Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2010, Blaðsíða 15
Ég var eiginlega fyrir löngu búin að ákveða að Íslenski barinn væri stórlega ofmetinn. Þess vegna ætlaði ég aldrei að fara þangað. Ég bjóst nefnilega við því að verða fyrir vonbrigðum. Svona eins og þeir sem sáu Avatar löngu á eftir öllum hin- um og höfðu fengið að heyra mánuðum saman að þetta væri besta mynd í heimi. Þeir gátu ekki orðið annað en vonsviknir. Ég hef auðvitað enn ekki séð Avatar. Allt of lengi hef ég hlustað á vini mína og kunningja segja hvað Íslenski barinn sé frábær og góður og meiriháttar. En aldrei fór ég á staðinn. Einn félagi minn tók því til sinna ráða og hreinlega bauð mér á Íslenska barinn í hádegismat nýver- ið. Ég fékk mér latté, humar og latté. Það var æði! Að sitja á Íslenska barnum er svolítið eins og að fara í heimsókn til ömmu, svona ömmu sem hefur handsaumaðar myndir á veggjum og bakar skonsur. Einhverjir eiga jafn- vel ömmu sem heldur sérstaklega upp á Halldór Laxness og á Íslenska barnum er hægt að gæða sér á hrein- dýraborgara í Laxnesshorninu, um- kringdur myndum af Nóbelsskáld- inu. Íslenski barinn stendur við Austurvöll, þar sem Kaffibrennslan var lengi til húsa. Við sátum á efri hæðinni þar sem nú er þægileg birta eft- ir að nýir eigendur ákváðu að taka hlera af stórfínum gluggum í loftinu. Það fór því bara mjög vel um mig þegar humarinn var borinn á borðið af brosmildri stúlku. Réttirnir á matseðlin- um bera flestir íslensk og skemmtileg nöfn. Þannig heitir lambaskankinn bless- aður „Gísli á Uppsölum“. Ég fékk mér „Humarhátíð“ sem kostar 1990 krónur. Grillaður humarinn var borinn fram með smjörsteiktum svepp- um og rauðlauk, ofan á grill- uðu hringlaga brauði með hvítlaukssósu. Með þessu voru borin fram kartöflustrá og sæt chilli-sósa til hliðar. Sessunautur minn fékk sér hamborgara sem var bor- inn fram með hníf í gegnum hann miðjan. Vegna hnífst- ungunnar spurði ég hvort þetta væri Framsóknarborgari en hann hét víst bara Útrásarvíkingurinn. Humarinn var safaríkur og bragðmikill, og réttur- inn í heild sinni mjög gómsætur. Kartöflustráin komu mér aðeins á óvart því þau voru ekki tiltekin á matseðlinum, en þau voru fínn bónus. Á Íslenska barnum má greinilega fá góðan mat á góðu verði en það sem mér fannst best af öllu var umgjörðin og stemningin. Að halda á matseðl- inum sjálfum kemur manni strax í rétta gírinn því hann er afar þjóðlega úr garði gerður og það gladdi litla hjartað mitt að finna á honum mynd af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Íslenski barinn er íslenskur út í gegn. Þrátt fyrir nafngift hamborgarans er þar ekkert sem minnir á góðæristímann heldur er heimsókn á Íslenska barinn eins konar afturhvarf til þjóðlegri tíma, al- vöru tíma. Nema reyndar bjórinn í frosnu ölkrúsunum. Ég ætla að fá mér svoleiðis næst. Þar næst verður það svo appelsín í gleri með lakkrísröri. Ó já. Það er á matseðlinum. Erla Hlynsdóttir Vigdís Finnboga á matseðlinum erla fór á veitingahús mánudagur 21. júní 2010 neytendur 15 PaPrikur ekki í ísskáP „Geymslu- þol jarðarberja er takmarkað og þau má ekki geyma þar sem sterkur ilmur þeirra getur spillt öðrum matvör- um, einkum á þetta við um egg og mjólkurvörur. Besti geymsluhiti á jarðarberjum er 2-8°C,“ segir á vefnum islenskt.is. Þar má finna ógrynni upplýsinga um það hvernig meðhöndla skal grænmeti og ávexti. Vissir þú til dæmis að ekki er ráðlagt að geyma paprikur í ísskáp því þá verða þær linar? dómurinn fordæmisgefandi „Eftir þessa fundi og samráð talsmanns neytenda við fjölmarga aðra löglærða og hagsmunaaðila, svo og af opinberri umræðu að dæma, meðal annars fræðimanna