Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 23
mánudagur 19. júlí 2010 úttekt 23 20 hlutir sem hafa breyst frá 2007! Ávextir eru munaðarvara Árið 2007 var varla til sá ávöxtur sem var ekki hægt að fá í Hagkaupum og nota í exótíska mont eftirrétti handa vinnufélögunum í matarboðum. Þegar krónan féll árið 2008 var erfitt að fá ýmsa ávexti í verslunum og lokaðist hreinlega fyrir innflutning á sumum tegundum. Nú eru ávextir orðnir dýr munaðarvara eins og þegar afi og amma voru lítil. Epli og appelsínur sáust þá sjaldnast nema á jólunum. Þetta er kannski ekki alveg svo slæmt ennþá, en verð á ávöxtum hefur hækkað mikið. Nytja- markaðir eru fjársjóðskistur Árið 2007 vissi fólk varla hvar nytjamark- aður Sorpu var til húsa, hvað þá Rauði krossinn. Nú blómstra báðir markaðirnir sem aldrei fyrr og það er iðulega biðröð fyrir utan þá á hádegi þegar opnar. Verst er þó að sumir aðilar nýta sér nytja- markaðina sem heildsölur og endurselja notaða hluti á netinu. Það hefur bitnað á hinum almenna kaupanda sem þarf að mæta snemma og vera fljótur til að grípa góssið. Flóamarkaður Reykvíkinga, hið eina sanna Kolaport, hefur aldrei verið líflegri en einmitt núna en hann blómstraði í kreppunni. Þar iðar allt af lífi um helgar og hvergi fæst ódýrari og betri harðfiskur. úr gæða- víNum í heimabrugg Það er af sem áður var, þegar venjulegt fólk keypti sér Chatau Latour árgang 1964 og nú hefur fólk skipt yfir í ódýrari tegundir. Margir brugga sér sjálfir sín eigin léttvín og einnig bjór. NammigrísirNir halda aftur af sér Eftir að sykurskattur var lagður á hverja þá matvöru sem inniheldur örðu af sykri er sælgæti orðið rándýrt. Fólkið sem drakk 10 lítra af kolsvörtu kóki á dag er því óðum farið að slaka á neyslunni og sælgæti selst í minna mæli en það gerði í góðærinu. Doktor guNNi er neytendafrömuður! Fyrir kreppu var doktorinn einna helst þekktur fyrir störf sín í þágu íslenskrar tónlistar en hann var bæði laga og textahöfundur og hefur verið meðlimur í sumum af epískustu hljómsveitum landsins, á borð við pönksveitina Unun. Eftir að verðlag fór að hækka fram úr hófi greip Gunni til sinna ráða og bauð lesendum sínum að senda sér dæmi um okurverð verslana. Seinna meir fór doktorinn að skrifa í Fréttablaðið um neytendamál og gerðist andlit lággjalda- flugfélagsins Iceland Express. FlatskjÁirNir eru enn í hverri stofu Flatskjáir þóttu mikið tákn ársins 2007 en það er eitt velmegunarmerkið sem hefur ekki horfið þrátt fyrir kreppuna. Það er hvergi hægt að kaupa gömlu túpusjónvörpin nema ef ske kynni í Góða hirðinum þar sem þau dúkka reglulega upp. Því þynnri og meira gljáandi, því flottari. Það eina sem ef til vill hefur breyst er að færri íslenskar kvikmyndir eru sýndar á skjánum vegna niðurskurðar á fjárframlögum til RÚV. líFræNt hvað er það? Í góðærinu blómstruðu heilsuverslanir sem aldrei fyrr og þótti enginn matur hugsandi mönnum bjóðandi nema hann væri svo hryllilega lífrænn að hann kæmi helst úr bakgarðinum hjá Sollu á Grænum kosti. Allt mögulegt var merkt lífrænt í matvöruverslunum og veit- ingastaðir buðu upp á sérstaka lífræna matseðla með byggsalötum og öllu úr spelti. Þegar krónan féll árið 2008 áttuðu menn sig á því að lífræna lífsstílnum yrði varla viðhaldið með áframhaldandi kaupmáttarrýrnun og gengislækkun. Eitt lífrænt epli kostaði yfir 100 krónur og rúsínupakkinn slagaði í 700 kallinn á tímabili. Það hefur því dregið verulega úr neyslu úr lífrænum vörum þrátt fyrir eflaust stórkostlega hollustu þeirra. FrÁ Dýrum gjöFum í heimagerðar sápur Það var algengt í góðærinu að sjá greinar í blöðum um útgjöld heimilanna fyrir jólin og gátu þær upphæðir sem hver fjölskylda eyddi í jólagjafir hlaupið á hundruðum þúsunda. Í kreppunni hefur mörg húsmóðirin gripið til þess ráðs að föndra jólagjafirnar og má til dæmis nefna að lopi seldist upp á landinu síðastliðið haust þegar allir sem vettlingi gátu valdi prjónuðu gjafir fyrir jólin. Þeir sem voru sniðugir hafa föndrað allt frá sápum til matreiðslubóka og voru það margir sem fengu heimagerðar jólagjafir síðustu jól. Færri silíkoN- brjóst lýtaaðgerðum fækkar Lýtalæknar urðu sannarlega varir við góðærið en á árunum 2005 – 2007 voru framkvæmdar hundruð brjóstastækkana á ári. Nú hefur lýtaaðgerðum fækkað um fjórðung á síðustu mánuðum og sagði Guðmundur Már Stefánsson lýtalæknir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í vetur að frekari samdráttar væri að vænta. Einna helst eru það brjóstastækkanirnar sem eru að fara verst út úr kreppunni. Það má því búast við færri silíkonbrjóst- um í sumar í sundlaugunum. FrÁ þyrlu- pöllum í bílastæði Þegar mesti uppgangurinn var í íslensku viðskiptalífi þurftu jöfrarnir oft að skjótast á fundi hér og þar á landinu og var þá einkar handhægt að ferðast í þyrlu. Sumar voru í eigu útrásarvíking- anna en aðrar voru leigðar. Hér og þar um landið voru þá malbikaðir og merktir sérstakir þyrlupallar, einn sá þekktasti við hótelið á Búðum á Snæfellsnesi. Í dag er mjög lítil umferð um palla þessa, og hefur einhverjum þeirra verið breytt í bílastæði. Væri sjálfsagt einnig tilvalið að setja upp körfu og leyfa sauðsvörtum almúganum að drippla og trampa þar sem milljónamæringarnir stigu áður úr svörtum einkaþyrlum. ísleNska í búðum íslenska er töluð í bónus Á góðæristímanum fékkst varla Íslend- ingur í afgreiðslustörf eða ræstingar. Fólk var búið að læra að segja takk á bæði pólsku og tælensku enda nánast bara útlendingar og unglingar að vinna á kassanum í Bónus. Þegar kreppan skall á og atvinnuleysi jókst svo um munaði fóru Íslendingar að leita í þessu störf í auknum mæli og nú er loksins hægt að heyra „Viltu poka?“ og „Takk fyrir og góða helgi“, á ástkæra ylhýra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.