Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 21. júní 2010 mánudagur • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Opið virka daga frá kl. 9 -18 Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Ölvun á Bíladögum Lögreglan á Akureyri stöðvaði fjóra ökumenn aðfaranótt sunnudags vegna meints ölvunaraksturs. Þá er einn grunaður um að hafa ekið und- ir áhrifum eiturlyfja. Bíladagar, árleg hátíð bílaáhuga- manna, var haldin á Akureyri um helgina og að sögn lögreglu var ölvun áberandi mikil á hátíðinni, þó sérstaklega þegar leið á kvöld- ið. Aðfaranótt sunnudagsins var þó töluvert rólegri en aðfaranótt laugar- dagsins en þá var mun meiri erill hjá lögreglu og fangageymslur fullar. Strangar kröfur fyrir Ísland „Við munum ekki koma í veg fyr- ir viðræðurnar en Ísland þarf að standast þungar kröfur,“ sagði Jan- Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, í samtali við starfsbræð- ur sína, leiðtoga ríkja ESB, á fundi þeirra í Brussel á fimmtudag þegar umsókn Íslands var formlega sam- þykkt. Hollenskur embættismaður segir í samtali við ESB-fréttavefinn EU Observer að hollenska ríkisstjórnin fagni því að hún hafi getað sann- fært önnur aðildarríki um að Ice- save-deilan sé ekki aðeins tvíhliða. „Hún er orðin að máli alls ESB - það er mjög mikilvægt.“ Hann segir að gangur aðildarviðræðnanna við Ís- land sé háður því hvort Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbinding- ar sínar. Lést í vélhjólaslysi Kona á miðjum aldri lést í vél- hjólaslysi síðdegis á laugardag við bæinn Litla-Holt í Dalabyggð í námunda við Gilsfjarðarbrú. Lögregla og sjúkralið var kallað á staðinn klukkan 17.30 auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var konan látin. Lög- regla fer með rannsókn slyssins en tildrög þess liggja ekki fyrir. Ungur Frakki drukknaði við köfun í Silfru á Þingvöllum: Öryggismál gagnrýnd Spurningar hafa vaknað um örygg- ismál við Silfru á Þingvöllum, sem er vinsælasti köfunarstaður landsins, eftir að franskur karlmaður um þrí- tugt drukknaði í gjánni á laugardag. Landfræðingurinn Jónína Ólafs- dóttir, sem skrifaði lokaritgerð við Háskóla Íslands um öryggismál kaf- ara á Íslandi, gagnrýnir að ekkert aukasúrefni eða merkingar séu við Silfru, þrátt fyrir að tugir manna kafi þar daglega yfir sumartímann. Nið- urstaðan í ritgerð Jónínu er að örygg- ismálin sem snúa að köfun á Íslandi séu ekki í nógu góðu standi og lítið eftirlit sé með kennslu í köfun. DV hefur rætt við nokkra kafara í kjölfar slyssins og benda þeir á að þrír lögreglumenn hafi verið mjög hætt komnir við köfun í Silfru í ágúst- lok í fyrra, en þar voru þeir í köfunar- þjálfun. Viðmælendur DV gagnrýna að aldrei hafi farið fram rannsókn á slysi lögreglumannanna sem varp- að hefði ljósi á ástæður slyssins til að forðast mætti að slíkt endurtæki sig. Fullyrt er að banaslysið á laug- ardaginn hafi verið á nánast sama staðnum í gjánni þar sem lögreglu- mennirnir þrír voru nálægt drukkn- un í fyrra. Svo virðist sem franski kafarinn hafi drukknað þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í gjánni. helgihrafn@dv.is Silfra á Þingvöllum Gjáin er með þekktustu köfunarstöðum heims. Í kjölfar þess að ungur Frakki drukknaði í Silfru á laugardaginn hafa öryggismál við gjána verið gagnrýnd. RISAGRÓÐURHÚS REIST Á ÍSLANDI Erlendir fjárfestar hafa sýnt því áhuga að setja á fót magnframleiðslu á grænmeti hér á landi til útflutnings. Talið er að sextíu störf gætu skapast nái áformin fram að ganga. Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofu, segir verkefnið vera mjög atvinnuskapandi miðað við hver orkuþörf þess sé. Um sextíu störf gætu skapast ef áform innlendra og erlendra fjár- festa um að setja á laggirnar gróð- urhúsastarfsemi hér á landi ná fram að ganga. Staðsetning liggur ekki fyr- ir en gróðurhús af þessum toga yrði sett upp nálægt jarðvarmaveitu. Þær eru bæði á Suðvesturlandi og norð- austurhorni landsins, en líklegt er að stefnt verði að uppbyggingu á Suður- nesjum. Talið er að um hundrað þúsund fermetra svæði þurfi undir starfsem- ina. Þar verður lögð áhersla á út- flutning grænmetis frá Íslandi á evr- ópskan markað. Á næstu tveimur til þremur mánuðum mun framhald málsins skýrast. Fimm verkefni í skoðun Fjárfestingarstofa hefur unnið að verkefninu í samstarfi við fjárfesta- hópinn. Hlutverk Fjárfestingarstofu er að aðstoða erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á beinum fjárfesting- um hérlendis og veita þeim upplýs- ingar. Þórður H. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarstofu, segir að áætluð orkuþörf starfsem- innar sé um fimmtán megavött. Hann segir ekki spurningu um hvort verði af verkefninu heldur hvenær. „Staðreyndin er sú að þarna er verk- efni með litla orkuþörf en er mjög at- vinnuskapandi. Þarna eigum við Ís- lendingar tækifæri,“ segir Þórður. Hann segir fyrirtækið þurfa að notast við raforku, heitt vatn og kol- tvísýring til framleiðslunnar. Þetta fá- ist allt úr jarðvarmaveitum. Því henti íslenskar aðstæður mjög vel til fram- leiðslunnar. Nú sé verið að kanna kostnaðarhagkvæmni þess að flytja grænmetið yfir til Evrópu eða ann- arra viðskiptalanda. Þórður segir að starfsmenn Fjár- festingarstofu hafi orðið varir við aukinn áhuga erlendra fjárfesta á Ís- landi síðustu tólf mánuði. Nú vinni Fjárfestingarstofa að undirbúningi fimm verkefna. Auk gróðurhúsanna sé um að ræða fyrirtæki í sólarkís- ilframleiðslu, kísilmálmframleiðslu, umhverfisvænum efnavöruiðnaði og gagnaver. Að jafnaði berast Fjár- festingarstofu um þrjú hundruð fyr- irspurnir frá erlendum aðilum á ári. Gengisfallið ekki áhrifavaldur Aðspurður hvort gengisfall krónunn- ar hafi valdið því að áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi hafi aukist telur Þórður svo ekki vera. Hann telur tvær aðalástæður liggja að baki áhugan- um. „Orkuverð hefur hækkað erlend- is og það er erfitt fyrir kaupendur raforku að gera langtímasamninga. Orkuháð fyrirtæki geta komið hing- að og gert langtímasamninga á föstu verði. Auk þess hafa kolefnisskatt- ar verið lagðir á fyrirtæki í auknum mæli. Ísland er hentugt að þessu leyti vegna þess að hér er græn orka fram- leidd. Þessi þróun vinnur með okk- ur,“ segir Þórður sem telur gengisfall krónunnar þó geta falið í sér bónus fyrir erlend fyrirtæki vegna innlendr- ar kostnaðarhagkvæmni framleiðsl- unnar, eins og hvað varðar launa- kostnað. Ýmsir kostir í stöðunni Í maí mældist atvinnuleysi á Suð- urnesjum 13,5 prósent. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að sér lítist ágætlega á hug- myndina svo lengi sem þetta sé viðskiptahugmynd sem beri sig. Árni segir að áður hafi verið rætt um uppbyggingu gróðurhúsastarf- semi á Suðurnesjum en þau áform hafi ekki gengið eftir. Ísland þurfi að keppa við stóra markaði fyrir slíka framleiðslu. Ýmis verkefni eru nú í undirbúningi á Suðurnesjum til atvinnustarfsemi. Þar á meðal eru áform um álver, kísiliðju, sjúkrahús og ECA-herþotuverkefnið. RóbeRt HlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Þarna eigum við Íslendingar tækifæri. ÁlveR í HelGuvík Viðræður standa yfir milli HS Orku og Norðuráls um verð á raforku. Vonast er til að niðurstaða náist í þeim innan fárra vikna. kíSilveRkSmiðja Fulltrúar fyrirtækisins ræða við HS Orku um raforkuverð. Allflest leyfi fyrir framkvæmdunum eru komin í hús og fjármögnun er fyrir hendi. GaGnaveR veRne HoldinGS Fjárfestingarsamningur liggur fyrir. Verkefnið er komið upp á borð á ný eftir að leystist úr málum vegna tengsla við Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. e.C.a. PRoGRamS iCeland Hefur viðrað hugmyndir um að vera með tuttugu þotur hér á landi, meðal annars til að sinna viðhaldi á þeim. Viðræður eru á byrjunarstigi, en samgönguráðherra hefur sagt að samningurinn rúmist innan stjórnarsáttmálans. SjúkRaHúS Salt HealtH Er í meirihlutaeigu Róberts Wessman. Hyggst vera með sjúkrahúsþjónustu fyrir útlendinga, þar sem verður meðal annars boðið upp á lýtaaðgerðir. Fyrirhugað er að starfsemin hefjist árið 2011. Staða verkefna á Suðurnesjum tækifæri í jarðvarmanum Orkan í iðrum jarðar nýtist vel í starfsemi gróðurhúsa. Áætlað er að gróðurhúsið verði hundrað þúsund fermetrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.