Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 19
kristbjörg kjeld leikkona var á þjóðhátíðardaginn útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur 2010. Kristbjörg er ein af okkar ástsælustu leikkonum og fékk Grímuverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir leik sinn í Hænuungunum. fór vel á með okkur jóni gnarr Það var ótrúlegt að fylgjast með Evrópuandstæðingum í aðdrag- anda ákvörðunar ESB um að hefja viðræður við Ísland. Það var engu líkara en að þeir hefðu hugsað upp eftirfarandi umsátur um umsókn- ina: n Fyrst látum við hægrimennina í Andríki gera skoðanakönnun. n Svo látum við hægrimanninn Unni Brá leggja fram þingsályktun- artillögu í beinu framhaldi af því, með nokkrum öðrum ESB-and- stæðingum, en þó of seint til þess að hún fái nokkra efnislega meðferð. n Og loks leggst hægra málgagn- ið Mogginn með öllum sínum stak- steinum, leiðurum og bjöguðu frétt- um, á árarnar. Með þessu var gerð áköf og ör- væntingarfull tilraun til þess að búa til þann veruleika að ESB-um- sóknina yrði að draga til baka, að almenningur væri algerlega á móti, þingið sömuleiðis svo ekki sé minnst á „óháða“ fjölmiðla eins og Moggann. Sumir bitu á agnið. Ein- staka erlendur fjölmiðill gekk svo langt að kalla frjálshyggjuáróðurs- vélina Andríki meira að segja „re- search think-tank“ sem er svona álíka gáfulegt og að kalla hægriöfga- manninn og útvarpsdónann Rush Limbaugh hófstilltan fræðimann. samhengið En þrátt fyrir allt þetta óðagot í Evr- ópuandstæðingum hafði þetta lít- il sem engin áhrif. Ísland hélt sínu striki og Evrópusambandið hélt sínu striki, og ákveðið var að hefja aðildarviðræður. Staðreyndin er nefnilega sú að það var lýðræðis- leg ákvörðun meirihluta Alþingis að sækja um aðild, það virðist ágætlega hafa verið haldið á þessu máli hing- að til, okkur hefur verið vel tekið af öðrum ESB-ríkjum og batteríinu í Brussel, þrátt fyrir Icesave og annað sem við erum að burðast með vegna hrunsins, og síðast en ekki síst verð- ur það íslenska þjóðin sem mun fá að taka upplýsta lokaákvörðun um aðild eða ekki aðild. Þetta er sam- hengið! Ekki það sem Moggi Davíðs Oddssonar, Andríki eða Unnur Brá Konráðsdóttir eru að reyna að segja okkur. ekki töfralausn Með þessu er ég ekki að gera lítið úr áhyggjum þeirra sem hafa efa- semdir um Evrópumálin. Sú and- staða er raunveruleg og hana á að virða og taka alvarlega. Evrópu- sambandið er ekkert fullkomið og engin töfralausn við öllum okkar vanda, og það er enginn að halda því fram! Hins vegar: Eina leiðin til að fá úr því skorið hvort við njótum góðs af ESB-aðild eða ekki er sú leið sem við erum að fara núna, þ.e. að sækja um og semja um aðild. Um þetta eru langflestir sammála enda eru Íslendingar orðnir leiðir á því að láta segja sér fyrir verkum, að hitt og þetta megi ekki, að mál séu ekki á dagskrá, að ekki megi ræða eða skoða mál. Það þjóðfélag fékk illa á baukinn ... þegar það hrundi. Hvers vegna andstaða? Hvað í ósköpunum óttast menn eig- inlega við það að fá úr því skorið hvað felst í aðild, og sjá hvort hægt er að semja um sjávarútvegsmálin, landbúnaðarmálin, byggðamálin og evrumálin þannig að það þjóni okkar hagsmunum? Ef ESB er svona hrikalega andstyggilegt og fáránlega vanskapað fyrirbæri, þá kemur það bara í ljós og þjóðin fellir samning- inn! Það leiðir hugann að því að Evr- ópuandstæðingar ættu auðvitað skv. þessu, ef þeir vilja vera konsekvent í sinni hugsun og málflutningi, að vera harðir stuðningsmenn umsókn- ar því þá mun umsóknarferlið sanna þeirra staðhæfingar og þeir ná sínum markmiðum. En þeir virðast hika við það einhverra hluta vegna. glæstir fulltrúar gærdagsins Gæti verið að þessir sömu