Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 21. júní 2010 mánudagur „Æðstu stjórnendur þessara fyrir- tækja vissu þetta. Það bara hlýtur að vera. Þegar þú rekur fyrirtæki þá hlýt- urðu að hafa á hreinu hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki,“ segir Gústaf Jökull Ólafsson, bóndi á Reykhólum. Faðir Gústafs, Ólafur Jón Leósson, svipti sig lífi í október í fyrra. Ólafur, sem var vörubílstjóri að atvinnu, gat ekki staðið undir greiðslum af mynt- körfuláni sem hann tók hjá Lýsingu. Lánið hafði hækkað gríðarlega eins og önnur gengistryggð lán og Lýs- ing hafði farið fram á að hann skil- aði vörubílnum. Samningaviðræður hans við fyrirtækið höfðu engan ár- angur borið, að því er endurskoðandi Ólafs sagði í samtal við DV í desem- ber. Í bréfi sem Ólafur skildi eftir til fjölskyldu sinnar sagði hann að vegna atvinnuleysis og fjárhagsvanda sæi hann enga aðra leið færa en að svipta sig lífi. „Hefði endað allt öðruvísi“ Gústaf segist aðspurður viss um að öðruvísi hefði farið ef myntkörfulán- in hefðu frá upphafi verið bönnuð. „Hann tók 12 eða 13 milljón króna lán og var búinn að borga þeim um 18 milljónir. Hann var búinn að borga langt umfram höfuðstólinn. Það er deginum ljósara að ef hann hefði átt bílinn skuldlausan þá hefði hann get- að borgað reikningana. Þetta hefði endað allt öðruvísi,“ segir Gústaf. Spurður hvort hann beri mikinn kala til fjármögnunarfyrirtækjanna segir hann að það geri hann í raun og veru ekki. Lítið stoði að velta sér upp úr því sem orðið er. Eiga ekki fyrir mat DV hefur sagt frá og heldur hér áfram að segja frá þeim raunveru- leika sem fólk hefur búið við vegna myntkörfulánanna sem í Hæstarétti voru úrskurðuð ólögleg. Ljóst er að stökkbreyting lánanna hefur haft gríðarleg áhrif á stóran hluta íslenskra fjölskyldna. Fjölmargir hafa misst bif- reiðar sínar og orðið gjaldþrota, þó að stjórnvöld hafi frestað nauðungar- uppboðum. Aðrir hafa glímt við sál- ræna erfiðleika vegna skuldaklafans og dæmi eru um að menn hafi valdið eignaspjöllum, eins og Björn Mikka- elsson sem braut niður hús sitt með skurðgröfu og eyðilagði bifreið sína á þjóðhátíðardaginn í fyrra. Þó að fæstir grípi til slíkra örþrifaráða er misjafnt hvernig fólk tekst á við skuldir sem það ræður ekki við. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir marga þeirra sem hafi leitað til henn- ar hafa lent í greiðsluerfiðleikum vegna gengistryggðra lána. Hún seg- ir alveg öruggt að dómur Hæstaréttar muni skipta máli fyrir þá sem hafi tek- ið lánin. Hún segist hafa fengið dæmi inn á sitt borð þar sem fólk hafi lent í tímabundinni örbirgð þannig að það hafi ekki átt fyrir mat vegna lánanna. Fólkið hafi ekki endilega fengið stór- ar upphæðir að láni, heldur hafi það ekki ráðið við afborganir af slíkum lánum vegna lágra tekna. Undrast sterkan greiðsluvilja Vilborg segir að frá áramótum hafi margt ungt fjölskyldufólk leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá séu dæmi um að öryrkjar hafi tekið myntkörful- án á móti styrk frá Tryggingastofnun ríkisins og ekki átt fyrir afborgunum af því. Vilborg segir að þessir einstakl- ingar eigi oft ekkert eftir á milli hand- anna þegar þeir hafi borgað af lánun- um. Hún segist oft hafa undrast hversu sterkur greiðsluvilji fólks sé þar sem það setji fjölskylduna í annað eða þriðja sæti til að mæta afborgunum. „Ég hef oft velt fyrir mér hvernig þetta fólk fari að þegar launin duga því ekki fyrir framfærslu og afborgunum. Það hefur áhyggjur af því hvernig það eigi að komast af