Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Síða 17
mánudagur 21. júní 2010 erlent 17 Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tekið fagnandi tilkynningu kínverskra stjórnvalda um að þau muni heimila sveigjanlegra gengi gjaldmiðils síns, yuans, og sagði Obama að um væri að ræða „upp- byggilegt skref“ sem myndi hjálpa til við að blása lífi í alþjóðlegan efna- hagslegan bata. Bandarískir stjórnmálamenn hafa löngum haldið því fram að yuan hafi verið of lágt skráð og því gefið Kína ósanngjarnt forskot á við- skiptasviðinu. Á laugardag tilkynnti kínverski seðlabankinn að hann myndi veita „meiri sveigjanleika“ í gengisskrán- ingu og fylgdi tilkynningunni sú skoðun að umræddar endurbæt- ur væru mögulegar vegna batnandi ástands í fjármálakerfum heimsins. Ekki fylgdu hins vegar sögunni nákvæmar upplýsingar um hvenær umræddar breytingar kæmu til fram- kvæmda og útilokaði stjórn seðla- bankans að um yrði að ræða stórfellt endurmat á virði yuansins og sagði að það væri „ekki grundvöllur fyrir miklar sveiflur eða breytingar“. Gengi yuansins hefur haldist í 6,83 gagnvart Bandaríkjadal síðan í júlí 2008 og hafa kínversk stjórn- völd verið gagnrýnd fyrir að halda því óeðlilega lágu til að styðja við út- flutning landsins. Barack Obama sagðist hlakka til að taka málið upp á G20-ráðstefn- unni í Toronto í Kanada um næstu helgi og sagði ákvörðun Kínverja vera mögulegt „framlag til betra jafn- vægis á efnahag heimsbyggðarinn- ar“. kolbeinn@dv.is Ákvörðun Kínverja í gengismálum vekur fögnuð Bandaríkjaforseta: Boða meiri sveigjanleika Yuan og Bandaríkjadalir Kínverjar lofa ekki einni stórvægilegri gengisbreytingu. MYnd Afp Yfirlýsing sjálfs- vígs sprengju vargs Eftirfarandi yfirlýsing er sögð vera frá einni þeirra kvenna sem stóðu að sjálfsvígsárásunum í Moskvu í marslok. „Kæru systur og bræður, ég hef náð samkomulagi við Allah um að selja honum sál mína og fá í staðinn inngöngu í Paradís, ef Guð lofar. Á næstu dögum hyggst ég efna heit mitt, ef Guð lofar verð ég píslar- vottur. Þeim sem kalla mig hryðju- verkamann og sjía svara ég: „Já, ég er hryðjuverkamaður, já, ég er sjíi, því ég mun færa heiðingjunum ógn og ég get sagt með stolti að ég kaus dauð- ann þegar þið kusuð lífið. Ég kaus dauðann því í mínum huga er hann líf. Ég sver til Guðs að ég sé enga betri leið, ekkert ærlegra verk en að gefa líf mitt til að verða píslarvottur.“ Setja á „laga og reglu“-gjald Bresk stjórnvöld vilja að barir sem opnir eru langt fram á nótt taki þátt í að standa straum af kostnaði vegna andfélagslegrar hegðunar og áfeng- istengds ofbeldis sem fylgir löngum opnunartíma. Vertshús sem eru opin lengur en til ellefu að kvöldi munu þurfa að borga „laga og reglu“-gjald og borgar- og bæjaryfirvöldum verð- ur veitt heimild til að fara fram á aukagjöld fyrir leyfi til að hafa opið lengur. Gjaldið mun að öllum líkind- um taka mið af vinsældum viðkom- andi vertshúss. Einnig er í bígerð að fækka þeim stöðum sem selja áfengi auk þess sem skattlagning áfengis og verðlagning verður endurskoðuð. Almanna tengsla- klúður hjá BP Myndir af aðalframkvæmdastjóra olíufélagsins British Petroleum, Tony Hayward, þar sem hann tekur þátt í siglingakeppni við Isle of Wight við suðurströnd Englands, einungis tveimur sólarhringum eftir að hann var yfirheyrður harkalega af banda- rískri þingnefnd vegna olíulekans á Mexíkóflóa, hafa vakið harða gagn- rýni beggja vegna Atlantsála. Starfsmannastjóri Baracks Obama Bandaríkjaforseta fordæmdi þátttöku Haywards og sagði hana vera „hluta af samfelldu almannatengslaklúðri“ fyrirtækisins. Starfsmannastjórinn, Rahm Emanuel, sagði að allir ættu að geta fallist á að „... Tony Hayward myndi ekki eiga frama vísan sem al- mannatengslaráðgjafi.