Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 8
Fyrrverandi starfsmaður Háskóla Íslands, HÍ, hefur stefnt skólanum og Magnúsi Tuma Guðmundssyni, deildarforseta jarðvísindadeildar, fyrir ólögmæta uppsögn. Sá hinn sami er á sama tíma grunaður um milljóna króna fjárdrátt í starfi og hefur verið kærður til lögreglu. Á haustmánuðum vaknaði grun- ur um fjárdrátt starfsmannsins við reglubundið eftirlit á bókhaldi HÍ hjá Ríkisendurskoðun. Samkvæmt heimildum DV kom þá í ljós mis- ræmi í bókhaldi upp á hátt í tvær milljónir króna sem viðkomandi er grunaður um að hafa dregið sér smátt og smátt yfir nokkurra mán- aða tímabil. Eftir nánari skoðun var starfsmanninum á endanum sagt upp störfum og var hann kærður til lögreglu fyrir fjárdrátt. Starfsmaður- inn hefur á móti stefnt skólanum og deildarforsetanum fyrir ólögmæta uppsögn. Í fullum rétti Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir, lögmaður hjá Háskóla Íslands, stað- festir bæði brottrekstur og málarekst- ur fyrrverandi starfsmannsins. Hún vonast eftir farsælli lausn á málinu. „Þetta komst upp við eftirlit á bókhaldi þar sem starfsmaðurinn er grunaður um fjárdrátt. Uppsögnin tengist þeim grunsemdum og sú rannsókn er hjá lögreglu. Við munum bara verjast og vonir okkar standa til þess að skólinn verði sýknaður af þessari kröfu og upp- sögnin þannig talin lögmæt,“ segir Sól- veig. Magnús Tumi Guðmundsson, deildarforseti jarðvísindadeildar HÍ, telur að skólinn hafi alfarið unnið eft- ir settum reglum og brottrekstur við- komandi starfsmanns hafi því miður verið eina lausnin. „Ég harma þetta mjög. Brottreksturinn var sú niður- staða sem fékkst og við töldum ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ég tel okkur hafa unnið rétt að málinu og það verður nú að hafa sinn gang,“ segir Magnús Tumi. Afar leitt Aðspurð telur Sólveig skólann hafa ver- ið í fullum rétti varðandi brottvikningu starfsmannsins sem um ræðir. Hún segir málið fyrst og fremst sorglegt. „Að sjálfsögðu hörmum við að svona hafi komið upp, það er mjög sorglegt og alltaf leiðinlegt að standa í svona máli. Við sögðum viðkomandi upp og töldum okkur hafa fyrir því lögmæt- ar ástæður. Til staðar voru grunsemd- ir um fjárdrátt sem hefur verið kærður til lögreglu. Við teljum okkur vera í full- um rétti og vonumst að sjálfsögðu eftir sigri. Við treystum nú á að lögregla ljúki rannsókn á fjárdrætti, þetta hefur bara sinn gang í kerfinu,“ segir Sólveig. Magnús Tumi harmar málið og seg- ir það afar leiðinlegt fyrir sína hönd því viðkomandi starfsmaður hafi starf- að lengi í skólanum. Að öðru leyti vill hann sem minnst tjá sig um málið. „Það er náttúrlega áfall þegar svona kemur upp, fyrir alla sem eiga í hlut, og auðvitað er áfallið stærra þar sem viðkomandi hefur unnið lengi hjá okk- ur. Við höfum hins vegar engan annan kost en að vinna eftir lögum og reglum. Það er aftur á móti ekki búið að sakfella neinn í málinu. Skólinn fór fram á lög- reglurannsókn sem nú er í gangi en ég vona að málinu ljúki með þeim hætti að viðkomandi starfsmaður hljóti sem minnstan skaða,“ segir Magnús Tumi. Fyrrverandi starfsmaður Háskóla Íslands hefur stefnt skólanum og deildarforseta jarðvísindadeildar, Magnúsi Tuma Guð- mundssyni, fyrir ólögmæta uppsögn. Við- komandi var rekinn eftir að upp komst um milljóna fjárdrátt sem kærður hefur verið til lögreglu. Lögmaður hjá háskólanum tel- ur skólann í fullum rétti. MAGNÚS TUMI HARMAR DEILU TrAusTi hAfsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég vona að mál-inu ljúki með þeim hætti að viðkom- andi starfsmaður hljóti sem minnstan skaða. fyrir dómstóla Háskólanum og Magnúsi Tuma er stefnt fyrir ólögmæta uppsögn. Á sama tíma rannsakar lögreglan meintan fjárdrátt starfsmannsins sem stefnir. erfitt mál Magnús Tumi segir málið afar erfitt enda hafi starfsmaðurinn starfað lengi hjá skólanum. Héraðsdómur dæmir landsliðsmann í körfuknattleik: Nauðgun eftir karlakvöld Landsþekktur íþróttamaður, körfu- boltamaðurinn Sigurður