Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 26
Hugleikur Dagson vill gera fram- haldsseríu af gamanþáttunum Marteinn sem sýndir voru á RÚV fyrir nokkru. Jóhannes Haukur Jóhannesson fór með aðalhlut- verkið í þáttunum. Þessu lýsti Hugleikur yfir á Facebook-síðu sinni. Flestir töldu hann vera að gera grín en svo er ekki og sagði hann meðal annars: „Mér er há- alvara... Ég gæti stýrt þessu skipi í svo mikla U-beygju... Það er líka challengið. Að breyta drasli í snilld.“ Hugleikur spurði næst hver hefði framleitt þættina til að hann gæti athugað málið og svaraði þá sjálfur borgarstjórinn, Jón Gnarr: „Saga Film.“ „Eins klisjukennt og það hljómar þá hef ég sungið frá því ég var pínulítil. Ég hef alltaf haft gaman af söng,“ segir Ninna Rún Pálmadótt- ir, söngkona og nýstúdent og dóttir söngvar- ans ástsæla Pálma Gunnarssonar. Ninna Rún tróð upp við útskrift Menntaskólans á Akur- eyri á þjóðhátíðardaginn þar sem hún sló í gegn. Hún byrjaði á því að kynna sig sem Pálma- dóttur og Gleðibankadóttur og dró svo upp jakkann margfræga, sem Pálmi klæddist þeg- ar Icy-hópurinn steig á sviðið í frumraun Ís- lendinga í Eurovision árið 1986, og tók lag- ið Gleðibankann áður en hún söng önnur tvö. „Þessi nöfn hafa fylgt mér frá barnæsku. Það þykir voða merkilegt að eiga þekkta for- eldra og í menntaskólanum hef ég líka fengið skammt af jákvæðri stríðni,“ segir Ninna Rún. „Ég hef oft verið spurð hvort pabbi geymi jakkann heima í skáp en svo er því miður ekki. Það væri ekki slæmt að geta horft á þessa gull- fallegu flík á hverjum degi,“ segir hún en jakk- ann fékk hún lánaðan frá Sjónvarpinu. „Ég vil bara fá að þakka Ingibjörgu sem er yfir bún- ingadeild RÚV fyrir að hafa treyst mér fyrir jakkanum,“ segir hún og bætir við að uppá- koman hafi heldur betur komið pabba henn- ar á óvart. „Ég var líka að útskrifast og þess vegna var hann í salnum. Hann var mjög ánægð- ur með mig en skildi ekki hvernig mér hefði tekist þetta. Þetta kom honum mjög á óvart. Karlinn verður sextugur á árinu og þess vegna var þetta líka gjöf til hans.“ Ninna Rún segir að það hafi verið skemmtileg upplifun að máta jakkann fræga. „Ég trúði því varla þegar ég var komin með hann í hendurnar að þetta væri jakkinn og varð að kíkja á Youtube til að sjá pabba í honum.“ indiana@dv.is Kom pabba á óvart 26 fólkið 21. júní 2010 mánudagur Páll StefánS um Drogba: Hann sá brot af bókinni og var bara hrifinn,“ segir Páll Stefánsson ljósmyndari um knatt- spyrnuhetjuna Didier Drogba sem skrifar formála að nýútkominni bók Páls, Áfram Afríka. Í bókinni ferð- ast Páll á milli yfir 20 Afríkuríkja og endar í Suður-Afríku þar sem heims- meistaramótið í knattspyrnu stendur nú yfir. „Þetta er fyrst og fremst ferða- bók um Afríku sem ég bind sam- an með fótboltanum,“ segir Páll en bókin kom út daginn sem HM byrj- aði. „Okkar ímynd af Afríku er svolít- ið „blóðdemantar og stríð“. Ég hafði margoft komið þarna og fór að hugsa leiðir til þess að sýna fólki hvernig álfan er í raun og veru. Fótboltinn var góð leið til þess.“ Við gerð bókarinnar, sem er ein- ar 250 blaðsíður og hefur að geyma 200 ljósmyndir, kom Páll við um alla álfuna en hann lenti aldrei í hremm- ingum. „Ég elti bara bolta um alla álf- una. Ég var með bílstjóra og svo þeg- ar það kom myrkur spurði ég bara hvar næsta hótel væri. Ég svaf reyndar á mörgum ansi undar- legum stöðum. En ég lenti aldrei í neinu veseni. Hvorki með mag- ann né pyngjuna.“ Páll segir það mikla viður- kenningu fyrir sig að Drogba hafi ákveðið að skrifa formála bókarinnar en eins og flestir vita er hann ein skærasta stjarna Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og fyrirliði Fílabeinsstrandar- innar. „Að svona maður leggi nafn sitt við eitthvað gerir þetta að alvöru bók.“ Umboðsmaður Drogba sagði Páli að leikmað- urinn hefði verið með 20 önnur svipuð verkefni í höndunum en hafnað 19 þeirra. En Drogba er ekki eina stjarnan sem kemur að bók Páls. Rit- höfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie frá Nígeríu skrifar inngang bókarinnar. „Daginn sem bókin kom út var hún svo valin af The New York Times í hóp tíu bestu rithöf- unda heims undir fertugu.“ Páll seg- ir skrif hennar í bókinni vera falleg. „Þar talar hún um að Afríkubúar sjái ekki heimsálfuna út frá þeim landa- mærum sem Evrópubúar teiknuðu með reglustiku á sínum tíma held- ur sem eina stóra heild.“ Ekki nóg með það heldur skrifar Ian Hawkey, einn helsti sérfræðingur álfunnar um knattpsyrnu, eftirmála bókarinnar. Páll segist með bókinni vilja brjóta á bak aftur þá mynd sem flestir hafi af þessari gullfallegu heimsálfu og byggist á misskilningi. „Að koma til Afríku er bara eins og að koma til Hvammstanga.“ asgeir@dv.is NiNNa RúN, dóttiR Pálma GuNNaRssoNaR, söNG GleðibaNkaNN í jakkaNum fRæGa: Gleðibankadóttir Ninna Rún hefur verið kölluð Pálmadóttir og Gleðibankadóttir frá því að hún man eftir sér. knattspyrnumaðurinn Didier Drogba skrifar formála að nýútkominni bók Páls Stefánssonar ljósmyndara, áfram afríka. Þá skrifar Chimamanda Ngozi Adichie inngang bókarinnar en New York times valdi hana einn af tíu bestu rithöfundum heims undir fertugu. bara Hrifinn“ „Hann var Didier Drogba Hreifst af myndum Páls. Páll Stefánsson ljósmyndari Fór margar ferðir til Afríku til að afla efni- viðar í bókina. myND hörður SveiNSSoN Hlaupadrottningin og íþrótta- fréttakonan á Stöð 2 Silja Úlfars- dóttir er forfallinn íþróttaáhuga- maður sem nýtur þess að geta horft á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í vinnunni án þess að fá samviskubit. Það er samt greinilega fleira en knattspyrnu- hæfileikar sem heilla Silju því samkvæmt Facebook-færslu hennar á föstudaginn leiðist henni ekki að horfa á flotta karl- menn á stuttum buxum. „Mig langar í bandaríska landsliðs- búninginn... Finnst hann sexy!“ segir Silja á Facebook. vill sexí búning breyta drasli í snilld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.