Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 6
Þeir fimmtán karlar sem verða
á næstunni ákærðir fyrir vænd-
iskaup eiga eftir að geta lok-
ið dómsmáli með því að greiða
sekt. Samkvæmt heimildum
DV er líklegt að sú sekt verði
500 þúsund krónur eða því sem
nemur hámarki lögreglustjóra-
sektar.
Fyrir kaup á vændi eru heim-
ildir í lögum um eins árs fangelsi
en þar er líka heimild fyrir því að
ljúka málum með sátt. Lögunum
var breytt í apríl í fyrra sem gerir
það að verkum að kaup á vændi
eru refsiverð og ekki er hægt að
ljúka málum utan réttar, til að
mynda með lögreglustjórasekt
svokallaðri. Hins vegar er heim-
ilt samkvæmt lögunum að ljúka
málum með dómssekt eftir að
sakborningar eru ákærðir og
færðir fyrir dóm. Viðmælend-
ur DV úr refsivörslukerfinu bú-
ast flestir við því að málinu verði
lokið með slíkri sekt.
Dómstólar leggja línuna
Engin dómafordæmi eru hér á
landi fyrir refsingu vændiskaup-
enda og því er þess beðið með
eftirvæntingu víða hver niður-
staða dómara verður. Ákæru-
valdið horfir til þess að í Svíþjóð,
þar sem svipaðar reglur gilda,
hefur málefnum vændiskaup-
enda iðulega lokið með sekt.
Samkvæmt heimildum DV bú-
ast menn hjá embætti ríkissak-
sóknara frekar við því að dóm-
stólar stökkvi á þá sektarheimild
sem er til staðar og ljúki mál-
unum með svipuðum hætti og í
Svíþjóð.
Stærsta refsing mannanna
fimmtán gæti legið í því að mál-
ið yrði gert opinbert og að þing-
haldið verði opið. Enn er óljóst
hvort svo verði eða ekki en mál-
ið er á leið frá lögreglu til ákæru-
valdsins. Þrátt fyrir að málunum
gæti lokið með dómssekt kemur
brotið fram á sakavottorði hinna
ákærðu.
Kúnnar Catalinu
Karlarnir voru allir kúnnar Cat-
alinu Ncoco sem starfrækti
vændishús skammt frá lögreglu-
stöðinni á Hverfisgötu og hafa
nokkrir þeirra þegar játað við-
skiptin í yfirheyrslum lögreglu.
Í viðtali við Vikuna lýsti hún
því yfir að hún hafi haft þar tólf
vændiskonur á sínum snærum
og að kúnnarnir kæmu frá öll-
um þjóðfélagsstigum. DV hef-
ur heimildir fyrir því að margir
þeirra sem ákærðir verða á næst-
unni hafi millifært greiðslur fyrir
vændisþjónustuna inn á banka-
reikninga Catalinu.
Catalina er íslenskur ríkis-
borgari en er upphaflega frá
Miðbaugs-Gíneu. Hún var ákærð
fyrir fíkniefnainnflutning, man-
sal og vændisstarfsemi og í
desember síðastliðinn var hún
dæmd í tveggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir innflutning á eiturlyfj-
um og vændisstarfsemi. Catalina
afplánar nú í kvennafangelsinu í
Kópavogi.
6 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FRÉTTIR
„Við vonum að þetta hafi keðju-
verkandi áhrif, að aðrir sjái að allt er
hægt,“ segir Birgir Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Boot Camp, en hann
ætlar ásamt Ágústi Guðmundssyni
slökkviliðsmanni að skrá sig í 100
kílómetra eyðimerkurhlaup í Túnis
sem fram fer í mars á næsta ári. Báð-
ir eiga að baki nokkur 100 kílómetra
hlaup. Þá hefur Birgir keppt í fjalla-
maraþoni í Kína og hjólað viðstöðu-
laust 410 kílómetra á hálendi Íslands.
Birgir segir að þrátt fyrir að ekki
verði hásumar um það leyti er hlaup-
ið fer fram megi búast við miklum
hita. „Ég á von á því að hitinn fari
hæst í fjörutíu gráður. Þetta eru fjór-
ar dagleiðir. Það er hlaupið tvo daga,
hvílt einn daginn og svo hlaupið tvo í
viðbót. Á lengsta kaflanum er hlaup-
ið heilt maraþon. Við þurfum að vera
mættir fjórum dögum fyrir til að und-
irbúa okkur fyrir átökin.“
Birgir segir að ýmist sé hlaupið yfir
sanda eyðimerkurinnar eða grýttar
lendur sem á milli koma. „Á lengstu
leiðinni, maraþoninu, er hlaupið nær
eingöngu yfir sand og sandöldur,“
segir Birgir og bætir við að huga þurfi
að réttum fótabúnaði þar sem sand-
urinn sé brennheitur. „Það er eitt að
geta hlaupið, en annað að vera rétt
undirbúinn, tilbúinn fyrir aðstæð-
ur. Sandstormur getur skollið á sem
blindar mönnum sýn, rétt eins og í ís-
kaldri íslenskri stórhríð.“
Aðeins 150 manns eru skráð-
ir í eyðimerkurhlaupið í Sahara á ári
hverju. Aðeins vanir garpar fá að taka
þátt enda væri þátttaka óreyndra lík-
lega töluvert hættuspil. Birgir segir að
nú hefjist undirbúningur fyrir hlaup-
ið og ætla þeir félagarnir að taka þátt
í Laugavegshlaupinu í sumar til að
byggja sig upp en það er 55 kílómetra
leið.
