Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 19. júlí 2010 mánudagur
Stjórnarráð Íslands er til endurskoð-
unar eftir bankahrunið haustið 2008,
enda þykir sýnt að stjórnkerfið beri
mikla ábyrgð á því hvernig fór þótt
enginn embættismaður hafi verið
kallaður til ábyrgðar með formleg-
um hætti.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis þóttu alls tólf embættismenn
og ráðherrar hafa gerst sekir um van-
rækslu. Sérstök nefnd á vegum Al-
þingis hefur mál ráðherra enn til
skoðunar, en hugsanlegt er að þrír
eða fleiri ráðherrar verði látnir svara
til saka, hugsanlega fyrir landsdómi.
Birni L. Bergssyni, settum emb-
ættismanni í starfi ríkissaksókn-
ara, þótti hins vegar ekki tilefni til
þess að rannsaka frekar mál fjögurra
embættismanna, sem rannsóknar-
nefnd Alþingis taldi að sýnt hefðu af
sér vanrækslu í störfum sínum fyrir
bankahrun. Þeir voru seðlabanka-
stjórarnir Davíð Oddsson, Eiríkur
Guðnason og Ingimundur Friðriks-
son og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi
forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Þess ber að geta að ofangreindir
embættismenn misstu allir embætti
sín.
Uppstokkun í vændum?
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og VG er kveðið
á um stjórnkerfisbreytingar og um-
bætur í því skyni að bæta þjónustu
hins opinbera við almenning og at-
vinnulíf eins og kostur er. Skipuð var
nefnd til að fylgja þessu stefnumiði
eftir og skilaði hún áfangaskýrslu
snemma sumars. Lítið hefur þó verið
fjallað um tillögur nefndarinnar.
Þær eiga að miða að aukn-
um sveigjanleika milli ráðuneyta
og stofnana, tryggja að þekking og
mannauður sé nýttur til fulls og auka
gagnsæi í vinnubrögðum stjórnar-
ráðsins og upplýsingastreymi til al-
mennings. Þá er ætlast til þess að
nefndin taki mið af ábendingum
rannsóknarnefndar Alþingis um
nauðsynlegar úrbætur á stjórnsýsl-
unni.
Nefndin telur að auka þurfi skil-
virkni og viðbragðsflýti stjórnsýsl-
unnar svo geta starfsmanna og hæfni
til að mæta breytilegum áherslum og
forgangsröðun stjórnvalda á hverj-
um tíma verði fullnýtt. Nefndin tel-
ur að tryggja þurfi að hægt sé að færa
til starfsfólk innan stjórnarráðsins og
á milli ráðuneyta og stofnana til að
nýta sérþekkingu þess og starfskrafta
við úrlausn brýnna verkefna.
Fækkun ráðuneyta
Stjórnarráðið er um 500 manna
vinnustaður sem skiptist í tólf sjálf-
stæð ráðuneyti, sum afar fámenn.
Að mati nefndarinnar er skortur á
samvinnu og samkennd milli ráðu-
neyta og oft ríkir þar „turnahugsun“
þar sem hver gætir að sínu og vilji til
að deila þekkingu og kröftum með
öðrum er takmarkaður. Nefndin tel-
ur að breyta þurfi bæði vinnubrögð-
um og hugsunarhætti þannig að lit-
ið verði á öll ráðuneytin, sem eina
skipulagsheild og einn vinnustað
sem vinni saman í þágu almenn-
ings. „Til að ná þessu markmiði þarf
að efla samskipti, samráð og sam-
hæfingu þvert á ráðuneyti og auka
möguleika á bæði tímabundnum og
varanlegum flutningi starfsmanna
milli ráðuneyta. Þannig má koma til
móts við forgangsröðun stjórnvalda
hverju sinni, bregðast við óvæntum
og brýnum verkefnum og jafna álag.
Viðbragðsflýtir yrði aukinn, sem og
skilvirkni og þjónusta við almenna
borgara,“ segir í skýrslunni.
