Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 29
mánudagur 19. júlí 2010 sviðsljós 29 www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - Ferillinn í rúst! Mel Gibson heitir Mel Colm-Cille Gerard Gib- son fullu nafni og er fæddur í Peekskill, New York, 3. janúar 1956 og er því 54 ára. Hann er sjötti í röðinni af ellefu systkin- um og á ættir að rekja til Írlands en móðir hans hefur bæði írskan og ástralskan ríkisborgararétt. Hann flutti til Sydney í Ástralíu með for- eldrum sínum þegar hann var 12 ára og lærði síðar leiklist í National Insti- tute of Dramatic Art. Hann giftist fyrri eiginkonu sinni, Robyn Denise Moore, árið 1980 og eignaðist með henni sjö börn. Þau skildu formlega árið 2009 eftir tveggja ára aðskilnað að borði og sæng og var orsökin á pappír- um sögð óleysanlegur ágreiningur. Í októ ber það ár eignaðist Mel dóttur með þáverandi kærustu sinni frá Rúss- landi, Oksönu Grigorieva, en nú í júní fékk Oksana dæmt nálgunarbann á Gib- son. Hún segir hann hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi sem hefur síðar verið staðfest af upptöku sem gerð var opinber nýlega á netinu. Á upptökunni heyrist Mel óska Oksönu þess að vera „nauðgað af hópi af negrum“, kalla hana „gyltu á fengi- tíma“ og hóta að kveikja í húsinu hennar. Það er skemmst frá því að segja að þetta hneykslismál hefur rústað orð- spori Gibsons og má segja að ferill hans hangi á bláþræði. En lítum aðeins á söguna, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikarinn er gagnrýndur fyrir hneykslanleg ummæli. Fordómafullur Eftir útskrift fékk leikarinn hlutverk í Mad Max og skömmu síðar Leathal Weapon-myndunum sem flestir þekkja. Seinna sneri Mel sér að leikstjórn og frumraun hans í leikstjórn árið 1993 var kvikmyndin The Man Without a Face. Aðeins tveimur árum síðar leik- stýrði hann stórmyndinni Braveheart af mik- illi snilld. Myndin vann til Óskarsverðlauna fyrir bestu leikstjórn. Árið 1985 var Gibs- on nefndur „sexiest man alive“ af People- tímaritinu og var sá fyrsti til þess að bera þann titil. Árið 2004 leikstýrði Gibson síð- an hinni umdeildu mynd The Passion of the Christ sem fjallaði eins og kunnugt er um síðustu daga Jesú Krists. Sturlaður sérvitringur? Mel Gibson hefur verið gagnrýndur fyr- ir fordóma gegn samkynhneigðum, gyðingum og nú síðast á upptökunni hennar Oksönu, gegn svörtu fólki, en þar segist Gibson hátt og skýrt óska þess að henni verði nauðgað af hópi „negra“. Árið 1991 sagði leikstjórinn í viðtali við spænska dagblaðið El País: „Þeir ríða hver öðrum í rass, þetta [bendir á afturend- ann á sér] er bara til þess að skíta með. Miðað við hvernig ég lít út, hver gæti mögulega haldið að ég væri hommi?“ Þegar Gibson var handtekinn árið 2006 fyrir ölvunarakstur sagði hann við lögregluþjón- inn: „Helvítis gyðingar, öll stríð í heiminum eru gyðingum að kenna.“ Sló kærustuna með barnið í fanginu Oksana segist hafa tekið samtalið upp vegna þess að Mel hafi ítrekað hót- að henni líkams- meiðingum og líf- láti og vildi geta sannað ofbeld- ishneigð hans fyrir dómi, enda stendur parið fyrr- verandi í forræðis- deilu um átta mán- aða gamla dóttur þeirra. Oksana hefur einnig kært Gibson fyrir heimilisofbeldi en hún segir hann hafa brotið í henni fram- tennurnar og sleg- ið hana svo stórsá á henni. Umboðsmenn hans og samstarfsað- ilar hafa lýst sig for- viða yfir upptökunum og margir hverjir slit- ið samstarfi við hann. Það lítur því út fyrir að ferill leikstjórans hæfi- leikaríka hangi á blá- þræði. Mel viðurkennir enn fremur á upptöku Oksönu að hafa sleg- ið hana meðan hún hélt á átta mánaða dóttur þeirra í fanginu. Hann virðist mjög æstur á upptökunni og andardráttur hans er hrað- ur á milli þess sem hann öskrar: „Þú ættir bara að brosa og totta mig, ég á það skilið! Mig vantar konu en ekki litla stelpu með biluð kynfæri!