Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 3
mánudagur 21. júní 2010 fréttir 3 „Hefði endað allt öðruvísi“ rúm tvö ár eru nú liðin frá því gengi krónunnar hrundi og frumvarp um höfuðstólslækkun hafði enn ekki ver- ið tekið fyrir á Alþingi þegar dóm- ur Hæstaréttar féll í síðustu viku. Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra sagði í samtali við DV nú í maí að húsnæðisöryggi fólks hefði verið í forgangi hjá félagsmálaráðuneyt- inu. Þess vegna hefði ekki fyrr verið brugðist við vanda þeirra 40 þúsund einstaklinga sem hafi myntkörfulán. „Allt frá hruni hafa menn verið að velta fyrir sér myntkörfulánunum og finna leiðir til að taka á þeim vanda víða í stjórnkerfinu. Við höfum feng- ið þær upplýsingar frá Ráðgjafarstofu heimilanna og nú síðast í skýrslu Seðlabankans að þessi lán eru far- in að ógna verulega húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hann. Baldur Jónsson smiður og kona hans Ásta Ingibjartsdóttir há- skólakennari voru með átján milljóna króna íbúðarlán og þar af voru níu milljónir í erlendri mynt. Erlendu lánin hafa hækkað um helming og verðtryggðu lán- in hafa hækkað um eina og hálfa milljón. Þannig að núna sitja þau uppi með 20 milljóna króna íbúð og 38 milljóna króna skuld. „Um hver mánaðamót íhuga ég að hætta að borga,“ segir Baldur. „En ég þrjóskast við af því að ég er hræddur um að við myndum lenda í enn meiri hremmingum á leigumarkaði.“ Eftir ítrekaðar ferðir í bankann fékk Baldur frystingu á lánin. „Ég þurfti að tala við marga áður en við fengum einhver úrræði. Það var ekki fyrr en ég fór að frekjast og hóta því að hætta að borga að eitthvað var að gert og við feng- um frystingu. Sem þýðir bara að við erum að hlaða upp fyrir aft- an okkur. Við erum bara að borga vextina og einhvern tímann þurf- um við að takast á við það. En ef við hefðum ekki fengið þessa frystingu hefðum við aldrei staðið undir þessu.“ Til þess að halda íbúðinni og ná endum saman hefur Baldur, sem er verktaki, látið önnur gjöld sitja á hakanum eins og skatta og virðisauka. „Ég skulda örugglega rúmar tvær milljónir. Ég reyni að hugsa ekki um það. Það er seinni tíma vandamál. Ég var illa haldinn af streitu, var alltaf með kvíðahnút og þjáðist af svefnleysi, áhyggjum og pirringi en svo tók ég meðvit- aða ákvörðun um að ýta þessu frá mér og halda áfram að lifa. Ég get ekki verið með stöðugan kvíða í fleiri mánuði eða ár. Engu að síð- ur finn ég fyrir ákveðnu vonleysi og hef misst trúna á stjórnvöld. Ég var alltaf að bíða eftir því að þau gerðu eitthvað en svo gerist ekki neitt.“ ingibjorg@dv.is Baldur Jónsson gerði allt til að halda húsinu en finnur fyrir vonleysi: Hætti að borga skatta Sigurður Helgason tók íbúðarlán og bílalán í erlendri mynt sem hafa hækkað til muna. Þegar dómurinn féll um daginn fagnaði hann með fjöl- skyldunni með því að kaupa góðan take a way-mat frá Saffran, eitthvað sem þau hafa ekki leyft sér lengi. „Við erum bara búin að vera með snöruna um hálsinn. Um hver mánaðamót íhuga ég að flytja úr landi og skilja allt eftir, sem er mjög súrrealískt því ég hef alltaf greitt af mínum lánum og haft gott kredit. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að vera skuldaþræll það sem eftir er. En ég hef strögglað í gegnum þetta þótt ég sé í mínus um hver mánaðamót. Það má ekkert út af bera svo við verðum ekki étin upp af bönkunum og töpum öllu. Bíllinn bilaði um daginn og viðgerðin kostaði 600.000. Þá fékk ég nett taugaáfall. Ég gat sem betur fer komið því yfir á fyrri eiganda því við hefðum aldrei stað- ið undir því sjálf. Við höfum horft í hverja einustu krónu. Erum til dæmis hætt að kaupa föt og sjö mánaða dótt- ir okkar klæðist bara brúnum og blá- um fötum af bróður sínum.