Óskýr mörk þess faglega og
pólitíska
Nefndin telur að skýra þurfi mörk
pólitískra og faglegra ráðninga
starfsfólks innan stjórnarráðsins.
Tryggja þarf að hafið sé yfir allan
vafa að fastir starfsmenn stjórn-
sýslunnar séu ráðnir á faglegum,
gagnsæjum, sanngjörnum og sam-
ræmdum forsendum. Óvissa um
ráðningu og framgang fagfólks og
sérfræðinga vegna pólitískra inn-
gripa dregur úr trúverðugleika
stjórnarráðsins, trausti milli starfs-
manna og aðdráttarafli þess sem
starfsvettvangs. Á sama tíma þarf
einnig að mæta þörf ráðherra fyrir
pólitíska ráðgjöf og aðstoð, án þess
að farið sé í kringum lög eða reglur,
segir í skýrslunni.
„Stjórnarráð Íslands og stjórn-
sýslan í heild glíma við trúverðug-
leikavanda sem endurspeglast ekki
síst í umræðu um ófaglegar og jafn-
vel spilltar ráðningar. Því er haldið
fram að fólk sé oft ráðið á grund-
velli pólitískra tengsla og fyrir-
greiðslu frekar en faglegra sjónar-
miða – flokksskírteini hafi meira að
segja við ráðningu og skipun í emb-
ætti en menntun, hæfni og reynsla.
Þótt erfitt sé að sanna eða afsanna
að slíkt eigi sér raunverulega stoð
er ljóst að minnsti grunur um til-
vist þeirra grefur undan trausti og
trú á stjórnsýslunni, umboði henn-
ar og ákvörðunum. Ráðherrar hafa
til dæmis mikið að segja um ráðn-
ingu ráðuneytisstjóra og skrifstofu-
stjóra innan stjórnarráðsins. Það
fyrirkomulag hefur áhrif á trúverð-
ugleika þessara ráðninga og get-
ur ýtt undir grun um að pólitískar
frekar en faglegar ástæður liggi að
baki ráðningunum. Þá má nefna
þau rök gegn aðkomu ráðherra að
ráðningu embættismanna innan
stjórnarráðsins að óeðlilegt sé að
einstakir ráðherrar hafi úrslitavald
um hver verður ráðuneytisstjóri og
velji þannig til langs tíma stjórn-
endur þótt þeir kunni sjálfir að
staldra stutt við í embætti. Ef vilji er
til þess að hafa í stjórnendastöðum
öfluga einstaklinga sem geta auð-
veldlega skipt um starfsvettvang og
tekist á ný verkefni og eru fyrst og
fremst ráðnir að verðleikum verð-
ur að styrkja trúverðugleika ráðn-
inga. Besta aðferðin til þess er að
auka gagnsæi og samræmi í verk-
lagi og innleiða aðgerðir sem fela í
sér skarpari skil milli hins pólitíska
hluta stjórnsýslunnar og þess fag-
lega,“ segir í skýrslunni.
Pólitískar ráðningar
Nefndin telur nauðsynlegt að við-
urkenna þörf ráðherra fyrir pólit-
íska ráðgjöf og aðstoð, en skilgreina
verði betur starfsumhverfi pólitískt
skipaðra starfsmanna, þar á með-
al fjölda þeirra, umboð, verksvið,
ábyrgð og staðsetningu í skipuriti
ráðuneyta.
Að mati nefndarinnar er full
ástæða til að skýra betur reglur
um ráðningu pólitískra aðstoðar-
manna, fjölda þeirra, stöðu innan
ráðuneyta, verk- og valdsvið.
