Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 25
NáNast allir komust í mark Fjórtánda Laugavegshlaupinu lauk um helgina. 279 hlauparar lögðu af stað úr Landmannalaugum en 267 kláruðu þessa miklu þolraun. Veðrið var mjög gott en mikið sólskin hluta leiðarinnar gerði hlaupurum erfitt fyrir. Helen Ólafsdóttir vann í kvennaflokki á nýju brautarmeti en það tók hana fimm klukkustundir og tuttugu og eina mínútu að klára hlaupið. Hjá körlunum var Þorlákur Jónsson fyrstur í mark en hann hljóp leiðina á fjórum klukkustundum og fjörtíu og átta mínútum. Hann var hálftíma frá meti Þorbergs Jónssonar sem sett var í fyrra. stefáN ÞórðarsoN lék með ía Fram- herjinn kröftugi, Stefán Þórðarson, var kominn aftur í búning ÍA um helgina þegar hann sat óvænt á varamannabekk liðsins gegn HK. Stefán hafði ekki spilað knattspyrnu í tæpt ár eða síðan hann lauk tímabilinu með Nörrköping í Svíþjóð á síðasta ári. Hann kom inn á sem varamaður hjá ÍA sem vann HK, 2-0, á Kópavogsvelli. Skagamenn komust yfir með marki Ragnars Leóssonar í byrjun leiks og bætti síðan Hjörtur Júlíus Hjartarson við öðru marki fyrir Skagamenn sem léku manni færri nær allan leikinn. molar Podolski fer hvergi n Lukas Podolski ætlar ekki að fara frá uppeldisfélagi sínu Köln í sumar þrátt fyrir frábært gengi á heimsmeist- aramótinu og ógrynni símtala frá liðum úti um allan heim. Podolski kom aftur heim frá FC Bayern síð- asta sumar en gat lítið. „Núna er ég í fríi og svo fer ég aftur af stað með Köln. Auðvitað koma fyrirspurnir frá öðrum félögum. Ég hef samt engan áhuga á því,“ seg- ir Podolski sem hefur hvað mest verið orðaður við ítölsku risana hjá AC Milan. essien snéri aftur í sigri n Englands- og bikarmeistar- ar Chelsea hófu undirbúnings- tímabilið um helgina með sigri á Champions- hip-liði Crystal Palace. Chel- sea, sem var án margra sinna helstu stjarna, vann leikinn 1-0. Leikurinn mark- aði endurkomu Michael Essien sem skoraði sigurmarkið. „Þetta var mikilvæg endurkoma. Hann var virkilega sterkur og spilaði vel. Essien er frábær leikmaður sem við söknuðum mikið á síðustu leiktíð. Við vonum að hann geti hjálp- að okkur á næsta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea ánægður í leikslok. frábær berbatov n Silfurmeistarar síðasta árs í ensku úrvalsdeildinni, Manchest- er United, hófu einnig sitt und- irbúningstímabil með sigri á Glasgow Celtic í Toronto, 3-1. Búlgarinn Di- mitar Berbatov sem var mikið gagnrýndur á síðustu leiktíð átti frábæran leik. Hann skor- aði eitt mark og lagði upp hin tvö. „Berbatov var valinn maður leiksins og það átti hann svo sannarlega skilið, ekki spurning. Hann var alveg frábær. Við vitum af allri gagnrýninni á hann en hún kemur ekki frá okk- ur. Við vitum alveg hversu góðan leikmann við erum með,“ sagði Sir Alex Ferguson eftir leik. Ökumenn hugsa um sjálfa sig n „Liðið hefur forgang en á end- anum er það sá sem er fljótari sem hefur forgang,“ segir Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull í Formúlu 1. Mikið deilu- mál kom upp í herbúðum liðanna þegar framvængur af bíl liðsfélaga hans, Marks Webber, var settur undir bíl Vettels þar sem hann var