Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Page 3
FRÉTTIR 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 3
HAFA 6 MÁNUÐI TIL AÐ
NÁ EIGNUM AUÐMANNA
Breytt eignarhald
101 hótel
Stöð 2 greindi frá því fyrir helgi að
101 hótel hefði verið skráð á Jón
Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu
Pálmadóttur. Það var áður skráð á IP
studium sem er skuldsett félag. Þar
kom fram að skilanefnd Landsbank-
ans var ekki kunnugt um breytt
eignarhald á hótelinu. Þó eru veð á
því vegna lána hjá skilanefndinni.
Lyf og heilsa
Milestone seldi Lyf og heilsu til eign-
arhaldsfélaga í eigu Wernersbræðra.
Síðan þá er Milestone fallið. Aurláki
heitir félagið sem yfirtók skuldirnar.
Hagar
Verslanaveldið Hagar, þar sem
eru margar helstu verslanakeðjur
landsins, voru löngum í eigu Baugs.
Skömmu fyrir hrun var félagið hins
vegar flutt undir eignarhaldsfélagið
1998 og kaupverðið notað til að
greiða skuldir hluthafanna.
Húsið á
Flórída
Jóhannes
keypti hús á
Flórída sumarið
2008. Í fyrra
flutti hann
húsið yfir á
bandarískt
félag eins og
Morgunblaðið
greindi frá.
Samkvæmt því er ekki hægt að
ganga að húsinu hér. Jóhannes
segir þetta engu breyta þar sem
enginn sé að innheimta hjá honum
persónulega.
Fréttaflutningur sem tengist hruninu
er áberandi í tilnefningum til Blaða-
mannaverðlauna Íslands sem veitt eru
fyrir bestu blaðamennskuna á síðasta
ári.
Blaðamenn DV fengu tvær tilnefn-
ingar, aðra fyrir umfjöllun um kúlulán
og viðskiptahætti auðmanna og stór-
fyrirtækja og hina fyrir leiðandi um-
fjöllun um fall og myndun ríkisstjórna
og fréttaskýringar um mikilvæg þjóðfé-
lagsmál.
Þeir blaðamenn DV sem fengu til-
nefninguna eru þeir Ingi Freyr Vil-
hjálmsson, sem er tilnefndur í flokkn-
um rannsóknarblaðamennska ársins,
og Jóhann Hauksson, sem er annað
árið í röð tilnefndur í flokknum blaða-
mannaverðlaun ársins.
Í tilkynningu dómnefndar kemur
fram að Ingi er tilnefndur fyrir skrif um
kúlulán og fjölmargar afhjúpandi fréttir
um viðskiptahætti auðmanna og stór-
fyrirtækja í aðdraganda og eftirmála
hrunsins. og Jóhann er tilnefndur fyrir
leiðandi umfjöllun um fall og myndun
ríkisstjórna og fréttaskýringar um mik-
ilvæg þjóðfélagsmál.
Alls eru veittar níu tilnefningar í
þremur flokkum. Tilnefnd í flokkn-
um Rannsóknarblaðamennska ársins
2009 eru auk Inga Guðný Helga Her-
bertsdóttir, Stöð 2, og Þórður Snær
Júlíusson, Viðskiptablaðinu (áður
Morgunblaðinu). Tilnefnd fyrir bestu
umfjöllun ársins eru Magnús Halldórs-
son og Ragnar Axelsson, Morgunblað-
inu, Lóa Pind Aldísardóttir, Stöð 2, og
Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu.
Þeir sem eru tilnefndir auk Jóhanns
í flokknum blaðamannaverðlaun árs-
ins eru Gunnar Karlsson, Fréttablað-
inu, og Halldór Baldursson, Morgun-
blaðinu, og Þóra Arnórsdóttir, RÚV.
Hrunið áberandi í tilnefningum til Blaðamannaverðlauna:
DV fær tvær tilnefningar
Tilnefnd skrif Skrif blaðamanna DV um kúlulán og stjórnarslit eru meðal tilnefnds efnis.
MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 1. – 2. mars 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 25. TBL.
100. ÁRG. – VERÐ KR. 395
EIGNUM
KOMIÐ
UNDAN
YFIRVÖLD HAFA SEX MÁNUÐI TIL AÐ RIFTA:
n FYRIRTÆKI, EINBÝLISHÚS OG BÍLAR Á NÝJAR KENNITÖLUR n LYF OG HEILSA UNDAN MILESTONE n HAGAR UNDAN BAUGI n MARGIR FÆRA EIGNIR Á MAKA n KAUPÞINGSSTJÓRAR FLYTJA HÚS
„NÓG PLÁSS Á
SKENKNUM“
n ÞRJÁR EDDUR ÞÓRU
KÚNNAR
CATALINU
FÁ SEKT
GUNNAR Í KROSSINUM OG JÓNÍNA BEN:
ÞAU
ERU
ÓAÐSKILJANLEG
„VATNSBERINN“ ÞÓR ÓLIVER
HRÆDDUR
VIÐ FRELSIÐ
FRÉTTIR
FÓLK
FRÉTTIR
LÍF STJÓRNARINNAR HANGIR Á BLÁÞRÆÐI
STJÓRNENDUR SJÓVÁR:
ÞRÝSTU Á
RÁÐHERRA
VEGNA
BÓTASJÓÐS
Minnisblað vegna fjárfestingaheimilda vátryggingarskulda h
já tryggingafélögum.
