Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Side 3
FRÉTTIR 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 3 FENGU 300 MILLJÓNIR Á ERLENDA REIKNINGA falið að kaupa upp stofnfjárhluti þar til meirihluta hefði verið náð í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar. A-Holding hafði sett upp 25 milljónir króna fyrir hvern einstakan hlut. Hver stofnfjár- eigandi átti tvo hluti og gat því selt fyrir 50 milljónir króna að undangengnum lagabreytingum þar að lútandi sem Alþingi gerði árið 2005. Þeir sem önn- uðust uppkaupin settu andvirði inn á vörslureikning og greiddu seljendum stofnfjárhlutanna í reiðufé þó ekki fyrr en tryggð höfðu verið uppkaup sem dugðu fyrir hallarbyltingu og nýjum meirihluta í stjórn Sparisjóðs Hafnar- fjarðar. Þannig lagði A-Holding fram fé til Lögmanna Laugardal, það er Karls Georgs og Björns Þorra, til þess að greiða stofnfjáreigendum fyrir bréf sín þegar öllum markmiðum væri náð. A-Holding seldi bréfin áfram til val- inna kaupenda fyrir 45 milljónir króna og er að sjá sem eignarhaldsfélagið hafi litið á mismuninn milli 25 millj- óna kaupverðs og 45 milljóna sölu- verðs sem þóknun sér til handa vegna viðskiptanna. Þannig fékk A-Holding 90 milljónir fyrir hvert tvöfalt stofn- fjárbréf þegar þau voru seld áfram. Þessu undi Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi ekki en hann var meðal stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Eftir að A-Holding hafði náð mark- miðum sínum og meirihluta í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafði Sigurður ekki selt sína stofn- fjárhluti. Þegar yfirtakan var um garð gengin fór því Sigurður fyrir hópi manna sem kröfðust þess að fá 90 milljónir en ekki 50 fyrir stofn- fjárhluti sína. Í þeim hópi voru með- al annarra Sigurbergur Sveinsson í Fjarðarkaupum, Jónas Hall- grímsson læknir og Hörður Zophoníasson, fyrrverandi bæjarstjórarmaður í Hafn- arfirði. Áform um stórfelld uppkaup Upphaflega ráðagerðin gekk út á að Páll Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins, byði sig fram í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar í ársbyrjun 2005, en þá lá fyrir að til stæði að fella sitj- andi stjórn. Karl Georg og Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmað- ur voru ráðnir til þess að kaupa upp nægilegan fjölda stofnfjárbréfa og aðstoða við undirbúning aðalfundar sjóðsins. Aðalfundur Sparisjóðs Hafnar- fjarðar var haldinn 20. apríl 2005 og náði sá hópur yfirhöndinni í sjóðnum sem Páll, Stefán Hilmar, Karl Georg, Magnús Ægir, Jón Auðunn og Þorlákur Ómar höfðu unnið fyrir. Samþykktum sjóðsins var jafnframt breytt á þeim fundi. Vildi nýi meirihlutinn meðal annars tryggja að leyfð yrðu viðskipti með stofnfjárbréf í sjóðnum. Magnús Ægir var ráðinn sparisjóðsstjóri af nýja meirihlutanum og tryggði hann fram- gang þess að hægt yrði að stunda við- skipti með stofnfjárbréfin. Karl Georg var sýknaður í Hæsta- rétti seint í mars síðastliðnum af kröf- um ákæruvaldsins enda var var ekki sýnt fram á að hann hefði ráðið neinu um verð það sem boðið var fyrir stofn- fjárhlutina í sparisjóði Hafnarfjarð- ar á sínum tíma. Virðist A-Holding hafa ráðið því einhliða að eigendum voru boðnar 25 milljónir króna í hvert stofnbréf. Magnús Ægir varð síðar forstjóri Byrs ásamt Ragnari Z. Guðjónssyni en Sparisjóði Hafnarfjarðar var rennt inn í bankann. Magnús lét af störfum eft- ir bankahrun. Hann hafði 3,2 milljónir króna í laun á mán- uði sem for- stjóri Byrs. Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í síðustu viku var samþykkt að leggja tillögu fyrir bæjarstjórn Hafnar- fjarðar um að leita eftir því við emb- ætti sérstaks saksóknara að tekin verði til skoðunar og rannsóknar sala á eignarhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar, yfirtaka Byrs á eig- um SPH og meðferð eignarhluta. Tillagan tekur einnig til varasjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og annarra þeirra þátta sem tengjast sérstaklega hagsmunum Hafnar- fjarðarbæjar, íbúum Hafnarfjarðar og fyrrverandi starfsmönnum SPH. Í tillögunni er þess óskað að rann- sókn verði hraðað. Sjóðir tæmdir Bæjarráðið lét ekki staðar numið við þetta heldur vill það að upp- haf og tilurð laga um breytt starfs- umhverfi sparisjóða verði rannsök- uð og hverjir hafi hagnast á þeim breytingum. Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, segir að jafn- framt sé óskað eftir upplýsing- um um samskipti Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðar við Byr sparisjóð varðandi lífeyrisskuld- bindingar, en Sparisjóður Hafnar- fjarðar var grunneining í stofnun Byrs. „Það hefur lítið verið hugað að samfélagslegu hlutverki sparisjóð- anna og hvernig sjóðir þeirra voru tæmdir. Það ríkir enn mikil reiði meðal íbúa hér í Hafnarfirði vegna örlaga sparisjóðsins og hvernig sjóðir hans voru tæmdir,“ segir Lúð- vík. Þess ber að geta að á málefn- um sparisjóða og afdrifum þeirra er ekki sérstaklega tekið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hlutur íbúa fyrir borð borinn Í grein í kosningariti Samfylkingar- innar í Hafnarfirði eru örlög Spari- sjóðs Hafnarfjarðar rakin. Þar segir meðal annars að með lagabreyting- um árið 2001 hafi löggjafinn ógn- að tilvist sparisjóðaformsins en breytingarnar fólu í sér að ábyrgð- armenn sjóðanna gátu kosið alla stjórnarmenn. Um leið hafi fulltrú- um íbúanna sjálfra verið ýtt til hlið- ar. Mestar breytingar urðu þó árið 2005 þegar heimilað var að selja sparisjóðina. „Fremstur í flokki þeirra sem börðust fyrir því að heimila ábyrgðarmönnum að selja sparisjóðina var þingmaðurinn Pétur H. Blöndal sem fór mikinn í þeirri umræðu undir slagorðinu „fé án hirðis“. Barátta Péturs skilaði loks árangri árið 2005 þegar Fjár- málaeftirlitið og síðar löggjafinn létu undan pólitískum þrýstingi og sneru við yfir hundrað ára gamalli lagatúlkun og heimiluðu frjáls við- skipti með stofnfé og þar með yf- irráð yfir almannaeignum,“ segir í greininni. Byr í öndunarvél Eftir hallarbyltinguna í sjóðnum undir forystu Páls Pálssonar og manna frá A-Holding fyrri hluta árs 2005 hófst nýtt tímabil í sögu Sparisjóðs Hafnarfjarðar „þar sem hagsmunir þeirra sem tekið höfðu sér bólfestu í sjóðnum voru sett- ir í algjöran forgang en hagsmunir bæjarbúa í Hafnarfirði og annarra hagsmunaaðila algjörlega virtir að vettugi. Á aðeins rúmum tveimur árum var varasjóðurinn tæmdur, meðal annars með risavöxnum arðgreiðsl- um til stofnfjáreigenda og óheft- um útlánum til þeirra sem héldu um stjórnartaumana. Niðurstaðan varð á endanum greiðsluþrot og tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn sjóðs- ins undir lok apríl síðastliðins“ seg- ir í greininni. Í greininni kemur fram að árið 1973 hafi Sparisjóður Hafnarfjarð- ar fengið aðild að eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðarkaup- staðar fyrir starfsfólk sitt. Fjármun- ir voru lagðir í sérstakan varasjóð til að mæta áföllnum lífeyrisskuld- bindingum til starfsmanna. „Sjóð- urinn var fluttur inn í eignasafn Byrs við samruna Byrs og SPH og samkvæmt ársreikningum Byrs fyrir árið 2008 voru 1,4 milljarðar í varasjóðnum. Við gjaldþrot Byrs er ljóst að nokkur óvissa er um stöðu eftirlaunamála, enda búið að hirða milljarða úr sjóðnum með arð- greiðslum til þeirra sem náðu und- ir sig eignarhaldi á sjóðnum,“ segir jafnframt í umræddri grein. VILL RANNSÓKN Á SPARISJÓÐNUM Bæjarráð Hafnarfjarðar vill að málefni Sparisjóðs Hafnarfjarðar og örlög hans verði rannsökuð sem mögulegt refsimál af sérstök- um saksóknara. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að hiti sé í bæjarbúum vegna sparisjóðsmálsins. Sparisjóður Hafnarfjarðar rann saman við Byr en hann var yfirtekinn af ríkinu fyrir þrem- ur vikum eftir að samningar við kröfuhafa runnu út í sandinn.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Magnús Ægir Magnússon tók þátt í hallarbylting- unni í Sparisjóði Hafnarfjarðar og varð síðan sparisjóðsstjóri þar og síðar í Byr. Ríkisendurskoðand- inn fyrrverandi Sig- urður Þórðarson gekk frá sölu stofnfjárbréfa sinna og afhenti Karli Georg Sigurbjörnssyni lögmanni bréfin á skrifstofu sinni hjá Ríkisendurskoðun. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Það ríkir enn mikil reiði meðal íbúa hér í Hafnarfirði vegna örlaga sparisjóðsins. Vilja rannsókn sem fyrst Sjóðir voru tæmdir og samfélagslegt hlut- verk sparisjóðanna var hundsað að mati Lúðvíks Geirs- sonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Liðinn tími Byr og Sparisjóður Keflavíkur eru nú komnir í öndunarvél hjá Fjármálaeftirlitinu og óvíst um sjóði sem eitt sinn voru í vörslu Sparisjóðs Hafnarfjarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.