Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 19. júlí 2010 mánudagur
Kona tilkynnti nauðgun til lögreglu í síðustu viku:
Meint nauðgun í Elliðaárdal
Kona tilkynnti nauðgun til lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu á
mánudagskvöldið í síðustu viku.
Nauðgunin á að hafa átt sér staða
á víðavangi, nánar tiltekið þar sem
hún var á gangi í Elliðaárdalnum.
Eftir því sem DV kemst næst var
frásögn konunnar á þá vegu að hún
hefði verið á gangi þegar hún mætti
karlmanni. Nokkru síðar sagðist hún
hafa rankað við sér þar sem ljóst hefði
verið að maðurinn hefði komið fram
vilja sínum. Konuna grunaði að hún
hefði verið sprautuð með deyfilyfi.
Hjá lögreglunni fékkst staðfest að
konan hefði tilkynnt um atburðinn og
að málið væri til rannsóknar hjá kyn-
ferðisbrotadeildinni. Fram til þessa
hefur þó lítið sem ekkert komið fram
í rannsókninni sem styður frásögn
konunnar af hinni meintu nauðgun.
Þannig hafa ekki fundist um-
merki um verknaðinn og ekkert
sem bendir til þess að karlmaður
hafi þarna verið á ferð á þeim tíma
sem konan segir nauðgunina hafa
átt sér stað. Samkvæmt heimild-
um DV hefur rannsókn heldur ekki
sýnt fram á að konan hafi verið
sprautuð með lyfjum né að nokkur
hafi komið fram vilja sínum gagn-
vart henni.
Líkt og DV greindi frá var lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
einnig tilkynnt í síðustu viku um
karlmann á sextugsaldri sem sagð-
ur er hafa berað kynfæri sín fyr-
ir framan ungar stúlkur í Elliða-
árdalnum. Stúlkurnar fimm segja
hann hafa nálgast þær á meðan
hann fitlaði við kynfæri sín.
trausti@dv.is
Meint nauðgun Lögregla rannsakar hvort nauðgun hafi átt sér stað í Elliðaárdal í
síðustu viku.
Margrét Pála Ólafsdóttir leikskóla-
stjóri og höfundur Hjallastefnunn-
ar segir að ólíku sé saman að jafna,
kynjaskiptu vali í Álftanesskóla og
Hjallastefnunni. Hún fagnar því að
reynt sé að koma til móts við þarfir
drengja og stúlkna í skólanum en í hið
umdeilda stráka- og stelpuval vanti
alla dýpt. Sveinbjörn Markús Njáls-
son, skólastjóri Álftanesskóla hefur
áður tekið umdeildar ákvarðanir þeg-
ar kemur að skólastarfi. Árið 2007 stóð
hann fyrir því að prestur væri fenginn
til þess að sinna sálgæslu í skólanum.
Menntamálaráðuneytið er með málið
til skoðunar.
Ólíku saman að jafna
DV.is fjallaði um það í síðustu viku
að í Álftanesskóla hefði nemum í
unglingadeild verið boðið upp á að
taka valnámsskeiðin „strákaval“ og
„stelpuval“. Samkvæmt lýsingu á val-
áföngunum í valbók skólans áttu
strákar í strákavali meðal annars
að fræðast um bíla, vísindi og önn-
ur „áhugamál drengja“, en stelpur í
stelpuvali áttu meðal annars að fræð-
ast um förðun og það sem fræga fólkið
væri að aðhafast.
Sveinbjörn sagði í samtali við DV.is
að þarna væri í rauninni um jafnréttis-
fræðslu og kynjafræði að ræða. Þá líkti
hann kynbundna valinu við aðferðir
Hjallastefnunnar en þar er börnum
einnig skipt upp eftir kyni. „Hjá okk-
ur er markmiðið að bæði kyn fái allt-
af að prófa allt,“ segir Margrét Pála Ól-
afsdóttir leikskólastjóri og höfundur
Hjallastefnunnar sem segir ekki hægt
að líkja stelpu- og strákavali í Álftanes-
skóla við Hjallastefnuna.
Vantar dýpt
Margrét Pála segir Hjallastefnuna,
andstætt valinu í Álftanesskóla, byggj-
ast á því að bæði kyn fái sambærileg
tilboð, og því sé þessu ekki saman að
jafna. Hún segir að með kynjaskipt-
ingu í Hjallastefnunni sé verið að
bjóða börnunum upp á að þjálfa
nýja hæfileika og nýjan áhuga. „Það
er í raun frábært fyrir stúlkur að fá að
vera einar og sér með sínu eigin kyni
að læra um bíla og tækni sem er eitt-
hvað sem þær eru óöruggar með, eða
öfugt,“ segir hún.
Hún segir að með slíkri kynja-
skiptingu sé, öfugt við valið í Álfta-
nesskóla, ekki verið að styrkja gömul
kynhlutverk. „Það vantar bara dýpt í
verkefnið hjá honum þannig að þetta
verður bara allt of kynbundið,“
segir Margrét og tekur fram
að marga drengi langi til
að snyrta sig og vera fínir
en þeir fái ekkert tæki-
færi til þess ef þeir fara
bara í gamla kynhlut-
verkið. Hún segir gott
að skólayfirvöld í Álfta-
nesskóla séu að hugsa
um þarfir kynjanna og
hvetur þau til að taka verk-
efnið lengra, þannig að
bæði kynin fái að
sinna öllum
verkefn-
um.
