Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 3
mánudagur 19. júlí 2010 fréttir 3 un að verja sig sjálfur. „Mér liggur við að segja dómara þessa gjörnings hálf- gerða klappstýru Lýsingar þegar gjald- þrotamál mitt var tekið fyrir í Héraðs- dómi Suðurlands. Við vorum tveir í lokuðum réttarsal, ég og lögmaður Lýsingar og hann skellti kröfum upp á 131 milljón króna á borðið fyrst ég var með múður. Konan mín fylgdist með náföl. Þetta var nánast búið að rústa mér andlega. Ég lagði alla mína orku, vinnu og fé í þetta fyrirtæki. Meiningin var að búa til gott nafn og gott fyrirtæki sem að krakkarnir mínir og aðrir gætu tekið við að mér öllum. Þetta var ekki gert í neinu bríaríi,“ segir Örn. Þrotabúi Arnar var lokað 24. júní. Hann segist ekki enn hafa fengið að vita hverjar kröfurnar í það hafi ver- ið. Þegar hann mætti til viðtals vegna málsins á Selfossi spurði hann bú- stjórann hvort hann vissi hvað gjald- þrotaferli tækju langan tíma. „Lög- maðurinn gekk herbergi úr herbergi en enginn gat svarað þessari spurn- ingu. Seinna reyndi ég eins og áður hefur komið fram að fá að vita hvernig skiptafundur fór fram og hverjar kröf- ur voru. Þrátt fyrir skilaboð og fleira hefur ekkert komið út úr því,“ segir Örn. Fékk ekki endurfjármögnun Örn segir að það hafi orðið fyrirtækinu að falli þegar það fékk ekki greiddar 24 milljónir króna frá Frjálsa fjárfestinga- bankanum samkvæmt verksamningi. Hann hafi unnið að endurfjármögn- un þess í samstarfi við Lýsingu sumar- ið 2008. Henni hafi fylgt að hann hafi þurft að gera upp vanskil fyrir um tíu til tólf milljónir króna vega hækkana á lánum. „Þetta eru heimskustu skila- boð sem ég hef fengið. Ef ég gæti borg- að upp vanskilin þyrfti ég ekki endur- fjármögnun,“ segir Örn. Örn segir að lögmaður hans sé að semja um skuldir hans samkvæmt því greiðsluaðlögunarferli sem stjórn- völd hafi innleitt. Þannig muni hann til að mynda komast út af vanskila- skrá. Nú reki hann ásamt konu sinni, Berglindi Hallmarsdóttur, fyrirtækið Ice Trucks, sem sé meðal annars með samning við Ríkiskaup. Þau tvö segja gjaldþrotaferlið hafa verið átakanleg- an tíma. „Ég mun elta þessa menn út yfir gröf og dauða. Eiginkona mín hef- ur staðið eins og klettur við hlið mér. Að standa eignalaus eftir að hafa ver- ið í viðskiptum við þessa glæpamenn sem voru reyndar bestu vinir manns þegar maður tók þessi lán er ólýsan- leg tilfinning. Ég gerði þetta af hagsýni og keypti eitt tæki í einu yfir tveggja ára tímabil. Það lá við að það væri sagt við mann, af hverju ertu að kaupa eitt í einu, af hverju ekki þrjú? Lánalínur voru galopnar á þessum tíma,“ segir Örn. 21 milljónar króna skuld vegna vörubíls Þegar meta átti virði eigna fyrirtækis- ins leitaði Lýsing til Vélaborgar, Heklu og Frumherja. Frá matsverðinu voru dregin fimmtán prósent, eins og van- inn er hjá Lýsingu. Þar að auki bættist við viðgerðarkostnaður sem metinn var af Frumherja. DAF vörubíll sem Örn keypti árið 2007 fyrir rúmar ell- efu milljónir króna, var metinn á 9,5 milljónir hjá Vélaborg ári síðar. Eftir að hafa tekið mið af fimmtán prósenta