Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 21. júní 2010 mánudagur Varaformaður Alþjóðahvalveiðiráðs- ins og fundarstjóri ráðstefnu hval- veiðiráðsins sem haldin er í Marokkó í dag, mánudag, hefur fengið leyni- legar greiðslur frá japönsku fyrirtæki. Fyrirtækið hefur meðal annars borgað fjögur þúsund Bandaríkjadala ferða- kostnað hans og gistingu á lúxushóteli meðan á ráðstefnunni stendur. Japan er eitt af þeim löndum sem styðja hvalveiðar í atvinnuskyni og hefur málið styrkt þær grunsemdir, sem haldið hefur verið uppi af and- stæðingum hvalveiða, að Japanir reyni að múta fulltrúum hvalveiði- ráðsins. Fyrirtækið tengist Hideuki „Harry“ Wakasa, sem sýnt hefur ver- ið fram á að hafi greitt inn á reikn- inga fulltrúa landa í Karíbahafinu sem styðja afnám bannsins. Hótelreikn- ingar fimm annarra fulltrúa á fund- inum voru greiddir af sama fyrirtæki. Richard Benyon, fulltrúi Breta á fund- inum, segist ætla að spyrjast fyrir um málið á fundinum. Anthony Liverpool, varaformaður hvalveiðiráðsins, hefur sagt að hann muni ekki stíga til hliðar vegna máls- ins. Segist hann ekki hafa vitað um stuðning fyrirtækisins. Samkvæmt samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins er ekki heimilt að þiggja greiðslur, eða stuðning, vegna ferðalaga eða annars kostnaðar þátttakenda vegna funda og ráðstefna ráðsins. Ríkisstjórnir þeirra landa sem eiga fulltrúa í ráð- inu eiga að bera allan kostnað af slíku. Er þetta því skýrt brot á samþykktum ráðsins. adalsteinn@dv.is Japanir hafa borið fé í fulltrúa Alþjóðahvalveiðiráðsins: Hvalveiðiráðstefna í uppnámi Í uppnámi Varaformaður Alþjóðahvalveiðiráðsins segist ekki hafa vitað um stuðninginn. Aftaka í Íran Leiðtogi uppreisnarhóps súnní- múslíma var tekinn af lífi í Íran á sunnudaginn. Samkvæmt frétt í rík- issjónvarpi landsins var Abdolma- lek Rigi hengdur í dögun, en hann var „... sakfelldur fyrir fjölda glæpa, þeirra á meðal fjölda banvænna árása... og að hafa orðið fjölda sak- lausra að fjörtjóni.“ Samkvæmt Fars-fréttastofunni fór aftakan fram í Evin-fangelsinu í Teheran „... að viðstöddum fjöl- skyldum nokkurra fórnarlambanna.“ Fars-fréttastofan skýrði enn frem- ur frá því að Rigi hefði verið ákærður fyrir rán, mannrán og aðild að fíkni- efnaviðskiptum. Aftakan hefur verið fordæmd af mannréttindasamtök- um víða um heim. Sex lík í „vændishúsi“ Rotnandi lík sex kvenna og tveggja karla fundust í því sem talið er hafa verið vændishús í austurhluta Bagdad. Fréttaveita Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan lög- reglunnar að meint vændishús sé í Zayouna-hverfi en þar búa bæði súnní- og sjía-múslímar. Lík kvenn- anna fundust í einu herbergi hússins og lík karlanna í öðru og samkvæmt Reuters fundust þau í kjölfar þess að nágrannar kvörtuðu um óþef sem barst frá byggingunni. Sökum þess í hve slæmu ástandi líkin voru er ekki hægt að fullyrða um dánarorsök, hefur Reuters eftir heimildarmanni. Svikul amma í Moskvu Sjötíu og eins árs rússnesk amma hefur verið úrskurðuð í ferðabann af lögreglunni í Moskvu fyrir að hafa með svindli haft meira en sem nem- ur um 64 milljónum króna af þar- lendum kaupsýslumönnum. Konan, Svetlana, þóttist vera áhrifamikil í ráðhúsi Moskvu