Prest í skólann en engan Kóran
Sveinbjörn Markús skólastjóri hefur
áður staðið að baki umdeildum að-
ferðum í skólastarfi. Þann 3. febrúar
árið 2007 birtist viðtal við Sveinbjörn
Markús í Fréttablaðinu þar sem hann
varði þá ákvörðun sína að láta prest
sjá um sálgæslu í skólanum. „Ég sé
ekki að nærvera prests hér innan skól-
ans hafi truflað einn eða neinn,“ sagði
Sveinbjörn í viðtalinu. Þá fór hann
ekki leynt með þá skoðun sína að þar
sem meirihluti þjóðarinnar aðyll-
ist þjóðkirkjuna ætti hún að fá pláss í
skólastarfi umfram önnur trúfélög.
Hann sagði sálgæsluna ekki snúast
um trúboð heldur um að rækta gildi
og læra af mistökum. Aðspurður vildi
hann þó ekki að Kóraninum yrði dreift
í skólanum: „Það byggist á því að ég
þekki ekki og hef ekki kynnt mér með
sama hætti Múhameðstrú. Það þýð-
ir ekki að ég treysti þeim ekki, en hér
erum við auðvitað með áttatíu prósent
nemenda sem tilheyra Þjóðkirkjunni,“
sagði Sveinbjörn í viðtalinu.
Til skoðunar
Berglind Rós Magnúsdóttir ráðgjafi
menntamálaráðherra segir að mats-
og greiningarsvið menntamála-
ráðuneytisins muni í haust
hefja vinnu við úttekt á því
hvernig val í grunnskól-
um landsins sé útfært. Þá
segir hún fleiri tilfelli í lík-
ingu við það sem komið
hefur upp í Álftanesskóla,
vera til skoðunar hjá
ráðuneytinu. Talsmaður
femínista hefur bent á að
með valinu sé verið að
ýta undir hefðbundnar
staðalímyndir og það
sé brot á jafnréttis-
lögum.
Ákvörðun Álftanesskóla að bjóða upp námskeið, þar sem stelpur fræðast um fræga fólkið
og strákar um vísindi, er umdeild. Forvígismaður Hjallastefnunnar, Margrét Pála Ólafs-
dóttir, segir að ekki sé hægt að bera saman umdeild námskeið skólans og kynjaskiptingu
Hjallastefnunar. Skólastjóri Álftanesskóla hefur áður vakið athygli fjölmiðla.
„allt of
kynbundið“
Sveinbjörn Markús skólastjóri hefur áður
staðið að baki umdeildum
aðferðum í skólastarfi.
jÓn bjarKi Magnússon
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
sveinbjörn Markús njálsson Skóla-
stjóri Álftanesskóla sagði að með valinu
hafi hugmyndin verið að bjóða upp á
jafnréttisfræðslu og kynjafræði.
Mynd FréTTablaðið
Hvað er í tísku? Í stelpuvali er
spáð í fatnað, skó, litun, förðun,
heilsu og fræga fólkið.
strákaval Þáttakendur í strákavali
eru strákar í 8., 9. og 10. bekk.
Heitasta ár
sögunnar
Meðalhitastig í heiminum það sem
af er árinu er það hæsta sem hefur
mælst. Það er núna 0,68 gráðum yfir
meðalhita á tuttugustu öldinni, sem
var 15,5 celsíusstig.
Á Íslandi hefur hitastigið ver-
ið þremur til fjórum celsíusstig-
um hærra að meðaltali en önnur
ár. Þetta kemur fram í skýrslu frá
bandarísku loftrannsóknarstöðinni,
NOAA. Skýrslan kom út í lok júní og
hefur kynt undir umræðu um gróð-
urhúsaáhrif vestanhafs.
Sjór notaður
til slökkvistarfs
Eldur kom upp í mosa og sinu sunn-
an við Straumsvík á laugardagskvöld
og gekk slökkvistarf erfiðlega framan
af þar sem erfitt var að komast að
eldinum.
Slökkviliðið fékk Landhelgis-
gæsluna í lið með sér og sótti ein af
þyrlum gæslunnar sjó í slökkvifötu
sem hékk neðan úr þyrlunni. Talið
er að þyrlan hafi sótt um átján tonn
af vatni og hjálpaði það til við að
ráða niðurlögum eldsins. Eldsupp-
tök eru ókunn en ekki þykir ólíklegt
að eldurinn hafi kviknað af manna-
völdum.
Mikil veðurblíða
Mikil veðurblíða var víða um landið
um helgina. Aðallega þó sunnan- og
vestanlands. Hitinn sunnanlands
fór yfir 24 gráður og vestanlands fór
hann yfir 23 gráður, bæði á laug-
ardag og á sunnudag. Hlýjast var á
Hellu eða 24,3 gráður. Veðurblíð-
unni var þó misskipt því norðan- og
austanlands var töluvert kaldara.
Á Akureyri og Egilstöðum, til að
mynda, fór hitinn rétt yfir tíu gráður
yfir daginn.
Ökklabrotnaði
í gönguferð
Lögregla og björgunarsveitir á Suð-
urlandi voru kallaðar út seinni part-
inn á sunnudag vegna stúlku sem
slasaðist á göngu í Varmárdal ofan
Hveragerðis. Grunur lék á að stúlkan
hefði ökklabrotnað. Erfitt reyndist
fyrir björgunarsveitarmenn að kom-
ast að staðnum á bíl og því þurftu
þeir að bera stúlkuna um tveggja
kílómetra leið.
Þá aðstoðuðu björgunarsveit-
ir erlenda ferðamenn sem lentu í
vandræðum á Skjaldbreiðarvegi.