ofar í stigamótinu. Það mál hefur nú verið leyst en Webb- er vann síðustu keppni í Bretlandi með gamla framvænginn. „Allir ökumenn hugsa bara um sjálfa sig því ef þú gerir það ekki muntu tapa. Fyrsti maðurinn sem þú vilt sigra er liðsfélagi þinn því hann er með sama búnað og þú,“ segir Vettel. mánudagur 19. júlí 2010 sport 25 Félagaskiptasögunni um Cesc Fa- bregas er líklega lokið í bili og munu stuðningsmenn Arsenal njóta þess að sjá þann magnaða miðjumann stýra spili Lundúnafélagsins áfram á næstu leiktíð. Barcelona gerði harða atlögu að Fabregas sem er uppalinn Börsungur og mun líklega fátt koma í veg fyrir að hann endi aftur á heima- slóðum. Thierry Henry, markahæsti leik- maður í sögu Arsenal, skilur vel þá stöðu sem Fabregas var í því sjálfur yfirgaf hann Arsenal fyrir Barcelona fyrir þremur árum. Hann var kynnt- ur sem nýjasti leikmaður bandaríska MLS-deildar liðisins New York Red Bulls fyrir helgi en hann mun spila sinn fótbolta með Beckham og fé- lögum næstu tvö árin í það minnsta. „Ég myndi ekki vilja vera í hans sporum. Ekki nóg með að hann elski Arsenal eins og ég geri þá er hann frá Barcelona. Ég myndi alls ekki vilja fara í gegnum það sem hann er að fara í gegnum núna,“ segir Henry sem sjálfur segist dýrka Arsenal og vilji snúa þang- að aftur á endanum, sama hvaða starf bíður hans. „Hvað ég mun gera eftir að ferlinum lýkur veit ég ekki en það sem ég vil gera er að snúa aft- ur til Arsenal. Hvað sem ég mun gera vil ég snúa aftur, kannski sem vatnsberi, ég bara elska þetta fé- lag,“ segir Henry sem skoraði 226 mörk í 369 leikjum á sínum ferli með Arsenal. tomas@dv.is Thierry Henry skilur stöðu Cesc Fabregas: Gæti orðið vatnsberi Arsenal ÓÞEKKT NAFN Á SILFURKÖNNUNA eins og hann hefði aldrei gert neitt annað en að vera í forystu á risa- móti. Tilfinningarnar báru hann þó ofurliði eftir sigurinn enda ekki á hverjum degi sem menn vinna elsta og virtasta risamótið í golfinu. „Ég fatta kannski á morgun hvað ég var að afreka,“ sagði hann. „Þetta er náttúrulega ótrúlegt. Það var rosalega erfitt eftir tólftu holuna að halda sér rólegum og vera með þessa forystu. Ég náði samt að vera nokkuð rólegur. Ég fékk smá krampa þarna á sautjándu en það slapp. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Oosthuizen í viðtali eftir sigurinn. „Að vinna þetta mót er einstakt og vil ég sérstaklega þakka mömmu og pabba fyrir þeirra framlag. Það sem þau hafa gert fyrir mig er ótrú- legt. Ég vil líka þakka Ernie Els allt sem hann hefur gert. Að fá að vera í hans prógrammi í þrjú ár var al- veg frábært,“ sagði Oosthuizen en Ernie Els hefur haldið úti sérstöku prógrammi fyrir frambærilega kylf- inga í Suður-Afríku og gert þeim kleift að stunda íþróttina af krafti. „Ég vil líka þakka konunni minni og litlu stelpunni minni. Án þeirra væri þetta ekki þess virði. Takk fyrir mig,“ sagði Oosthuizen í ræðu fyrir fram- an áhorfendur með Silfurkönnuna, Claret Jug, í hendinni. MAgnAður Sigur Louis Oosthuizen verðskuldaði sigurinn á opna breska. goðsögn hjá Arsenal Thierry Henry er markahæsti leikmaður í sögu Arsenal. MynD AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.