Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 14
fékk til hlutabréfakaupa í bankan- um. Hann var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknar sérstaks saksókn- ara á málefnum Kaupþings. Líkt og gildir um Ingólf má einn- ig fullyrða að Steingrímur hafi ekki verið lykilmaður í að ákveða snún- inga Kaupþings heldur hafi hann fyrst og fremst verið sá sem framkvæmdi skipanir Hreiðars og Magnús- ar. Steingrímur er frægur fyrir analýtíska greind sína og var afburðanámsmaður í skóla. Hann lagði stund á vélaverk- fræði í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og var fyrst og fremst í því að framkvæma tæknilega gjörninga hjá Kaupþingi. Fleiri sendir í leyfi Björn Jónsson sem áður var aðstoð- arbankastjóri Kaupþings í Lúxem- borg og hélt áfram störfum hjá Ha- villand-bankanum býr í stórglæsilegu húsi í smábænum Gonderange um 20 kílómetrum fyrir utan miðbæ Lúxem- borgar. Hús hans stendur við götuna Op der Tonn þar sem hvert glæsihýs- ið af öðru prýðir götuna. Rétt hjá Birni býr líka Eggert J. Hilmarsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings í Lúxem- borg, sem einnig fór til starfa hjá Ha- villand-bankanum. Þeir hafa báðir verið sendir í leyfi. Hreiðar Már Sigurðsson og Ingólf- ur Helgason fluttu til Lúxemborgar sumarið 2009 nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um yfirtöku Rowland fjölskyldunnar á Kaupþingi í Lúxem- borg. Þeir höfðu stofnað félagið Cons- olium stuttu eftir fall Kaupþings eða í nóvember 2008. Í Lúxemborg hafa umsvif Consolium að mestu verið tengd Ha- villand-bankanum sem Magnús Guðmundsson stýrði þar til Kaupþings- klíkan var handtekin af sérstökum saksóknara. Hjá Consolium starfa í dag þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólf- ur Helgason, Steingrímur P. Kára- son, Guðmundur Þór Gunnarsson og Guðný Arna Sveinsdóttir. Þau gegndu öll yfirmannastöðu hjá Kaupþingi sáluga. Auk þess að reka Consolium er félagið Vinson Capital einnig í eigu sömu aðila en litlar upplýsingar er að fá um félagið á heimasíðu þess. Neita að tjá sig ,,Nei, nei alveg ómögulega,“ svaraði Guðný Arna Sveinsdóttir, einn eig- enda fyrirtækisins Consolium þegar blaðamaður DV hringdi bjöllunni hjá fyrirtækinu í Lúxemborg og bað um viðtal við forsvarsmenn þess. Tjáði hún blaðamanni að Hreiðar Már Sigurðsson væri eini af þeim starfs- mönnum fyrirtækisins sem hand- teknir voru á dögunum sem nú væri staddur í Lúxemborg. Consolium er með skrifstofu við götuna Grand Rue í miðbæ Lúxemborgar og er ljóst að fermetraverðið þar er líklega með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það vekur athygli að samkvæmt fyrirtækjaskrá í Lúxemborg vilja þau Guðný Arna og Guðmund- ur Þór ekki bendla nafn sitt við Consolium. Þess í stað er Kristinn Eiríksson, eiginmað- ur Guðnýjar Örnu og Jóhanna Kristín Gúst- avsdóttir, eiginkona Guð- mundar Þórs skráð sem stofn- endur að Consolium en ekki þau sjálf. Samkvæmt fyrirtækjaskrá nam stofnfé Consolium 70 þúsund evrum eða um ellefu milljónum íslenskra króna. Í Lúxemborg yfirtók Consolium kennitölu fyrirtækisins Investum sem þeir Sigurður Kiernan og Brandur Thor Ludwig stýra ennþá. Investum er einna þekktast fyrir að hafa veitt tryggingafyrirtækinu Sjóvá ráðgjöf við kaup á hinum frægu turnum í Ma- cau sem DV fjallaði ítralega um vegna tengsla Bjarna Benediktssonar við fé- lagið Vafning. 14 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur n Rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings tengist aðallega hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum og tengdum málum. Rauði þráðurinn í rannsókninni er að kanna hvort viðskipti Kaupþings með bréf í bankanum sjálfum hafi verið eðlileg. Al -Thani-málið er þekktast þessara mála en það snýst um kaup katarska sjeiksins Al-Thanis á 5 prósenta hlut í Kaupþingi um miðjan september árið 2008. Hugs- anlegt er að Al-Thani-málið sé markaðsmisnotkunarþátturinn í rannsókn sérstaks saksóknara. Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupunum að hluta til. Rannsóknin á málinu gengur út á það að athuga hvort kaup sjeiksins á 5 prósenta hlutnum í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna hafi verið lögleg. Grunur leikur á að um markaðsmisnotkun hafi verið að ræða og að tilgangurinn með kaupunum hafi verið að hækka verð á hlutabréfum í Kaupþingi og auka tiltrú markaðarins á bankanum. Viðskiptin áttu sér stað fjórum dögum áður en íslenska ríkið leysti til sín 75 prósenta hlut í Glitni og tveimur vikum áður en Fjármálaeftirlitið yfirtók Kaupþing, það er rétt fyrir hrun íslenska bankakerfisins. Önnur mál sem eru undir í rannsókninni eru lánveitingar Kaupþings til Skúla Þorvaldssonar, sonar Þorvaldar í Síld og fiski, og eins lán bankans til Kevins Stanford til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing, sem og tilraunir Kaupþings til að halda uppi verði á eigin hlutabréfum og að röng skilaboð hafi verið send út til markaðarins um stöðu Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins. Einnig kann að liggja undir rannsókn á því hvort Kaupþing hafi átt of stóran hlut í sjálfum sér. Hvað er til rannsóknar? Rándýr skrifstofa Hér má sjá skrif- stofu Consolium á annarri hæð í hvíta húsinu fyrir miðju. Fermetrverðið við Grand Rue götuna í Lúxemborg er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Steingrímur nærri miðbænum Steingrímur P. Kárason, fyrrum yfirmaður áhættustýringar Kaupþings býr í Bertrange hverfinu nærri miðbæ Lúxemborgar. Ingólfur á Audi Ingólfur Helgason býr líkt og Hreiðar Már Sigurðsson í fjögurra hæða raðhúsi í Lúxemborg. Á bílastæðinu hans stendur stórglæsileg Audi-bifreið. Veldi á Hreiðari Má Hreiðar Már Sigurðsson býr í fjögurra hæða raðhúsi nærri miðbæ Lúxemborgar. Bílafloti hans samanstendur af Audi-bifreið, BMW-jeppa og Land Cruizer 200-jeppa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.