Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 7
mánudagur 21. júní 2010 fréttir 7 Flest bendir til þess að Bjarni Bene- diktsson verði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins en líkur á mót- framboði gegn honum fara þverr- andi fyrir landsfund flokksins sem hefst síðdegis á föstudag. Þá eru vaxandi líkur á að Ólöf Nordal verði ein í kjöri til varaformanns. Ýmis nöfn hafa verið nefnd, sem mögulegir frambjóðendur, bæði gegn Bjarna og Ólöfu undanfarna daga og vikur. Tíðast er nefndur Kristján Þór Júlíusson sem mögu- legur mótframbjóðandi Bjarna en hann hlaut 40 prósent atkvæða á landsfundi flokksins í lok mars í fyrra. Ljóst var að Kristján Þór átti tiltölulega mikið fylgi djarflegri baráttu stuðningsmanna í Reykja- vík að þakka, en talið er að Kristj- án Þór hafi einkum sótt fylgi sitt til grasrótar flokksins í hverfafélögun- um í Reykjavík og landsbyggðar- innar. Bjarna ekki ógnað Ástæður þess að botninn kann nú að vera dottinn úr mögulegu mót- framboði Kristjáns Þórs gegn sitj- andi formanni liggja í kjördæmi Kristjáns Þórs, Norðausturkjör- dæminu. Í fyrsta lagi er óhugs- andi að Kristján Þór og Ólöf Nordal verði formaður og varaformaður: þau eru bæði úr sama kjördæmi. Í öðru lagi galt Sjálfstæðisflokkurinn mikið afhroð á Akureyri í heima- byggð Kristjáns Þórs í sveitarstjórn- arkosningunum í síðasta mánuði. Í þriðja lagi var útkoma Sjálfstæðis- flokksins afleit í Norðausturkjör- dæminu í þingkosningunum í apr- íl í fyrra. Hann hlaut 17,5 prósent greiddra atkvæða en 28 prósent í þingkosningunum 2007. Þá er á það að líta í fjórða lagi að grasrót- in í Reykjavík, sem Kristján Þór sótti stuðning til í formannskjör- inu í fyrra, er nú sem heimilislaus og höfuðlaus her. Geir H. Haarde og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eru hættir í stjórnmálum. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hefur átt sterkt bakland í hverfafélögum flokks- ins í Reykjavík, á á brattann að sækja vegna framboðsstyrkja sem hann neitar enn að upplýsa hvað- an komnir eru. Að þessu leyti kann staða Kristjáns Þórs að vera verri nú en fyrir landsfundinn í mars í fyrra. Þótt staða Sjálfstæðisflokksins sé ekki sterk í kjölfar bankahruns- ins og útkomu skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis er það mál nokk- urra forystumanna að flokkurinn hafi þrátt fyrir allt komist lifandi frá hruninu. Það hafi alls ekki leg- ið í augum uppi eftir alþingiskosn- ingarnar í fyrra þar sem flokkurinn galt sitt mesta afhroð frá stofnun lýðveldisins fyrir 66 árum. Flokk- urinn hafi hins vegar náð vopnum sínum í mörgum stórum sveitar- félögum í kosningunum í síðasta mánuði. Staða Ólafar styrkist Þessi staðreynd hefur ekki endilega styrkt stöðu Bjarna Benediktsson- ar, sem situr enn í skugga umræðu um viðskipti sín með Wernersson- um, fyrrverandi eigendum Miles- tone. Wernerssynir hafa sætt rann- sókn sérstaks saksóknara meðal annars vegna meðferðar á bóta- sjóði Sjóvár fyrir bankahrun. Hins vegar þykir staða Bjarna ekki held- ur hafa veikst innan flokksins upp á síðkastið, en getur endurspeglað skort á öðrum leiðtogaefnum inn- an flokksins. Ýmsir hafa þó ver- ið nefndir sem mögulegir mót- frambjóðendur auk Kristjáns Þórs, þeirra á meðal Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson. En þegar aðeins örfáir dagar eru til landsfundarins hefur þeim, sem eru óánægðir með Bjarna á formannsstóli, ekki tekist að finna þeirri óánægju farveg eða tekist að virkja öfl innan flokksins gegn honum. Athyglisvert er einnig að staða Ólafar Nordal virðist hafa styrkst síðustu daga og vikur, einkum eftir að fyrir lá að mögulegum keppinaut hennar um varaformannsstólinn, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hafði ekki tekist að vinna afgerandi sigur sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborg landsins. Innan við 34 prósenta fylgi flokksins í Reykjavík er langversta útreið sem flokkurinn hefur fengið í borginni áratugum saman eins og meðfylgjandi gögn um kosningaúrslit gefa til kynna. Eftir því sem DV kemst næst lét Hanna Birna kanna stöðu sína varðandi framboð til varafor- manns og leiddi sú könnun í ljós að hún ætti alls ekki sigur vísan gegn Ólöfu Nordal. Þykir einboðið að Hanna