Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Page 27
SMÁAUGLÝSINGAR 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 27
Ekki eru allir Íslendingar brenndir af þátt-
töku sinni í viðskiptalífinu eða því að hafa
verið áberandi í samfélaginu. DV tekur hér
saman nokkra einstaklinga sem segja má að
séu góðu gæjarnir í þeim skilningi að þeir
hafa staðið sig vel og mannorð þeirra hefur
ekki beðið sömu hnekki og mannorð útrás-
arvíkinga og stjórnmálamanna.Góðugæjarnir
Eftir hrunið virðast ekki stand
a margir eftir
sem tóku ekki þátt í góðærinu svokallaða.
Margir stærstu viðskiptajöfranna falla
þess dagana og fáir standa eftir sem virðast ekki
hafa gleypt við gylliboðum um skjótan hagn-
að, meiri gróða eða stærri og fleiri fyrirtæki. Þó
eru nokkrir þarna úti sem létu ekki glepjast og
héldu sig við sitt. Trúðu og treystu á það sem
þeir höfðu og tóku ekki þátt í góðærisruglinu.
Hér má sjá nokkra þeirra:
Þórhallur Gunnarsson
Jón Ásgeir Jóhannesson bauð honum 200 milljónir
fyrir að koma aftur yfir til Stöðvar 2. Þórhallur
afþakkaði boðið og hélt sig við RÚV. Peningar
kaupa ekki allt.
Helgi í Góu
Fór aldrei út í góðærisbrjálæðið sem margir í
fyrirtækjarekstri fóru út í. Hann berst ötullega
fyrir málefnum eldri borgara og var einn af
fyrstu mönnum til að gagnrýna lífeyrissjóðina
opinberlega. „Ég hef rekið mitt fyrirætki og byggt
það upp síðan 1968. Auðvitað hefur manni verið
boðið í gegnum tíðina að selja en ég hef bara ekki
haft áhuga á því. Maður verður að hafa eitthvað
að gera.“ Helgi segir margt vera athugavert við
það hvernig umhverfi fyrirtæki á Íslandi búi við:
„Ég held það væri vert að skoða það af hverju
það er annað hvert fyrirtæki í landinu á hausnum.
Gæti það verið vegna þess að ríkið, tryggingarnar,
lífeyrissjóðirnir og verkalýðsfélögin eru að taka allt
of mikið frá okkur? Væri kannski ekki svo komið
fyrir öllum þessum fyrirtækjum ef þessara fjögurra
nyti ekki við?“ veltir Helgi fyrir sér í samtali við
blaðamann og bætir við: „Það er nauðsynlegt að
skoða þessi mál betur.“
Feðgarnir í Fjarðarkaupum
Sigurbergur Sveinsson, Sveinn og Gísli Þór Sigur-
bergssynir eða feðgarnir í Fjarðarkaupum. Ólíkt
flestum sem ráku matvörubúðir í góðærinu héldu
þeir sig bara við eina búð og seldu hana aldrei til
stærri matvörukeðja. Standa enn vaktina sjálfir í
búðinni, eru alþýðlegir og niðri á jörðinni. Sveinn
Sigurbergsson, einn af eigendum Fjarðarkaupa,
segir að það hafi oft verið reynt að kaupa af þeim
búðina. Þeir hafi hins vegar aldrei tekið þeim
boðum enda búnir að reka búðina í tæplega 37 ár.
Aðspurður af hverju þeir hafi ekki látið tilleiðast
og selt segir Sveinn: „Þetta er spurning um þessi
gildi sem við höfum starfað eftir. Til dæmis það að
það sé farsælla að fara fetið og sníða sér stakk eftir
vexti. Svo er þetta bara spurning um hvað maður
ætlar sér og hvernig maður ætlar að haga lífi sínu.
Þetta er fjölskyldufyrirtæki, við störfum hér allir
og höfum gert frá upphafi. Við leggjum áherslu á
gæði, gott vöruúrval og góða þjónustu og eigum
okkar fastakúnna. Þetta er auðvitað búið að vera
barátta en skemmtileg barátta“.
Vilhjálmur Bjarnason
Formaður félags fagfjárfesta og kennari í við-
skiptafræði í Háskóla Íslands reyndi stöðugt að
vekja athygli á upplýsingaskorti til minni hluthafa
almenningshlutafélaga. Hann þorði að rísa upp
á móti ríkjandi skoðunum og gagnrýna þær
starfsaðferðir sem viðgengust í viðskiptalífinu á
tíma góðærisins.Var óþreytandi við að benda á
galla þess kerfis sem viðgekkst en það voru ekki
margir tilbúnir að hlusta. Ekki fyrr en eftir hrun.
Bankastjórum var sérlega illa við hann.
Gísli Guðmundsson
Seldi B&L á toppi góðærisins, sumarið 2007. Tók
ekki þátt í áhættufjáfestingum heldur hefur notaði
féð í aðra hluti. Meðal annars til að hjálpa Geir Ólafs
að meika það í Rússlandi.
Árni Hauksson
Seldi Húsasmiðjuna fyrir háar fjárhæðir. Hart var
setið að honum að fjárfesta í bönkunum en hann
neitaði að taka þátt í því ævintýri. Dró sig út úr
365 miðlum af því honum leist ekki vel á rekstur
félagsins.
Skúli Gunnar Sigfússon,
Eigandi Subway á Íslandi: Stofnaði Subway-keðj-
una á Íslandi árið 1994, þá nýkominn heim úr
námi. Hann byrjaði með einn stað en keðjan hefur
stækkað jafnt og þétt og í dag eru staðirnir nítján
talsins. Fyrirtækið er algjörlega skuldlaust og segir
Skúli það aldrei hafa komið til greina að fá fleiri
hluthafa inn í fyrirtækið. Aðspurður hvort það
hafi aldrei verið inni í myndinni að selja fyrirtækið
og taka þátt í frekari útrás segir Skúli „Ég íhugaði
alveg að selja enda nokkrir sem buðu mér það.
En þá hefði ég bara ekkert vitað hvað ég hefði
átt að fara að gera. Ég nennti ekki að fara að sýsla
eitthvað með peninga.“ Skúli á líka fasteignafélag
sem meðal annars stendur fyrir uppbyggingu eins
fallegasta verslunarhúsnæðis landsins, á horni
Þingholtsstrætis og Bankastrætis.
Ragnhildur Geirsdóttir
Sagði skilið við FL-Group því henni misbauð spill-
ingin sem átti sér stað þar. Hannes Smárason og
hans starfsaðferðir voru henni ekki að skapi. Hún
fékk reyndar væna summu fyrir að fara en afsalaði
sér um leið góðu starfi og ofurlaunum. Umdeilt
er hins vegar hvort hún hefði ekki átt að upplýsa
almenning betur um ástæðu þess að hún hætti.