Aðspurður segir Birgir að ekki sé
ætlunin að þeir félagarnir skelli sér á
bak úlfalda til að létta sér leiðina en
hann segist þó dást að skepnunni.
„Bara að maður gæti hlaupið eins
hratt og úlfaldinn og þolað hitann jafn
vel og hann.“
helgihrafn@dv.is
Íslenskir ofurhlauparar á leið til Túnis í eyðimerkurhlaup:
Hlaupa 100 kílómetra í Sahara
Á leið til Sahara Birgir og
Ágúst ætla að hlaupa 100
kílómetra í steikjandi hita
Sahara-eyðimerkurinnar.
Sjálfstæðisflokkur
í stórsókn
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26 þing-
menn ef kosið væri nú, samkvæmt
skoðanakönnun sem Plúsinn gerði
fyrir útvarpsþáttinn Sprengisand
á Bylgjunni. Það er tíu þingmönn-
um meira en flokkurinn hefur í dag.
Framsóknarflokkur færi úr níu þing-
mönnum í ellefu og saman gætu
flokkarnir því myndað ríkisstjórn.
Samfylking og vinstri-græn tapa
fylgi. Samfylkingin færi úr 20 þing-
mönnum í fjórtán og vinstri-græn úr
fjórtán í tólf. Hreyfingin kæmi ekki
að manni.
Samkvæmt sömu könnun treysta
30 prósent Steingrími J. Sigfússyni,
28 prósent Bjarna Benediktssyni, 21
prósent Jóhönnu Sigurðardóttur og
tuttugu prósent Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni.
Tíðir árekstrar í
snjókomunni
Þung færð vafðist fyrir ökumönn-
um á höfuðborgarsvæðinu á
laugardag. Þá voru átján árekstr-
ar tilkynntir til lögreglunnar frá
klukkan sjö um morguninn og
fram að kvöldmat, að sögn varð-
stjóra hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu. Af þessum átján
óhöppum urðu fimmtán eftir
hádegi en þá byrjaði að snjóa
aftur í borginni. Fleiri kunna að
hafa lent í óhöppum án þess að
tilkynna það til lögreglu.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni þurfti að kalla til sjúkrabíl
eftir að þriggja bíla árekstur varð
á gatnamótum Bústaðavegar og
Háaleitisbrautar rétt fyrir klukkan
þrjú. Einn var fluttur á slysadeild.
Að öðru leyti urðu engin slys á
fólki í þeim árekstrum sem orðið
hafa í borginni.
Fimm stútar
Fimm ökumenn voru stöðvaðir á
höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt
sunnudags vegna ölvunaraksturs.
Þá voru tveir ökumenn til við-
bótar stöðvaðir vegna gruns um
akstur undir áhrifum fíkniefna,
að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var einkar róleg í höf-
uðborginni og komu engin stór-
mál inn á borð lögreglu, að sögn
varðstjóra.
Ólína í frí til að
hjálpa dótturinni
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, tók sér tveggja
vikna leyfi frá þingstörfum fyrir
skemmstu og hefur varaþingmaður-
inn Arna Lára Jónsdóttir tekið sæti
hennar.
„Fjölskylduaðstæður eru hins
vegar þær að yngsta dóttir mín sem
er fátækur námsmaður í Danmörku,
væntir síns fyrsta barns á hverri
stundu. Hún bað mömmu sína að
koma og vera hjá sér á þessum tíma-
mótum – og ég er nú komin út til
hennar til að standa með henni og
aðstoða eftir föngum. Pabbi hennar
er svo væntanlegur til okkar strax að
loknu prófkjöri Í-listans á Ísafirði,“
skrifaði Ólína á bloggi sínu og bætti
við að hún afsali sér þingfararkaupi
á meðan á dvöl hennar stendur í
Danmörku.
KÚNNAR CATALINU
SLEPPA MEÐ SEKT
Viðmælendur DV úr refsivörslukerfinu búast flestir við því að ákærum á hend-
ur 15 vændiskaupendum verði lokið með dómssekt. Engin dómafordæmi eru til
hérlendis í þessa veru en sé horft til Svíþjóðar, þar sem svipaðar reglur gilda, má
búast við því að málunum ljúki með sekt.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Stærsta refs-ing mannanna
fimmtán gæti legið í því
að málið yrði gert opin-
bert og að þinghaldið
verði opið. Þrátt fyrir
að málunum gæti lokið
með dómssekt kemur
brotið fram á sakavott-
orði hinna ákærðu.
Situr inni Catalina afplánar nú í
kvennafangelsinu í Kópavogi en
hún var fundin sek um fíkniefna-
innflutning og vændisstarfsemi.