinn Steinar Braga en þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Steinar Braga er flutt í leikritsformi. Lesturinn hefst klukkan 14. JAZZHÁTÍÐ Í FULLUM GANGI Hljómsveit Kristjönu Stefánsdóttur mun leika á Café Kúltúru á laugar- dagskvöld. Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð í Reykjavík 2010 en fjöl- margir atburðir eru í boði þetta árið, ýmist í Norræna húsinu, á Café Kúlt- úru eða í Þjóðmenningarhúsinu. Hátíðin stendur fram á mánudag og má nálgast dagskrána á reykja- vikjazz.is. Með Kristjönu á Kúlt- úru leika Ólafur Jónsson á saxófón, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á bassa. Tónleik- arnir hefjast klukkan 22.00. Í ÞJÓÐMENNING- ARHÚSINU Í tilefni af útkomu plötu Sigurð- ar Flosasonar, Það sem hverfur, verður efnt til tónleika í Þjóð- menningarhúsinu sunnudag- inn 14. febrúar. Platan, sem fékk mjög góða dóma, er dramatísk tónlist Sigurðar við eyðibýla- ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar. Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson syngja, Kjartan Valdemarsson spilar á píanó og hljómborð, Matthías Hemstock á trommur og fleira og Sigurð- ur sjálfur á ýmis blásturshljóð- færi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. GERPLA HALLDÓRS LAXNESS FRUMSÝND Leikritið Gerpla eftir sögu Halldórs Laxness verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi saga er sett á svið en það er Baltasar Kor- mákur sem ræðst í þetta verkefni. Hann stjórnar leikgerð ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Gerpla er sögð sprell- fjörug og bráðfyndin, hörð ofbeldis- og stríðsádeila um mikilmennsku- hugmyndir á öllum tímum. Miðar fást á midi.is og hjá Þjóðleikhúsinu. Safnanótt 2010 verður föstudaginn 12. febrúar: Menning og músík fyrir alla 28 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FÓKUS Söfn Íslands verða opin almenningi föstudagskvöldið 12. febrúar í til- efni af Safnanótt 2010. Þetta er árleg- ur viðburður og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Menningarunnendur fara á milli staða og drekka í sig þá tón- list, myndlist og leiklist sem í boði er. Dagskráin hefst klukkan 18 á Aust- urvelli. Borgarstjóri opnar hátíðina og tónlistarmenn taka lagið. Að því loknu hefst formleg dagskrá víðs veg- ar um bæinn. Flest söfn á höfuðborg- arsvæðinu verða með leiðsögn um sýningar. Meðal atburða sem verða á Safn- anóttinni má nefna að tónlistarmað- urinn KK mun leika á gítar á Gljúfra- steini, heimili Halldórs Laxness, fjölskylduleiðsögn í tali og tónum á Ásmundarsafni þar sem leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir mun bregða á leik, innsetningu með tónlist eft- ir Rúnar Magnússon á sama stað og leikin mynd eftir bókinni Palli var einn í heiminum sem sýnd verður á Þjóðminjasafninu klukkan 19 og 20:30. Í Þjóðmenningarhúsinu verða ís- lenskar kvikmyndir í hávegum hafð- ar og sýnd verða brot úr íslenskum kvikmyndum á borð við Sólskins- dreng, Sveitabrúðkaup og Brúðgum- ann. Einnig mun Ólöf Arnalds verða með sólótónleika klukkan 22:30. Í Grafíksafni Íslands munu Soffía Sæ- mundsdóttir og Kristín Gunnlaugs- dóttir kynna grafíkverk en Soffía er jafnframt að opna sýningu. Einnig má nefna bryggjuball þar sem Harm- onikufélag Reykjavíkur leikur fyr- ir dansi frá klukkan 22 og sýningu á veggspjöldum Helga Hóseassonar í Norræna húsinu. Nánari dagskrá má fá á vefslóð- inni: www.vetrarhatid.is. asdisbjorg@dv.is „Það má alveg segja að þetta sé svip- að og að sigra Real Madrid. Ég hef haldið mikið upp á Gyrði og tek- ið mér hann til fyrirmyndar að ein- hverju leyti,“ segir Guðmundur Óskarsson sem hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin í flokki fagurbók- mennta fyrir bókina Bankster. Þar hafði hann betur en ekki ómerkari maður en Gyrðir Elíasson sem Guð- mundur hefur haldið mikið upp á. „Maður passar sig bara að segja sem minnst en hlusta sem mest þeg- ar maður hittir hann. En það er líka mikilvægt að skapa sér sjálfstæði - ekki vera eitthvert afrit.“ Önnur bókin var ekki verðlaunabók Guðmundur sendi frá sér bók- ina Vaxandi nánd – orðhviður árið 2007. Í bókinni eru smásögur og örprósi í bland. Bókin þótti undir áhrifum frá Gyrði en það var ljóst að efnilegur og sjálfstæður rithöf- undur var í fæðingu. Í sögunum er litið til hinna smávægilegu atburða hversdagsins og varpað ljósi á feg- urðina í þeim ótal smáatriðum sem mynda tilveruna í stærra samhengi. Árið 2008 gaf Guðmundur út bókina Hola í lífi fyrrverandi gol- fara, og vakti sú bók nokkra eft- irtekt. „Það er ekki góð bók, það er enginn verðlaunagripur,“ seg- ir Guðmundur og hlær. Gagnrýn- endur tóku henni samt vel og þótti hann sýna eftirtektarverða rithæfi- leika. Í fyrra kom síðan út Bankster, verðlaunabókin, en þar beinir Guð- mundur sjónum sínum að íslenska efnahagshruninu síumtalaða á einlægan og persónulegan hátt en EINS OG AÐ SIGRA Guðmundur Óskarsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Bankster. Guðmundur kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2007. Bankster fjallar um það hvernig fótunum er kippt undan bankamanni í Landsbankanum þegar allt hrynur. Sjálfur vinnur Guðmundur í bankanum. Real Madrid Guðmundur Óskarsson „Maður passar sig bara að þegja sem mest þegar maður hittir hann.“ Skrifstofustarfið er í föstum skorðum, ég er búinn hér um fimm. Þá er maður með kvöldin og helgarnar og þá er hægt að skrifa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.