Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 26
„Keppnin í Tyrklandi var meira feg- urðarsamkeppni. Ég fékk svolít- ið menningarsjokk því þarna er öðruvísi að vera en á Íslandi,“ segir Bryndís Gyða en hún tók bæði þátt í fegurðarsamkeppni í Tyrklandi og í Þýskalandi í ár. Í Tyrklandi var hún kjörin „Miss photogenic“, en hún segist hafa upplifað ólíka menning- arheima á ferðum sínum fyrir feg- urðarsamkeppnirnar. „Ég tók eftir strax og ég var á leið- inni heim af flugvellinum í Tyrklandi að sá ég bara kofa, pínulitla kofa þar sem fólk býr, þar sem tré var haft fyr- ir þak. Þetta var sérstaklega áberandi í litlu bæjunum, það var eiginlega bara í borgunum sem voru almenni- leg hús. Annars leið mér eins og ég væri komin í gettóið þar sem nasism- inn var, þær myndir sem maður hef- ur séð af því. Ég er ekkert vön þessu, að ferðast til svona óþróaðra landa.“ Stelpurnar frá Úkraínu gerðu hvað sem er Bryndís segir forsvarsmenn fegurð- arsamkeppnanna beggja hafa greitt fyrir för hennar út. „Annars hefði ég ekki farið. Það var umboðsmaður sem sér um að „scouta“ módel í verkefni og stelp- ur í keppnir og hann sá mynd af mér, grunar að það hafi verið á aug- lýsingu á síðu sem hann sá. Hann gúggl aði mig og fann mig einhvern veginn, sendi mér meil og talaði við mig. Ég kynnti mér þennan mann og hann hafði unnið með öðrum ís- lenskum stelpum sem höfðu tek- ið þátt í fegurðarsamkeppnum svo ég vissi að þetta var allt öruggt og svona. Ég skoðaði líka keppnirnar og talaði við stelpur sem höfðu áður farið og svona,“ segir Bryndís og tek- ur fram að þátttakan hafi verið mjög skemmtileg upplifun. „Æðislegt að kynnast svona mörgum, við erum enn í sambandi í dag. Til dæmis, ein stelpan sem varð mjög góð vinkona mín, hún er módel í Noregi og er núna flutt til LA og það getur verið að ég sé að fara til hennar. Gaman að geta farið og heimsótt fólk allsstaðar að úr heiminum. Við vor- um flestar góðar vinkonur en síðustu dagana fór samkeppnin að harðna. Þegar verið er að taka myndir þá eru ákveðnar stelpur sem troða sér alltaf fremst. Það eru aðallega stelpur frá fátækum löndum eins og til dæmis Úkraínu sem finnst þetta vera alveg annað líf ef þær ná árangri og þær gera eiginlega bara hvað sem er til að fá athygli og komast áfram.“ Bryndís Gyða segist þó ekki hafa áhuga á Ungfrú Ísland í bili. „Allavega ekki á næsta ári, ætla að hvíla mig aðeins á þessu. Tvær keppnir á einu ári er alveg nóg.“ Myndi pottþétt segja já við Playboy Bryndís, sem starfar bæði sem fyrirsæta og með langveiku fólki seg- ist hyggja á landvinninga. „Það er núna á planinu hjá mér að fara til Dubaí og svo er verið að tala um að ég sé mögulega að fara til Am- sterdam í nokkra daga. Ég hef verið að hugsa um að fara til Dubaí þar sem eru mikil tækifæri fyrir stelpur með evrópskt útlit. Það halda marg- ir að þetta sé eitthvað arabaland, en það er voðalega vestræn menning þarna. En þetta kemur í ljós og ég er að fara að læra einkaþjálfarann í haust og verð að einbeita mér að því.“ Bryndísi er margt til lista lagt en hún er einnig liðtæk söngkona og segist stefna á að gefa eitthvað út í framtíðinni.“ „Fólk mun örugglega heyra eitt- hvað eftir mig en ég er aðallega að syngja popp og svo líka rólegar mel- ódíur.“ Í ljósi þess að súpermódel okkar Íslendinga, Ásdís Rán, er nýbúin að sitja fyrir í búlgarska Playboy ligg- ur beint við að spyrja þokkagyðjuna Bryndísi Gyðu hvort tilboð frá Play- boy myndi freista hennar. „Ég væri til í að sitja fyrir í amer- íska Playboy. Ef manni myndi ein- hvern tíma verið boðið það myndi maður pottþétt segja já. En ég hef reyndar ekki skoðað Playboy svo ég ætti kannski ekki að svara þessari spurningu.