Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 19
HELEN ÓLAFSDÓTTIR gerði sér lítið fyrir og sigraði í Laugavegshlaupinu í kvennaflokki sem haldið var á laugardag. Aukinheldur setti hún glæsilegt Íslandsmet. STEFNDI Á SIGUR Í HLAUPINU Ég man hvernig mér leið þegar bús- háhaldabyltingin geisaði á Íslandi. Ég var sem límdur við tölvuna og fylgdist agndofa með atburða- rásinni. Ég vissi að Ísland myndi aldrei verða samt. Héðan í frá myndi allt breytast. Ég hafði einhvers stað- ar vonað að þessi dagur myndi renna upp, en var fyrir löngu búin að grafa þá von í safnhaug brostinna vænt- inga. Svo bara gerðist þetta. Kýlið sem var búið að vaxa í 18 ár undir dómsdagskapítalisma Sjálfstæðis- flokksins brast á 18 andartökum. Neró og FLokkurinn Svo komu kosningar og svo kom ný stjórn með vandamál sem eru mæld í gígavöttum. Flokkurinn sem kom okkur í þetta klandur bíður glottandi í skjóli og nýtur útsýnisins líkt og Neró forðum þar sem hann spilaði og söng meðan eldtungurnar spegl- uðust í barmafullum bikarnum. Ekki hættir. Bara í „fríi” Ég hélt, og sjálfsagt margir aðrir, að allt myndi breytast eftir hrunið. Að nýtt fólk myndi taka við hinu hrunda búi og hrunadansararnir myndu draga sig í hlé. En það má svo sem segja um sjálfan mig eins marga aðra að hyskni hinna stjórnandi stétta er allt að því botnlaus. Einu stjórnmálamennirnir sem hafa sagt af sér eru Steinunn Valdís og Lúðvík Bergvinsson. Allir hinir eru annað hvort í „fríi” eða á fullu við það sama og fyrir hrun. Krafan er korkur í kverk Það breyttist eiginlega ekki neitt nema að ný stjórn tók við af þeirri gömlu. Sömu vinnubrögðin eru viðhöfð og sami hugsunarháttur og hratt okkur fram af brúninni er ráð- andi sem aldrei fyrr. Það var ekki bara kennitöluflakk hjá fyrirtækj- unum heldur líka hjá persónunum sem möluðu gull fyrir hrun. Takið eftir þessu. Sama fólkið sem staðið var að hroðafúski er enn að eins og enginn sé morgundagurinn. Eng- inn hefur hugrekki til þess að setja kork í þetta fólk Ný föt. Sama röddin Árni Johnsen er byrjaður að byggja! Hann er búin að troða sér í eitthvað „stafnkirkjuverkefni” og dílar nú aldrei sem fyrr við verktaka og efnis- sölur. Þorgerður Katrín er á fullu í stjórnmálum og hyggur á stofnun nýs stjórnmálaflokks. Ólafur Ragn- ar Grímsson er ennþá að tala um yf- irburði íslenska kynstofnsins og sér- staka hæfileika hans til að takast á við óvæntar aðstæður. Samfylking- in er að reyna að troða Ingibjörgu Sólrúnu í eitthvað alþjóða verkefni á vegum SÞ. Mennirnir sem reyndu árangurslaust að sölsa undir sig Orkuveitu Reykjavíkur, eru nú búnir að ná fram áformum sínum í gegn- um Magma Energy Sweden. Bank- sterarnir selja nú þjónustu sína sem gengur út á að slökkva eldana hús- um fólks sem þeir sjálfir kveiktu og Davíð Oddson stjórnar Sjálfstæðis- flokknum sem aldrei fyrr. Njörður Njarðvík náði þessari stemningu í þremur línum: Hvað finnst þér um hugarástand heillar þjóðar er sér lætur einlægt bjóða afglöp sinna verstu slóða? Hreint borð Ég óska þess heitt og innilega að við komumst upp úr þessum hjólförum. Ég bara nenni ekki að vakna aftur i þessum Groundhog day þar sem sömu fréttirnar koma aftur og aftur og aftur. Ég vildi óska að hrunsliðið, já og líka þeir sem æptu á kantinum, fari að snúa sér að einhverju öðru en samfélagsmálum. Þetta er kom- ið gott. Þið klikkuðuð. Við klikkuð- um öll. Byrjum með hreint borð og með nýju fólki. Dauðakynslóðin Í víða samhenginu ættu allir stjórn- málamenn af hippakynslóðinni að sjá sóma sinn í því að setja skott- ið milli lappa sér og skjótast undir næsta grjóthnullung. 