Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 4
Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindar- son hefur stefnt lögreglustjóraemb- ættinu á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan neitað rapparanum um réttargæslumann í málaferlum vegna líkamsárásar og stefnan nú er til að fá dómsúrskurð þess efnis. Um er að ræða líkamsárásarkæru Erps á hendur Magnúsi Ómarssyni, oftast nefndum Móra, vegna atviks sem átti sér stað í febrúar síðast- liðnum í höfuðstöðvum 365 miðla í Skaftahlíð. Rappararnir tókust þá á í anddyri hússins þar sem Móri var vopnaður hnífi en Erpur skúringa- moppu. Báðir hafa þeir kært vegna líkamsárásar og fór sá síðarnefndi fram á að fá skipaðan réttargæslu- mann á þeim forsendum að hann hefði orðið fyrir andlegu áfalli við árásina. Að fá réttargæslumann skipaðan hefur þá þýðingu fyrir Erp að hann þarf þá sjálfur ekki að bera kostnað af málarekstri gegn Móra. Án þess þarf rapparinn sjálfur að borga. Beiðni hafnað Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlög- reglustjóri hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, bendir á að ein- staklingar hafi þann rétt að bera það undir dómstóla þegar beiðni um réttargæslumann hafi verið hafn- að. Aðspurður segir hann rökin fyr- ir synjun iðulega þau að brotið telj- ist ekki nógu alvarlegt eða brotaþoli er talinn geta gætt eigin hagsmuna sjálfur. „Þegar um ræðir kynferðis- brotamál er ávallt skipaður réttar- gæslumaður en stundum í ofbeld- ismálum. Í slíkum málum tökum við tillit til aldurs viðkomandi ann- ars vegar og alvarleika brotsins hins vegar. Ef annað eða bæði eiga ekki við höfum við hafnað beiðnum um réttargæslumann,“ segir Jón. „Ég geri ráð fyrir að í þessu máli hafi hvorugt þessara ákvæða átt við og því hafi honum verið neitað um réttargæslumann af þeim sökum að hann sé nógu gamall til að gæta eig- in hagsmuna og brotið ekki það al- varlegt. Það hafa hins vegar allir rétt til að bera þá synjun undir dómstóla og um það snýst málið nú. Svo verð- um við að sjá hverju það skilar.“ Reyndi að stinga Fljótlega eftir atvikið kærði Erpur Móra fyrir líkamsárás en greint hef- ur verið frá því að Móri líti svo á að Erpur hafi átt upptökin. Til að safna sér fyrir lögfræðikostnaði hélt Móri styrktartónleika í vetur þar sem tíu fyrstu tónleikagestirnir fengur áritað- ar skúringamoppur frá rapparanum. Til stóð að rappararnir tveir mættu í útvarpsþáttinn Harma- geddon á útvarpsstöðinni X-inu þar sem þeir höfðu áður munnhöggv- ist í fjölmiðlum. Þangað á Móri að hafa mætt vopnaður hnífi og raf- byssu og náðu rappararnir aldrei inn í útsendinguna þar sem þeir slógust í anddyrinu. Vefmiðillinn Vísir birti atvikalýsingu Erps fljót- lega eftir átökin: „Hann ýtir í mig og fer að þenja sig. Ég gríp þá í hann og keyri á hann. Hann dettur og fer að kýla mig. Þegar ég held honum niðri dregur hann upp hníf og byrj- ar og sveifla honum á fullu. Ég hleyp í burtu og hann reynir að stinga mig. Ég tek þá moppu og lem hann í hausinn,“ sagði Erpur. Við vinnslu fréttarinnar var leit- að viðbragða hjá Erpi en hann vildi ekki tjá sig um málið. ERPUR STEFNIR LÖGREGLUNNI Lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið stefnt af tónlistarmann- inum Erpi Eyvindarsyni sem krefst réttargæslumanns eftir líkamsárás. Hinn meinti árásarmaður er annar rappari, Magnús Ómarsson, en þeir tókust á í höfuðstöðvum 365 miðla vopnaðir hnífi og skúringamoppu. tRausti hafstEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Því hafi honum verið neitað um réttar-gæslumann af þeim sökum að hann sé nógu gamall til að gæta eigin hagsmuna og brotið ekki það alvarlegt. Vill réttargæslumann Lögreglanhafðineitað Erpiumréttargæslumann ogíkjölfariðstefndihann löggunnifyrirdómstóla. 