Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 28
UM HELGINA SAGAN AF ÞRIÐJUDEGI FRUMFLUTT Nýtt leikrit verður frumflutt á sunnudaginn 14. febrúar í Útvarpsleik- húsinu á Rás 1. Það er verkið Sagan af þriðjudegi í leikgerð Bjarna Jónssonar eftir rithöfundinn Steinar Braga en þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Steinar Braga er flutt í leikritsformi. Lesturinn hefst klukkan 14. JAZZHÁTÍÐ Í FULLUM GANGI Hljómsveit Kristjönu Stefánsdóttur mun leika á Café Kúltúru á laugar- dagskvöld. Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð í Reykjavík 2010 en fjöl- margir atburðir eru í boði þetta árið, ýmist í Norræna húsinu, á Café Kúlt- úru eða í Þjóðmenningarhúsinu. Hátíðin stendur fram á mánudag og má nálgast dagskrána á reykja- vikjazz.is. Með Kristjönu á Kúlt- úru leika Ólafur Jónsson á saxófón, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á bassa. Tónleik- arnir hefjast klukkan 22.00. Í ÞJÓÐMENNING- ARHÚSINU Í tilefni af útkomu plötu Sigurð- ar Flosasonar, Það sem hverfur, verður efnt til tónleika í Þjóð- menningarhúsinu sunnudag- inn 14. febrúar. Platan, sem fékk mjög góða dóma, er dramatísk tónlist Sigurðar við eyðibýla- ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar. Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson syngja, Kjartan Valdemarsson spilar á píanó og hljómborð, Matthías Hemstock á trommur og fleira og Sigurð- ur sjálfur á ýmis blásturshljóð- færi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. GERPLA HALLDÓRS LAXNESS FRUMSÝND Leikritið Gerpla eftir sögu Halldórs Laxness verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi saga er sett á svið en það er Baltasar Kor- mákur sem ræðst í þetta verkefni. Hann stjórnar leikgerð ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Gerpla er sögð sprell- fjörug og bráðfyndin, hörð ofbeldis- og stríðsádeila um mikilmennsku- hugmyndir á öllum tímum. Miðar fást á midi.is og hjá Þjóðleikhúsinu. Safnanótt 2010 verður föstudaginn 12. febrúar: Menning og músík fyrir alla 28 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FÓKUS Söfn Íslands verða opin almenningi föstudagskvöldið 12. febrúar í til- efni af Safnanótt 2010. Þetta er árleg- ur viðburður og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Menningarunnendur fara á milli staða og drekka í sig þá tón- list, myndlist og leiklist sem í boði er. Dagskráin hefst klukkan 18 á Aust- urvelli. Borgarstjóri opnar hátíðina og tónlistarmenn taka lagið. Að því loknu hefst formleg dagskrá víðs veg- ar um bæinn. Flest söfn á höfuðborg- arsvæðinu verða með leiðsögn um sýningar. Meðal atburða sem verða á Safn- anóttinni má nefna að tónlistarmað- urinn KK mun leika á gítar á Gljúfra- steini, heimili Halldórs Laxness, fjölskylduleiðsögn í tali og tónum á Ásmundarsafni þar sem leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir mun bregða á leik, innsetningu með tónlist eft- ir Rúnar Magnússon á sama stað og leikin mynd eftir bókinni Palli var einn í heiminum sem sýnd verður á Þjóðminjasafninu klukkan 19 og 20:30. Í Þjóðmenningarhúsinu verða ís- lenskar kvikmyndir í hávegum hafð- ar og sýnd verða brot úr íslenskum kvikmyndum á borð við Sólskins- dreng, Sveitabrúðkaup og Brúðgum- ann. Einnig mun Ólöf Arnalds verða með sólótónleika klukkan 22:30. Í Grafíksafni Íslands munu Soffía Sæ- mundsdóttir og Kristín Gunnlaugs- dóttir kynna grafíkverk en Soffía er jafnframt að opna sýningu. Einnig má nefna bryggjuball þar sem Harm- onikufélag Reykjavíkur leikur fyr- ir dansi frá klukkan 22 og sýningu á veggspjöldum Helga Hóseassonar í Norræna húsinu. Nánari dagskrá má fá á vefslóð- inni: www.vetrarhatid.is. asdisbjorg@dv.is „Það má alveg segja að þetta sé svip- að og að sigra Real Madrid. Ég hef haldið mikið upp á Gyrði og tek- ið mér hann til fyrirmyndar að ein- hverju leyti,“ segir Guðmundur Óskarsson sem hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin í flokki fagurbók- mennta fyrir bókina Bankster. Þar hafði hann betur en ekki ómerkari maður en Gyrðir Elíasson sem Guð- mundur hefur haldið mikið upp á. „Maður passar sig bara að segja sem minnst en hlusta sem mest þeg- ar maður hittir hann. En það er líka mikilvægt að skapa sér sjálfstæði - ekki vera eitthvert afrit.“ Önnur bókin var ekki verðlaunabók Guðmundur sendi frá sér bók- ina Vaxandi nánd – orðhviður árið 2007. Í bókinni eru smásögur og örprósi í bland. Bókin þótti undir áhrifum frá Gyrði en það var ljóst að efnilegur og sjálfstæður rithöf- undur var í fæðingu. Í sögunum er litið til hinna smávægilegu atburða hversdagsins og varpað ljósi á feg- urðina í þeim ótal smáatriðum sem mynda tilveruna í stærra samhengi. Árið 2008 gaf Guðmundur út bókina Hola í lífi fyrrverandi gol- fara, og vakti sú bók nokkra eft- irtekt. „Það er ekki góð bók, það er enginn verðlaunagripur,“ seg- ir Guðmundur og hlær. Gagnrýn- endur tóku henni samt vel og þótti hann sýna eftirtektarverða rithæfi- leika. Í fyrra kom síðan út Bankster, verðlaunabókin, en þar beinir Guð- mundur sjónum sínum að íslenska efnahagshruninu síumtalaða á einlægan og persónulegan hátt en EINS OG AÐ SIGRA Guðmundur Óskarsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Bankster. Guðmundur kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2007. Bankster fjallar um það hvernig fótunum er kippt undan bankamanni í Landsbankanum þegar allt hrynur. Sjálfur vinnur Guðmundur í bankanum. Real Madrid Guðmundur Óskarsson „Maður passar sig bara að þegja sem mest þegar maður hittir hann.“ Skrifstofustarfið er í föstum skorðum, ég er búinn hér um fimm. Þá er maður með kvöldin og helgarnar og þá er hægt að skrifa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.