Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 25
Þetta er besta liðið Eftir jafntefli Ítalíu og Nýja-Sjá- lands í gær var Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu, spurður hvort hann væri einfaldlega með nægilega sterkt lið til að verja heimsmeistaratitilinn. Sér- staklega hefur ítalska pressan áhyggjur af framherjum liðsins og gæðum þeirra. „Við erum með frábæran markaskorara í Gilardino og þá er Iaqu- inta að koma til baka eftir meiðsli. Við eigum ekki í neinum vandamálum fram á við,“ svaraði Lippi og hvað varðar hópinn í heild sagði hann: „Ég er alveg handviss um að hafa ekki skilið neinn stórkostlegan leikmann eftir heima. Þetta eru þeir sem ég valdi og ég hef trú á þeim.“ lahm sallarólegur Eftir fyrsta leik Þjóðverja átti það að heita formsatriði að koma liðinu í 16 liða úrslitin. Tap gegn Serbum hefur þó sett D-riðilinn í algjört uppnám og verður Þýskaland að fá stig í lokaleiknum gegn Gana til að tryggja sér áframhaldandi þátttöku á HM. „Við þekkjum svona aðstæður út og inn. Á EM fyrir tveimur árum þurftum við jafntefli í lokaleikn- um í riðlinum til að tryggja okkur áfram. Við náðum því þá og það sama munum við gera núna,“ segir fyrirliðinn Phillip Lahm en Þjóðverjar léku eins og allir vita til úrslita á EM 2008. hmmolar England fundar n England hefur farið afleitlega af stað á HM og er liðið að spila hreint ömurlega. Enskir funduðu á sunnudagskvöldið þar sem menn áttu að ræða tilfinningar sínar. „Það verða allir að leysa frá skjóð- unni og segja hvernig þeim líður og hvað þurfi að bæta,“ sagði John Terry, miðvörður Englands, við SkySports um fundinn. „Nú þurfum við allir sem heild að slaka aðeins á og byrja að gera það sem við erum vanir að gera allt árið með félagsliðum okkar. Það er engin ástæða til að breyta leikstíl okkar því hingað til hef ég ekki séð neitt lið sem ástæða er til að hræðast,“ sagði hann. JamEs vEit EkkErt n Og meira af Englendingum. Þrátt fyrir að hafa haldið mark- inu hreinu gegn Alsír veit David James, mark- vörður liðsins, ekkert hvort hann byrji í rammanum gegn Slóveníu í lokaleik Eng- lands. Capello tilkynnir byrjunarliðið aldrei fyrr en rétt fyrir leik. „Ég hef verið ánægður með þetta kerfi þegar ég er í byrjunarliðinu. Þegar ég hef verið á bekknum hef ég bara þurft að sætta mig við það. Það er samt svolítið skrýtið að vita ekki hvort maður byrji þó svo ég hafi spilað leikinn á undan,“ segir James. kEwEll brJálaður n Harry Kewell er vægast sagt reiður út í ítalska dómarann Roberto Rosetti fyrir að reka hann af velli gegn Gana. Kewell varði boltann með hendi á línu en augljóst var að hann var ekki að reyna það. „Það er synd að þetta skuli hafa farið svona. Boltinn fór í höndina á mér en þetta var ekki viljandi. Ég var að reyna að setja öxlina fyrir boltann en ekki höndina,“ segir Kewell og bætir við að Ítalinn hafi einfaldlega eyðilagt fyrir honum mótið. Rosetti er einn albesti dómari heims og dæmdi meðal annars úrslitaleikinn á EM fyrir tveimur árum. vErðum að komast niður á Jörðina n „Það bjóst enginn við miklu af orkkur fyrir mótið,“ segir Blaise Nkufo, framherji Sviss, en Svisslendingar komu heldur betur á óvart í fyrsta leik sínum á mót- inu þegar þeir lögðu Spán. Sviss mætir Síle í dag, mánudag. „Nú þurfum við að halda okkur við jörðina og halda áfram að gera þessa hluti sem við erum búnir að æfa svo vel,“ segir Nkufo en Sílemenn voru virkilega sannfær- andi í sigri sínum á Hondúras í fyrstu umferðinni. mánudagur 21. júní 2010 25 Það eru 736 fótboltamenn sem fá að upplifa það fjórða hvert ár að vera á heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Í svona stórum hópi leikmanna má alltaf finna magnaðar sögur en eina þeirra á hinn 27 ára gamli markvörð- ur Ítala, Federico Marchetti, sem byrjaði í marki heimsmeistaranna gegn Nýja-Sjálandi í gær. Hann kom einnig inn á í fyrsta leik liðsins gegn Paragvæ þar sem Gianluigi Buff- on, aðalmarkvörður Ítala, meiddist. Marchetti lenti í miklum hremming- um fyrir fimm árum sem hann hef- ur náð að rífa sig upp úr en upprisa hans hefur verið hreint mögnuð. Marchetti ætlaði ekki einu sinni að verða markvörður en er nú í byrjun- arliði heimsmeistaranna á HM. Nær dauða en lífi „Þú fæðist ekki sem markvörður, þú verður slíkur,“ segir Federico