Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 19. júlí 2010 mánudagur Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar er sögð ein sú stærsta í stjórnun fiskveiða í mörg ár. Sitt sýnist hverjum um þessa ákvörðun. Þórður Már Jónsson, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar, segir Jón ekki hafa haft nein önnur ráð, en útgerðarmaðurinn Jón Guðbjartsson segir þetta vera eitt stórt grín. „Þegar einhver tegund er vannýtt þá hljóta menn að skoða aðrar leið- ir,“ segir Jón Bjarnason, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun að gefa veiðar á út- hafsrækju frjálsar á næsta fiskveiði- ári. Hann segir Hafrannsóknastofn- un hafa verið með ráðgjöf upp á sjö þúsund tonn á ári en aðeins brot af því veiðst. „Það þýðir þá að það hefði mátt veiða meira en gert var.“ Ákvörðunin er tekin til eins árs og henni er ætlað hvetja til betri nýting- ar á úthafsrækjustofninum og þannig verði sem mestum verðmætum náð. Í lok árs verði staðan svo endurmet- in. „Þetta opnar möguleika á að aðrir geti farið inn í veiðarnar með beinum hætti og veitt upp í það sem Hafrann- sóknastofnun telur vera óhætt gagn- vart stofninum,“ segir Jón. Aðspurður hvort að þetta sé skref í þá átt að hefja fyrningu aflaheimilda segir Jón þessa ákvörðun ekki koma því við. „Þessi ákvörðun lýtur að þeim ákvæðum að ef einhver undirtegund er vannýtt þá er heimilt að gera þetta og hefur ekkert með breytingar á lögum um stjórn fiskveiða að gera.“ Fer að lögum í fyrsta sinn „Eins og ég lít á þetta þá er hann að fara að lögum núna í fyrsta skipti,“ segir Þórður Már Jónsson, varaþing- maður Samfylkingarinnar, um þá ákvörðun sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra að gefa úthafsrækju- veiðar frjálsar. Hann segir alveg ljóst að ráðherra eigi að gefa veiðar á út- hafsrækju frjálsar ef stofninn er van- nýttur líkt og hann hefur verið. „Það er ekki lagaskilyrði fyrir því að hafa vannýttar tegundir í aflamarki en ráðherra hefur engu að síður gert það.“ Hann segir ákvörðun ráðherra koma til með að hafa þá þýðingu að úthafsrækjustofninn eigi eftir að verða betur nýttur. „Hann hefur verið stórlega vannýttur og því hafa verðmætin úr úthafsrækjustofnin- um ekki verið að skila sér í þjóðar- búið núna hátt í áratug, svo neinu nemi,“ segir Þórður Már og bætir við: „Þessu var háttað svona af því að það var hagkvæmara fyrir útgerðirn- ar að nota þetta sem nokkurskonar millifærslu til þess að geta leigt frá sér meira af dýrum tegundum. Þess vegna brann úthafsrækjuveiðikvót- inn inni því hann var alltaf nýttur í eitthvað annað.“ Hann segir Land- samband íslenskra útvegsmanna hafa mótmælt þessari ákvörðun. „Þeir vilja fá að halda þessu áfram þrátt fyrir að félagsmenn þeirra hafi notað þetta til að braska á kostnað þjóðarinnar.“ Þrýstingur frá LÍÚ Þórður segir LÍÚ eiga eftir að setja þrýsting á ráðherra til að fá þessu breytt. „Ég ætla rétt að vona að hann geri það ekki því það er ekki laga- skilyrði fyrir því að breyta þessari ákvörðun út af því að hann hefur að mínu viti ekkert val, hann verður að taka þessa ákvörðun. Ef hann vill síð- an setja sóknarstýringu á þetta kerfi þá er það allt annað mál. Hann get- ur einfaldlega ekki bundið vannýtt- ar tegundir í kvóta samkvæmt lög- um um stjórn fiskveiða. Markmið laganna er að efla atvinnu og byggð í landinu en það er ekki til þess fall- ið að efla atvinnu og byggð í land- inu ef það að gefa út kvóta kemur í veg fyrir það að tegundin verði nýtt,“ segir Þórður Már. Aðspurður hverjir eigi eftir að hagnast á þessari breyt- ingu segir hann: „Þeir sem raunveru- lega hafa áhuga á því að veiða rækju hagnast á þessu, að ógleymdu þjóð- arbúinu.