Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Qupperneq 29
SVIÐSLJÓS 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 29 Tila Tequila nánast nakin: Söngkonan Tila Tequila er þekkt fyrir fátt annað en að vera eins léttklædd og leyfilegt er á almannafæri. Hún er alltaf að finna nýjar leiðir til þess að vekja á sér athygli og sjokkera fólk. Henni tókst það svo sannarlega þegar mætti í útgáfupartí fyrir nýju plötuna sína í síðustu viku. Það eina sem huldi brjóst söngkonunnar voru leðurbelti sem voru spennt yfir svartan fjaðravæng. Þegar inn var komið fór Tila svo í ný föt sem huldu litlu meira af líkama hennar og söng lög af plötunni Welcome to the Dark- side. Tila gerðist nýlega slúðurbloggari til þess eins að velta hinum samkynhneigða Perez Hilton úr sessi. Róleg, Tila! Spurning um að tóna þetta aðeins niður. Kynþokki Er helsta vörumerki söngkon- unnar smágerðu. BELTI SEM BRJÓSTAHÖLD Brooklyn Decker er ung og upprennandi leikkona. Hún hefur nú fengið stóra tækifærið í væntanlegri mynd sem heitir Just Go With It. Þar leikur hún aðalhlutverk- ið á móti stórstjörnunum Adam Sandler og Jenni- fer Aniston. Sandler leikur lýtalækni í myndinni sem þykist vera giftur og eiga börn vegna þess að hann vill ekki að samband sitt við konu sem er helmingi yngri en hann verði of al- varlegt. Decker leikur ástkon- una ungu og á þessum myndum sést hún leika í einu atriði myndarinnar. HANDAHLAUP Á STRÖNDINNI Handahlaup í sandinum Unglingspilturinn í bakgrunnin- um fylgist áhugasamur með. Brooklyn Decker Er ung og upprennandi leikkona. Brooklyn Decker í mynd með Adam Sandler og Jennifer Aniston: Söngkonan Jessica Simpson varð fyrir barðinu á graðnaglanum Jeremy Piven þegar hún lék lít- ið gestahlutverk í þættinum En- tourage í síðustu viku. Í þáttunum leikur frægt fólk jafnan sjálft sig en þættirnir fjalla um fjóra vini sem lifa og hrærast í Hollywood. Piven er frægur fyrir að vera ágengur þegar kemur að kvenfólki og hef- ur komið sér í ýmiss konar kland- ur í gegnum tíðina. Starfsmaður á setti þáttanna sagði tímaritinu UsMagazine að Piven hefði komið heldur bet- ur á óviðeigandi átt við Jessicu. „Á milli atriða starði hann á rass- inn á Jessicu og á mjög áberandi hátt. Hann var alls ekki að reyna að vera laumulegur við það. Hann fylgdist með henni hvert fótmál,“ segir vitnið sem greinilega þekk- ir til Pivens. „Hann daðrar við ljótar stelpur þannig að þið getið ímyndað ykkur hvernig hann lét við Jessicu. Hún lét þetta þó ekki slá sig út af laginu og reyndi eigin- lega bara að brosa út í annað.“ STARÐI Á BOSSA JESSICU Jeremy Piven úr Entourage: Jeremy Piven Er frægur fyrir að vera ágengur graðhundur. Jessica Simpson Reyndi að brosa út í annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.