andstæð- ingar, sem vel á minnst eru marg- ir hverjir glæstir fulltrúar gamla Ís- lands, óttist kannski að við fáum tiltölulega sanngjarnan samning, að fullveldi Íslands verði betur tryggt innan en utan ESB, að raunverulegt einstaklingsfrelsi, raunveruleg sam- keppni fyrirtækja, og raunverulegur stöðugleiki komist á á Íslandi? Get- ur virkilega verið að andstæðingar óttist að við munum hafa það betra – rétt eins og Svíar, Finnar og Danir hafa haft það betra eftir aðild – og að eini gallinn sé sá að þeir missi völd- in? Hvernig sem þetta fer þá skulum við ekki láta nokkurn mann segja okkur fyrir fram hvað við eigum að halda. Ég mun ekki gera upp hug minn fyrr en ég sé aðildarsamning- inn. Í millitíðinni skulum við ræða Evrópumálin frá öllum hliðum og svo fær meirihlutinn að ráða. Það kallast lýðræði. Umsátrið mistókst 1 Var atVinnumaður í tölVuleik Stuart Holden, leikmaður bandaríska landsliðsins á HM, er fyrrverandi atvinnumaður í tölvuleiknum Counter-Strike. 2 allt í skeytin hjá maradona Diego Maradona sýndi lærisveinum sínum hjá argentínska landsliðinu hvernig á að taka aukaspyrnur á æfingu um helgina. 3 Cyrus með nýtt húðflúr Söngkonan unga Miley Cyrus hefur fengið sér húðflúr í eyrað. 4 tóku upp hljóð frá sólinni Vísindamönnum í Bretlandi hefur tekist að taka upp hljóð frá sólinni. 5 jón Gnarr ekki lenGi að landa maríulaxinum Það tók Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, ekki nema um fimm mínútur að landa fyrsta laxinum í Elliðaánum. 6 einn með allar tölur réttar Einn var með allar tölur réttar í Lottóinu á laugardag. 7 siV Vill í ríkisstjórn Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsókn- arflokksins, segir að flokkurinn gæti hugsanlega tekið þátt í ríkisstjórnar- samstarfinu. mest lesið á dv.is myndin Hver er konan? „Kristbjörg Kjeld.“ Hvar ertu uppalin? „Í Innri-Njarðvík.“ Áttu þér uppáhaldsleikverk? „Ekkert eitt, þau eru nokkuð mörg sem eru í uppáhaldi.“ ertu ánægð með útnefninguna? „Að sjálfsögðu.“ stendur eitthvert eitt hlutverk upp úr á ferlinum? „Þau eru nokkur sem ég geymi í hjartanu, er ekkert að nefna þau sérstaklega.“ er gott að búa í reykjavík? „Já, mér finnst það. Hér hef ég búið síðan ég var unglingur.“ Hvernig líst þér á jón gnarr sem borgarstjóra? „Mér fannst notalegt að hann skyldi veita mér þessi verðlaun og það fór vel á með okkur. Þetta var hans fyrsta embættis- verk og það fannst mér gaman.“ Áttu þér uppáhaldsbók? „Þær eru margar yndislegar bækurnar en ég man ekki titlana í bili.“ Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Það eina sem er ákveðið er að fara í göngutúr á Vestfirði í júlí í fimm daga. Annað er óákveðið.“ maður dagsins kjallari „Nei, engin lán.“ laufey Haraldsdóttir 24 áRA HáRGREIðSLuDAMA „Nei, ég er ekki með neitt svoleiðis.“ kristjÁn freyr Halldórsson 34 áRA tóNLIStARútGEFANDI „Nei, engin lán bara.“ sigþór Pétur svavarsson 62 áRA HúSASMIðuR „Nei, nei, ég skulda engum neitt.“ ólafur valur sigurðsson 79 áRA FyRRVERANDI SJóMAðuR „Nei, ég tek aldrei lán fyrir neinu.“ bergur tHomas andersson 21 áRS tóNLIStARMAðuR ert þú með GenGistryGGt lán? dómstóll götunnar mánudagur 21. júní 2010 umræða 19 „Ef ESB er svona hrika- lega andstyggilegt og fáránlega vanskapað fyrirbæri, þá kemur það bara í ljós.“ teitur atlason nemi skrifar stemning í Háskólabíói Hljómsveitin Hjaltalín í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þrenna tónleika í Háskólabíói á fimmtudags-, föstudags-, og laugardagskvöld. Gríðarlega góð stemning var á tónleikunum öll kvöldin og salurinn þétt setinn. Er þetta í fyrsta skipti sem Hjaltalín leikur með Sinfóníuhljómsveitinni. mynd Hörður sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.