Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 13
þinginu. „Oft virðist vera sem hún hafi ekki haft nægilegan styrk til að keyra frumvörp í gegn. Þar stendur langhæst Icesave-frumvarpið. Að því leyti hefur veturinn einkennst af því að menn séu í hálfgerðri minnihlutastjórn og þá verður snú- ið að koma góðum málum í gegn,“ segir Birgir. Hann segir stjórnarflokkana hafa svipaða lífssýn þegar komi að félagslegum áherslum og því hafi reynst auðveldara að keyra þau mál í gegnum þingið. „Hún hefur annað gildismat en þær sem áður hafa verið. Þarna fáum við að sjá að þetta er vinstristjórn sem leggur áherslu á félagsleg mannréttinda- mál. Þar hafa verið tekin mjög at- hyglisverð skref,“ segir Birgir. Hann segir vinstrisinnaða hug- myndafræði byggjast á að standa vörð um þá sem standi höllum fæti. Ríkisvaldið geti stýrt meira ferð- inni á meðan hinn vængurinn leggi minni áherslu á inngrip ríkisins á markaðnum. „Það er greinileg- ur áherslumunur, þetta eru önnur og mýkri gildi sem fá hljómgrunn,“ segir Birgir. Minnir á aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar Einar Mar Þórðarson, stjórnmála- fræðingur við Háskóla Íslands, seg- ir ýmislegt hafa gengið á í stjórnar- samstarfinu á þessu ári. „Þarna eru ýmis lög sem taka á vandamálum skuldara þótt ýmsum finnist sem það hafi ekki verið gengið nógu langt og aðgerðirnar skili ekki eins miklu og þær ættu að gera. Mörg- um finnst skrítið þegar landið er í miklum erfiðleikum að þar séu samþykkt lög um bann við nektar- dansi eða ljósabekkjanotkun,“ seg- ir Einar. Hann líkir þessu við störf þings- ins eftir jólafrí í janúar 2009 þegar fyrsta mál á dagskrá var sala létt- víns og bjórs í verslunum. Mörg- um hafi fundist að Alþingi ætti að ræða merkilegri hluti, hvort sem fólk var sammála þeim í grunninn eða ekki. Einar segir að mörg mál virð- ist hafa verið ríkisstjórninni erfið þrátt fyrir að kveðið sé á um þau í stjórnarsáttmála og að sæmilegur einhugur sé um þau hjá stjórnar- flokkunum. Skiptar skoðanir hafi verið um sameiningu ráðuneyta hjá stjórnarflokkunum og þá sér- staklega sameiningu iðnaðarráðu- neytis við sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið. „Þá er einn stærsti prófsteinn stjórnarinnar eftir þegar þarf að fara yfir fjárlög næsta árs. Þetta er kaldhæðni ör- laganna, að vinstristjórn þurfi að taka á einum stærsta niðurskurði sem ráðist hefur verið í á kerfinu,“ segir Einar sem telur málið verða mjög erfitt fyrir stjórnina. Sérstak- lega þar sem þar starfi tveir félags- hyggjuflokkar. RíkisstjóRn í minnihluta ÞETTA GERÐI ALÞINGI Lög uM gjaLdeyrisMáL Hert á reglum og auknar heimildir veittar Seðlabanka Íslands í eftirliti með gjaldeyrisviðskiptum. Þar er honum meðal annars gert heimilt að beita þá dagsektum sem upplýsa hann ekki fyllilega um gjaldeyrisviðskipti sín. Lög uM fjárMáLafyrirtæki Ítarleg lög þar sem reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja eru hertar. Í nýju lögunum er meðal annars að finna ákvæði um meðferð starfslokasamninga og bann við lánveitingu með veðsetningu í hlutabréfum. Þá eru lagðar fram skilgreiningar á tengslum stjórnarmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækja, svo eitthvað sé nefnt. Bygging nýs LandspítaLa Stofnað verður nýtt opinbert hlutafélag sem hafa á umsjón með undirbúningi að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Félagið fékk tuttugu milljónir króna í hlutafé. HjúskaparLög Samþykktar voru breytingar á lögum um hjúskap þannig að ekki er lengur gerður greinarmunur á samvist gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. réttarstaða skuLdara Heimild var veitt fyrir því að fólk gæti búið áfram í húsnæði sem hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta í allt að tólf mánuði gegn því að borga leigu til kröfuhafa. Lög uM eMBætti sérstaks saksóknara og Meðferð sakaMáLa Rannsóknarskyldur embættis sérstaks saksóknara voru skilgreindar sem og samband hans við ríkissaksóknara. Auk þess voru fram- lög til embættisins aukin, svo embættið getur fjölgað starfsmönnum í áttatíu. sanngirnisBætur Greiðslur sanngirnisbóta til þeirra sem sættu illri meðferð hjá stofnunum eða heimilum ríkisins og hlutu varanlegan skaða af. Bæturnar geta numið allt að sex milljónum króna. Aðdrag- anda málsins má rekja til þess þegar upp komst um illa meðferð á drengjum sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu. regLur uM skipun dóMara Reglur um skipun dómara voru skilgreindar nánar og hertar, þannig að dómsmálaráðherra væri bundinn af áliti dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara. Með lögunum var gert óheimilt að skipa einhvern í embætti dómara sem nefndin hefði ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Lög uM vinnustaðaskírteini Samkvæmt lögunum eiga atvinnurekendur að sjá til þess að starfsmenn fyrirtækisins fái vinnustaðaskírteini. Þar skuli koma fram upplýsingar um nafn og kennitölu viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda ásamt mynd af starfsmanninum. Þegar eftirlitsfulltrúar fara í heimsóknir á vinnustaði skulu starfsmenn framvísa skírteinunum. LjósaBekkjanotkun ungMenna Bann var lagt við notkun ljósabekkja hjá ungmennum undir átján ára aldri nema gegn læknisráði. Framvegis verða viðskiptavinir ljósastofa að framvísa persónuskilríkj- um sem sýna fram á aldur þeirra. BrottfaLL Laga uM afkynjanir Lög sem heimiluðu stjórnvöldum að gera aðgerðir á fólki til að koma í veg fyrir að það yki kyn sitt voru felld úr gildi. Til þess að framkvæma aðgerðirnar þurfti leyfi landlæknis og nefndar um afkynjanir. Slíkar aðgerðir voru framkvæmdar á fjórum karlmönnum frá árinu 1938 til ársins 1975. kyrrsetning eigna Skattrannsóknarstjóra var veitt heimild til að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðilum sem sættu rannsókn embættisins væri hætta á því að eignum yrði skotið undan eða þær glötuðust eða rýrnuðu. Þetta var gert til að tryggja væntanlega skattkröfu, fésekt og sakarkostnað í þeim málum sem eru í rannsókn. Lög seM koMust í gegn og þau seM urðu eftir Bann við nektarsýninguM Undanþága til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum var felld brott. Í frumvarpi að lögunum sagði að rekstraraðilum hefði átt að vera ljóst að rekstur nektardansstaða byggðist á undanþágu frá meginreglu laga um að veitingastöðum væri hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti gera út á nekt starfsmanna. saMningar uM gagnaver Iðnaðarráðherra var veitt heimild til samningaviðræðna við Teha Investments, Novator og Verne Holdings um rekstur og uppbyggingu gagnavers í Reykjanesbæ. Í lögunum er meðal annars langur kafli þar sem kveðið er á um hver skattlagning fyrirtækisins skuli vera. aLMenn greiðsLujöfnun Aðlögun skulda að greiðslugetu og eignastöðu skuldara. Gert ráð fyrir að kröfuhafi og skuldari semji sín á milli um eftirgjöf skulda eða breytingu á skilmálum lánasamninga þar sem horft er til þess hvernig báðir aðilar geti hámarkað gagnkvæman ávinning af því að gefa eftir í töpuðum kröfum. Skuldaaðlögunin er tímabundið úrræði. þjóðaratkvæðagreiðsLur Heildarlög þar sem kveðið er á um framkvæmd og meðferð þjóðaratkvæðagreiðslna. Lög um þjóðaratkvæði hafa ekki verið sett hér á landi áður þrátt fyrir að kveðið sé á um það í stjórnarskrá landsins. siðaregLur fyrir stjórnarráðið Þegar ríkisstjórn Samfylking- ar og Vinstri-grænna tók fyrst saman í febrúar árið 2009 hugðist hún setja siðareglur fyrir ráðherra og stjórnsýslu ríkisins. Nú verður sett á fót nefnd sem hefur það hlutverk að skrifa upp slíkar reglur. stjórnLagaþing Frumvarp um stjórnlagaþing, sem kemur saman til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá Íslands, náði í gegn á lokaspretti þingsins. Á seinni stigum málsins var lagt til að efnt yrði til þjóðfundar áður en stjórnlagaþingið yrði haldið þar sem fólk gæti látið skoðanir sínar í ljós. varnarMáLastofnun Til stóð að leggja niður Varnarmálastofnun og samþætta verkefni hennar verkefnum annarra opinberra stofnana í samræmi við áform um stofnun innanríkisráðuneytis. Frumvarpið var samþykkt að lokum með breytingum. LykLafruMvarp Gerir ráð fyrir því að fólk geti skilað inn lyklum að eignum sínum gegn því að kröfur falli ekki á það. Hvorki hefur gengið né rekið í afgreiðslu frumvarpsins sem bíður enn afgreiðslu í allsherjarnefnd Alþingis. afnáM vatnaLaga Ríkisstjórnin hugðist afnema umdeild lög frá árinu 2006 sem gerðu ráð fyrir því að öllu jarðnæði eða fasteign fyldi eignarréttur á því vatni sem á henni eða um hana rynni. Þessi áform gengu ekki eftir og var gildistöku laganna þess í stað frestað fram í október á næsta ári. icesave-fruMvarpið Komst með naumindum í gegnum þingið en var synjað staðfestingar af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í mars þar sem lögin voru kolfelld. fjöLMiðLaLög Heildarlög um fjölmiðla náðu ekki í gegn. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sjálfstæðri stofnun, Fjölmiðlastofu, verði komið á laggirnar. Hún skuli hafa eftirlit með starfsemi fjölmiðla. fækkun ráðuneyta Forsætisráðherra kynnti í síðustu viku frumvarp sem gerði ráð fyrir því að ráðuneytum yrði fækkað um þrjú, úr tólf í níu. Gæti náð í gegn í vikunni. uMBoðsMaður skuLdara Stofnun verði sett á laggirnar sem standi vörð um hagsmuni skuldara. Hún skuli veita þeim aðstoð við að taka á greiðsluerfiðleikum og leita lausna við þeim. Umboðsmaður á líka að taka við ábendingum fólks um galla á lánastarfsemi og fara með framkvæmd greiðsluaðlög- unar. GæTI oRÐIÐ AÐ LöGum vARÐ EkkI AÐ LöGum vARÐ AÐ LöGum Birgir guðmundsson Segir að fél ags legar áherslur hafi verið greinilegar í störfum ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Bjarni Benediktsson í pontu Sjálfstæðismenn náðu fram umfangsmiklum breyting- um á frumvarpi um stjórnlagaþing áður en það var samþykkt. mánudagur 21. júní 2010 fréttir 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.