Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Qupperneq 4
Skuldir Finns lík-
lega afskrifaðar
Skuldir Finns Ingólfssonar, fyrrver-
andi viðskiptaráðherra og seðla-
bankastjóra, upp á 3,7 milljarða
króna verða
líklega afskrif-
aðar, samkvæmt
fréttum Stöðvar
2 á sunnudags-
kvöld.
Í fréttinni
sagði að fram
komi í ársreikn-
ingi félagsins
fyrir árið 2008 að
eignir félagsins FS7 hafi numið 3,9
milljörðum í lok þess árs en skuldir
200 milljónum. Síðar hafi Finnur
selt hlut sinn í Icelandair fyrir um
400 milljónir króna og greitt sér
385 milljónir króna í arð. Finnur er
ekki í persónulegum ábyrgðum svo
skuldirnar falla ekki á hann sjálfan.
Fari félagið á hausinn verður því að
afskrifa skuldirnar.
4 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FRÉTTIR
Óljóst hvað fæst fyrir innbú og listmuni þrotabús Spron:
Svanir Spron verða seldir
Swopper
vinnustóllinn
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Ánægja við leik og störf
• Fæst í ýmsum litum
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Slitastjórn þrotabús Spron segist ekki
hafa heildstæða mynd yfir þær fjár-
hæðir sem fengust fyrir sölu inn-
anstokksmuna bankans á útsölu á
dögunum. Þetta kemur fram í svari
slitastjórnarinnar við fyrirspurnum DV.
Í svarinu kemur einnig fram að
listmunir þrotabúsins hafi ekki verið
metnir og því sé ójóst hvað fáist á end-
anum fyrir innbú og listmuni Spron.
Slitastjórnin gerir þó ráð fyrir því að,
fyrir utan tölvur og tæknibúnað, sé
verðmæti þess innbús sem enn er
óselt nærri sjö milljónir króna. Magn-
ús Steinþór Pálmarsson, sem starf-
ar fyrir slitastjórnina, fullyrðir að allir
innanstokksmunir Spron verði seldir
þegar notkun þeirra lýkur. Í því safni
er að finna fjölda verðmætra listaverka
og meðal annars verðmæta svani eftir
Georg Jensen.
Aðspurður segir Magnús Steinþór
að svanirnir verði seldir þó að óljóst sé
hvernig staðið verði að sölu listmuna-
safns þrotabúsins. „Það er engin leið
að svara því að svo stöddu hvaða upp-
hæðir fengust fyrir nýlega sölu innan-
stokksmuna. Listmunir þrotabúsins
hafa ekki verið metnir en allir innan-
stokksmunir verða seldir eftir að notk-
un þeirra lýkur,“ segir Magnús Stein-
þór.
trausti@dv.is
Óljós verðmæti Slitastjórn
Spron hefur ekki heildstæða
mynd af verðmætum innan-
stokksmuna en lofar að selja
þá alla þegar notkun lýkur.
Forsetaembættið hefur ekki svarað
fyrirspurnum DV um aðkomu emb-
ættisins að styrkveitingum Carneg-
ie-stofnunarinnar til fyrirtækisins
Global Center (Alþjóðavers) sem er í
eigu Kristjáns Guy Burgess. Þá hefur
embættið ekki svarað spurningu DV
um hvort ráðning í stöðu umsjónar-
manns fasteigna á Bessastöðum hafi
talist eðlileg en skilyrði auglýsingar
voru ekki höfð að leiðarljósi við ráðn-
inguna, eins og fram hefur komið í
DV.
64 milljóna styrkur
Fram hefur komið að Global Center
var veittur 64 milljóna króna styrkur
frá Carnegie-stofnuninni til að rann-
saka meinta bráðnun jökla í Hima-
laya-fjöllum. Styrkurinn átti að renna
til TERI, rannsóknarstofnunar Ind-
verjans Rajendra Pachauri, en sá er
vinur Ólafs Ragnars Grímssonar, for-
seta Íslands. Pauchari, sem gegnir
formennsku í loftslagsnefnd Samein-
uðu þjóðanna, hefur verið sakaður
um að hafa ekki vísindaleg vinnu-
brögð í hávegum eftir að upp komst
að vísindalegar niðurstöður um
bráðnun jökla í Himalaya reyndust
á veikum grunni byggðar. Pauchari
hefur verið sakaður um að safna vís-
indastyrkjum um allan heim í gróða-
skyni.
