Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 20
The A-Team er sjónvarpsþáttaröð frá 9. áratugnum sem margir ættu að þekkja. Þættirnir voru þekktir fyr- ir heilalausan hasar og grunnar en skemmtilegar persónur, þar á meðal B.A. Baracus sem gerði Mr. T að stór- stjörnu. Þeir fjölluðu um fyrrverandi sérsveitarmenn úr Víetnamstríðinu sem eru á flótta og vinna sem málalið- ar. Myndin er byggð á sömu baksögu, en Víetnam hefur nú breyst í Írak. Í myndinni eru sérsveitarmennirnir fjórir reknir úr hernum og dæmdir í fangelsi fyrir glæp sem þeir frömdu ekki. Þeir eru ekki ánægðir með það og brjótast út til þess að geta sýnt fram á sakleysi sitt og hreinsað mannorðið. Söguþráðurinn er náttúrlega al- gjört kjaftæði, en það er ótrúlegt hvað hægt er að komast upp með þegar hasarinn er svona skemmtilegur. Joe Carnahan gerði vel í að leyfa mynd- inni að halda sjarmanum og karakt- ernum í stað þess að treysta alveg á tæknibrellur. Hann heldur í einkenni þáttanna og er myndin troðfull af teiknimyndaofbeldi og yfirgengileg- um hasaratriðum. Allt sem maður vonar í laumi að gerist í venjulegum hasarmyndum gerist í þessari mynd. Þeir reyna til dæmis að fljúga skrið- dreka í fallhlíf. Þessi yfirgengilegu hasaratriði hefðu þó aldrei gengið upp ef persón- urnar væru ekki skemmtilegar. Liam Neeson leikur Hannibal Smith, hinn reynda leiðtoga hópsins. Það er gam- an að sjá Neeson í svona hlutverki og hann ljær persónunni nokkurn trú- verðugleika, eins mikinn og hægt er í mynd sem þessari. Bradley Cooper er líka ágætur sem kvennabósinn Face, en hann er á góðri leið með að verða Matthew McConaughey 21. aldarinn- ar enda ber að ofan við hvert tækifæri. Það vandasama verk að feta í fótspor Mr. T kom svo í hlut bardaga íþróttamannsins Quintons „Rampage“ Jackson, sem stóð sig nokkuð vel innan um stórleikarana og reyndi lítið að herma eftir Mr. T. Sharl- to Copley úr District 9 stal svo senunni nokkrum sinnum sem snargeggjaði þyrluflugmaðurinn Murdock. Jessica Biel sést í minna hlutverki og er eins og uppvakningur mestallan tímann. Öllu skemmtilegri er Patrick Wilson sem er góður sem kolruglað illmenni myndarinnar. The A-Team á að sjálfsögðu ekki að taka alvarlega. Þetta er ekki mynd sem vinnur til verðlauna á kvikmyndahá- tíðum, en þetta er hraður og hávær Hollywood-hasar sem flestir ættu að geta skemmta sér yfir. Jón Ingi Stefánsson Helvítis bransinn Kristbjörg borgar- listamaður Leikkonan Kristbjörg Kjeld var á 17. júní útnefnd borgarlistamað- ur Reykjavíkur. Það var splunku- nýr borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, sem sá um útnefninguna sem fór fram í Höfða. Áslaug Frið- riksdóttir, fyrrverandi formaður menningar- og ferðamálaráðs, gerði grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni. Við þetta tæki- færi var Kristbjörgu veittur ágraf- inn steinn, heiðursskjal og viður- kenningarfé. tvö ný lög Hljómsveitin Sudden Weather Change sendi frá sér smáskífuna The Thin Liner um helgina. Plat- an inniheldur tvö ný lög sem tekin voru upp í vor. Lögin heita The Thin Liner og The Whaler og um upptökustjórn sá Aron Arn- arsson. Hljómsveitin lauk nýlega stuttum Evróputúr þar sem kom- ið var við í Belgíu, Þýskalandi og Bretlandi. Sudden Weather Change fagnaði útgáfunni í Hava- rí á Laugaveginum um helgina en smáskífan fæst í öllum helstu plötuverslunum. mannaKorn í HásKólabíói Hljómsveitin Mannakorn ætlar að halda aukatónleika í Háskólabíó vegna mikilla eftirspurna. Sveit- in, sem gaf nýlega frá sér tvöfalda safnplötu, hélt tvenna tónleika þar í maí sem seldist upp á. Fyrirhug- aðir tónleikar eru þó ekki fyrr en 16.október en miðasala á þá hefst fimmtudaginn 1.júlí klukkan 10.00 á midi.is. Þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Haraldsson verða í aðal- hlutverki en njóta aðstoðar fjölda þekktra tónlistarmanna. 