Mar- chetti í ítarlegu viðtali við vef FIFA. Þegar Marchetti hóf að leika fótbolta var hann framherji enda þótti hann einstaklega sterkur og virkilega hæf- ur skotmaður. „Eitt kvöldið á æfingu fór ég í markið því það vantaði mark- verði. Þar gerðist bara eitthvað og ég fór aldrei úr markinu aftur,“ segir hann. Það tók ekki langan tíma fyrir stóru liðin að taka eftir þessum há- vaxna og vel byggða markverði en Torino klófesti hann á endanum. Torino lánaði Marchetti út til nokk- urra liða til þess að flýta þroska hans sem knattspyrnumanns en árið 2005, rétt þegar stórir hluti biðu hans, lenti Marchetti í hryllilegu bílslysi og var heppinn að sleppa lifandi. „Þegar maður horfist í augu við dauðann gerist eitthvað sem ég get ekki út- skýrt. Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma. Ég fékk mér tattú af Maríu mey til minning- ar um hversu heppinn ég var,“ segir markvörðurinn. Kom með sín eigin garðverkfæri Rétt fyrir bílslysið í nóvember 2005 var Marchetti orðinn atvinnulaus þar sem Torino var farið á hausinn. Fyrir lok félagaskiptagluggans í ágúst 2006 hitti hann mann að nafni Sand- ro Turotti sem sá um að kaupa leik- menn fyrir ítalska b-deildar liðið Al- binoLeffe. Hann fékk Marchetti til að koma til liðsins og borgaði fyrir hann 500 evrur en það er lágmarksfélaga- skiptagjald á Ítalíu. Marchetti ákvað að nýta þetta tækifæri sem honum bauðst og gerði allt sem í hans valdi stóð til að koma sér aftur í gang. Hann var ávallt fyrst- ur á æfingu og síðastur heim, hætti öllu næturbrölti og tók mataræðið algjörlega í gegn. Hann kom meira að segja með sín eigin garðverk- færi á völlinn og lagaði vítateiginn svo hann yrði mýkri. Öll þessi vinna borgaði sig og 18. nóvember 2006, aðeins rétt rúmu ári eftir bílslsysið, var hann í byrjunarliði AlbinoLeffe gegn Juventus í B-deildinni en í hinu markinu var átrúnaðargoð hans og verðandi samherji í landsliðinu, Gi- anluigi Buffon. 500 evrur urðu að fimm milljónum evra Eftir tvö ár hjá AlbinoLeffe þar sem hann fór á kostum kom ekki annað til greina en að hann færði sig upp í A-deildina. Cagliari varð svo hepp- ið að landa Marchetti, fyrst á láni, en það keypti hann svo endanlega í febrúar á þessu ári. Heildarverð- miðinn var fimm milljónir evra og gróði AlbinoLeffe því svakalegur. Má segja að báðir aðilar hafi hagnast vel á þessari ákvörðun Sandros Turotti. Eftir fyrsta tímabilið hjá Cagli- ari, 2008/2009, var Marchetti val- inn markvörður ársins og var laun- að með sínum fyrsta landsleik 9. júlí 2009. Þá stóð hann í rammanum í 3-0 sigurleik Ítalíu gegn Norður-Írlandi. Áfram hélt Marchetti að gera frábæra hluti og vann hann sig upp goggunar- röðina hjá landsliðinu. Í dag er hann annar markvörður heimsmeistara Ít- alíu og búinn að spila rúman einn og hálfan leik á HM, aðeins fimm árum eftir að hann hélt að knattspyrnufer- ilinn væri búinn. Buffon átrúnaðargoðið Marchetti segist njóta þess mik- ið að vera með landsliðinu og fá að æfa með og læra af Gianluigi Buff- on. „Hann er átrúnaðargoðið mitt,“ segir Marchetti. „Ég hef alltaf reynt að herma eftir honum, hluti eins og staðsetningar og viðhorf hans,“ seg- ir Marchetti en hann hafnar því al- farið að vera líkt við Buffon sem alla jafna er talinn einn sá besti, ef ekki sá besti, í heiminum. „Buffon er mun fljótari en ég og með betri viðbrögð. Reynsla hans gerir honum kleift að vera viðbúinn fyrr. Ég einbeiti mér meira að lík- amlegum burðum mínum. Að vita hverjir styrkleikar sínir eru held ég að sé lykillinn að árangri,“ segir mark- vörðurinn Federico Marchetti sem er að upplifa drauminn sinn á HM. Tómas þóR þóRðaRsoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Federico marchetti, markvörður Cagliari á Ítalíu, byrjaði í marki Ítalíu gegn Nýja-Sjálandi á sunnu- daginn fyrir Gianluigi Buffon sem er meiddur. Síðustu ár hafa verið ótrúleg hjá Marchetti sem lenti í hryllilegu bílslysi fyrir fimm árum og var heppinn að lifa af. Ótrúleg upprisa Marchettis Draumur í Dós Federico Marchetti lenti í alvarlegu bílslysi fyrir fimm árum en stendur nú vaktina í marki Ítala á HM. ekki besta byrjunin Marchetti fékk á sig mark eftir sjö mínútur í leiknum gegn Nýja-Sjálandi. Það var að vísu kolólöglegt en það stóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.