“ Þátttaka Haywards er talin vera móðgun við þá sem hafa orðið fyrir skaða vegna olíulekans. Í kjölfar niðurstöðu Saville- skýrslunnar um blóðuga sunnu- daginn í Londonderry 30. janúar 1972 hafa ættingjar ellefu þeirra sem skotnir voru til bana í Belfast sex mánuðum áður, 9. til 11. ág- úst 1971, krafist rannsóknar á því hvort um hafi verið að ræða sömu bresku hermennina og voru í Londonderry. Atburðirnir í Belfast hafa ver- ið nefndir blóðugi sunnudagur- inn í Belfast, en umrædda daga felldu liðsmenn fallhlífaherdeild- ar breska hersins ellefu manns í fjölbýlishúsi í Ballymurphy í vest- urhluta Belfast. Á meðal fórnar- lambanna voru hverfispresturinn og 45 ára móðir. Í viðtali við breska blaðið The Guardian sagði John Teggart, sonur eins fórnarlambsins, að blóðbaðið hefði verið af sömu stærðargráðu og í Londonderry sex mánuðum síðar, en það hefði „fallið í gleymsku“. Daniel, faðir Johns, var skot- inn fjórtán sinnum þegar hann reyndi að flýja. John sagði að fað- ir hans hefði verið að heimsækja systur sína þegar skothríðin hófst. Krefst alþjóðlegrar rannsóknar Rannsókn síðar leiddi í ljós að flestar kúlurnar lentu í bakinu á Daniel þegar hann lá særður á jörðinni, sagði John. „Okkur hefur tekist að stað- festa að á meðal þeirra 500 her- manna sem voru á götum okk- ar 8. ágúst var 1. fallhlífadeildin, sama deild og var send inn í Bogside í Derry. Þetta var sams konar aðgerð og aðgerðin í Derry á blóðuga sunnudeginum,“ er haft eftir John Teggart í The Gu- ardian. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin og þingmaður, hefur far- ið fram á að „alþjóðlegri, heið- arlegri, hlutlausri og sjálfstæðri stofnun“ verði falið að rannsaka blóðbaðið. „Í Ballymurphy, sex mánuð- um fyrir blóðuga sunnudaginn, höfum við annað skýrt dæmi um þann hrottaskap sem fallhlífa- hermennirnir sýndu og hvernig breska kerfið reyndi að hylma yfir atburðina.“ Gerry Adams sagði frásagn- ir af atburðarásinni í Belfast vera með eindæmum líkar frásögnum fjölskyldna sem misstu ástvini og ættingja í Londonderry, sem nú hefðu verið staðfestar í Saville- skýrslunni. Í Ballymurp-hy, sex mán- uðum fyrir blóðuga sunnudaginn, höfum við annað skýrt dæmi um þann hrottaskap sem fallhlífahermenn- irnir sýndu og hvernig breska kerfið reyndi að hylma yfir atburðina. KolBeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Rannsóknar er krafist á öðrum blóðugum sunnudegi í kjölfar birtingar Saville- skýrslunnar. Um er að ræða aðgerðir breskra hermanna í Belfast sex mánuðum fyrir atburðina í Londonderry í ársbyrjun 1972. Þingmaðurinn og leiðtogi Sinn Féin, Gerry Adams, styður kröfu aðstandenda þeirra sem létu lífið í Belfast. BlóðBAðið í BelfASt Minningarkort um fórnar- lömbin í londonderry Leið- togi Sinn Féin krefst rannsóknar á öðru blóðbaði á Norður-Írlandi. MYnd Afp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.