Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 15
Bókaðu gistingu á netinu Gott ráð þeg- ar halda á í frí til útlanda er að bóka gistinguna á netinu. Til eru stórar bókunarsíður fyrir hótel og gistiheimili hvar sem er í heim- inum. Þar er að finna myndir, verðskrá og umsagnir viðkomandi gististaðs frá öðrum ferðalöngum. Slíkar upplýsingar geta oft verið ómetanlegar, því að góður gististaður er gulls ígildi. Enn fremur færðu þar leiðbeiningar og stjörnugjöf staðarins, auk þess að geta náttúrulega bókað gistinguna. Hostelbookers.com og hostelworld.com eru tvær frábærar síður til þessa. Frí iPhone hulstur Forstjóri Apple, Steve Jobs, hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist bjóða iPhone-4 eigendum upp á frítt hulstur fyrir tækið. Þetta er svar fyrirtækisins við gagnrýni sem tækið hefur sætt, vegna vandamáls með loftnet þess. Loftnetin eru tvö, og liggja með símanum að neðan og ofan. Ef haldið er um bæði loftnetin missir síminn samband vegna tíma- bundins skammhlaups. Hulstrið mun koma í veg fyrir að þetta gerist með því að einangra loftnetin tvö. mánudagur 19. júlí 2010 neytendur 15 a-kortið n Árgjald: 2.600 krónur, námufélagar geta fengið A-kort með 495 krónu árgjaldi. n Fríðindi: Safnar 0,4 prósent endurgreiðslu frá öllum færsluhirðum í formi Aukakróna. Afsláttur hjá samstarfsfyrirtækjum. Þrjú önnur mánaðarleg tilboð. Hægt er að fá kortið sem fyrirfram greitt. n Ferðatrygging: Grunntrygging, sama og hjá E-kortinu. n Fjöldi samstarfsfyrirtækja: 167 n Falinn kostnaður: Almenn notkunargjöld kreditkorta. n Úttektargjald: 2,5 prósent af upphæðinni utanlands, lágmark 625 krónur. 2,2 prósent af upphæðum innanlands, 110 krónur að lágmarki. 3,5 prósent þóknun er á úttekt neyðarfjárs, að lágmarki 3.500 krónur. n Árlegur ágóði við notkun kortsins: 15.805 krónur árlega. Ágóðinn að frádregnu árgjaldi er því: 14.405 krónur (inneign hjá samstarfsaðillum) e-kortið n Árgjald: 3.900 krónur. n Fríðindi: Safnar 0,5 prósenta endurgreiðslu frá öllum færsluhirðum frá Borgun, ásamt endurgreiðslu frá boðgreiðslum hjá sama fyrirtæki. Aukinn afsláttur hjá samstarfsfyrirtækjum E-korta, sem eru fjölmörg. Hægt er að fá kortið sem fyrirfram greitt. n Ferðatrygging: Grunntrygging, sama og hjá A-kortinu. n Fjöldi samstarfsfyrirtækja: 205 talsins. n Falinn kostnaður: Almenn notkunargjöld kredit- korta. n Úttektargjald: 2,5 prósent af upphæðinni utanlands, lágmark 625 krónur. 2,2 prósent af upphæðum innan- lands, 110 krónur að lágmarki. 3,5 prósent þóknun er á úttekt neyðarfjárs, að lágmarki 3.500 krónur. n Árlegur ágóði við notkun kortsins: 14.829 króna endurgreiðsla á ári. Ágóðinn að frádregnu árgjaldi er því: 10.929 krónur. american express Classic n Árgjald: 6.500 krónur, og 1.000 krónu stofngjald. n Fríðindi: Ekkert árgjald við vildarklúbb Icelandair. Korthafi safnar vildarpunktum hratt bæði erlendis sem innanlands. Aðgangur að „Selects“ tilboðum erlendis og innanlands. Engin tilboð eru hinsvegar þessa stundina í Selects klúbbnum innanlands. n Ferðatrygging: Ítarlegasta ferðatryggingin af þessum þremur. n Falinn kostnaður: Almenn notkunargjöld kreditkorta. Greiðsla fyrir olíugjaldi, flugvallarsköttum og þjónustugjöld við notkun vildarpunkta. Þegar bóka á flugfar geta gjöldin náð upp í helmingsvirði ferðarinnar, að minnstu. Athuga ber óvenju hátt úttektargjald kortsins. n Úttektargjald: 4,5 prósent af upphæðinni utanlands, en 3 prósent af henni innanlands. Lágmarksþóknun er 650 krónur í hvert skipti. Úttekt neyðarfjárs er 3,5 prósent af upphæð, en aldrei lægri en 3.000 krónur. n Árlegur ágóði við notkun kortsins: 100.000 króna mánaðarlega neysla, og þar af 120.000 krónur í árleg viðskipti við Icelandair þýðir12.156 vildar- punktar á ári. Þetta er 31 prósent af flugfari báðar leiðir til Kaupmannahafnar. Slíkt far kostar 36.170 krónur, ef bókað er með góðum fyrirvara. Vildarfar kostar um 18.000 krónur í þjónustu- og olíugjöld, ásamt flugvallarsköttum. Ágóðinn af farinu er því 18.170 krónur, en 31 prósent af því að frádregnu árgjaldi kortsins eru - mínus 867 krónur. Fyrir 24.000 punkta er hægt að bóka hótelgistingu í