næsta mánuðinn og lif- ir í mikilli óvissu. Þessi dómur verð- ur eflaust mörgum léttir. Fólk hefur ekki getað veitt börnum sínum neitt og þarf að forgangsraða því sem það kaupir og gefur eftir,“ segir Vilborg. Hún segir að sjálfsvígum hafi ekki fjölgað í kjölfar efnahagshruns- ins. Hún þakkar það því hversu opið fólk hefur verið fyrir því að leita ráða í glímunni við greiðsluerfiðleika og að það sé óhrætt við að tala um líð- an sína. Þar skipti máli að fólk sjái að upplifanir þess séu ekki einstakar eða óvenjulegar við þessar aðstæður og að það sé í lagi að leita sér aðstoðar. Vísar ábyrgðinni annað Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsing- ar, telur að fleiri ættu að líta í eigin barm en aðeins lánafyrirtækin eftir dóm Hæstaréttar. Hann segir stjórn- völd bera ábyrgð á því hvernig fór fyrir gjaldmiðli landsins. Þá hafi fyrirtækið starfað undir eftirliti stofnana eins og Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Ís- lands. „Allir gengu út frá að þetta væri löglegt. Það er ósanngjarnt að kasta ábyrgðinni eingöngu yfir á lánafyrir- tækin. Hver er ábyrgð stjórnvalda á að láta krónuna fara eins og hún fór?“ spyr Halldór og bendir um leið á að vextir hafi lækkað af lánum í erlendri mynt. Halldór segir starfsmenn Lýsingar fara nú yfir hvernig taka skuli á dómi Hæstaréttar, en fyrirtækið er nú með um þrettán þúsund bílasamninga útistandandi. Aðspurður hvort hann hafi orðið var við reiði í garð þeirra fyrirtækja sem veittu þessi lán seg- ir Halldór að langflestir hafi sýnt því skilning að það taki tíma að vinna úr þessum málum. Hann segir ekki ljóst hvenær endurmat þessara samn- inga liggi fyrir, en segir að það verði unnið úr því eins hratt og mögulegt er. Halldór segir að þetta muni hafa áhrif á efnahagsreikning Lýsingar, en óljóst sé hvaða áhrif þetta hafi á rekst- ur fyrirtækisins. Halldór segir að full- trúar Lýsingar hafi ekki óskað eftir fundi með stjórnvöldum til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Ef stjórn- völd muni hins vegar óska eftir slík- um fundi með forsvarsmönnum Lýs- ingar muni þeir þekkjast boðið. Frumvarpið enn ekki komið fram Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd har- kalega fyrir aðgerðaleysi gagnvart vanda þeirra sem tóku erlend lán, en „Hefði endað allt öðruvísi“ Faðir Gústafs Jökuls Ólafssonar svipti sig lífi í skugga atvinnu- leysis og fjárhagsvanda. Vanda sem mátti rekja til myntkörfu- láns. Gústaf segir engan vafa leika á því að öðruvísi hefði farið ef gengistryggð lán hefðu ekki verið leyfð. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að margir hafi ekkert á milli handanna þegar þeir hafi greitt af lánum sínum og margir lifi í mikilli óvissu. Forstjóri Lýsingar segir stjórnvöld ábyrg fyrir hruni krónunnar. Hann tók 12 eða 13 milljón króna lán og var búinn að borga þeim um 18 milljónir. „Ég var ekki bjartsýnn og bjóst við að þetta yrði löglegt með öllu,“ segir Ósk- ar Sindri Atlason, maðurinn á bak við málið sem féll gegn SP-Fjármögn- un í Hæstarétti í síðustu viku. Þar var gengistrygging lána dæmd ólögleg en tugþúsundir Íslendinga hafa mátt búa við tvöföldun höfuðstóls hinna svokölluðu myntkörfulána. Óskar segir að sér hafi liðið hálf- bjánalega þegar dómurinn féll. Hann hafi ekki vitað hvort hann ætti að hlæja eða gráta af gleði, enda hafi þetta tekið langan tíma. „Það er eitt og hálft ár liðið frá því ég fór með þetta inn á borð til Björns Þorra. Þetta hefur tekið mikinn tíma og verið langt ferli,“ segir Óskar en Björn Þorri Viktorsson sótti málið fyrir hönd Óskars. Eftir að Óskar hætti að borga af láninu sínu stefndi SP-Fjármögnun honum fyrir héraðsdóm. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Ósk- ari bæri að greiða fyrirtækinu meira en fjórar milljónir króna auk drátt- arvaxta og málskostnaðar. Hann var því ekki bjartsýnn á jákvæða nið- urstöðu Hæstaréttar auk þess sem mikið var undir fyrir hann persónu- lega. „Ég er íbúðareigandi og á konu og börn. Ég hefði verið gerður gjald- þrota þannig að ég sá ekki ástæðu til að borga af íbúðinni á meðan þetta mál var í gangi,“ segir hann og viður- kennir að honum sé stórlega létt. Það hafi tekið á að fá héraðsdóminn gegn sér og óvissan um það hvort fjölskyld- an myndi missa húsið hafi verið erfið. Spurður hvort SP-Fjármögnun sé búin að gera upp við hann segir Ósk- ar að hann fái ekki endurgreiðslu frá þeim en að eftirstöðvar lánsins verði felldar niður. „Ég var búinn að hafa bílinn í 12 eða 14 mánuði og var bú- inn að borga fyrir næstum 20 mán- uði,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi ekki áttað sig á því í upphafi hversu mikil áhrif mál hans kynni að hafa fyrir tugþúsundir Íslendinga. baldur@dv.is Óskar Sindri Atlason er maðurinn sem sigraði SP-Fjármögnun: Hefði orðið gjaldþrota Erlingur Jóhann Erlingsson telur sig eiga inni 14,6 milljónir króna hjá Lýsingu auk skaðabóta vegna vörubíls sem hann fékk á kaup- leigu hjá fyrirtækinu árið 2006. Kaupverð bifreiðarinnar var bund- ið við þrjá gjaldmiðla, evru, doll- ar og japanskt jen. Í upphafi þurfti Erlingur að greiða sjötíu þúsund krónur á mánuði af bílnum en endaði í hundrað og fimmtíu þús- und krónum áður en Lýsing svipti hann bifreiðinni í fyrra. Erlingur hefur kært Lýsingu fyr- ir þjófnað vegna þess að fyrirtækið seldi honum bifreiðina undir röng- um formerkjum. Hún var seld hon- um sem árgerð 2004 en síðar kom í ljós að hún var tveimur árum eldri. Dómskvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að kaupverð bifreiðarinnar hefði átt að vera tveimur og hálfri milljón króna lægra en Erlingur keypti hana á. Lýsing svipti Erling bifreiðinni í fyrra vegna þess að hann neitaði að greiða af þeirri milljón króna sem stóð eftir af láninu þá sam- kvæmt lánaskilmálum fyrirtækis- ins. Lýsing hafði þá selt bifreiðina til Erlings eftir að Jarðvélar, sem áttu hana áður, höfðu skilað henni inn eftir að upp komst um raun- verulegan aldur hennar. Nú segir Erlingur að Lýsing hafi selt bifreið- ina út til Hollands. Alls hefur Erlingur borgað um 14,6 milljónir króna í bifreiðinni að meðtöldum viðgerðarkostn- aði. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Lýsing seldi Erlingi bílinn sprakk vélin í honum. Þegar verið var að gera við bifreiðina segir Er- lingur hafa komist upp um hversu gömul hún var. Hann telur sig hafa orðið af um fjörutíu til fimm- tíu milljónum króna í tekjur eftir að hann var sviptur bílnum. „Ég fékk aldrei vöruna sem mér þeir seldu mér en borgaði 14,6 milljón- ir króna fyrir hana,“ segir Erlingur. rhb@dv.is Lýsing svipti ErlinG JÓHAnn ErlinGSSon vörubifreið: Vill fá pening ana aftur frá lýsingu lagði SP-Fjármögnun Óskar sindri Atlason fór með sigur af hólmi í Hæstarétti. Sterkur greiðsluvilji vilborg hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar segir að dómurinn muni létta mörgum lífið. Mikil sorg Ólafur Jón Leósson svipti sig lífi vegna fjárhagserfiðleika og atvinnuleysis. BAldUr GUðMUndSSon og rÓBErt H. BAldUrSSon blaðamenn skrifa: baldur@dv.is og rhb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.