Sérstaklega er vikið í skýrslunni
að ráðherrabílstjórum. „Fáir starfs-
menn starfa í eins mikilli nánd við
ráðherra og bílstjórar. Þeir fylgja
ráðherra eftir við allar möguleg-
ar kringumstæður og eru vitni að
trúnaðarsamtölum hans. Brýnt er
að traust og trúnaður ríki milli ráð-
herra og bílstjóra. Á því hefur stund-
um verið brestur, einkum vegna
fyrri pólitískrar ráðningar bílstjóra.
Ákveða þarf hvort bílstjórar komi til
starfa og víki úr starfi með ráðherra
eða hvort þeir eigi að vera fastráðn-
ir og þar með valdir til starfa á fag-
legum forsendum eingöngu,“ segir í
skýrslunni.
Eftirlit með almannafé
Nefndin víkur orðum að því að
spenna geti ríkt milli faglegr-
ar stjórnsýslu, sem byggir á sér-
fræðilegri þekkingu, og þess sem í
skýrslunni er nefnd ráðherramið-
uð stjórnsýsla, sem lúti frekar pól-
itískri stefnumótun. Hins vegar tel-
ur nefndin að fyrir liggi að æ fleiri
viðfangsefni hins opinbera krefjist
lausna sem kalli á samstarf þvert á
málaflokka, stofnanir og ráðuneyti.
„Þau kalla líka á aukið eftirlit með
eða samvinnu við félagasamtök og
eftirlit með starfsemi einkafyrir-
tækja um þjónustu sem fjármögnuð
er úr opinberum sjóðum. Vænting-
ar í garð stjórnvalda hafa vaxið sam-
hliða því að dregið hefur úr trausti
og trúverðugleika þeirra meðal al-
mennings. Virðing almennings fyr-
ir stjórnvöldum og umburðarlyndi
gagnvart þeim hefur minnkað.“
n „Fátt hefur haft meiri áhrif á þróun
starfsmannakerfa en Northcote-
Trevelyan skýrslan sem kom út í
Bretlandi árið 1854. Á grundvelli
hennar voru samþykktar tillögur um
gagngerar breytingar á ráðningum
í breska starfsmanna- og embættis-
mannakerfinu. Þetta var gert til þess
að draga úr pólitískum vinaráðning-
um og spillingu sem þá einkenndi
breska stjórnkerfið. Í skýrslunni voru
lagðar línurnar um grundvallarreglur
og gildi, sem enn eru í hávegum
höfð innan breska stjórnkerfisins,
um skipulagt aðhald og eftirlit með
ráðningum í æðstu stöður og emb-
ætti. Ráðið er á grundvelli samkeppni
og er því jafnan sá hæfasti ráðinn.
Embættismönnum er gert skylt að
vinna af heiðarleika, heilindum,
hlutleysi og óhlutdrægni óháð því
með hvaða stjórnmálamanni þeir
starfa hverju sinni.“
Úr skýrslunni
n Anna Kristín Ólafsdóttir
stjórnsýslufræðingur, formaður,
n Gunnar Helgi Kristinsson
prófessor,
n Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
stjórnsýslufræðingur,
n Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í
forsætisráðuneytinu,
n Hafdís Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu,
n Arnar Þór Másson stjórnmála-
fræðingur, starfsmaður nefndarinnar.
nefndin
Tekist er á um uppstokkun stjórnkerfisins, þar á meðal fækkun
ráðuneyta. Í áfangaskýrslu nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar
er dregin upp mynd af vanbúnu og illa skipulögðu stjórnarráði
sem skorti samhæfingu og góða nýtingu á þekkingu og reynslu
þessa 500 manna vinnustaðar sem stjórnarráðið er.
Því er haldið fram að fólk sé
oft ráðið á grundvelli
pólitískra tengsla og
fyrirgreiðslu frekar en
faglegra sjónarmiða.
jÓHAnn HAUKSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Tregur til breytinga Jón Bjarnason
hefur efasemdir um sameiningu
ráðuneyta.
Stjórnsýslufræðingur Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir á sæti í nefndinni.
illa skipulagt og
gallað stjórnkerfi