Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 184,0 kr. verð á lítra 181,0 kr. Skeifunni verð á lítra 186,8 kr. verð á lítra 183,8 kr. Algengt verð verð á lítra 188,9 kr. verð á lítra 185,9 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 186,6 kr. verð á lítra 183,6 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 186,7 kr. verð á lítra 183,7 kr. Algengt verð verð á lítra 187,0 kr. verð á lítra 184,8 kr. el d sn ey ti Lengri opnun bitnAr á neytenDum „Þegar hugmyndir eru uppi um lagabreytingar sem geta verið íþyngjandi fyrir seljendur eru þeir fljótir að benda á að allur auka- kostnaður sem fyrirtæki verða fyrir fari óhjákvæmilega út í verðlagið. Neytendur borgi því brúsann á endanum. Í ljósi þessa er auðvit- að mjög mikilvægt fyrir neytend- ur að fyrirtæki á neytendamark- aði séu vel rekin,“ segir Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytenda- blaðsins. Í nýjasta tölublaðinu lýsir hún furðu sinni á því að verslanir skuli keppast um að vera með sem lengstan opnunartíma, kostnaður- inn af því fari beint út í verðið. Hún hvetur fólk til að beina viðskipt- um sínum til fyrirtækja sem sýni ábyrgð í rekstri. „ Vitleysisgangur undanfarinna ára er vonandi á undanhaldi því við höfum hrein- lega ekki efni á því að skuldsett eða illa rekin fyrirtæki velti kostnaði út í verðlagið,“ segir hún. nennti ekki Að vinnA n Viðskiptavinur sem fór í Mosfells- bakarí við Háaleitisbraut var ekki jafn ánægður með þá heimsókn. Hann sagðist venjulega fá þokka- lega þjónustu í bakaríinu. Í síðasta skipti sagðist hann hins vegar hafa fengið ónot og vandlætingarsvip frá afgreiðslustúlku þegar hann útskýrði fyrir henni að hann vildi frekar borða á staðnum en að taka þetta með sér. „Ég eyddi yfir 3.000 krónum og hún fleygði í mig disknum og fór svo að tala um hvað hún yrði fegin að komast heim úr vinnunni,“ sagði viðskipta- vinurinn. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Frábær pítSAStAður n Viðskiptavinur sem heimsótti Gömlu smiðjuna við Lækjargötu var himinlifandi með heimsóknina. Hann sagði að umhverfið væri vina- legt og snyrtilegt. Pítsurnar fannst honum enn fremur mjög góðar og verðlagið sanngjarnt. „Ég vil sérstaklega minnast á þjón- ustuna. Þeir gerðu smávægi- leg mistök með álegg á aðra pítsuna og buðu mér að fyrra bragði að eiga inni aðra pítsu, þegar ég kæmi næst. Það lýsir frábæru viðmóti,“ sagði hann og var í skýjunum. LOF&LAST 2007 svona hækkuðu lánin 0 m 0,5 m 1 m 1,5 m 2 m 2,5 m 3 m 2008 2009 2010 júlí * Þróun höfuðstóls miðað við gengi jens og franka gagnvart krónunni. ** Hækkun höfuðstóls miðast við vísitölu neysluverðs. október október októberjanúar janúar janúarapríl aprílapríljúlí júlíjúlí lækkun höfuðstóls verði dómi hæstaréttar framfylgt óbreyttum Gengistryggt lán/ myntkörfulán* verðtryggt lán** 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 21. júní 2010 mánudagur LægST á SuðurLAndi Bensínstríð hefur geisað á eldsneytismarkaði undanfarna daga og vikur. Bensínlítrinn var komið upp í ríflega 210 krónur í maí en hefur lækkað jafnt og þétt síðan. Algeng lækkun er 11 af hundraði eða um 24 krónur. Það þýðir að áfylling á tankinn er um þúsund krónum ódýrari en í vor. Verðið er enn lægst á Suðurlandi hjá óB og Orkunni en þar kostar lítrinn ríflega 183 krónur. Annars staðar kostar hann á 184 til 189 krónur. Bensínið er dýrast hjá Skeljungi. Verði