68-kynslóðin sem lærði frítt, byggði frítt, naut allra ávaxta gengina kynslóða og klúðraði efnahagi þjóðarinnar ofan í salerni hins alþjóðlega peningamarkaðar.... en ríkistryggðu sínar eigin innistæð- ur í bönkunum þannig að þau sjálf tapa eiginlega engu. Byrðarnar bera þeir sem lærðu ekki frítt, byggðu ekki frítt og fá lakari þjónustu á öllum sviðnum samfélagsins. 68-kynslóð- in er dauðakynslóðin. Johnsen er byrjaður að byggja... 1 KRISTRÚN FANN GRAS Í VINNUNNIFyrirsætan Kristrún Ösp fann sjö grömm af ólöglegu grasi í vinnunni. 2 EINN VERSTI FJÖLDAMORÐINGI SÖGUNNAR „HETJA“ Belgískur þingmaður segir að Leópold 2. Belgíukonungur hafi verið hetja. 3 BANASLYS Í SKEMMTIGARÐI Fimmtán ára gömul stúlka lést eftir að tæki í skemmtigarði í Barcelóna á Spáni brotnaði í sundur. 4 GEIR JÓN Á VAPPINU Á AUSTURVELLI Geir Jón Þórisson naut sín í veðurblíðunni á föstudag. 5 HENRY VILL FARA AFTUR TIL ARSENAL Thierry Henry segist huga að endurkomu til Arsenal þó hann hafi nýlega samið við bandarískt lið. 6 KÓKAÍNBARÓN HANDTEKINN FBI handtók á sunnudag alræmdan dópsmyglara í Púertó Ríkó, Jose Figueroa Agosto. 7 MENGUNARVÖLDUM BREYTT Í ELDSNEYTI Bandaríkjamaðurinn Karl Kuschner vinnur að því að breyta mengunarefnum í eldsneyti framtíðarinnar. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er konan? móðir, eiginkona og hlaupari. Hvar ertu uppalin? Í Hafnarfirði Hvað drífur þig áfram? Ögrandi verkefni Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? Í S-Frakklandi. Hvað borðarðu í morgunmat? Kellogs K og Cheerios í bland ásamt vítamínblöndu Hvaða bók lastu síðast? Horfðu á mig eftir Yrslu Sigurðardóttur Keppirðu mikið í langhlaupum? Ekki mörgum en hefur verið að aukast síðustu misseri Var stefnan alltaf sett á sigur á Laugaveginum? Já ég stefndi á sigur í hlaupinu Hvernig gekk hlaupið, var ekki svakalega heitt? Hlaupið gekk samkvæmt áætlun en það var svakalega heitt á Söndunum. Kom brautarmetið þér á óvart? Já það kom mér verulega á óvart. Veistu hvað þú misstir mörg kíló á leiðinni? Brenndi ca 3.300 kalóríum á leiðinni. Heldurðu að þú getir bætt þetta met? Nei ekki svo viss um það, formið var upp á sitt besta og aðstæður frábærar. MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Það gæti verið að ég skjótist til Eyja í einn dag eða svo.“ GUNNAR ÓLI GUÐJÓNSSON 23 ÁRA NEMI „Ég er ekki búinn að ákveða mig ennþá. Ég er ekki vanur að fara eitthvað en kannski kíki ég á Strandir að veiða fisk og tína ber.“ GUÐJÓN KRISTINSSON 56 ÁRA SKRÚÐGARÐYRKJUMAÐUR „Nei, ég reikna ekki með því. Ég er á vakt og verð því að vinna yfir helgina. Þar fyrir utan er ég vön því að vera þá frekar heima þessa helgi.“ BJÖRG ÞORBJÖRNSDÓTTIR 56 ÁRA FÉLAGSLIÐI „Ég er ekki alveg búinn að ákveða það. Ætla sennileg að kíkja á Þjóðhátíð á sunnudaginn enda farið áður og skemmt mér vel.“ INGIMAR HELGI FINNSSON 21 ÁRS NEMI „Ég ætla að vinna um helgina. Ég tek peningana fram yfir skemmtunina, að minnsta kosti verður maður að eiga peninga til að geta skemmt sér.“ SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR 26 ÁRA BÍLSTJÓRI ÆTLAR ÞÚ AÐ FARA ÚT ÚR BÆNUM UM VERSLUNARMANNAHELGINA? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MÁNUDAGUR 19. júlí 2010 UMRÆÐA 19 „Enginn hefur hugrekki til þess að setja kork í þetta fólk.“ TEITUR ATLASON nemi skrifar Í sól og sumaryl Margir lögðu leið sína í Nauthólsvík á sunnudag enda sannkallað baðstrandarveður. Þessi ungi herramaður tók með sér lítinn gúmmíbát á ylströndina og lék sér í sjónum. Hitinn í Reykjavík fór í átján gráður. MYND HÖRÐUR SVEINSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.