4 fréttir 21. júní 2010 mánudagur Fljótur að ná fyrsta laxinum Það tók Jón Gnarr, nýjan borgar- stjóra Reykjavíkur, ekki nema fimm mínútur að ná fyrsta laxinum í Elliðaánum á sunnudagsmorgun. Venju samkvæmt renndi borgar- stjórinn fyrir fyrsta laxinn en um var að ræða sex punda hæng. Naut hann aðstoðar fulltrúa frá Stangveiðifé- lagi Reykjavíkur við að ná laxinum á land. Jón sagði í dagbók sinni á Face- book á laugardag að hann væri frek- ar seinheppinn veiðimaður. Heppn- in virðist hins vegar hafa verið með honum á sunnudag. Kosningar endurteknar Endurtaka þarf sveitarstjórnar- kosningarnar í Reykhólahreppi, samkvæmt úrskurði frá úrskurð- arnefnd um sveitarstjórnarkosn- ingar. Það var Hafsteinn Guð- mundsson, íbúi í Flatey, sem kærði kosningarnar þar sem honum bárust ekki upplýsingar um kosningarnar; hverjir væru í framboði og hvar kjörstaðir væru, fyrr en eftir kosningar. Óskar Steingrímsson, sveit- arstjóri í Reykhólahreppi, sagði í samtali við Vísi á sunnudag að hugsanlega mætti skrifa mistök- in á hann. Bréfin sem innihéldu upplýsingarnar hefðu verið send of seint þar sem hann hefði farið í jarðarför hjá mágkonu sinni. Hreppsnefndin mun ákveða næstu skref í málinu. Siv vill í ríkisstjórn „Hvenær vill maður ekki fara í rík- isstjórn?“ spurði Siv Friðleifsdótt- ir, þingkona Framsóknarflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudagsmorgun. Þetta sagði Siv þegar hún var spurð hvort Framsóknarflokkurinn gæti hugsanlega tekið þátt í ríkisstjórnar- samstarfinu með Samfylkingunni og Vinstri-grænum. Siv sagði að hún sæi ekki fram á hvernig ríkisstjórnarflokkarnir ætl- uðu að koma ýmsum málum í gegn- um þingið, og nefndi frumvarp um fækkun ráðuneyta sérstaklega. Lágt menntunar- stig á Íslandi Lækka þarf kostnað á hvern nem- anda í íslensku skólakerfi með því að gera skipulag grunnskóla, fram- haldsskóla og háskóla markvissara. Þetta kemur fram í riti um umbóta- tillögur Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur fram að þrátt fyrir að útgjöld til menntamála á Íslandi séu hærri en í öðrum OECD-ríkjum sem hlutfall af landsframleiðslu skili það sér ekki sem skyldi í árangri í mennt- un. Menntunarstig landsmanna 25 til 64 ára er töluvert undir meðaltali OECD-ríkja en aðeins í Tyrklandi er hlutfallið lægra en á Íslandi. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir þær upphæðir sem varið hafi verið til uppbyggingar Vís- indagarða Háskóla Íslands ekki vera óeðlilegar miðað við stærð verkefnis- ins og breytingar sem þurfti að gera á deiliskipulagi og útliti varðandi fram- kvæmdar- og tímaáætlun. DV sagði frá því í síðustu viku að kostnaður vegna undirbúnings við byggingu Vísindagarða í Vatnsmýri hefði numið 148 milljónum króna. Þó væri óljóst hvenær framkvæmd- ir gætu hafist á lóðinni. Áætlað er að heildarkostnaður verkefnisins geti numið tugum milljarða króna. Kristín segir að skólinn hafi brugð- ist skjótt við eftir efnahagshrunið sem varð árið 2008. Hann hafi þá hægt á öllum verkefnum tengdum Vís- indagörðum. Þar á meðal hafi ver- ið ákveðið að minnka starfshlutfall framkvæmdastjóra félagsins Vísinda- garða, sjálfstæðs félags í eigu Háskóla Íslands sem ætlað er að halda utan um framkvæmdina, niður í fimmt- án prósent. Kristín segir að eftir hrun hafi mjög litlu fé verið varið í verk- efnið. Framkvæmdastjóri verkefnis- ins var sömuleiðis lækkaður í laun- um með úrskurði Kjararáðs, en hann hafði áður haft um milljón króna í mánaðarlaun, hærri laun en forsæt- isráðherra. Fyrirhugað er að garðarnir rísi á reitnum milli Oddagötu, Eggertsgötu, Sturlugötu og Íslenskrar erfðagrein- ingar í Reykjavík. Þar er meðal ann- ars gert ráð fyrir sjö hæða byggingu í miðju byggingarreitsins. Frá árinu 2002 hefur áætlað byggingarmagn á reitnum aukist um 140 prósent og miðast nú við 72 þúsund fermetra. Kristín segir að Háskóla Íslands hafi verið gert að skera niður um einn milljarð króna í fyrra og um þrjú hundruð milljónir króna á þessu ári, en þar hafi verið tekið tillit til mikill- ar fjölgunar stúdenta við Háskóla Ís- lands. rhb@dv.is Kristín ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, um Vísindagarða: Segirkostnaðinneðlilegan Kostnaður við Vísindagarða 148 milljónir Enneróvísthvenærþeirmunurísaá næstuárum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.