niðurfellingu og viðgerðarkostnaði, stóðu 7,5 milljónir eftir sem fengust upp í skuldina. Hún var þá orðin 29 milljónir króna. Eftir stóð 21 milljón- ar króna skuld á fyrirtæki Arnar vegna þessarar einu vörubifreiðar. Inni í þeirri skuld er meðal annars þóknun lögmanns vegna innheimtunnar upp á 785 þúsund krónur. Bílarnir seldir út Örn segist vita til þess að allir vöru- bílar hans hafi verið seldir úr landi. Einn af Scania vörubílunum sem hann var með er nú auglýstur til sölu á netinu úti í Ungverjalandi fyr- ir um átta milljónir króna án virðis- aukaskatts. Örn hafði fengið sama bíl metinn upp í skuld sína við Lýsingu fyrir tæpar 4,3 milljónir króna eftir að skorið hafði verið af upprunalegu matsverði. Ef farið er yfir tölur Hagstofu Ís- lands frá árinu 2006 til ársins 2009, má sjá hversu gríðarleg sprenging hefur orðið í útflutningi vinnuvéla og bif- reiða í kjölfar bankahrunsins. Hann hefur tvö til þrefaldast miðað við það sem var áður. DV óskaði fyrir nokkr- um vikum upplýsinga frá Lýsingu og SP-Fjármögnun um hversu mörg tæki og bifreiðar fyrirtækin hefðu selt út fyrir landsteinana á grundvelli gengis- tryggðra lána og hvernig tekið verði á þeim málum í ljósi dóms Hæstaréttar. Blaðið hefur ekki fengið svör við fyr- irspurninni þrátt fyrir ítrekanir. Þó er talið að stóran hluta þessa útflutnings megi rekja til lánanna og erfiðleika verktakafyrirtækja í kjölfar banka- hrunsins. Ósáttur með umræðu um myntkörfulán Örn segist ósáttur með hvernig marg- ir tali um þá sem hafi tekið myntkörf- ulán og að þeir komi til með að njóta sérkjara vegna dóms Hæstaréttar á við þá sem tóku verðtryggð íslensk lán. „Ég réð því á sínum tíma hvort ég tæki gengistryggt eða íslenskt lán. Við ákváðum að taka lán á þessum vöxtum og gerðum ráð fyrir tíu pró- senta gengissveiflum til eða frá en ekki hundrað prósenta. Þess vegna er mjög skrítið að rætt skuli vera um hvort lán- in okkar fái að standa á þeim kjörum sem við sömdum um,“ segir Örn. Samkvæmt úttekt Fjármálaeftir- litsins á áhrifum dóms Hæstaréttar á lögmæti gengistryggðra lána sem kynnt var á föstudag, er gert ráð fyrir að fjármögnunarfyrirtækin geti orðið af á milli tvö hundruð og þrjú hundr- uð milljörðum króna. Þar er gengið út frá dekkstu sviðsmynd. Ríkissjóð- ur gæti þurft að leggja fyrirtækjunum til um hundrað milljarða króna vegna þessa. „mun elta þessa menn út yfir gröf og dauða“ Eiginkona mín hefur staðið eins og klettur við hlið mér. Óþekkt, dularfull einkaþota stendur á flugvelli, sem ein- göngu er ætlaður fyrir slíkar vél- ar, hjá Hótel Loftleiðum í Reykja- vík. Einkaþotan kom til landsins fyrir helgi og hefur DV ekki tek- ist að fá staðfest hver það er sem kom á henni hingað til lands. Þeg- ar greint var frá því að þotan væri komin hingað til lands reyndi DV að komast að því á hvers vegum hún væri. Af því fréttist um svipað leyti að auðmaðurinn Hannes Smárason væri staddur hér á landi og var því ályktað sem svo að hugsanlegt væri að hann hefði komið hingað til lands á þotunni frá heimili sínu í Lúxemborg eða London. DV fór því á stúfana og bankaði