Birna leggi ekki í fram- boð til varaformanns öðruvísi en að hafa afgerandi og yfirgnæfandi sigurlíkur. Samantekið er staðan því sú að þrátt fyrir óánægju innan flokksins með forystuna og hlutskipti flokks- ins eftir bankahrunið eru yfirgnæf- andi líkur á að Bjarni verði áfram formaður flokksins og Ólöf Nordal verði kjörin varaformaður. Athuga ber að samkvæmt reglum flokks- ins eru allir kjörgengir á lands- fundinum og atkvæði verða greidd í formanns- og varaformannskjöri hvernig svo sem allt veltur. Enn lifir ESB-klofningurinn Verði niðurstaðan sú að Bjarni og Ólöf leiði Sjálfstæðisflokkinn á næstunni má einnig búast við nokkrum áherslubreytingum í stefnu flokksins. Í fyrsta lagi er ljóst að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins í fyrra um aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu er úrelt. Úr þessu verður ekki snúið við í miðri á og gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland sæki um að- ild. Ætla má að ályktað verði í þá veru að flokkurinn styðji aðildar- ferlið úr því sem komið er en áskilji sér allan rétt til baráttu gegn samn- ingsdrögum þegar þau liggja fyr- ir, fari þau að mati flokksins gegn mikilvægum hagsmunum þjóðar- innar, svo sem í sjávarútvegi. Ljóst er þó að andstæðingar aðildar að ESB hafa yfirhöndina innan Sjálf- stæðisflokksins sem stendur og eru líklegir til þess að knýja í gegn beinskeytt orðalag um mögulegan aðildarsamning. Eðli málsins samkvæmt fá að- ildarviðræðurnar við ESB vaxandi pólitískt vægi á næstu mánuðum og misserum og eins víst að þau öfl innan flokksins, sem hlynnt eru aðild, reyni að ná viðspyrnu. Má í því sambandi benda á að mik- ill meirihluti forystu Samfylking- arinnar telur raunsætt og raunar óumflýjanlegt að hafa Sjálfstæðis- flokkinn með í ráðum um farsæla niðurstöðu aðildarviðræðnanna. Viðbragshópur að störfum Um þetta má benda á skýrslu end- urreisnarnefndar Sjálfstæðisflokks- ins. Hún var unnin í aðdraganda landsfundar flokksins í fyrra undir leiðsögn Vilhjálms Egilssonar. Dav- íð Oddsson sté í pontu og úthúð- aði Vilhjálmi og tugum sjálfstæðis- manna sem unnið höfðu skýrsluna og tætti niður efni hennar. Í skýrslunni stendur meðal ann- ars orðrétt: „Hik Sjálfstæðisflokks- ins fram að falli bankanna, við að ræða Evrópumál, peningastefnu, myntina, ríkisfjármál og störf Al- þingis hefur haft skaðleg áhrif [...] Flokkurinn verður að hlusta á bak- landið, og má ekki veigra sér við að ræða eldfim mál áður en í óefni er komið.“ Þá segir enn fremur í skýrslunni að sú skoðun sé mjög útbreidd í atvinnulífinu og innan Sjálfstæð- isflokksins að gjaldmiðillinn og stjórn á meðferð hans hafi átt stór- an þátt í því að ástandið hér á landi sé verra en víðast hvar í nágrenni okkar. „Margir telja gjaldmiðilinn óbrúklegan en virk og ábyrg um- ræða innan Sjálfstæðisflokksins komst aldrei af stað fyrr en síðast- liðið haust (2008), né heldur hafði ríkisstjórnin forgöngu um umfjöll- un um málið á sínum vettvangi með þeim hætti að það gæti haft breytingar í för með sér.“ Viðbragðshópur vinnur nú að smíði tillagna sem kynntar verða á landsfundinum næstkomandi föstudag. Bjarni og Ólöf SigurStrangleg Þegar aðeins fjórir dagar eru til landsfundar hefur óánægjuöflum innan Sjálfstæðisflokksins hvorki tek- ist að finna farveg fyrir óánægjuna né finna frambjóðendur til að bjóða Bjarna Benediktssyni og Ólöfu Nordal birginn. Yfirgnæfandi líkur eru því á að Bjarni verði áfram formaður með Ólöfu Nordal sér við hlið á varaformannsstóli. Flokkurinn er enn klofinn varðandi aðild að ESB og þarf að endurnýja liðlega ársgamla samþykkt landsfundar um málið. jÓhaNN haukSSoN blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þykir einboðið að Hanna Birna leggi ekki í framboð til varaformanns öðruvísi en að hafa afgerandi og yfirgnæfandi sigur- líkur. Verðandi varaformaður Enginn hefuropinberlegalagtíbaráttugegn ÓlöfuNordalívaraformannsstól Sjálfstæðisflokksins,aðeinsfáeinum dögumfyrirlandsfund. Formaður áfram InnanSjálfstæðisflokksins hefurandstæðungumBjarnaBenediktssonar ekkitekistaðvirkjaóánægjuöflgegnhonum. Tapaði í borginni Hanna BirnaKristjánsdóttirtelursig ekkiöruggagegnÓlöfuogkýs þvíaðbjóðasigekkifram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.