Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 19. júlí 2010 mánudagur 20 hlutir sem hafa breyst frá Íslendingar hafa aðlagast breyttu efnahagsástandi: tjöldin taka við af fellihýsunum Sumarið 2007 voru öll tjaldstæði troðin af fellihýsum og hjólhýsum. Gamla góða fjölskyldutjaldið lá inni í geymslu og rykféll meðan skrímslin héngu aftan úr bílunum. Það var ekki óalgengt að sjá hjólhýsi með örbylgjuofnum og gervihnattardiskum og spurðu menn sig hvert útilegustemningin hefði farið. Nú eru þegar farin að sjást mun fleiri tjöld en áður og er gangandi fólki óhætt að leggjast niður á tjaldsvæði án þess að eiga á hættu að verða að klessu undir hjólhýsi á leið í vegasjoppu. jeppar eru vandræðalegir og óumhverfisvænir Menn þurftu stóra bíla til að draga fellihýsaflykkin og rauk sala á jeppum upp í góðærinu. Mörg þeirra fjallaferlíkja sem keypt voru árið 2007 fóru þó aldrei út fyrir borgarmörkin og gegndu hlutverk stöðutákns fyrir viðskiptajöfra í hádegisverði í Reykjavík. Til er fræg ljósmynd af höfuðstöðvum 365 ehf. þar sem saman voru komnir hátt í tugur Range Rover jeppa, hver öðrum líkur þar sem eigendur þeirra sátu á stjórnarfundi. Ekki gat útvarpsstjórinn sjálfur, Páll Magnússon, verið eftirbátur þeirra og ók hann einnig um á Range Rover. Nú hafa margir þessara jeppa verið endur- heimtir af lánadrottnum og aðrir seldir úr landi. Þeir fáu sem eftir eru, eru vandræða- leg áminning um tryllta neysluhyggju sem ríkti í góðærinu. Mcdonald‘s ekki lengur á Íslandi Það átti engin von á þessu þegar Davíð Oddson beit í fyrsta McDon- ald's hamborgarann á Íslandi árið 1991 en í fyrra hvarf McDonald's hamborgarakeðjan af landi brott. Ástæðan voru dýr aðföng í kjölfar hruns krónunnar. Í kjölfarið heyrðist hátt í spjátrungum sem bauluðu hver í kapp við annan að McDonald's óhollustunni yrði sko ekki saknað! Þrátt fyrir þetta mættu þúsundir manns að fá sér síðasta hamborgarann síðustu vikuna sem keðjan var opin. Bensín getur greinilega endalaust hækkað Í verði Það voru góðir tímar árið 2007 og muna menn glögglega eftir því þegar bensínlítrinn skreið yfir 100 krónurnar í byrjun árs. Þótti þetta heldur gróft, en almenningur var ekkert að stressa sig allt of mikið yfir þessu, og dældi sem fyrr fé í olíufélögin. Í dag kostar bensínlítrinn hins vegar yfir 190 krónur og hafa margir gripið til reiðhjólanna eða almenningssamgangna. strætó er svalur Árið 2007 þótti ekki töff að taka strætó. Það gerðu bara börn og gamalt fólk. Eins furðulegt og það er, er annað uppi á teningnum erlendis og þar nýta Íslendingar sér almenningssamgöngur grimmt. En á Íslandi lét fólk ekki sjá sig í strætó, gekk frekar. Þetta hefur breyst töluvert eftir að harðnaði í ári og hefur farþegafjöldi strætisvagna margfaldast á örfáum árum. Ferðalög innanlands hafa stóraukist Í góðærinu var ekki óalgengt að meðalfjölskylda færi til útlanda tvisvar á ári. Utanlandsferðir hafa nú hækkað töluvert í verði og ferðaskrifstofurnar eru að mestu leyti í eigu sömu aðila. Þannig er lítil sem engin samkeppni og verðið helst hátt. Fólk hefur þá brugðið á það ráð að ferðast innanlands í staðinn. Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi glæðist og krakkarnir sjá landið – allir græða. pýraMídaviðskipti blómstra Í kreppunni Þegar atvinnuleysið jókst um mörg prósent á einu ári gripu sumir til þess ráðs að skapa sér sín eigin tækifæri. Herbalife, Jen Fe, Olong te og Aloe Vera drykkir eru allsstaðar til sölu og sölufólk auglýsir við hvert tækifæri. Að sama skapi verður það að teljast kreppuvænt að lifa á dufti og orkute, svo fólk slær þarna tvær flugur í einu höggi. úr einkaþotuM á saga Class Árið 2007 áttu margir útrásarvíkinganna svokölluðu sjálfir einkaþotur. Þeir sem áttu ekki slík tryllitæki leigðu þær oft á ferðum sínum um heiminn. Nú hafa flestir selt þotur sínar og fréttist á dögunum af einum þeirra á almennu farrými á leið til London. Flestir leyfa sér þó enn þann munað að fljúga á Saga Class, enda kannski verðmunur- inn ekki svo mikill þegar viðkomandi á hundruði milljóna í handraðanum. skjár einn ekki lengur ókeypis Sjónvarpsstöðin Skjár Einn státaði lengi vel af því að vera eina sjónvarpsstöðin sem var algerlega ókeypis og stólaði aðeins á auglýsingatekjur. Það er af sem áður var og nú kostar áskriftin 2.200 krón- ur á mánuði. Slagorð stöðvarinnar, Skjár Einn – alltaf ókeypis er því orðið úrelt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.