Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Page 20
GanGa í Viðey Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi staðarhaldari í Viðey, mun á morg- un, þriðjudag, leiða gönguna um eyjuna. Þar verða gestir leiddir í all- an sannleikann um sögu Viðeyjar. Saga Viðeyjar er mikil og merk en þar hafa í fornleifauppgreftri fundist merki um mannavistir á eyjunni allt frá 10. öld. Aukasiglingar eru til Við- eyjar á þriðjudögum klukkan 18.15 og 19.15. Gengið verður frá Viðeyjar- stofu klukkan 19.30. Gangan tekur um einn og hálfan tíma og stefnt er að því að fara til baka um 22.00 Leið- sögnin er ókeypis og öllum heimil en borga þarf ferjutoll til Viðeyjar. ný plata RökkuRRóaR Hljómsveitin Rökkurró mun á næstu vikum gefa út sína aðra plötu, Í annan heim. Fyrri plata Rökkurróar kom út árið 2007 og hlaut góðar viðtökur. Svo góðar að hún hefur verið illfáanleg hér um langt skeið. Alex Somers úr Riceboy Sleeps stjórnaði upp- tökum á nýju plötunni. Hún var tekin upp meðal annars í tónlist- arskóla trommuleikara sveit- arinnar, í hljóðveri Sigur Rósar, Sundlauginni, og í eldhúsinu hjá Alex. Á plötunni kennir ýmissa grasa og margt mun vera ólíkt með henni og fyrri plötu sveitar- innar. 12 Tónar gefa plötuna út og á henni eru níu lög. Umslag og útlit plötunnar var hannað af hljómsveitinni sjálfri. Eitt lag af plötunni er komið í spilun og er það lagið Sólin mun skína. Hægt er að hlusta á það á vefsíðunni gogoyoko.com. leitað að tRúbatRixum Trúbatrix leitar að tónlistarkonum fyrir tónleikaferð og safnplötu sum- arið 2010. Trúbatrix er hópur kven- kyns trúbadora en þær vöktu tals- verða athygli síðastliðið sumar. Nú leita trúbatrixur að nýjum og spenn- andi íslenskum tónlistarkonum sem vilja bætast í hópinn. Leitað er að konum sem spila frumsamda tónlist og eru tilbúnar að spila á tónleik- um. Almenningur er líka hvattur til að benda á efnilegar tónlistarkonur. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið trubatrix@ gmail.com. 20 fókus 19. júlí 2010 mánudagur VaRúlfuRinn á íslensku Bjartur útgáfufélag hefur tryggt sér útgáfu- réttinn á spennusögum eftir Fred Vargas. Vargas er franskur metsöluhöfundur en bækur hennar eru þekktar víða um heim. Fyrsta bókin er komin út á kilju og heitir Varúlfurinn. Væntanlegar eru tvær í viðbót, Kallarinn og Þríforkurinn. Væntanlega góð viðbót í flóru spennusagna hér á landi. elduR í HúnaþinGi Unglistahá- tíðin Eldur í Húnaþingi hefst miðvikudaginn 21. júlí og stendur til 25. júlí. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003. Ýmislegt spennandi er að finna á dagskrá hátíðarinnar. Þar má nefna heimsmeistaramót í kleppara, hundahlýðninámskeið, sápubolta, tónleika og margt fleira spennandi. Öll vinna er unnin í sjálfboðaliðastarfi af íbúum á staðnum. Hugmyndin kviknaði í rauninni þegar okkur bauðst þetta húsnæði. Það hefur staðið autt í nokkurn tíma og við höfum tekið eft- ir því. Þegar við komum hingað inn hrópaði þetta rými á að það yrði not- að,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir en hann og kona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, eru að opna menning- arsal í gamla Slipphúsinu við Reykja- víkurhöfn. Þar hafa þau innréttað fal- legan sal með húsmunum sem þau hafa fengið hér og þar um bæinn. Salnum er ætlað að hýsa menning- arviðburði af ýmsum gerðum - bæði fyrir íslenska og erlenda gesti. Menningarefni fyrir ferðamenn „Það verður kaffihús hér á daginn, við erum hér að vinna svo þetta verð- ur dálítið frjálslegt bara,“ segir Val- geir. Á daginn verður rekið kaffihús í salnum en á kvöldin verða í honum ýmsar uppákomur. Á efri hæð húss- ins eru þau hjónin með forritunar- fyrirtæki sitt svo þau koma til með að eyða miklum tíma í húsinu. „Við höfum verið að þróa þessa hugmynd í sambandi við ferðamenn. Það er að segja að vera með einhvers kon- ar framboð á menningarlegu efni. Maður veit hvernig þetta er sjálfur þegar maður fer til útlanda. Mað- ur vill heyra um staðinn sem mað- ur er kominn á,“ segir hann. Ætlun- in er að bjóða upp á menningarlega skemmtun fyrir ferðamenn og verð- ur þar saga lands og þjóðar í aðal- hlutverki. „Við erum að undirbúa smá prógramm, ég og þrjár íslenskar leikkonur sem munu skipta með sér að leika. Það eru þær Jóhanna Vig- dís Arnardóttir, Þórunn Lárusdóttir og Þórunn Erna Clausen sem hoppa inn eftir þörfum enda allar mjög uppteknar konur. Þetta er 60 mín- útna prógramm á ensku sem heit- ir Iceland in Reverse. Við bökkum í gegnum Íslandssöguna. Við förum í gegn um Íslendingasögurnar á svo- lítið óhefðbundinn hátt. Segjum frá skemmtilegum brjáluðum skúrkum og svo líka frá ógeðslegu pörtunum.