Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Qupperneq 17
mánudagur 19. júlí 2010 erlent 17 Sýningin á leifum frelsishetjunnar Símonar Bolívar var svo sannar- lega hátíðleg. Fjöldinn allur af vís- indamönnum, klæddum hvítum göllum og öndunargrímum sviptu svörtu klæði af líkamsleifum frels- ishetjunnar. Þjóðsöngurinn hljóm- aði við athöfnina, og Húgó Chavez söng með. Tilgangur uppgraftarins var að komast að því af hvaða völd- um Bólívar lést en talið hefur verið að hann hafi látist úr berklum. Bólívar hefur löngum verið hylltur sem frelsishetja, og bjarg- vættur Suður-Ameríku undan evr- ópsku nýlenduveldunum. Hann leiddi herför með góðum árangri frá núverandi Kólumbíu til Ven- esúela, og náði völdum í Karakas, höfuðborg Venesúela árið 1813. Hann var hylltur af löndum sínum, sem kölluðu hann „frelsarann“, eða „El Libertador“. Bólívar stofnaði árið 1821 „Gran Colombia“, eða Stóru-Kólumbíu, en það ríki spannaði allt landsvæði núverandi Ekvador, Kólumbíu, Panama og Venesúela. Árið 1830 sagði hann af sér sem forseti í kjöl- far uppreisna og óeirða í landinu, og misheppnaðrar tilraunar til þess að ráða hann af dögum. Hann ætlaði þá að halda til Evr- ópu í útlegð, en lést úr berklum áður en skip hans lagði úr höfn. Bólívar átti marga óvini og því hafa verið uppi kenningar um að fyrir honum hafi verið eitrað, þó að flestar sagnfræðilegar heim- ildir segi annað. Húgó Chavez lét því grafa upp lík hetjunnar, og til stendur að framkvæma rannsókn- ir á líkamsleifunum í von um að varpa ljósi á málið. Chavez virðist hafa mikið álit á Bólívar, því hann hefur kallað hann „föður byltingarinnar“, og lét í ljós á Twitter-síðu sinni að hann hafi grátið, þegar hann barði fyrst leif- arnar augum. Hann telur að arsen- ik hafi verið notað til að eitra fyr- ir Bólívar, og hafa ýmsir stutt þá kenningu. Þess má þó geta að ars- enik var oft notað í meðölum á 17. og 18. öld, og því er ekki ólíklegt að það finnist í líkamsleifunum, jafn- vel þó að eitrun hafi ekki borið að með glæpsamlegum hætti. Líkamsleifar frelsishetjunnar Símonar Bólívar hafa verið grafnar upp: Lét grafa Bólívar upp og grét Sænski rithöfundurinn Stieg Larsson var nálægt því að klára fjórðu söguna um ævintýri Lisbeth Salander þegar hann lést árið 2004. Sagan átti að gerast í óbyggðum Kanada. Sænski rithöfundurinn Stieg Larsson var aðeins nokkrum mánuðum frá því að ljúka við fjórðu bók sína um ævintýri Lisbeth Salander og blaða- mannsins Mikaels Blomqvist þegar hann lést. Þetta fullyrðir einn af bestu vinum rithöfundarins, John Henri Holm- bert, en mikil leynd hefur hvílt yfir því hversu langt Larsson var kominn með fjórðu bókina. Millenium-þrí- leikur Larssons hefur vakið gríðar- lega athygli, ekki síst eftir að gerðar voru kvikmyndir eftir bókunum sem vöktu mikla lukku, meðal annars hér á landi. Gerist í óbyggðum Kanada Holmbert hefur nú opinberað inni- hald tölvupósts þar sem Larsson seg- ist vera búinn að skrifa 330 blaðsíð- ur en bókin hafi átt að vera í kringum 440 blaðsíður. Í byrjun bókarinnar eru Lisbeth Salander og Mikael Blomqvist stödd í óbyggðum Kanada þar sem þau takast á við nýtt ævintýri. Lars- son var meðal annars búinn að skrifa upphaf og endalok sögunnar en átti eftir að skrifa miðhluta hennar. „Sagan gerist 120 kílómetra norð- ur af Sachs Harbour, á Banks-eyju í septembermánuði,“ ritaði Larsson í tölvupóstinum. „Vissirðu að 134 manns búa í Sachs Harbour og íbú- ar þar treysta á póstsendingar með flugvél tvisvar í viku til að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum? Á svæðinu eru hins vegar 48 þúsund moskus uxar og 1.500 ísbirnir,“ segir hann einnig. Eva talin geyma handritið Larsson sendi tölvupóstinn í sept- embermánuði 2004 en þar tók hann fram að hann ætlaði sér að klára bók- ina í desember. Larsson lést hinsveg- ar þann 9. nóvember sama ár í kjölfar hjartaáfalls. Þó svo að leyndarmálið um sögu- þráð fjórðu bókarinnar sé nú komið upp á yfirborðið hvílir enn leynd yfir því hvar handrit bókarinnar er. Lífs- förunautur Larssons, Eva Gabriels- son, er talin geyma handritið en hún stendur í erfðadeilum við fjölskyldu hans. Þar sem þau voru ekki gift féll það í skaut fjölskyldu Larssons að erfa hann. Holmberg segir að Larsson hafi að öllum líkindum verið mjög ná- lægt því að klára söguna þegar hann féll frá. Hann segist þó ekki hafa upp- lýsingar um hvort það hafi tekist eða hversu langt Larsson var kominn. Sú eina sem hafi upplýsingar um það sé kærasta Larssons en hingað til hefur hún