“ Sigurður er í sambúð og á tvö bleyjubörn. Konan hans er í fæðing- arorlofi. Síðan vextirnir af lánunum ruku upp hefur hann búið við streitu sem hefur haft þau áhrif að hann fékk útbrot um allan líkamann. „Ég fékk exem út um allan líkamann og í hár- svörðinn. Ég hef aldrei fengið exem áður og fór til læknis sem sagði að þetta væri vegna streitu. Eina leiðin til að losna við þetta væri að fara í gott frí frá þessu öllu saman og jafna mig. Ég hef stöðugar áhyggjur af því að ég sé að verða gjaldþrota. Annars hef ég líka misst matarlyst og svefn, ég er far- inn að sofa mjög óreglulega. Ég verð alltaf að sofna með eitthvað í eyrun- um, ef ég er ekki að hlusta á eitthvað og næ að hugsa get ég aldrei sofn- að. Oft er ég þreyttur og ómögulegur og það bitnar á vinnunni. Mér finnst eins og það sé ákveðin siðblinda hjá bankastarfsfólki sem virðist bíða eft- ir tækifæri til þess að taka eignir okk- ar upp í lánin til að geta aukið eigin vegferð innan bankanna og hækkað bónusinn. Á meðan mér finnst mér vera stjórnað af bönkunum er ég ekki minn eigin herra og það hefur slæm áhrif á sjálfsvirðinguna. Þeir sem áttu eignir í bönkunum fengu þær bættar en skuldarar sitja uppi með byrðarn- ar eins og þeir séu þriðja flokks mann- eskjur. Það á líka við um fólk sem tók verðtryggð lán og réttlætið þarf að ganga fram á öllum vígstöðvum. Það gengur ekki upp að fasteignir fólks séu étnar upp af bönkunum vegna þeirra eigin klúðurs.“ ingibjorg@dv.is Sigurður Helgason segir að fjölskylda sín hafi lengi haft snöruna um hálsinn: Fékk útbrot af streitu Lét önnur gJöLd SitJa á Hakanum Baldur hefur misst trúna á stjórnvöld og upplifði stöðugan kvíða. mYnd HörÐur SVEinSSOn „Fljótt á litið hljómar þessi dómur mjög vel en ég á eftir að kanna betur hvernig þetta kemur út,“ segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi á Rauða- sandi. Ástþór, sem er lamaður fyrir neðan mitti, lýsti því í viðtali við DV í desember hvernig Lýsing tók af hon- um landbúnaðarvélar sem eru sniðn- ar að fötlun hans. Með hjálp Árna Johnsen alþing- ismanns og Ólafs Magnússonar, for- stjóra Mjólku, fékk hann tækin; traktor og bindivél, til baka og er hann þeim ævinlega þakklátur fyrir það. Hann segir hins vegar að þrátt fyrir ómetanlega aðstoð tvímenninganna hafi hann þurft að berjast í bökkum. „Afborganirnar hafa rúmlega tvöfald- ast og það hefur verið þungur róður. Mér sýnist á öllu að ég sé búinn að greiða þeim mikið meira en það sem ég fékk að láni,“ segir Ástþór sem lam- aðist fyrir neðan mitti í bílslysi í febrú- ar 2003. Ástþór segir að hann geti ekki starf- að sem bóndi missi hann þessi tæki aftur. Hann væri afar illa settur án þeirra, ekki síst vegna þess að vinnan hjálpar honum að lifa með lömuninni og kemur í veg fyrir að hann þurfi á sérstakri sjúkraþjálfun að halda. Spurður hvernig honum hafi geng- ið að semja við Lýsingu eftir að um- fjöllunin birtist í DV segir hann að það hafi gengið betur en hann hugsi til allra hinna sem ekki hafa sagt frá mál- um sínum opinberlega. Hann gefur Lýsingu ekki háa einkunn: „Ég mæli ekki með Lýsingu sem fjármögnun- arfyrirtæki til að stunda viðskipti við,“ segir hann. Ástþór sagði líka frá því í desem- ber að vörslusviptingarfyrirtækið, á vegum Lýsingar, hefði skemmt vél- arnar hans. Hann krafðist þess að þeir gerðu við skemmdirnar en það hefur enn ekki gerst. Hann hafi því þurft að greiða viðgerðirnar úr eigin vasa. „Það er enginn botn kominn í það mál en ég verð kannski í betri stöðu ef dóm- urinn stendur óhaggaður,“ segir Ást- þór sem er hóflega bjartsýnn. „Þetta hljómar allt vel en maður trúir þessu ekki enn,“ segir hann. baldur@dv.is Lýsing svipti lamaðan bónda atvinnutækjunum. Hann náði þeim aftur með hjálp góðra manna: mælir ekki með Lýsingu Hljómar vel Ástþór Skúlason bóndi trúir því ekki enn að lánin verði leiðrétt. „Þeir vissu þetta“ Gústaf Jökull segir að stjórnendur fjármögnunarfyrirtækjanna hljóti að hafa vitað um ólögmæti lánanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.