og lögmanna, virðast flestir deila þeirri skoðun talsmanns neytenda að dómarnir hafi víð- tækt og mikið fordæmisgildi,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn hæstaréttardóm um ólögmæti gengis- tryggðra lána. Hann segir að sammæli virðist um að dómarnir nái til sambærilegra íbúðarlána. lánið nánast hverfur vexti á þeim tíma; um 30 til 40 þúsund krónur á ári. Gengishækkunin einfaldlega felld niður Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson er einn þeirra löglærðu manna sem hafa svarað því hvernig endurreikna eigi stöðu myntkörfulán- anna. Hann sagði í samtali við Press- una fyrir helgi að sá sem skuldaði nú 100 milljónir króna vegna láns sem í upphafi var 30 milljónir, ætti einfald- lega að fá 70 milljónirnar niðurfelldar. Ekki verður annað séð en að fjár- mögnunarfyrirtækin séu mát, það er, þau hafi fáa eða enga leiki í stöðunni til að snúa við áhrifum þess dóms sem féll í Hæstarétti. Þá hafa stjórn- völd gefið það út að engin lög verði sett sem skerða rétt lántakenda. Ráð- herrar hafa þó gefið í skyn að skoðað verði hvort setja þurfi lög til að binda lausa enda en ekki fæst séð að stjórn- völd hafi heimild til að íþyngja lán- takendum gengistryggðra lána með hærri vaxtakjörum, svo dæmi sé tek- ið. Miðað við þetta verður endur- útreikningur lánanna ekki flókinn í sjálfu sér. Gengishækkunin verður með öllu felld niður og þær greiðslur sem lántakendur hafa innt af hendi dragast frá upprunalegum höfuðstóli, miðað við þá 3 til 5 prósenta vexti sem á flestum myntkörfulánum voru. Lítið eftir af láninu Miðað við ofangreindar forsendur má gefa sér að afborgun af millj- ón króna láni til fimm ára (tekið 2007) hafi að jafnaði verið 30 þús- und krónur á mánuði (upphæðin hefur sveiflast mikið vegna hruns krónunnar). Sá sem hefur greitt þá upphæð í þrjú ár hefur greitt 1.080 þúsund krónur í heildina. Ef vext- irnir eru fjögur prósent má reikna með að áfallnir vextir séu samtals 120 þúsund krónur, gróflega áætl- að. Miðað við þessar forsendur ætti lánið að standa í 40 þúsund krónum en þá á líklega eftir að reikna drátt- arvexti á þá upphæð sem lántak- inn hefur ofgreitt á þessum þremur árum. Upphæðin sem eftir stend- ur verður því líklega enn lægri og í raun lítið sem ekkert eftir af láninu. Skaðabætur vegna fjárhagslegs skaða Loks má þess geta að Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hags- munasamtökum heimilanna, hef- ur bent á að fjármálafyrirtækin hafi mjög líklega skapað sér bótaskyldu gagnvart lántökum. Hann segist á bloggi sínu ekki eiga við þá aug- ljósu bótaskyldu vegna ofgreiðslu afborgana og vaxta heldur fjárhags- legan skaða sem lántakar hafa orð- ið fyrir vegna ólöglegrar hækkunar höfuðstóls og greiðslna. „Í mörgum tilfellum hafa lántakar þurft að taka ný og óhagstæð lán, selja eignir á fáránlegu verði, verið sviptir eign- um sínum, verið settir í gjaldþrot eða þurft að leita úrræða á borð við sértæka skuldaaðlögun og greiðslu- aðlögun.  Þetta hefur sundrað fjöl- skyldum, valdið heilsutjóni vegna álags og dæmi munu vera um að fólk hafi svipt sig lífi.  Sumt verður ekki bætt og líklega verða fjármála- fyrirtækin heldur ekki krafin um það. Annað munu lántakar sækja á hendur fyrirtækjunum,“ segir Mar- inó. Lán tekið sumarið 2007 í jenum og frönkum n Upphaflegt lán: 1.000.000 kr. n Fjögur prósent vextir í þrjú ár: 120.000 kr. n Greiðslur: 1.080.000 kr. (30 þúsund að meðaltali á mán.) n Niðurstaða: Skuldar 40.000 kr.* *Frá ættu að dragast dráttarvextir. Svona stendur lánið: íslenski barinn Verð: Stemning: Bragð: Þjónusta: Heildareinkunn: veitingahús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.