Fundur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu 2006.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
Fjármálaeftirlitið
Sjóvá
Fjárfestingaheimildir vátryggingaskuldar
Fjárfestingaheimildir sem tryggingafélaga til að jafna eignum á
móti (ávaxta)
vátryggingaskuld hafa verið nær óbreyttar frá árinu 1995 en þá tók í gild
i reglugerð nr.
646/1995. Margt hefur breyst frá þessum tíma og teljum við þörf
að endurskoða
fjárfestingaheimildir og færa þær í nútímalegra horf 11 árum síðar.
Skynsamleg dreifing innlendra, erlendra, skráðra og óskráðra verðbréfa
er lykillinn að
árangursríkri fjárfestingastefnu. Mikilvægt er að búa við einfaldar leikr
eglur varðandi
fjárfestingar sem eru í samræmi við það sem helst er að gerast á fjárfestingam
arkaði sem er í
stöðugri þróun. Óbreytt ástand í nær 11 ár hlýtur að kalla á að þörf sé á breytin
gum.
Í þessu sambandi má benda á að frá því að reglurnar voru settar hefur Íslan
d gerst aðili að
Evrópska efnahagssvæðinu og undirgengist skyldur um innleiðingur tilskipan
na sem gilda á
sviði vátryggingarstarfsemi og jafnframt skuldbundið sig til að ryðja úr ve
gi hindrunum á
frjálsum fjármagnsflutningum og opna fyrir þjónustufrelsi. Skoða þarf hv
ort hindranir á
erlendum fjárfestingum vátryggingafélaga samræmast reglum um innri
markaðinn og
jafnframt hvaða svigrúm íslendingar hafa samkvæmt reglum til þess að h
eimila erlendar
fjárfestingar í ríkara mæli og eftir atvikum með því að verja sig gegn ge
ngisáhættu með
öðrum hætti.
Að mörgu leyti má líkja ávöxtun á vátryggingaskuld við ávöxtun á lífeyrissjó
ðum því hér er
um áunnin réttindi einstaklinga og fyrirtækja að ræða sem gæta þarf að rýr
ni ekki í vörslu
tryggingafélaga eða lífeyrissjóða.
Ólíkt fjárfestingaheimildum lífeyrissjóða má segja að þessar heimildir hafa ekk
i að neinu leyti
breyst hjá tryggingafélögum frá því þær voru fyrst settar. Á móti hafa aðilar
passað upp á að
aðlaga fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða reglulega til samræmis við þær bre
ytingar sem átt
hafa sér stað í fjárfestingaumhverfinu. Við teljum brýna þörf á endurskoðun í
það minnsta til
samræmis við þær heimildir sem lífeyrissjóðir hafa.
Hér fyrir neðan er tafla þar sem núverandi fjárfestingaheimildir tryg
gingafélaga og
lífeyrissjóða eru borin saman í stórum dráttum:
Tryggingafélög Lífeyrissjóðir
1. Verðbréf m/ábyrgð ríkisins, 100% 1. Sama
2. Innlánum í bönkum og sparisjóðum, 100% 2. Sama
3. Veði í líftryggingum 3. Á ekki við
4. Verðbr. m/ábyrgð sveitafélaga, max 50% 4. Sama
FRÉTTIR
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
ÞRIÐJUdagUR 20. JanúaR 2009 dagblaðið
vísir 13. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
dRaUmURInn
sem RættIst
n baRack obama veRÐUR valdamestI m
aÐUR heIms í dag
Samfylking á Suðupunkti vegna StjórnarSamStarfS
:
VILJA STJÓRN
MEÐ VG
hvítlIÐI áttI aÐ
veRJa mótmælanda
fRéttIR
atvInnUlaUs
aÐ hJálpa
böRnUm
n leIkskólakennaRI YfIRheYRÐUR fYRIR
aÐ mótmæla. sótt fYRIRvaRalaUst í
vInnUna.
n ÞReIfIngaR Um RaUÐgRænt samstaRf
n kRafa Um tafaRlaUst UppgJöR vegna
bankahRUnsIns
n fRamsókn gætI vaRIÐ mInnIhlUtastJ
óRn vantRaUstI,
segIR sIgmUndUR davíÐ
n fJaRveRa IngIbJaRgaR tRUflaR flokk
sstaRfIÐ
n vIlJa aÐ foRmaÐURInn mInnkI vInnUá
lagIÐ
Litir:
Grænn: pa
ntone 356cvu
Rau•ur: pa
ntone 485cvu
fRéttIR
eRlent
fólk
óskaR vIll
moggann
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar, hefur verið sakaður
um að hafa haldið veislu 12. febrúar
síðastliðinn fyrir menntaskólanema
þar sem ungt fólk sem ekki hefur náð
áfengiskaupaaldri á að hafa setið að
sumbli. Sumir hafa ásakað Halldór
og konu hans, Guðfinnu M. Hreið-
arsdóttur, um að hafa haldið gleð-
skapinn til að safna atkvæðum fyrir
prófkjör sjálfstæðismanna sem fram
fór daginn eftir. Veislan fór fram í
veislusal í stjórnsýsluhúsinu en það
hýsir bæjarstjórnarskrifstofur Ísa-
fjarðar auk ýmissar starfsemi og fyr-
irtækja.
