Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Page 12
12 fréttir 19. júlí 2010 mánudagur Fórnarlömb ofbeldisverka Davíðs Smára Helenarsonar, sem oftast er nefndur Dabbi Grensás, telja nauð- synlegt að hann fái viðeigandi að- stoð hið allra fyrsta svo ofbeldi hans á götum úti taki enda. Fórnarlömbin eru slegin óhug yfir áframhaldandi fréttaflutningi af verkum Davíðs Smára og grunsemdum um nýleg og harkaleg ofbeldisbrot. Öll lýsa þau árásum á sig sem skyndilegum og tilefnislausum. Um nokkurra ára skeið hefur Davíð Smári reglulega birst í fjöl- miðlum eftir að hafa ýmist verið sakaður um, kærður eða ákærður fyrir harkalegar líkamsárásir í mið- bæ Reykjavíkurborgar. Nýverið var hann kallaður til yfirheyrslu vegna alvarlegrar líkamsárásar 17. júní síðastliðinn en í febrúar var Davíð Smári dæmdur í sex mánaða óskil- orðsbundið fangelsi fyrir tvær lík- amsárásir og eignaspjöll. Þær áttu sér stað í október 2008 og febrúar 2009. Annars vegar sló hann karl- mann í Austurstræti og hins vegar braut hann andlitsbein annars karl- manns með hnefahöggi. Sá síðar- nefndi er eigandi skemmtistaðar- ins Strawberries í Lækjargötu, Viðar Már Friðfinnsson. Ný rannsókn Þrátt fyrir að Davíð Smári hafi hlot- ið dóm er útlit fyrir að hann hafi ekki sagt skilið við ofbeldið því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu grunar hann um harkalega lík- amsárás aðfaranótt 17. júní, nán- ar tiltekið á skemmtistaðnum Prik- inu í miðborginni. Þar var Davíð Smári staddur með félögum sínum og er grunaður um að hafa lamið Jón Bjarna Kristjánsson svo illa að hann þurfti að leggjast inn á spít- ala til aðhlynningar vegna höfuð- áverka. Samkvæmt heimildum DV var hann meðal annars laminn með glerkönnu í andlit, margkýld- ur í framan og sparkað var í höf- uð hans liggjandi. Nokkrir félagar Davíð Smára eru einnig til rann- sóknar hjá lögreglunni vegna máls- ins. Sérlega hættulegt Davíð Smári var svo nýlega ákærð- ur fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás. Árásin átti sér stað milli jóla og nýárs árið 2007 á skemmti- staðnum Sólon í Bankastræti. Sam- kvæmt ákærunni er Davíð Smára gefið að sök að hafa aðfaranótt föstudagsins 28. desember 2007 ráðist harkalega á karlmann, í félagi við óþekkta félaga hans, með högg- um og spörkum. Maðurinn hlaut brot á hægra kinnbeini, augntóftar- gólfsbrot, tannar brot, nefbrot, mar á augnloki og augnsvæði. Davíð Smári hefur ekki enn af- plánað dóm vegna þessara tveggja árása sem áttu sér stað í októ ber 2008 og febrúar 2009. Á þessu tíma- bili rötuðu frásagnir af atferli hans oft í fjölmiðla þar sem hann réðst á eða var sakaður um að ráðast á þjóðþekkta einstaklinga, meðal annars Sveppa og Eið Smára Guð- johnsen knattspyrnumann. Þarf þjálfun í reiðistjórnun Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- lögregluþjónn og yfirmaður rann- sóknardeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, segir lögreglu vissulega hafa heimild til að hneppa einstak linga í varðhald vegna síend- urtekinna ofbeldisbrota. „Við höf- um þau hefðbundnu úrræði að setja menn í gæsluvarðhald. Davíð Smára er búið að dæma fyrir brot sín, oft- ar en einu sinni og oftar en tvisvar, og út frá þeim forsendum að hann haldi uppteknum hætti þrátt fyr- ir dóm er hugsanlegt að setja hann í síbrotagæslu og stöðva þannig brotastarfsemina. Þar fyrir utan hef- ur réttarkerfið sinn gang,“ segir Frið- rik Smári. Erlendur Baldursson, deildar- stjóri hjá Fangelsismálastofnun, segir ekki hægt að stinga mönnum inn án dóms. „Ef við fengjum til okk- ar dóma varðandi þennan mann þá myndum við stinga honum inn, þótt plássið sé lítið. Ef aðili er í afbrotum er reglan sú að stinga viðkomandi inn. Varðandi aðstoð gefumst við aldrei upp með neinn og hjá okk- ur eru sérfræðingar þjálfaðir í reiði- stjórnun. Mér finnst líklegt að Davíð Smára yrði boðið upp á slíkt,“ segir Erlendur. ritstjorn@dv.is Vilja að DaVíð Smári fái hjálp Fórnarlömb Davíðs Smára Helenarsonar, sem margir þekkja sem Dabba Grensás, fylgjast með skelfingu með áframhaldandi fréttaflutningi af ofbeldisverkum hans. Í samtali við DV segjast fórnarlömbin vilja að Davíð Smári verði tekinn úr umferð og honum veitt sú viðeigandi aðstoð sem hann þurfi nauðsynlega á að halda. Hjá okkur eru sérfræðingar þjálfaðir í reiðistjórnun. Mér finnst líklegt að Davíð Smára væri boðið upp á slíkt. n Davíð Smári fæddist árið 1984 og ólst upp á Grensás- veginum í Reykjavík. Gekk hann bæði í Réttarholtsskóla og Hvassaleitisskóla og stundaði síðar nám í Borgarholts- skóla í Grafarvogi. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um hann í samfélaginu sem skapstóran ofbeldismann en þannig var honum einnig lýst á árum áður en þá var hann sagður hafa ráðið yfir Breiðholtinu og Grensásveg- inum. Árið 2008 var Davíð Smári kærður og krafinn um tæpar tíu milljónir króna í bætur fyrir þrjár líkamsárásir. Hann var þá sakaður um að hafa ráðist á þrjá menn og valdið þeim talsverðum áverkum. RéðSt á Sveppa n Í ársbyrjun 2008 réðst Davíð Smári á sjónvarpsstjörnuna Sverri Þór Sverrisson, betur þekktan sem Sveppa, fyrir utan Hverfisbarinn í Reykjavík. Ástæðuna sagði hann eftir á vera þá að sjónvarpsstjarnan hefði verið með stjörnustæla við sig. „Mér þykir þetta mjög leitt en hann var með þvílíka stjörnustæla við mig. Þegar hann fór að móðga fjölskyldu mína og kærustu var mér nóg boðið,“ sagði Davíð í samtali við DV eftir árásina. Sveppi lék í leiksýningunni Kalli á þakinu í Borgarleikhúsinu og þurfti að syngja fyrir börnin með glóðarauga daginn eftir árásina. Davíð Smári hringdi síðar í Sveppa og baðst afsökunar. SakaðuR um áRáS á eið SmáRa n Davíð Smári var einnig bendlaður við árás á fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Eið Smára Guðjohnsen, sumarið 2007. Þá var Eiði hrint í götuna og hann kýldur í andlitið eftir að hafa verið í þrítugsafmæli Sveppa. Fljótlega beindust spjótin að Davíð Smára og víða í netheimum var fullyrt að hann væri árásar- maðurinn. Gengu sögusagnirnar það víða að Davíð Smári sá ástæðu til þess að bera af sér sakirnar í sjónvarpsviðtali. davíð smári helenarson HaNNeS ÞóR SiguRðSSoN, atvinnumaður í knatt- spyrnu, hlaut alvarlega áverka þar sem hann þríbrotnaði í andliti eftir líkamsárás sem Davíð Smári var ákærður fyrir. Hann hlaut meðal annars heilahristing, brot í kinn- beinsboga og sprungu í ennisbein hægra megin og var frá knattspyrnuiðkun í margar vikur eftir árásina sem átti sér stað á Hverfisbarnum í desember 2007. Í samtali við DV segist hann vonast til þess að Davíð Smári taki sig á sem fyrst, áður en verr kunni að fara fyrir honum eða öðrum. „Ofbeldisferill Davíðs Smára finnst mér orðinn svolítið langur. Mér finnst mjög leiðinlegt að lesa um að hann sé ennþá að. Ég vonast aðallega til þess að hann sjálfur sjái að hann getur ekki haldið svona áfram endalaust. Einn daginn gæti hann hreinlega gengið frá einhverjum eða gengið frá sjálfum sér, það er ljóst að hann er ekki að feta góða braut,“ seg- ir Hannes Þór. „Hans vegna, og annarra, vona ég innilega að hann nái sér út úr þessu og fari að hætta þessu ofbeldi svo fleiri þurfi ekki að lenda í óþarfa ofbeldi, líkt og ég lenti í. Ég hef sjálfur ekki þekkingu á því hvaða aðstoð er best en ég held að sá sem getur best breytt þessu sé hann sjálfur. Væntanlega er hann ekki í góðum fé- lagsskap því sjálfur hef ég rætt reglulega við hann eftir þetta og hann virðist sjá mjög eftir þessu og vilja breyta sínum málum. Ég hugsa ekki mikið um þetta atvik sem ég lenti í en það er leiðinlegt að hann sé enn í sömu sporum. Auðvitað vona ég að ofbeldið stoppi, ég held að það voni nú allir sem tengjast honum með einhverj- um hætti.“ hjálpar sér vonandi sjálfur Búinn að fyrirgefa Davíð aRNóRSSoN, sem endaði fótbrotinn eftir viðskipti sín við Davíð Smára á gamlárskvöld árið 2007, segist vera búinn að fyrirgefa árásina gegn sér en vonast til þess að Davíð Smári fái viðeigandi aðstoð. Afleiðingar atburðarins voru þær að Davíð ökklabrotnaði og hlaut rof á liðböndum. „Mér finnst lög- reglu skorta úrræði til að kippa ofbeldismönnum úr umferð, Davíð Smára og öðrum, til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Sérstaklega þegar menn hafa ítrekað fengið dóma fyrir ofbeldisbrot. Ég hefði fyrst og fremst viljað sjá að menn væru bara teknir úr umferð og þeim veitt nauðsynleg aðstoð. Það segi ég sem fórnarlamb og með fórnarlömb framtíðarinnar í huga. Að lögreglan gæti það væri þægileg tilhugsun,“ segir Davíð. „Ég bendi einnig á það að hann vinnur þessi verk ekki einn því hann er ávallt í hópi manna. Hann gerir þetta aldrei einn heldur er einhvern veginn fremstur í flokki jafningja. Í mínu tilviki voru þeir einir fimm saman gegn mér. Ég er sjálfur algjörlega búinn að fyrirgefa Davíð Smára og ber engan kala til hans. Ég vorkenni honum frekar því það er skelfilegt að fylgjast með fleiri frétt- um, nýlegum fréttum, af ofbeldisverkum hans. Það sýnir sig að Davíð Smári heldur áfram að brjóta af sér og það vantar einhvern til að taka almennilega utan um þennan strák og hjálpa honum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.