Þorvalds- son hjá Snæfelli í Stykkishólmi, var fyrir helgi dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Refsingin er óskilorðsbundin og þar að auki var viðkomandi dæmdur til að greiða fórnarlambinu átta hundruð þúsund krónur í miskabætur og greiðslu alls sakarkostnaðar. Embætti ríkissaksóknara ákærði Sigurð, sem meðal annars hefur leik- ið fyrir hönd Íslands í körfubolta, fyr- ir nauðgun á nítján ára stúlku. Eft- ir lögreglurannsókn var málið sent embættinu sem í kjölfarið sendi mál- ið til baka til nánari rannsóknar á ákveðnum þáttum málsins og til að afla frekari vitnisburða. Að því loknu var málið sent ríkissaksóknara á nýj- an leik sem ákvað að ákæra Sigurð. Dómari kvað svo upp áðurnefndan úrskurð sinn í síðustu viku. Nauðgunin átti sér stað eftir karlakvöld íslensks íþróttafélags fyr- ir áramót en stúlkan tilkynnti atburð- inn til lögreglu snemma laugardags- morguns. Henni var í kjölfarið fylgt á neyðarmóttöku Landspítalans vegna nauðgana þar sem hún hlaut að- hlynningu og áverkavottorð. Stúlkan fékk skipaðan réttargæslumann frá móttökunni. Lögregluembætti barst formleg kæra nokkrum vikum eft- ir atburðinn. Samkvæmt heimildum DV hefur stúlkan átt erfitt uppdráttar og sótti lítið sem ekkert skóla síðustu vikur haustannar. Atvikið átti sér stað í heimahúsi að loknu karlakvöldi Snæfells í nóvember síðastliðnum en í vetur varð Sigurður bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu. Við vinnslu fréttarinnar var leit- að viðbragða hjá Sigurði og einn- ig formanni körfuknattsleiksdeildar Snæfells, Gunnari Svanlaugssyni, en hvorugur vildi tjá sig um málið. frá stykkishólmi Dómur féll yfir körfuknattleiksmanni á dögunum. 8 fréttir 21. júní 2010 mánudagur Skaftárhlaup hafið Skaftárhlaup hófst skömmu eftir hádegi á sunnudag en vatnið kom undan Vatnajökli nærri Sveinstind- um norðan við Langasjó. Síðasta varð hlaup úr jöklinum í október árið 2008 en hlaupin verða vegna jarðhita undir jöklinum. Fyll- ast þá katlar undir jöklinum af vatni sem hleypur fram öðru hvoru. Ekki er fyllilega ljóst hve stórt hlaupið verður en það fer eftir því hvort hlaupið komi úr eystri eða vestari katlinum undir jöklinum. Hlaupin úr vestari katlinum er alla jafna minni en úr þeim eystri. Stúdentar fá ekki vinnu Margir af þeim sautján hundruð háskólanemum, sem sóttu um níu hundruð störf sem stjórnvöld sköp- uðu í vor, bíða enn eftir svari. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafði umsjón með rúmlega sjötíu starfanna en hefur aðeins ráðið í tíu. Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra sagði í mars síðastliðnum að háskólanemum yrði tryggð vinna í sumar og hélt Vinnumálastofnun utan um verkefnið að tryggja störfin. Enn hefur ekki verið ráðið í stóran hluta starfanna. Í samtali við RÚV á sunnudag sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, að of seint hefði verið ráðist í undirbúning verkefnisins. Sofnaði undir stýri Bílvelta varð í Langadal um ellefu- leytið á sunnudagsmorgun og var ökumaðurinn, sem var einn í bíln- um, fluttur til aðhlynningar á sjúkra- húsið á Akureyri. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni á Blönduósi er ekki vitað hvort meiðsl mannsins hafi verið mikil. Ökumaðurinn, sem sofnaði undir stýri, var réttindalaus en hann er auk þess grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Þá stöðvaði lögreglan á Blönduósi ökumann að- faranótt sunnudags sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tvöföldun Suður- landsvegar tefst Vafi leikur á hvort Vegagerðin hafi staðið rétt að málum við val á verk- taka vegna tvöföldunar Suðurlands- vegar við Sandskeið. Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað samn- ingagerð vegna tvöföldunarinnar en þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Vegagerðin ákvað að taka boði Vélaleigu AÞ en fyrirtækið sem átti næstlægsta boðið, Háfell, telur að Vélaleigan fullnægi ekki skilyrði um lágmarksveltu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.