“ Keypti kvóta fyrir nokkrum vikum „Ég var að kaupa mér atvinnurétt- indi í þessari grein fyrir 160 milljón- ir af Byggðastofnun, þannig að það er nokkuð einfalt hvað mér finnst um þetta mál,“ segir Jón Guðbjarts- son, einn af eigendum rækjuvinnsl- unnar Kampa á Ísafirði, aðspurður hvað honum finnist um að veiðar á úthafsrækju hafi verið gefnar frjáls- ar fyrir næsta fiskveiðiár. Jón segist hafa keypt þennan kvóta fyrir nokkr- um vikum. „Þeir seldu mér þessi at- vinnuréttindi svo ég gæti haldið úti rækjuvinnslu og útgerð með hundr- að manns í vinnu. Ég hélt að ég væri að gera hinn sniðugasta hlut fyrir rækjuvinnsluna Kampa og útgerð- arfyrirtækið Birni, sem ég stend að mörgu leyti fyrir. Svo líða nokkr- ir dagar frá því þeir seldu mér þetta og þá segja þeir mér í raun að halda áfram að borga af þessu og hinir gera það sem þeir vilja gera,“ segir hann. Vanhugsuð gagnrýni Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að út- hafsrækjukvótinn hafi verið van- nýttur og brögð hafi verið að því að útgerðarmenn hafi fengið kvótan- um breytt í aðrar tegundir. Jón Guð- bjartsson segir þessa gagnrýni illa hugsaða. „Ástæðan fyrir því að lítið hefur veiðst af aflaheimildunum er að kvótinn hefur dreifst svo mikið á margar útgerðir. Heimildirnar hafa verið að silast aftur til þeirra sem vilja veiða kvóta. Það leist engum á það að veiða rækju fyrir sjö átta árum því veiðarnar dugðu ekki upp í olíu- kostnað. Þetta er að breytast núna og nú eru um áttatíu prósent af afla- heimildunum á þessu fiskveiðiári búnar að veiðast og er von á því að kvótinn klárist í ár.“ Hagar sér eins og Jón Gnarr Jón Guðbjartsson segist ætla að skoða réttarstöðu sína vegna þessa máls. „Auðvitað geri ég það. Þú get- ur rétt ímyndað þér að við erum bún- ir að vera með lög í landinu sem við höfum unnið eftir í tæplega þrjátíu ár. 1992 byrjaði ég að kaupa mér at- vinnuréttindi í þessari grein með syni mínum. Svo koma þessi menn og segja að þetta sé allt í plati. Getur þessi ríkisstjórn bara hagað sér eins og Jón Gnarr, bara djók. Ég skulda einhverjar hundruð milljóna vegna þessarar útgerðar. Eigum við kerling- in að sitja uppi með það að reyna að borga þetta í ellinni með engar tekj- ur. Þetta er svo mikið djók að mönn- um skuli detta þetta í hug,“ segir Jón. Ekki fyrir þjóðfélaginu Jón segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvernig hann muni haga rekstri fyrirtækisins í kjölfar þessarar ákvörðunar en hann ætli sér þó ekki að loka fyrirtækinu. „Við vorum að horfa á áframhald í þess- um geira fyrir þessa ákvörðun en við erum ekki farnir að taka neinar ákvarðanir núna um framtíðina. Nú höfum við staðið okkur skikkanlega í átján ár. Ef það er markmiðið að við eigum að hætta útgerð og einhverjir aðrir að taka við, þá þurfa þessir háu herrar að láta okkur vita. Þá myndi ég skila lyklunum eins og skot því ég ætla ekki að vera fyrir þjóðfélaginu ef það eru aðrir betri í þessu en ég. Ég var bifvélavirki hér áður fyrr og þó ég sé orðinn 64 ára þá get ég vel hugs- að mér að fara að vinna við bíla aft- ur,“ segir Jón. birGir oLGEirsson blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Getur þessi ríkis-stjórn bara hag- að sér eins og Jón Gnarr, bara djók. stór ákvörðun ÁkvörðunJónsBjarnasonar, sjávarútvegs-oglandbúnaðarráðherra,erumdeild. Jón Guðbjartsson„Efþaðermarkmiðið aðviðeigumaðhættaútgerðogeinhverjir aðriraðtakavið,þáþurfaþessirháuherrar aðlátaokkurvita.“ Eina færa leiðin ÞórðurMárJónsson, varaþingmaðurSamfylkingarinnar,segir ákvörðunJónsBjarnasonarhafaveriðþá einuréttuístöðunni. deila um veiðar á rækju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.