20 fókus 21. júní 2010 mánudagur atHugasemd Höfundur greinarinnar Það sem ekki má tala um, sem birt var í miðvikudagsblaði DV, vill koma á framfæri að missagt var að sýningin Gerpla, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hefði ekki fengið neina tilnefningu til Grímunnar fyrir utan tilnefningu fyrir bestu leikstjórn. Hið rétta er að sýningin var tilnefnd fyrir hljóðmynd ársins og tónlist, lýsingu, búninga og leikmynd. Það sem höfundur vildi koma á framfæri var að honum þætti undarlegt að sýningin væri tilnefnd fyrir bestu leikstjórn án þess að vera tilnefnd í hinum stóru flokkunum - fyrir bestu sýningu, leikara eða handrit. Sú gagnrýni stendur. sýning í ljósafossstöð Um helgina var opnuð sýningin Náttúran í hönnun í Ljósafossstöð við Úlfljótsvatn. Sýnendur eru rúmlega 30 talsins en á sýningunni er íslensk náttúra hlutgerð og skyggnst inn í hugarheim listamannanna fjölmörgu. Sýningin Náttúran í hönnun er samvinnuverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Landsvirkjunar. Sýningin verður opin til 28. ágúst, alla daga vikunnar.  Aaron Green (Jonah Hill) er hug- myndasmiður hjá stórri tónlistarút- gáfu sem hefur ekki veðjað á réttu hrossin seinustu árin. Hann fær tækifæri lífs síns í því vandasama verkefni að ferja breska rokkstjörnu frá London. Ferðinni er heitið á stór- tónleika í Los Angeles sem munu skila útgáfu Aarons óteljandi millj- ónum í kassann. Ferill hans liggur að veði og hann þarf að gera bók- staflega allt til að þetta gangi upp. Aldous Snow (Russell Brand) er magnaður tónlistarmaður sem er illa veðraður af skuggahliðum tón- listarbransans. Hann á í undarlegu sambandi við föður sinn og fyrrver- andi kærustu sem eru bæði búsett í Bandaríkjunum. Aaron þarf að vaða eld og brennistein til að skila Bret- anum í tónleikahúsið. Ferðin einkennist af drama, hörðum eiturlyfjum, kynsvalli, sambandsslitum, fjölskylduerjum og hinum ýmsu glæpum. Nichol- as Stoller er af nýjasta árgangi grín- myndaleikstjóra og talar mjög skýrt til yngri kynslóða rétt eins og í fyrri mynd sinni, Forgetting Sarah Mars- hall. Stíllinn hljóðar upp á grófa kímni sem er ófeimin við að löðra allt í eiturlyfjum, kynlífi og öðrum klassískum tabúum. Samræður er vel skrifaðar og ferskar. Takturinn er síðan sleginn með frábærri tón- list og í þessu tilfelli er bresk tónlist mest áberandi. Russel Brand sem Aldous Snow er meiriháttar og verulega fyndinn. Einfaldur, fullur af sjálfum sér og með allskyns rokkstæla sem lýsa sér meðal annars í fáránlegum dans- stíl. Tónlistarmyndbönd Aldous og fyrrverandi konu hans eru æðisleg, drepfyndin sem og ýmsir sjónvarps- treilerar sem birtast manni. Jonah Hill er líka frábær sem starfsmaður útgáfunnar, Aaron Green. Hann er góður strákur með sitt á hreinu en fer vissulega út af sporinu til að upp- fylla kröfur starfsins. P Diddy stend- ur sig einnig vel sem útgáfumógúll- inn Sergio sem er algerlega siðlaust bransaógeð sem hugsar bara um peninga. Ýmsir þekktir einstaklingar koma við sögu og leika þá sjálfa sig, Lars Ulrich, Pink, Christina Agui lera og Pharrell Williams svo eitthvað sé nefnt. Handritið hefur klassíska fléttu en digurt af kjöti á beinunum. Þetta er stórskemmtileg og krass- andi grínmynd sem kemur inn á raunveruleg gildi lífsins í ólgusjó yf- irborðsmennsku og bransakjaftæðis. Erpur Eyvindarson Get Him to tHe Greek Leikstjóri: Nicholas Stoller. Aðalhlutverk: Jonah Hill, Russell Brand, Rose Byrne, Sean Combs,  Elisabeth Moss. kvikmyndir Jonah Hill og Russell Brand Fara með aðalhlutverkin í myndinni. brj laður Hasar tHe a-team Leikstjóri: Joe Carnahan. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Bradley Cooper, Quinton Jackson, Sharlto Copley, Jessica Biel, Patrick Wilson. kvikmyndir „I Love It wHen A pLAn comes togetHeR“ Hannibal Smith fær sér vindil eftir vel heppnað verkefni. A-LIðIð Svalir gaurar horfa ekki á sprengingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.