“ Opin fyrir öllu - jafnvel nekt Á staðnum koma til með að verða alls kyns tónlistaruppákomur. „Við ætl- um að vera hérna með lifandi músík eftir föngum. Hérna er hægt að taka inn djass og svo langar okkur líka til að sjá klassíska tónlist sem er ekki mann- og plássfrek. Við viljum sjá hérna svona mýkri tónlist. Við erum ekki að reyna að laða til okkar dauða- málmssveitir. Bara „næs“ músík á þægilegum hljóðstyrk,“ segir Valgeir hlæjandi. Þó verða ekki bara tónlist- aruppákomur því þau eru opin fyrir öllu. „Hér hafa til dæmis rithöfundar verið að reka inn nefið og sagt að hér yrði frábært að lesa upp. Við getum verið hér með skáldavökur og ýmis- legt. Þetta verður svona menningar- salur í víðri merkingu. Hér er hægt að sýna vídeó, stuttmyndir, það er allt opið. Svo fremi sem - jú, reynd- ar held ég að það sé í lagi ef fólk þarf á því að halda - þá getur það komið nakið fram. Ef fólk telur að frægðin velti á nektinni þá horfum við í gegn- um fingur okkur með það.“ Fljótandi veigar Salurinn er vel búinn gömlum hús- gögnum sem þau hjónin hafa sank- að að sér hér og þar um bæinn. Andrúmsloftið er notalegt og heim- ilislegt. „Hér sitja allir til borðs. Þetta er svona svolítið eins og klúbbur sem maður hefur komið á erlendis og hugsað: Voða væri nú gaman ef það væri svona heima.“ Staðurinn er með vínveitingaleyfi en þau hafa ekki í hyggju að bjóða upp á mat. „Við verðum með allar fljótandi veigar en höfum ekki í hyggju að fara í sam- keppni við alla þessa frábæru veit- ingastaði hérna í kring,“ segir Valgeir og á þá við alla veitingastaðina sem risið hafa hver af öðrum á svæðinu í kringum höfnina. Mikið líf er að kvikna á svæðinu og Valgeir er bjart- sýnn á framhaldið. „Þetta er alveg hérna niðri á Granda og við erum á besta stað, alveg í miðjunni.“ Eldri og mýkri markhópur Valgeir segir þau stefna á annan markhóp en sé á flestum stöðum bæjarins. „Við erum í raun meira að leita að eldra fólki en yngra því fólk milli tvítugs og þrítugs hefur 2.000 staði að heimsækja en þegar þú ert kominn yfir fertugt þá ertu að leita að annars konar stað þar sem þú veist að hávaðinn er ekki of mikill. Þú veist að það fer vel um þig og þú getur far- ið snemma heim því við lokum ekki seint,“ segir hann og bætir við að þau hjónin séu spennt fyrir opnun stað- arins en hann verður vonandi opn- aður núna í vikunni. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er bara svona óvænt innlegg í okkar líf. Við vitum í sjálfu sér ekkert hvað við erum að fara út í en við höldum að við getum gert þetta þannig að þetta verði allt með svona rólegri formerkjum. Að gestir okkar verði svona í mýkri kant- inum. Ég sé ekki fyrir mér stóra dyra- verði hér,“ segir hann og hlær. Spilar með dóttur sinni Opnunarpartí verður fyrir vini og kunningja í salnum í vikunni. Á fimmtudaginn verður staðurinn svo opnaður formlega en þá ætlar Val- geir að vera með tónleika ásamt sér- stökum gesti. „Gesturinn er Vigdís Vala Valgeirsdóttir dóttir okkar sem er mjög farin að ógna föður sínum sem sem lagasmiður. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 20.30. Svo vonum við bara að við fáum nóg af fólki á staðinn. Þetta verður bara skemmti- legt,“ segir Valgeir bjartsýnn á fram- tíð menningarsalarins. viktoria@dv.is stuðmaðuR opnaR menn inGaRsal Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson og kona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, opna menningarsal þar sem hinar ýmsu menningaruppákomur verða, bæði fyrir er- lenda ferðamenn og Íslendinga. Um verður að ræða lifandi tónlist sem og leikrænar upp á komur sérstaklega ætlaðar erlendum ferðamönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.