Halldór Halldórsson vísar þess-
um ásökunum á bug. Hann segist
hafa mætt í tvítugsafmæli tveggja
vina sonar síns meðal annars til að
standa vakt á staðnum og sjá til þess
að allt væri í lagi. Hann hafi ásamt
eiginkonu sinni, Guðfinnu M. Hreið-
arsdóttur, verið á staðnum og með-
al annars séð til þess að krakkar
sem ekki höfðu náð áfengiskaupa-
aldri þegar afmælisveislan fór fram
drykkju ekki.
Ekki viðeigandi
„Þetta er salur sem meðal annars
hefur verið leigður út fyrir ferm-
ingarveislur og ekki verið notaður
hingað til fyrir partísamkomur,“ seg-
ir Jóna Benediktsdóttir, kennari á
Ísafirði og bæjarfulltrúi Í-listans. „Í
febrúar eru ekki margir orðnir tví-
tugir í menntaskólanum Þetta var
daginn fyrir prófkjör sjálfstæðis-
manna og fóðrað sem tvítugsafmæli.
Sagt er að bæjarstjórinn og konan
hans hafi verið ábyrg fyrir þessu.
Mér finnst þetta alls ekki viðeig-
andi,“ segir Jóna og bendir á að Ísa-
fjarðarbær hafi stutt við bakið á Vá-
Vest vímuvarnahópnum sem unnið
hafi gott starf í forvarnamálum.
Stóðu ekki að veislunni
„Við heyrðum að konan mín, sem
tók þátt í prófkjöri daginn eftir, hefði
verið að halda fyllirísveislu þarna.
Það er náttúrlega alrangt. Þarna
héldu tveir strákar upp á tvítugsaf-
mæli. Tengslin eru aðeins þessi að
sonur okkar var veislustjóri og bað
okkur að aðstoða sig,“ segir Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarð-
ar. Hann segist ekki einu sinni hafa
staðið að veislunni. „Þarna er sal-
ur til útleigu, til allra sem vilja leigja
hann. Hann var leigður undir tvöfalt
tvítugsafmæli. Þetta voru tveir strák-
ar sem eru vinir sonar okkar sem var
veislustjóri og við konan mín vorum
beðin um að vera hálfgerðir dyra-
verðir þarna,“ segir Halldór . „For-
eldrar eins stráksins gátu ekki verið
þarna vegna alvarlegs slyss svo við
hjálpuðum til.“
Innan skynsamlegra marka
Halldór segist meðal annars hafa
kynnt sér reglur um veisluhöld af
þessu tagi. „Við leyfðum öllum 18
ára og eldri að koma inn en þeir
yngri þurftu að vera í fylgd foreldra
sinna. Svo var þetta búið klukkan 12
og þá fóru krakkarnir á skemmtun
hjá menntaskólanum. Þau skemmtu
sér auðvitað vel, sýndu video og
hlógu mikið, eins og krakkar gera.
Eftir að krakkarnir fóru var þrifið og
allt var búið fjörutíu mínútum eftir
að gestirnir fóru. Ég held að allt hafi
verið innan skynsamlegra marka
þarna og það er ekki hægt að tala
um unglingadrykkju því krakkarn-
ir sem voru undir aldri voru ekki að
drekka.“
Halldór segir ásakanirnar um
að hann hafi staðið að partíi fyr-
ir unglinga í atkvæðaveiðum með
konu sinni fjarstæðukenndar. „Það
er ótrúlegt að reynt sé að klína ein-
hverju svona á mann. Eina tenging-
in okkar við þetta var að við komum
þarna að beiðni til að standa þarna
vakt. “
Bæjarstjórahjónin á Ísafirði, Halldór Halldórsson og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, eru
sögð hafa staðið að veislu daginn fyrir prófkjör sjálfstæðismanna á Ísafirði. Halldór
vísar því á bug, hann hafi aðeins verið beðinn um hjálpa til í tvöföldu tvítugsafmæli
vina sonar síns.
Bæjarstjórinn og konan hans voru
ábyrg fyrir þessu. Mér
finnst þetta alls ekki
viðeigandi.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
„VORUM BEÐIN UM
AÐ STANDA VAKT“
Hélt ekki partí
Halldór segist ekki hafa haldið gleð-
skapinn, heldur aðeins aðstoðað son
sinn og vini hans þegar tvítugsafmæli
var haldið í veislusal. MYND BB.IS