Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Síða 13
mánudagur 19. júlí 2010 fréttir 13 Vilja að DaVíð Smári fái hjálp Ræður ekki við reiðina Fórnarlömb Davíðs Smára segja árásir á sig hafa verið skyndilegar og tilefnislausar. Deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun telur líklegt að hann yrði sendur á reiðistjórnunarnámskeið. Ennþá óttaslEginn ValuR SteingRímSSon, eitt fórnarlamba Davíðs Smára, segist enn í dag vera óttasleginn eftir að Davíð Smári réðst á hann fyrir rúmum þremur árum. Hann gegndi þá starfi knattspyrnudómara í leik í utandeildinni í knatt- spyrnu og endaði rifbeins- brotinn eftir viðskiptin. „Ég skil ekki hvers vegna ekki er gripið inn í þetta ferli og hann fær bara að halda áfram ofbeldisverk- um sínum. Auðvitað er fá- ránlegt að hann geti bara haldið þessu endalaust áfram og fái að komast upp með það. Það er ekki gott að horfa upp á fleiri fréttir af hans verknuðum, það skilur enginn í þessu. Sem fórnarlamb verð ég sorg- mæddur yfir því að fylgjast með þessu,“ segir Valur. „Það var ekkert grín að lenda í þessu og mér var mjög brugðið. Sjálfan langar mig ekkert að hitta á hann aftur en ég er ennþá óttasleginn og var um mig síðan þetta gerðist. Það er eitthvað í sálinni hjá mér því áður hugsaði ég aldrei um svona hluti. Í mínum huga hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því af hverju maðurinn hagar sér svona og fyrir vikið þurfi hann hjálp til að vinna sig frá þessu. Hann virðist alltaf dauðsjá eftir atburðunum og hann var voðalega almenni- legur við mig eftir að þetta gerðist. Þetta virðist vera eitthvað sem hann ræður ekki við og þarf hjálp við.“ „Það eru til siðblindir einstaklingar sem beita ofbeldi og leita sér aldrei sjálfviljugir hjálpar. Þeir líta einfald- lega á ofbeldið og undirokun sem hluta af tilverunni. Öll samskipti eru í þeirra huga átök um yfirráð en það geta aftur á móti flestir lært að það borgar sig ekki að láta svona,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur sem hefur um áratugaskeið aðstoðað fólk við að komast frá mynstri ofbeldis en hans reynsla snýr einkum að þeim sem vilja sjálfir leita sér aðstoðar. Í samtali við DV ræðir hann almennt um sálfræðimeðferð ofbeldismanna en ekki um málefni Davíðs Smára Helenarsonar. Einar Gylfi hefur, ásamt sálfræð- ingnum Andrési Ragnarssyni, lengi stýrt meðferðarúrræði fyrir karlmenn sem beita ofbeldi í nánum sambönd- um, Karlar til ábyrgðar, með góðum árangri. Fókusinn þar snýr að heimil- isofbeldi karla en hann myndi sjálfur vilja sjá frekari úrræði hér á landi í þá veru að meðferð sé sett sem skilyrði fyrir ofbeldismenn. Í kjölfarið myndu líkurnar aukast á því að ofbeldis- menn væru fúsir til samvinnu um að bæta ráð sitt. tekið á grunninum Fyrstu tvö skrefin snúa að því að of- beldismaðurinn átti sig á því hvað hann gerði í smáatriðum og síðan hver beri ábyrgðina á því hvað gerð- ist. „Í vinnu minni með ofbeldis- mönnum, sem leitað hafa sér hjálp- ar, fer ég í gegnum ákveðin skref og það er mikilvægt að taka þau í réttri röð. Fyrst reyni ég að gera ofbeldið sýnilegt fyrir ofbeldismanninum því menn sem vinna þannig óhæfuverk hafa í huga sér mjög óljósa mynd af ofbeldisverkinu en þetta er sjálfvirk- ur varnarmekkanismi hjá viðkom- andi,“ segir Einar Gylfi. „Næsta skref er að fá ofbeldis- manninn til að átta sig á því hver ber ábyrgð á ofbeldisverkinu. Ég heyri oft svör í þá átt að viðkomandi segist vita að þetta hefði hann ekki átt að gera en að ég ætti bara að vita hvern- ig fórnarlambið lét áður en ofbeldið átti sér stað. Þannig heyri ég oft setn- ingar eins og: „Þessi kunni sko að ýta á takkann hjá mér,“ eða: „Þegar svona er sagt við mig þá bregst mað- ur við.“ Þarna ber fórnarlambið orð- ið stóran hluta af ábyrgðinni í huga ofbeldismannsins en það er alltaf hann sem ber ábyrgð á því hvern- ig hann bregst við hegðun annarra í sinn garð. 100 prósent ábyrgð á eigin hegðun er einmitt lykill að ár- angrinum.“ aðstæður og afleiðingar Aðspurður segir Einar Gylfi það oft- ast auðveldara að fá ofbeldismenn sem beita líkamlegu ofbeldi til að átta sig á gjörðum sínum og hvar ábyrgð- in liggi. Næstu skref er að skoða um- hverfi ofbeldismannanna og loks að hjálpa þeim til að átta sig á afleiðing- um ofbeldisverkanna. „Við reynum síðan að skoða samhengi ofbeldisins og áhrifaþætti, líkt og áfengisneyslu eða aðstæður í fortíðinni. Í raun að finna út hvatirnar bak við ofbeldið og við hvaða aðstæður það brýst helst fram,“ segir Einar Gylfi. „Síðast veltum við upp afleið- ingum ofbeldisins, bæði fyrir ofbeldis mennina sjálfa og þá sem fyrir því verða. Til að fá menn til að bera ábyrgð á sjálfum sér og reyna að sjá hvernig öðruvísi sé hægt að bregðast við er nauðsynlegt að fara í gegnum þetta ferli. Það eru til ýmsar aðrar leiðir en að beita of- beldi þegar einstaklingarnir finna að þeir eru að missa stjórn á sér. Við reynum að sýna þeim aðrar leiðir.“ góður árangur Eins og áður sagði hafa þeir Ein- ar Gylfi og Andrés hjá Körlum til ábyrgðar náð góðum árangri í starfi sínu, bæði í gegnum einstaklings- meðferðir og hópastarf. Aðspurð- ur viðurkennir hann að því mið- ur sé ekki hægt að fullyrða að allir séu læknanlegir. „Við byrjum alltaf á vinnu með einstaklinginn og síðan þróast það yfir í hópvinnu þegar það á við. Kannanir okkar hafa sýnt fram á mjög góðan árangur. Þeir sem end- ast í meðferðinni hafa í öllum tilvik- um séð fram á stóraukin lífsgæði og líkamlegt ofbeldi horfið alveg,“ segir Einar Gylfi. „Sumir koma bara í eitt eða tvö viðtöl og sjá þá að þarna sé einhver sálfræðingur sem skilur ekkert af hverju konan þeirra er svona erfið. Sumir eru síbrotamenn og ég neita því ekki að sumir eru varla læknan- legir. Þeir eru siðblindir og þó þeir viti  af reglunum telja þeir þær ekki gilda um sig, þeir séu yfir reglurnar hafnir.“ Siðblindir ofbeldismenn leita sér síður hjálpar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.