“ Rapparinn og grafíski hönnuð- urinn Ómar Hauksson, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa slegið í gegn með hljómsveitinni Quarashi, er um þessar mundir í tökum fyrir mynd sem hann er með í smíðum. Óljóst er um ná- kvæman söguþráð myndarinn- ar en af Facebook-síðu Ómars að dæma koma uppvakning- ar talsvert við sögu í myndinni ásamt miklu magni af gervi- blóði og alls kyns tæknibrellum. Ómar vill sem minnst gefa upp um myndina að svo stöddu en spennandi verður að sjá hvort hér sé á ferðinni fyrsta íslenska „zombie“-myndin. Upptökur fóru víst að einhverju leyti fram utan dyra í síðustu viku og leist erlendum ferðamönnum víst ekki á blikuna þegar þeir mættu uppvakningunum á leið sinni um borgina. „Þetta er víst bara svona. Ekkert sem við getum gert í því,“ seg- ir Bríet Sunna Valdemarsdótt- ir söngkona. Rás 2 hefur hafn- að lagi hennar, Þú varst mér allt, því það er ekki talið henta stöð- inni. „Mér skilst að lagið hafi far- ið fyrir fund og niðurstaðan var sú að það væri ekki nógu sum- arlegt. Þeir segjast ætla að skoða það með haustinu.“ Lagið er eft- ir Halldór Guðjónsson en Bríet Sunna syngur auk þess að semja textann. Textinn er afar ástríðu- fullur enda samdi hún hann til ástarinnar í lífi sínu, eins og hún orðar það í kynningu á laginu á vefsíðunni Youtube. „Þetta lag er mér mikið hjartans mál,“ segir hún að vonum frekar spæld með höfnun Rásar 2-manna. Það er stjörnum prýddur hóp- ur sem aðstoðar Bríeti Sunnu í laginu því Böddi í Dalton syngur bakraddir og Davíð Sigurgeirs- son gítarleikari og kærasti ann- arrar ungrar söngstjörnu, Jó- hönnu Guðrúnar, spilar á gítar og bassa í laginu. Lagið er hug- ljúf ballaða. Bríet Sunna, sem er hvað þekktust fyrir að hafa fang- að hug og hjarta sjónvarpsáhorf- enda í 2 seríu Idol-Stjörnuleitar- innar, er þó bjartsýn þrátt fyrir að Rás 2 hafi hafnað henni. „Ég hef fengið góðar undirtektir annars staðar frá og vona bara að lagið fái að hljóma,“ segir hún vongóð. viktoria@dv.is „Ekki nógu sumarlEgt“ rappari gErir zombiE mynd Rás 2 vill ekki spila nýtt lag idol-stjöRnunnaR BRíetaR sunnu: Fréttakonan skelegga Lára Ómarsdóttir fór á kostum í frétt- um sjónvarpsins á föstudags- kvöld. Lára hafði komið sér fyrir við þjóðveginn á Kjalarnesi og lýsti þar í beinni útsendingu miklum umferðarþunga út úr bænum. Lýsingar hennar á um- ferðinni voru með eindæmum og marg endurtók hún hversu þung umferð hefði verið út úr bænum. Glöggir sjónvarpsáhorf- endur tóku hins vegar eftir því að nánast engin umferð var við veginn. Einn og einn bíll fór fram hjá Láru þar sem hún stóð sum- arklædd við veginn. Viðmæl- andi hennar var eitthvað seinn á staðinn því í miðri frétt kom lög- reglumaður á hjóli og Láru lá svo á að tala við hann að hún hljóp að honum og reif upp skyggnið á hjálminum til að hún gæti spurt hann spurninga. Það viðtal varði afar stutt enda viðmælandinn of seinn í viðtalið. Lára gaf svo orðið aftur yfir til Páls Magnúsar fréttaþular sem augljóslega var skemmt yfir tilþrifum Láru við umferðarlýsinguna. lára lýsti tómum vEgum 26 fólkið 19. júlí 2010 mánudagur Fyrirsætan Bryndís Gyða Grímsdóttir fór í tvær fegurðarsamkeppnir á árinu. Hún er á leiðinni til dubaí og segir stelpurnar frá Úkraínu gera allt til að komast áfram í keppnunum. Bryndís Gyða Grímsdóttir: Segir ekki nei við Pl yboy Þokkafull í bikiní Bryndís Gyða er efnilegt glamúrmódel. Ögrandi Bryndís Glæsileg fyrirsæta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.