Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 21. júní 2010 mánudagur Fær barnið þitt nægan svefn? Samkvæmt nýjum rannsóknum geta svefnvandamál ungra barna haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir heilsu þeirra síðar á ævinni. Í rannsókn sem birtist í tímaritinu Archives of Pediatrics & Adolescent Medicine kemur fram að tilraunir foreldra til að róa og svæfa ung börn sín geri oft illt verra. Best sé að kenna börnum að svæfa og hugga sig sjálf. Tengsl finnast á milli of lítils svefns og offitu. Í nýrri rannsókn kemur fram að svefnvanda-mál ungra barna geti haft áhrif á heilsu þeirra síðar á ævinni. „Auðvitað er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta í rúminu,“ segir Elsie Taveras hjá læknadeild Harvard-háskóla. „En ef þú tekur barnið upp í hvert skipti sem það gefur frá sér hljóð gerirðu illt verra.“ Lítill svefn leiðir til vandamála Þessu er Valérie Simard hjá Hôpital de Sacré- Coeur í Montréal sammála en Simard rannsak- aði tengslin milli hegðunar foreldra og svefn- truflana ungbarna. Simard lagði spurningalista fyrir 987 foreldra fimm mánaða barna og fann út að þegar foreldrar eru hjá börnum sínum þar til þau sofna eða gefa börnum sínum mat eða drykk um miðjar nætur aukast líkurnar á svefn- erfiðleikum og eins, ef foreldrarnir halda upp- teknum hætti þar til börnin eru 29 til 41 mán- aðar, leiðir það til alvarlegra vandamála líkt og martraða, of lítils svefns og erfiðleika með að sofna þegar börnin komast á grunnskólaaldur. Vakna ekki vegna hungurs Niðurstöður Simard birtust í tímaritinu Archi- ves of Pediatrics & Adolescent Medicine. Þar kemur einnig fram að þær aðferðir sem foreldr- ar nota til að róa ungbörn hjálpi ekki eldri börn- um. „Það er ósköp eðlilegt að nýfætt barn fái að drekka um miðja nótt en fæst börn á aldrinum 29 til 41 mánaðar vakna um miðjar nætur vegna hungurs,“ segir Simard sem segir að samkvæmt rannsókninni vakni þriggja ára börn sem eru vön að fá að drekka eða borða um miðjar nætur frekar vegna matraða en önnur börn þegar þau verða fjögurra ára. Í rannsókninni kemur einnig fram að börn sem eru vön því að hafa foreldri hjá sér þegar þau sofna, sofna í faðmi foreldra sinna eða eru færð inn í rúm foreldra sinna þegar þau vakna um nætur eru líklegri til að eiga erfiðara með að sofna og sofa í færri tíma en önnur börn. Tengsl svefns og offitu Simard vill þó ekki að börnin séu látin gráta sig í svefn. „Samkvæmt rannsóknum mínum er í lagi að hugga barnið í stutta stund án þess að það hafi áhrif á getu þess til að hugga sig sjálft.“ Samkvæmt öðrum rannsóknum sem einnig hafa birtist í Archives of Pediatrics & Adolescent Medicine hafa svefnvenjur á fyrstu árum barns- ins áhrif á heilsu þess síðar á ævinni. Rannsókn- irnar gefa til kynna að það séu tengsl á milli svefnvandamála og offitu og andlegra erfiðleika á fullorðinsárum. Í rannsókn Taveras við Har- vard kemur fram að ungbörn sem sofa færri en 12 tíma á nóttu, með daglúrum, eru næstum því tvisvar líklegri til að verða of þung þriggja ára og því líklegri til að eiga við vandamál tengd offitu að etja á fullorðinsárum. Taveras segir líkurnar á offitu aukast ef barnið horfi mikið á sjónvarp. „17% barna sem sofa færri en 12 tíma á nóttu og horfa meira en tvo tíma á sjónvarp á dag áður en þau verða 2 ára mælast of þung þriggja ára mið- að við 9% viðmiðunarhópsins.“ Í annarri rannsókn, þar sem sálfræðingurinn Alice Gregory frá University of London fylgdist með 2076 börnum í 14 ár, kom í ljós að þau börn sem sofa minna en önnur eru líklegri til að þjást af kvíða, þunglyndi og árásargirni á aldrinum 18 til 32 ára. Niðurstöðurnar, segir Gregory, gefa til kynna að börn sem fá ekki nægan svefn þrói ekki með sér eins mikið sjálfstraust og aðra jákvæða andlega þætti og önnur. Ekkert sjónvarp „Svefn ungra barna getur því haft mikil áhrif á líf þeirra síðar á ævinni og það er margt sem við sem foreldrar getum gert til að koma í veg fyrir þessi vandamál,“ segir Taveras og bætir við að barna- læknar og foreldrar ættu að hafa í huga að börn eiga að geta þróað með sér heilbrigðar svefnvenj- ur sjálf. „Það mikilvægasta sem foreldrar geta gert er að passa upp á rútínuna, láta barnið alltaf fara að sofa á sama tíma og fjarlægja allt úr herbergi barnsins sem getur truflað svefn þess. Alls ekki setja sjónvarp inn í herbergi barnsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.