“ Ljóst þykir af upptökunni að leikstjórinn er í miklu andlegu ójafnvægi og þarfnast hjálpar en skaðinn fyrir ímynd hans sem leikara og leik- stjóra gæti reynst óbætanlegur. Oksana segist enn fremur eiga í fórum sínum myndir af sér og barninu eftir átökin en á myndunum sést marblettur á andliti 8 mánaða dótt- ur þeirra. Það verður því að teljast ólíklegt að Gibson hafi betur í forræðisdeilunni sem nú stendur yfir. Fyrrverandi tekur upp hanskann fyrir Mel Nýjustu fregnir herma að fyrrverandi eiginkona Mels, Robyn Denise Moore, hafi tekið upp hanskann fyrir hann í réttarsalnum. Þar sagði hún að leikstjórinn hefði aldrei lagt á sig eða börn þeirra hendur en hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið til þess að vernda börn sín fyrir kastljósi fjölmiðla. Robyn skildi við Mel í kjölfar þess að hann var handtekinn og dæmdur fyrir ölvunaraksturinn 2006. Kvikmyndir og hlutverk: Edge of Darkness (2010) – Ronald Craven Paparazzi (2004) – Anger Management Therapy Patient (ekki á kreditlista) The Singing Detective (2003) – Dr. Gibbon Signs (2002) – Reverend Graham Hess We Were Soldiers (2002) – Lt. Col. Hal Moore What Women Want (2000) – Nick Marshall The Patriot (2000) – Benjamin Martin Chicken Run (2000) – Rocky (rödd) The Million Dollar Hotel (2000) – Detective Skinner Payback (1999) – Porter Lethal Weapon 4 (1998) – Martin Riggs FairyTale: A True Story (1997) – Frances’ Father (ekki á kreditlista) Conspiracy Theory (1997) – Jerry Fletcher Fathers’ Day (1997) – Scott the Body Piercer (uncredited role) Ransom (1996) – Tom Mullen Pocahontas (1995) – John Smith (voice) Braveheart (1995) – William Wallace Maverick (1994) – Bret Maverick The Man Without a Face (1993) – Justin McLeod The Chili Con Carne Club (1993) – Mel Forever Young (1992) – Captain Daniel McCormick Lethal Weapon 3 (1992) – Martin Riggs Hamlet (1990) – Hamlet Air America (1990) – Gene Ryack Bird on a Wire (1990) – Rick Jarmin Lethal Weapon 2 (1989) – Martin Riggs Tequila Sunrise (1988) – Dale ‘Mac’ McKussic Lethal Weapon (1987) – Martin Riggs Mad Max Beyond Thunderdome (1985) – Mad Max Rockatansky Mrs. Soffel (1984) – Ed Biddle The River (1984) – Tom Garvey The Bounty (1984) – Fletcher Christian Master’s Mate The Year of Living Dangerously (1982) – Guy Hamilton Attack Force Z (1982) – Captain Paul Kelly Mad Max 2: The Road Warrior (1981) – Max Gallipoli (1981) – Frank Dunne The Chain Reaction (1980) – Bearded Mechanic (ekki á kreditlista). Tim (1979) – Tim Melville Mad Max (1979) – Max Summer City (1977) – Scollop I Never Promised You a Rose Garden (1977) – Baseball Player (ekki á kreditlista) leikstjóri: Apocalypto (2006) The Passion of the Christ (2004) Braveheart (1995) The Man Without a Face (1993) Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur alltaf verið umdeildur en nú á dögunum lak á netið upptaka sem hefur orðið til þess að mel er nú kallaður Mad Mel eftir persónunni mad max sem hann lék á árum áður. Hamingjusöm Mel Gibson og Oksana meðan allt lék í lyndi. „Þú ert eins og gylta á fengi- tíma!“ Mad Mel eins og hann er kallaður núna sparaði ekki stóru orðin við Oksönu. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.