ekki verið fáanleg til að tjá sig um fjórðu söguna. Áhyggjufullur Holmberg, sem var einn af nánustu vinum Larssons frá því að þeir kynnt- ust á áttunda áratug síðustu aldar, hefur áhyggjur af því að aðrir rithöf- undar muni reyna að klára söguna. Líkir hann því við það þegar fjöldi rit- höfunda reyndi að klára skáldsöguna The Mystery of Edwin Drood eftir að höfundur hennar, Charles Dickens, lést. Bækur Larssons, sem gengið hafa undir nafninu Millenium-þríleikur- inn, hafa selst í yfir 30 milljónum ein- taka á heimsvísu. Kvikmyndafyrirtæki í Hollywood hefur keypt réttinn að gerð kvikmynda eftir þeim og hefjast tökur á næsta ári. Sagan gerist 120 kílómetra norð- ur af Sachs Harbour, á Banks-eyju í september- mánuði. Einar þór SiGurðSSon blaðamaður skrifar: einar@dv.is KOMINN LANGT MEÐ þ fjórÐu Langt kominn Stieg Larsson var búinn með stóran hluta fjórðu sögunnar þegar hann féll frá. Vinsæll Bækur Larssons hafa selst í tugmilljón- um eintaka um allan heim. Borðaði eitraðan snák Indverskur karlmaður er stálhepp- inn að vera á lífi eftir að hafa borð- að eitraðan snák. Maðurinn, Zaver Rathod, hafði skömmu áður drepið snákinn eftir að hann beit vinnufé- laga hans. Vinnufélagarnir hvöttu hann því næst til að leggja sér snák- inn til munns og fékk hann greitt fyrir það sem samsvarar tæplega tvö hundruð krónum. Þetta reyndist ekki góð hugmynd því Rathod var fluttur á sjúkrahús í skyndi eftir að hafa kastað upp. Litlu mátti muna að illa færi því hefði eitrið úr snáknum náð inn í blóðrásina hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Rathod er á batavegi. Hættulegur feluleikur Ellefu ára kínverskur piltur féll nið- ur átta hæðir þegar hann reyndi að fela sig á gluggasyllu í feluleik með vinum sínum. Atvikið átti sér stað í kínversku borginni Chongqing og þótt ótrúlegt megi virðast komst pilturinn lífs af. Hann slasaðist þó töluvert og höfuðkúpubrotnaði, auk þess sem hann hlaut meiðsli á hrygg og fótum. Það varð honum til lífs að hann lenti á trjám sem voru fyrir neðan. Pilturinn, sem heitir Lan Lan, gekkst undir fjögurra klukku- stunda aðgerð og dvelur hann enn á sjúkrahúsi. Tilboði í kolkrabb- ann Pál hafnað Tilboði frá spænskum kaupsýslu- manni í kolkrabbann Pál sem gerði garðinn frægan meðan á heims- meistaramótinu í knattspyrnu stóð hefur verið hafnað. Páli tókst að giska rétt á úrslit allra leikja keppn- innar eins og frægt er orðið. Spán- verjar, sem urðu heimsmeistarar á dögunum, eru skiljanlega afar ánægðir með Pál og hefur dýragarð- urinn í Madríd meðal annars fengið fjölda áskorana um að kaupa Pál. Forsvarsmenn dýragarðsins hafa þó ekki lagt fram tilboð. Kaupsýslumað- urinn sem gerði tilboð í Pál bauð fimm milljónir króna. Útlit er því fyr- ir að Páll verði áfram í dýragarðinum í Oberhausen í Þýskalandi. Bin Laden enn á lífi Omar Bin Laden, sonur hryðjuverka- foringjans Osama Bin Laden, segir að faðir sinn sé enn á lífi. Þó svo að Osama hafi verið eftirlýstur í fjölda ára hefur bandarískum yfirvöldum ekki enn tekist að hafa hendur í hári hans. Sögusagnir um að hann sé ým- ist látinn eða í felum í óbyggðum Af- ganistans hafa verið á kreiki þó ekk- ert hafi fengist staðfest í þeim efnum. „Ef hann deyr verður ekki mögulegt að halda því leyndu. Heimurinn mun breytast ef hann deyr,“ segir Omar. Mikið álit á Bólívar Húgó Chavez kallar Símon Bólívar föður byltingar- innar. bug að Megrahi hafi verið sleppt til að létta á samningagerð BP. Hague skrifaði starfsystur sinni vestanhafs, Hillary Clinton, bréf þar sem hann skrifaði um þessi mál. David Cameron, forsætis- ráðherra Breta, mun heimsækja Barack Obama forseta í vik- unni. Diplómatar hafa áhyggjur af því að þessi fyrsta Bandaríkj- aferð Cameron geti litast mikið af klúðrinu hjá BP á Mexíkóflóa og ásökunum bandarískra þing- manna um spillingu í tengslum við Megrahi. Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi er skrifað að olíubrans- inn í heiminum sé gjörspilltur og að mál BP sé aðeins toppur- inn á ísjakanum. „Ef bandarísk- ir þingmenn vilja raunverulega sjá stóru, dökku myndina, verða þeir að gera meira en að hringja nokkrum sinnum í BP,“ segir ónefndur ráðgjafi í orkumálum í samtali við skoska blaðið Her- ald. „Þeir gætu byrjað á George Bush, Tony Blair og Condi Rice. Jack Straw gæti hjálpað líka. Þeir ættu að tala við fyrirtækin Shell, Marathon, Amerada Hess, Con- ocoPhillips. Þetta er askja Pand- óru.“ OLÍA Í SKIPTuM fYrIr HrYÐjuVErKAMANN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.