Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 19. júlí 2010 mánudagur Fyrirtækið ÖJ-Arnarson og Örn Jo- hansen eigandi þess voru gerð gjald- þrota vegna erfiðleika sem fyrirtæki hans gekk í gegnum vegna geng- istryggðra lána sem nú hafa verið dæmd ólögmæt. Þá skuldaði fyrir- tækið Lýsingu um 165 milljónir króna. Lýsing mat virði tækja og bíla í eigu fyrirtækisins á um fjörutíu milljón- ir króna. Stóð 131 miljón eftir í skuld sem féll á eiganda þess og við upp- gjör á hans búi. Lýsing mat eignirnar á hálfvirði miðað við kaupverð þeirra einu til tveimur árum áður. Örn stofnaði verktakafyrirtæk- ið ÖJ-Arnarson í Reykjavík árið 2003. Fyrirtækið gerði að mestu út á þjón- ustu með vörubíla. Árið 2006 ákvað Örn að ráðast í endurnýjun á bíla- og tækjaflota fyrirtækisins og stóð að henni fram til ársins 2008. Örn hafði þá lengi vel unnið að innflutningi á vinnuvélum og vörubifreiðum. Hann notaði þau sambönd sem hann hafði í útlöndum til að flytja inn vélarnar á sem hagstæðustu verði. Örn ákvað að flytja vélarnar inn nýjar til landsins frekar en notaðar vegna þess að hann gat fengið þær langt undir markaðs- verði. Vill fá nafnið sitt aftur Bifreiðarnar og vélarnar flutti Örn inn til landsins á sinn eigin kostnað auk þess sem hann lét smíða í þær glussa- kerfi á Íslandi sem og erlendis vegna þeirra sambanda sem hann hefur haft þar í nærri ártug. Hann lagði til þess um tólf milljónir króna úr sjóðum fé- lagsins. Örn leitaði ávallt til Lýsingar vegna fjármögnunar á vörubifreiðum og tengdum tækjum og þeim fólksbif- reiðum sem notaðar voru auk kaupa á litlu iðnaðarhúsnæði. Verðmæti þessara eigna og tækja var 94 milljónir króna samanlagt en lánin stóðu í 165 milljónum króna þegar þau voru sett í innheimtuferli í lok árs 2008. Örn skil- aði þá vélunum inn til Lýsingar og fékk einungis brot upp í skuldina af upp- haflegu verðmæti. Skuldin hafði þá hátt í tvöfaldast. „Ég var með mjög gott lánstraust hjá Lýsingu. Ég færði fyrir- tækinu ótrúlega marga viðskiptavini sem kom í bakið á þeim seinna meir vegna þess að margir gátu ekki staðið við samningana vegna hækkana. Ég naut nú góðs af þessu sjálfur á með- an ég var í innflutningi á góðæristím- anum fyrir menn í þessum bransa og mig sjálfan. Ég flutti inn á milli sextíu og sjötíu tæki en hef líklega flutt um 150 út núna. Ég tók lán og annað sem rústuðu mér náttúrulega persónulega. Það tók dómara ekki nema tvo daga snemma í vor að hugsa sig um hvort ég væri skaðabótaskyldur fyrir öllum þessum lánum, að ég ætti mér engar málsvarnir og þyrfti að líða fyrir lán- tökur félagsins. Mér finnst það skrítið að nokkrum vikum síðar komi dómur Hæstaréttar sem segir að þetta sé allt kolólöglegt. Lýsing hefur ekki dregið gjaldþrotabeiðnina til baka. Ég á að fá nafnið mitt, peningana og fyrirtækið aftur,“ segir Örn. Konan fylgdist með náföl Örn segist ekki geta lýst því hvernig var að standa andspænis lögmanni Lýs- ingar í réttarsal, en Örn tók þá ákvörð- Ég á að fá nafnið mitt, peningana og fyrirtækið aftur. Örn Johansen og verktakafyrirtæki hans ÖJ-Arnarson voru í vor gerð gjaldþrota vegna erfiðleika fyrirtækisins við að standa í skilum með gengistryggð lán. Lýsing mat eignir fyrirtækisins á hálfvirði þess sem þær voru keyptar á einu eða tveimur árum áður. Á sama tíma höfðu skuldirnar hátt í tvöfaldast. Einn af vörubílum Arnar er auglýstur til sölu í Ungverjalandi fyrir átta milljónir króna. Lýsing hafði metið hann á fjórar milljónir króna. RóbeRt hlynuR balduRsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Heiti Söluverð Staðaviðuppgjöf Mat Árgerð Skuld scania vörubíll 7.950.000 14.244.650 5.276.617 2007 8.968.033 Malarvagn 3.190.000 5.032.987 367.070 2006 4.665.917 SaMtalS 11.140.000 19.277.637 5.643.687 13.633.950 scania vörubíll 10.899.999 22.390.927 6.666.810 2007 15.724.117 Innifalinnermalarvagn scania vörubíll 8.428.355 13.755.142 6.034.854 2006 7.711.288 Malarvagn 4.187.246 6.417.232 268.345 2006 6.148.887 SaMtalS 12.615.601 20.172.374 6.303.199 13.860.175 daf vörubíll 13.600.000 29.810.633 8.093.229 2007 21.717.534 Innifalinnermalarvagn scania vörubíll 8.803.073 13.810.977 4.248.402 2006 9.562.575 Malarvagn 3.190.000 5.032.987 397.130 2006 4.635.857 SaMtalS 11.993.073 18.843.964 4.645.532 14.198.432 hitachi beltagrafa 5.500.000 12.212.293 2.868.750 2001 9.343.543 FólKsbílaR nissan 3.416.350 3.683.030 ókomið 2006 ókomin benz 4.116.935 5.546.978 1.024.076 2005 4.522.902 Kyron 3.700.000 7.383.660 2.175.113 2007 5.208.747 SaMtalS 76.981.958 139.321.496 37.420.396 98.209.400 *aðeinsertekiðtillittiltækjaogbifreiðafyrirtækisinsíyfirlitinu.Þaraðaukibætistviðhúsnæðisemkeyptvarásautján milljónir.Skuldiníþvívar24milljónirviðuppgjör. Viðskipti Lýsingar og ÖJ-arnarsonar „mun elta þessa menn út yfir gröf og dauða“ Átakanleg lífsreynsla Örnsegirþað hafareynsthonummjögerfittþegar gjaldþrotabeiðniáhendurhonumvar tekinfyriríHéraðsdómiSuðurlands. Mynd hÖRÐuR sVeInsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.