dómi Hæstaréttar um ólög- mæti gengistryggingar framfylgt lækkar höfuðstóll gengistryggðs láns sem í upphafi var milljón krónur um eina og hálfa milljón króna. Gengi algengustu myntkörfunnar, jens og franka, hefur þróast á þann veg að höfuðstóll milljón króna láns stend- ur nú í rúmum 2,5 milljónum króna. Einni og hálfri milljón hefur á ólög- mætan hátt verið bætt við höfuðstól- inn. Engin önnur verðtrygging Eins og kunnugt er skar Hæstirétt- ur úr um lögmæti gengistryggingar lána í síðustu viku. Niðurstaðan er sú að fjármögnunarfyrirtækjunum var óheimilt að verðtryggja lánin með gengi. Á sama tíma féll annar dómur þar sem niðurstaðan varð á manna- máli sú að ekki má skipta gengis- tryggingu út fyrir hina rammíslensku verðtryggingu við neysluvísitölu. Önnur verðtrygging má ekki koma í staðinn fyrir þá sem fimm dómarar Hæstaréttar úrskurðuðu samhljóma ólögmæta. Íslensku lánin verri Þrátt fyrir stökkbreyttan höfuðstól svokallaðra myntkörfulána (gengis- tryggðra lána) lítur nú allt út fyrir að þeir sem tóku þau lán fái betri kjör en þeir sem tóku verðtryggð lán í ís- lenskum krónum. Verðbólgan hef- ur nefnilega gert það að verkum að miklar verðbætur hafa lagst á íslensk lán. Þannig hefur verðtryggt lán, sem tekið var um mitt ár 2007, hækkað um 35 prósent á þremur árum. Það þýðir að 350 þúsund krónur hafa lagst við höfuðstól milljónar króna láns en lengd lánsins og vaxtakjör, auk upphæð afborgana, segir til um það hvar höfuðstóllinn stendur í dag. Ekki verður séð að verðtrygging og þar með hækkun þessara lána gangi til baka. Úr 20 í 50 Nú er spurt hvernig fjármögnunar- fyrirtækin endurgreiði þeim lántak- endum sem hafa greitt hærri afborg- anir af lánunum vegna gengishruns krónunnar. Eins og þeir 40 þúsund einstaklingar sem tóku myntkörfu- lán fyrir bílnum sínum þekkja hafa af- borganir hækkað gríðarlega, þó fjár- mögnunarfyrirtækin hafi boðið þeim viðskiptavinum sem hafa staðið í skil- um möguleika á lengingu lánanna eða eftir atvikum frystingu afborgana. Þannig má gera ráð fyrir því að afborg- un af láni sem tekið var í svissneskum frönkum og japönskum jenum í júlí 2007 hafi hækkað, líkt og höfuðstóll- inn, um meira en helming. Afborgun sem í upphafi var 20 þúsund krónur er núna liðlega 50 þúsund krónur, svo fremi sem lánið hafi ekki verið greitt niður að miklum hluta. DV greindi frá því um helgina að með öllu sé óheimilt að hrófla við þeim vaxtaákvæðum sem er að finna í gengistryggðu lánunum en í flestum tilvikum voru vextir erlendu lánanna mun lægri en á verðtryggðu lánun- um. Þannig var algengt að vextir verð- tryggðra lána væru árið 2007 á bilinu 9 til 12 prósent á ári. Það þýddi 90 til 120 þúsund krónur á ári. Myntkörfu- lánin báru yfirleitt 3 til 4 prósenta lánið nánast hverfur Lítið verður eftir af milljón króna mynt- körfuláni sem tekið var 2007 ef hæstarétt- ardómi um ólögmæta gengistengingu lána verður fylgt eftir. Þetta miðast við 30 þúsund króna mánaðargreiðslu að jafnaði. Áhrif dómsins verða að líkindum þau að þeir sem tóku myntkörfulán sleppa mun betur en þeir sem tóku verðtryggð íslensk lán. baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Önnur verðtrygging má ekki koma í staðinn fyrir þá sem fimm dómarar Hæstaréttar úrskurðuðu sam- hljóma ólögmæta. frá dragast þær greiðslur sem lántakinn hefur greitt af láninu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.