Kaupmannahöfn, að andvirði 22.380 króna. Árleg punktasöfnun er helmingur af þessu. Ágóðinn er því að frádregnu árgjaldi kortsins og þjónustugjaldi: 3.690 krónur. af kortinu. Afslátturinn sem kort- in veita þér eru einungis í formi vildarpunkta hjá Icelandair, en þar að auki er boðið upp á ein- hver tilboð erlendis fyrir korthafa. Vildarpunktar hjá Icelandair fyrn- ast eftir fjögur ár, meðtalið það ár sem þeir voru fengnir. Þannig að korthafi sem vinnur sér inn 10.000 punkta árið 2008, mun tapa þeim í lok árs 2011, ef þeir eru ónýtt- ir. Vildarpunkta hjá Icelandair má nota á nokkra vegu. Sem greiðslu fyrir flugsæti, hótelherbergi eða vöru í Sagashop búðinni, eða sem gjaldmiðil á vefsíðunni points. com. Einnig er boðið upp á að gefa punktana til góðgerðastarfa. Helstu gallar kortsins eru þeir að verðleiki punktanna er mjög óljós, og getur jafnan verið breyti- legur eftir því hvernig þeir eru nýtt- ir. Ekki er ráðlegt að nýta þá fyrir flugfari, því ofan á þennan ókeyp- is miða bætast skattar, og önn- ur gjöld. Þessi gjöld eru olíugjöld, flugvallaskattur og þjónustugjöld. Nánast allt sem hægt er að nýta punktana í kostar pening, og þú þarft ætíð að borga einhvers konar gjald. Til dæmis kostar tvö þúsund krónur að bóka flugferðina. Svo er aðeins takmarkað framboð af svo- kölluðum vildarsætum, þannig að korthafinn þarf að panta flugfarið með góðum fyrirvara. Aukagjöldin hlaðast upp hratt, og gera að end- ingu notkun punktana til flugfars- kaupa varla ómaksins virði. Sagashop býður upp á sérstakt úrval fyrir vildarpunkta, en ein- ungis er um að ræða nítján vöru- tegundir. Skoðun DV leiddi í ljós að líklega sé best að nota vildar- punkta American Express til að bóka hótelherbergi en það er alla jafna laust við skatta og önnur gjöld. A-kortin A-kortin sem eru á vegum Lands- bankans safna endurgreiðslu fyrir alla veltu, burtséð frá færsluhirð- um. Endurgreiðslan er þó minni, eða um 0.4 prósent. Hún kemur í formi Aukakróna, en þær virka sem inneign í einhverju af sam- starfsfyrirtækjum A-kortanna. Þessa inneign má nýta hvenær sem er, en það er gert á þann veg að korthafinn millifærir af sérstök- um Aukakrónu-reikningi inn á út- tektarkort, sem virkar einungis hjá samstarfsaðilum. Samstarfsfyrirtæki A-kortanna eru rúmlega 160 talsins. Þau veita allt að 12 prósent afslátt, en tvö fyrirtæki veita óvenju háan afslátt, sem er 40 prósent hjá öðru, og 20 prósent hjá hinu. Þetta eru dokt- or.is og Svanhvít efnalaug. Önnur fyrirtæki veita ekki eins mikinn af- slátt. Dæmi um fyrirtæki sem veita fimm prósenta afslátt eru nam- mi.is, Mosfellsbakarí, Office 1 og Subway. Nokkur sem veita 10 pró- sent eru Caruso, Fönn efnalaug og Blómalist. Helstu annmarkar kortsins eru að einungis er hægt að nota Aukakrónurnar hjá sam- starfsfyrirtækjunum, sem þó eru 160 talsins sem fyrr segir. American Express óhagstæðast Ef skoðuð eru reikningsdæmin hér að neðan sést að fyrir hinn almenna neytanda er A-kortið hagstæðasti kosturinn. Þar fylgir E-kortið fast á eftir, en óhagstæðast er American Express kortið. Gert var ráð fyrir eins neysluvenjum í öllum dæmunum, með árlegri utanlandsferð en ann- ars venjulegri dreifingu útgjalda. Það sem skiptir fyrst og fremst máli þeg- ar um E- og A-kortin er að ræða, er hversu ötull korthafinn er í viðskipt- um við samstarfsaðila. Þá skiptir ekki máli um hvort kortið er að ræða, því bæði veita þau svipaða endur- greiðslu, A-kortin í fleiri tilfellum en E-kortin með örlítið hærri greiðslu. Sá sem notar American Express til að kaupa flugsæti mun þó ávallt þurfa að greiða með peningum. Fjöldinn allur af sköttum og gjöld- um leggst ofan á ókeypis farið. Sá sem kaupir hótelherbergi kemur hins vegar almennt séð betur út úr viðskiptunum, en ágóðinn er þó ekki nærri þeim fjárhæðum sem hin kort- in tvö endurgreiða þér. American Ex- press hefur það þó fram yfir hin kort- in að ferðatryggingin er ítarlegri. Fyrir hinn al-menna neyt- anda er A-kortið hag- stæðasti kosturinn. Aukakrónur Aukakrónurnar geta hrannast upp ef verslað er skynsamlega með A-kortinu. vildarpunktarnir gufa upp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.