Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 12
Líklega verður fyrsta starfsárs ríkis- stjórnar Samfylkingar og Vinstri- grænna minnst fyrir félagslega stefnumörkun frekar en efnahags- lega. Mörg þeirra laga sem fengust samþykkt á Alþingi í vetur hafa fé- lagslega skírskotun. Þetta eru með- al annars lög um hjúskap, þar sem ekki er gerður greinarmunur á sam- vist gagnkynhneigðra og samkyn- hneigðra, bætur til handa þeim sem hafa sætt illri meðferð hjá stofnun- um ríkisins og bann við nektarsýn- ingum. Störf litast af efnahagserfiðleikum Skiljanlega markast störf þingsins í vetur af erfiðleikum í efnahagskerfi landsins. Fjöldi mála sem afgreidd voru á þinginu tengist greiðsluerfið- leikum fólks og fyrirtækja. Hins veg- ar telja margir að meira hefði mátt gera í þeim efnum. Meðal þeirra frumvarpa sem ekki náðist að af- greiða er lyklafrumvarp Lilju Móses- dóttur, þingmanns vinstri-grænna. Þar var gert ráð fyrir að húsnæðiseig- endur gætu skilað inn lyklunum að fasteignum sínum gegn því að kröfur myndu ekki falla á þá. Af þeim lögum sem eiga upp- runa sinn í bankahruninu árið 2008 vekja þau sem snúa að fjármálafyrir- tækjum hugsanlega mestu eftirtekt og meiri en þau sem taka á greiðslu- vanda landsmanna. Í lögunum er eftirlit með fjármálafyrirtækjum skil- greint nánar og þeim settar þrengri skorður í starfseminni. Meðal ann- ars er lagt bann við lánveitingum til kaupa á hlutabréfum með veði í bréfunum sjálfum og þrengri skorð- ur settar við lánveitingum til stjórn- armanna og lykilstjórnenda. Þá eru reglur settar um kaupaukakerfi, hvatakerfi og starfslokasamninga. Þar var gert óheimilt að veita starfs- manni starfslokasamning nema fyr- irtækið hefði skilað af sér hagnaði samfellt í þrjú ár. Hannes Smára- son, fyrrverandi forstjóri FL Group, fékk sem kunnugt er níutíu milljóna króna starfslokasamning þegar hann kvaddi fyrirtækið í desember árið 2007 á sama tíma og félagið stefndi hraðbyri í þrot. Erfiðara var að koma stórum mál- um sem minni sátt var um í gegnum þingið. Þar má nefna lög sem snerta nærumhverfi Alþingis, um stjórn- lagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur, sameiningu ráðuneyta og siða- reglur stjórnsýslunnar. Þá kemur á óvart hversu illa gekk að ná sátt um að leggja Varnarmálastofnun niður, en til stendur að sameina starfsemi hennar öðrum ríkisstofnunum. Samið um þinglok Á miðvikudag í síðustu viku lauk þing- ið störfum í bili en gert er ráð fyrir að það komi saman að nýju til fundar nú á fimmtudaginn. Óljóst er hvaða mál þinginu tekst að afgreiða áður en því lýkur. Þar bíða nokkur stór mál af- greiðslu. Þar á meðal eru lög um sam- einingu ráðuneyta, þar sem þeim verður fækkað um þrjú. Ekki tókst að afnema umdeild vatnalög á þessu þingi. Gildistöku þeirra var þess í stað frestað fram í október árið 2011. Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi komust að samkomulagi í vikunni um að mál sem tengd- ust greiðsluvanda heimilanna nytu forgangs áður en þinginu yrði slit- ið. Á fimmtudag stendur til að af- greiða heimilispakkann svokallaða, aðgerðir sem ætlaðar eru til að taka á skulda- og greiðsluvanda lands- manna. Þingmenn ræddu breyting- ar á stjórnarráðinu og fækkun ráðu- neyta á miðvikudag. Skiptar skoðanir eru um hagkvæmni frumvarpsins og því óljóst hvort það nái fram að ganga á þinginu. Einkenni minnihlutastjórnar Birgir Guðmundsson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann á Akur- eyri, segir mannréttindasjónarmið hafa verið greinileg á þessu fyrsta starfsári ríkisstjórnarinnar. Þyngri mál, sem sum hver tengist efna- hagsmálum landsins, hafi verið erf- iðari í meðförum. Þar sé oft ágrein- ingur milli stjórnarflokkanna. Þannig virðist oft sem stjórnin hafi knappan og nauman meirihluta á Oft virðist vera sem hún hafi ekki haft nægilegan styrk til að keyra frumvörp í gegn. RíkisstjóRn í minnihluta Lög um vinnustaðaskírteini, bann við nektarsýningum og ein hjúskaparlög eru meðal þeirra laga sem ríkisstjórnin hefur komið í gegnum þingið. Ekki náðist að afgreiða fjölmiðlalög, afnám vatnalaga og lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur. Óvíst er hvort nokkur mál nái fram að ganga á þinginu, þar á meðal áform um sameiningu ráðu- neyta. Félagslegur andi einkennir fyrsta starfsár stjórnarinnar. RóbERt hLynuR baLduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Einar Mar Þórðarson Segirstærsta prófsteinríkisstjórnarinnarennveraeftir. Hannséfjárlögnæstaárs. Stund milli stríða Stífdagskrávará Alþingisíðustustarfsdagaþess.Síðastliðið mánudagskvöldfóruframhefðbundnar eldhúsdagsumræðurþarsemþingmenn ræddustörfþingsinsogstefnumál.Aðfara- nóttmiðvikudagsvarfundaðáAlþingitil klukkansexummorguninn. 12 fréttir 21. júní 2010 mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.