árin 2007 og 2008. Hún hét kaupsýslumönnunum því að hún kæmi mútufé þeirra í hend- ur meintra tengla hennar meðal yfirvalda. Múturnar áttu að tryggja kaupsýslumönnunum kauprétt á eftirsóttum fasteignum í höfuðborg- inni. Svetlana lét sig hins vegar hverfa með mútuféð og tókst að fara huldu höfði þar til á fimmtudaginn þegar lögreglunni tókst að hafa hendur í hári hennar. Um tuttugu og fimm fyrrverandi fangar frá Gvantanamóflóa snéru sér aftur að vígamennsku eftir að hafa farið í gegnum endurhæfingu sem hugsuð er fyrir liðsmenn al-Kaída í Sádi-Arabíu, sagði embættismaður öryggisþjónustu landsins á laugar- dag. Bandaríkjamenn hafa sent um 120 Sádi-Araba úr Gvantanamó- fangelsinu til síns heima og stjórn- völd þar hafa reynt að snúa föngun- um fyrrverandi frá villu síns vegar með því að senda þá í endurhæf- ingu þar sem meðal annars er lögð áhersla á trúarlega endurmenntun, sem klerkar sjá um, auk þess sem þeir fá fjárhagslegan stuðning til að hefja nýtt líf. Pyntingar skapa öfgamenn Um þrjú hundruð öfgamenn hafa gengið í gegnum endurhæfinguna sem er þáttur í baráttu sádiara bískra stjórnvalda gegn hryðjuverkum. Endurhæfingunni var ýtt úr vör í kjölfar árása al-Kaída í Sádi-Arabíu árin 2003 til 2006. Reuters hefur eftir yfirmanni ör- yggisþjónustu Sádi-Arabíu, Abdul- rahman al-Hadlaq, að um ellefu Sádi-Arabar sem voru í Gvantanamó hafi farið til Jemen þar sem stjórn- stöð al-Kaída er sögð vera. Aðrir fyrr- verandi fangar hafa verið fangelsað- ir eða felldir eftir að hafa tekið þátt í endurhæfingunni. Abdulrahman al-Hadlaq sagði sterk persónuleg tengsl á milli fyrr- verandi fanga, sem og harkalegar aðfarir Bandaríkjamanna í Gvant- anamó, vera ástæðu þess að um tut- tugu prósent sádiarabískra fyrrver- andi fanga í Gvantanamó hafa snúið í vígamennsku, samanborið við 9,5 prósent annarra þátttakanda í end- urhæfingunni. Hadlaq skírskotað þar til þeirra pyntinga sem fangar í Gvantanamó sættu og sagði að pyntingar væru afar hættulegar og afleiðingar þeirra róttækar. „Þú færð fleiri öfgasinna ef þú beitir miklum pyntingum,“ sagði Hadlaq. 2.000 kennarar reknir úr starfi Af um 180 föngum sem eru enn í Gvantanamó eru þrettán Sádi-Arab- ar, en þegar mest lét voru tæplega 800 fangar í fangabúðunum. Hvað sem líður afföllum með tilliti til fyrrverandi Gvantanamó- fanga eru yfirvöld Sádi-Arabíu þeirr- ar skoðunar að þau hafi haft árang- ur sem erfiði í endurhæfingunni sem hefst þegar fangar hafa lokið afplán- un. Yfir 2.000 fylgismenn al-Kaída eru í fangelsi í Sádi-Arabíu og svip- aður fjöldi kennara hefur verið sett- ur úr starfi vegna öfgaskoðana og um 400 kennarar eru á bak við lás og slá, sagði Hadlaq. GerASt vÍGA- Menn Að ýju Sádiarabísk stjórnvöld senda fylgismenn al-Kaída í endurhæfingu. Þeirra á meðal eru heimsendir fyrrverandi fangar úr Gvantanamófangelsinu á Kúbu. Hlutfall þeirra sem fara aftur í vígamennsku er hærra á meðal fyrrverandi fanga en annarra sem taka þátt í endurhæfingunni. kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Þú færð fleiri öfgasinna ef þú beitir miklum pyntingum. Fangar í Gvantanamófang- elsinu Endurhæfing fanganna skilar mismiklum árangri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.