upp á hjá Hannesi og konu hans, Unni Sig- urðardóttur, á Fjölnisveginum. Enginn Hannes Á Fjölnisveginum fékk blaðamað- ur DV þær upplýsingar að Hann- es væri ekki staddur hér á landi. DV hefur hins vegar heimildir fyr- ir því að Hannes sé staddur hér á landi. Ef upplýsingar sem feng- ust um þetta á Fjölnisveginum eru réttar getur því ekki verið að Hannes hafi komið á þotunni. Ferðir einkaþotna hingað til lands voru mjög tíðar fyrir efna- hagshrunið árið 2008 og vildu flestir íslensku auðmannanna hafa aðgang að eða eiga slíkar þotur. Eftir hrunið er hins veg- ar miklu minna um slíkar þotur á Reykjavíkurflugvelli. Einka- þoturnar hurfu að mestu árið 2009 en hingað slysast þó ein og ein slík vél eins og einkaþotan á Reykjavíkuflugvelli sýnir fram á. Skráð á Jómfrúareyjum Einkaþotan er skráð í eigu einka- þotuleigunnar Samco Aircraft Maintenance. Framleiðandi einkaþotunnar er Bombardier og er hún af gerðinni CL-600-2B16 Challenger. Þotan var framleidd árið 1992 samkvæmt upplýs- ingum á netinu. Samco er skráð á Bresku Jóm- frúareyjum en eyj- an Tortóla er ein af þeim. Skrán- ingarnúmer einkaþotunn- ar er VP-BOA. Á netinu er að finna fjöl- margar mynd- ir af þotunni á hinum og þess- um vefsíðum þar sem birtar eru myndir af einkaþotum á hin- um og þessum flugvöllum víða um heiminn. Þar sést meðal ann- ars mynd sem tekin var af einka- þotunni á flugvellinum á Sauð- árkróki árið 2008. Samkvæmt heimildum DV voru þá nokkrir veiðimenn sem höfðu tekið hana á leigu og flogið hingað til lands. Margir ólíkir aðilar hafa því leigt þessa vél í gegnum tíðina og hefur hún farið víða. Nokkrir arabar í heimsókn Annar möguleiki er sá að einka- þotan dularfulla sé hér á landi á vegum nokkurra araba sem eru staddir í fríi hér á landi um þess- ar mundir. Arabarnir komu hing- að til lands fyrir helgi og eru að skoða sig um hér. Heimildir DV herma að þessir menn hafi komið í einkaþotu til Íslands og er hugsanlegt að þotan dul- arfulla sé vélin þeirra. Erfitt gæti hins veg- ar orðið að fá örugg- ar upplýsingar um farþega vélarinnar þar sem starfsmenn einkaþotuflugvallar- ins á Reykjavíkurflug- velli gefa ekki upp neinar upplýsingar af þeim toga. dularfull einKaþota Í reyKJaVÍK Hannes tengdur við þotuna Hannes Smárason var strax tengdur við einkaþotuna óþekktu þegar spurðist út að hún stæði á Reykjavíkurflugvelli. Þetta hefur hins vegar ekki fengist staðfest. iNgi F. vilHJálmSSoN fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Arabarnir komu hingað til lands fyrir helgi og eru að skoða sig um hér Skráð á Jómfrúareyjum Einkaþotan, sem hefur skrásetningarnúmerið VP-Boa, er í eigu félags sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum og heitir Samco International. mYND Hörður SvEiNSSoN Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um farþega glæsilegrar einkaþotu sem kom hingað til lands fyrir helgi. Þotan er skráð á Bresku Jómfrúareyjum og hefur áður verið hér á landi. Hugsanlegt er að nokkrir arabar sem eru staddir hér á landi hafi komið hingað á vélinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.