Styrkurinn ekki greiddur út
Carnegie-stofnunin tjáði vefmiðlin-
um Eyjunni að styrkurinn til Global
Center hefði ekki verið greiddur út.
Var þess getið að það hefði verið að
ósk forseta Íslands.
DV spurði forsetaembættið ann-
ars vegar hvort forseti Íslands hefði
haft milligöngu um styrkveitinguna
til Alþjóðavers. Hins vegar var spurt í
sama bréfi hvort forseti Íslands hefði
stöðvað fyrrnefnda styrkveitingu,
eins og menn hjá Carnegie-stofnun-
inni halda fram. Ekkert svar hefur
borist við fyrirspurninni, þrátt fyrir
að sá tími er embættið gefur sér til að
svara slíkum fyrirspurnum sé liðinn.
Hefur ekki meirapróf
Þá hefur DV tvívegis sent fyrirspurn
til forsetaembættisins um ráðningar-
ferlið um stöðu umsjónarmanns fast-
eigna á forsetasetrinu á Bessastöð-
um. Embættið vék frá kröfu sem sett
var fram í opinberri auglýsingu um
starfið þegar nýr umsjónarmaður var
ráðinn.
Í auglýsingunni sem birtist í fjöl-
miðlum síðastliðið haust var skrifað
að krafa væri gerð um að umsækjandi
væri handhafi meiraprófsskírteinis.
Nærri 200 manns sótt um stöðuna.
Mánuður liðinn
Ráðið var í stöðuna í kringum ára-
mótin og hóf nýi umsjónarmaðurinn
störf skömmu eftir það. Síðar kom í
ljós að umsjónarmaðurinn nýi upp-
fyllir ekki kröfu auglýsingarinnar um
meirapróf en það gerðu hins vegar
fjölmargir aðrir umsækjendur. Íhuga
nokkrir umsækjendur að kæra ráðn-
inguna til umboðsmanns Alþingis.
DV hefur sent tvær fyrirspurn-
ir um málið þar sem spurt var hvort
ekki hefði verið rangt staðið að ráðn-
ingu umsjónarmannsins, þar sem
hann uppfyllti ekki skilyrði auglýs-
ingarinnar. Engin svör hafa borist við
fyrirspurnunum, þrátt fyrir að mán-
uður sé liðinn frá því er fyrra bréfið
var sent.
Embætti forseta Íslands hefur ekki svarað fyrirspurnum DV um tengsl forsetans við
styrkveitingar til Global Center. Engin svör hafa heldur borist við fyrirspurnum um
ráðningu umsjónarmanns á Bessastöðum.
ÞÖGN Á BESSASTÖÐUM
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Forsetaritari svarar ekki Örn-
ólfur Thorsson forsetaritari hefur
ekki svarað spurningum DV.
Beðið eftir svörum
Mánuður er frá því að
DV sendi fyrirspurn til
forsetaembættisins.
Dýrasta málþóf
Íslandssögunnar
„Nú reynir á hvort Icesave-málið sé
eitthvað annað og meira en lengsta
og dýrasta málþóf Íslandssögunn-
ar,“ segir Bjarni Harðarson, bóksali
á Selfossi og fyrrverandi þingmaður
Framsóknarflokksins.
Vísar Bjarni þarna í Icesave-
málið og þá töf sem orðið hefur á
afgreiðslu málsins að undanförnu.
Hann segir að ef til væru þeir stjórn-
málamenn sem héldu því fram að
við ættum ekki að borga væri hægt
að tala um efnisleg pólitísk átök.
Munurinn á afstöðu stjórnar og
stjórnarandstöðu í málinu felist í
tækifærum og aðstöðumun manna
til að „slá pólitískar keilur“ eins og
hann orðar það.
Treysta illa
stjórnvöldum
Meirihluti landsmanna treystir
íslenskum stjórnvöldum illa til
að gæta hagsmuna þjóðarinn-
ar í umsóknarferlinu um aðild
Íslands að Evrópusambandinu.
Þetta er niðurstaða skoðana-
könnunar sem Capacent gerði
fyrir Bændasamtökin. Alls sögð-
ust tæp 58 prósent vantreysta
stjórnvöldum í þessum málum
en aðeins tæp 27 prósent sögðust
treysta stjórnvöldum í ferlinu.
Fimmtán prósent voru óákveðin.
Rúmlega fimmtungur sagðist alls
ekki treysta stjórnvöldum.