Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 14
fékk til hlutabréfakaupa í bankan- um. Hann var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknar sérstaks saksókn- ara á málefnum Kaupþings. Líkt og gildir um Ingólf má einn- ig fullyrða að Steingrímur hafi ekki verið lykilmaður í að ákveða snún- inga Kaupþings heldur hafi hann fyrst og fremst verið sá sem framkvæmdi skipanir Hreiðars og Magnús- ar. Steingrímur er frægur fyrir analýtíska greind sína og var afburðanámsmaður í skóla. Hann lagði stund á vélaverk- fræði í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og var fyrst og fremst í því að framkvæma tæknilega gjörninga hjá Kaupþingi. Fleiri sendir í leyfi Björn Jónsson sem áður var aðstoð- arbankastjóri Kaupþings í Lúxem- borg og hélt áfram störfum hjá Ha- villand-bankanum býr í stórglæsilegu húsi í smábænum Gonderange um 20 kílómetrum fyrir utan miðbæ Lúxem- borgar. Hús hans stendur við götuna Op der Tonn þar sem hvert glæsihýs- ið af öðru prýðir götuna. Rétt hjá Birni býr líka Eggert J. Hilmarsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings í Lúxem- borg, sem einnig fór til starfa hjá Ha- villand-bankanum. Þeir hafa báðir verið sendir í leyfi. Hreiðar Már Sigurðsson og Ingólf- ur Helgason fluttu til Lúxemborgar sumarið 2009 nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um yfirtöku Rowland fjölskyldunnar á Kaupþingi í Lúxem- borg. Þeir höfðu stofnað félagið Cons- olium stuttu eftir fall Kaupþings eða í nóvember 2008. Í Lúxemborg hafa umsvif Consolium að mestu verið tengd Ha- villand-bankanum sem Magnús Guðmundsson stýrði þar til Kaupþings- klíkan var handtekin af sérstökum saksóknara. Hjá Consolium starfa í dag þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólf- ur Helgason, Steingrímur P. Kára- son, Guðmundur Þór Gunnarsson og Guðný Arna Sveinsdóttir. Þau gegndu öll yfirmannastöðu hjá Kaupþingi sáluga. Auk þess að reka Consolium er félagið Vinson Capital einnig í eigu sömu aðila en litlar upplýsingar er að fá um félagið á heimasíðu þess. Neita að tjá sig ,,Nei, nei alveg ómögulega,“ svaraði Guðný Arna Sveinsdóttir, einn eig- enda fyrirtækisins Consolium þegar blaðamaður DV hringdi bjöllunni hjá fyrirtækinu í Lúxemborg og bað um viðtal við forsvarsmenn þess. Tjáði hún blaðamanni að Hreiðar Már Sigurðsson væri eini af þeim starfs- mönnum fyrirtækisins sem hand- teknir voru á dögunum sem nú væri staddur í Lúxemborg. Consolium er með skrifstofu við götuna Grand Rue í miðbæ Lúxemborgar og er ljóst að fermetraverðið þar er líklega með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það vekur athygli að samkvæmt fyrirtækjaskrá í Lúxemborg vilja þau Guðný Arna og Guðmund- ur Þór ekki bendla nafn sitt við Consolium. Þess í stað er Kristinn Eiríksson, eiginmað- ur Guðnýjar Örnu og Jóhanna Kristín Gúst- avsdóttir, eiginkona Guð- mundar Þórs skráð sem stofn- endur að Consolium en ekki þau sjálf. Samkvæmt fyrirtækjaskrá nam stofnfé Consolium 70 þúsund evrum eða um ellefu milljónum íslenskra króna. Í Lúxemborg yfirtók Consolium kennitölu fyrirtækisins Investum sem þeir Sigurður Kiernan og Brandur Thor Ludwig stýra ennþá. Investum er einna þekktast fyrir að hafa veitt tryggingafyrirtækinu Sjóvá ráðgjöf við kaup á hinum frægu turnum í Ma- cau sem DV fjallaði ítralega um vegna tengsla Bjarna Benediktssonar við fé- lagið Vafning. 14 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur n Rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings tengist aðallega hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum og tengdum málum. Rauði þráðurinn í rannsókninni er að kanna hvort viðskipti Kaupþings með bréf í bankanum sjálfum hafi verið eðlileg. Al -Thani-málið er þekktast þessara mála en það snýst um kaup katarska sjeiksins Al-Thanis á 5 prósenta hlut í Kaupþingi um miðjan september árið 2008. Hugs- anlegt er að Al-Thani-málið sé markaðsmisnotkunarþátturinn í rannsókn sérstaks saksóknara. Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupunum að hluta til. Rannsóknin á málinu gengur út á það að athuga hvort kaup sjeiksins á 5 prósenta hlutnum í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna hafi verið lögleg. Grunur leikur á að um markaðsmisnotkun hafi verið að ræða og að tilgangurinn með kaupunum hafi verið að hækka verð á hlutabréfum í Kaupþingi og auka tiltrú markaðarins á bankanum. Viðskiptin áttu sér stað fjórum dögum áður en íslenska ríkið leysti til sín 75 prósenta hlut í Glitni og tveimur vikum áður en Fjármálaeftirlitið yfirtók Kaupþing, það er rétt fyrir hrun íslenska bankakerfisins. Önnur mál sem eru undir í rannsókninni eru lánveitingar Kaupþings til Skúla Þorvaldssonar, sonar Þorvaldar í Síld og fiski, og eins lán bankans til Kevins Stanford til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing, sem og tilraunir Kaupþings til að halda uppi verði á eigin hlutabréfum og að röng skilaboð hafi verið send út til markaðarins um stöðu Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins. Einnig kann að liggja undir rannsókn á því hvort Kaupþing hafi átt of stóran hlut í sjálfum sér. Hvað er til rannsóknar? Rándýr skrifstofa Hér má sjá skrif- stofu Consolium á annarri hæð í hvíta húsinu fyrir miðju. Fermetrverðið við Grand Rue götuna í Lúxemborg er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Steingrímur nærri miðbænum Steingrímur P. Kárason, fyrrum yfirmaður áhættustýringar Kaupþings býr í Bertrange hverfinu nærri miðbæ Lúxemborgar. Ingólfur á Audi Ingólfur Helgason býr líkt og Hreiðar Már Sigurðsson í fjögurra hæða raðhúsi í Lúxemborg. Á bílastæðinu hans stendur stórglæsileg Audi-bifreið. Veldi á Hreiðari Má Hreiðar Már Sigurðsson býr í fjögurra hæða raðhúsi nærri miðbæ Lúxemborgar. Bílafloti hans samanstendur af Audi-bifreið, BMW-jeppa og Land Cruizer 200-jeppa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.