Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía
Klöpp verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 190,4 kr.
Skeifunni verð á lítra 193,1 kr. verð á lítra 190,1 kr.
Algengt verð verð á lítra 194,5 kr. verð á lítra 191,5 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 193,0 kr. verð á lítra 190,0 kr.
Melabraut verð á lítra 193,1 kr. verð á lítra 190,1 kr.
Algengt verð verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 190,4 kr.
SpArAðu á
tölvuvöruM
Vefsíðan vaktin.is gefur góða yfir-
sýn á verð tölvuvara eftir seljend-
um. Þar kemur fram að söluaðil-
arnir Tölvutek og Tölvulistinn séu
dýrastir, en ódýrastir séu Att.is og
Tölvutækni. Þá getur þú sparað
8.950 krónur á ATI skjákorti með
því að versla hjá Att.is frekar en
Tölvutek. Á hörðum diski getur þú
sparað allt að 2.450 krónum, en á
örgjörvum allt að 9.950 krónum.
Það skiptir því miklu máli hvar þú
verslar, þegar kaupa á tölvuvörur.
SlAppur BAltASAr
n Sami viðskiptavinur hafði farið á
Baltasar nokkrum dögum áður, en
hafði orðið mjög vonsvikinn. Hún
hafði borgað 1.700 krónur fyrir, að
eigin sögn, nokkur úr sér gengin
salatblöð, sem voru löðrandi í sósu.
Með þessu voru örfá-
ir kjúklingabitar sem
hefði þurft að steikja
betur. Maturinn hafi
verið óeðlilega lengi á
leiðinni og þjónustan
alls ekki upp á marga fiska.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Flott FiSKiFélAg
n Ánægður viðskiptavinur Fiskifé-
lagsins hafði samband við DV. Hún
hafði farið í hádegisverð þangað og
fengið sér spínatsalat með humar,
og sagði það eitt besta salat sem hún
hefði fengið. Það var lystilega borið
fram með nýbökuðu brauði,
með þremur tegundum af
áleggi, smjöri og pestói.
Salatið góða kostaði 1.490
krónur. Hún bætti enn
fremur við að þjónust-
an hafi verið frábær,
og ekki yfir neinu að
kvarta á þeim bæ.
LOF&LAST
14 neyTendur UmSjóN: símon örn reynisson simon@dv.is 19. júlí 2010 mánudagur
KóSí Kjörbúð við ingóLFSTOrg Kvosin við
Ingólfstorg er kjörmarkaður með samliggjandi bakarí og kaffihús. Á
kaffihúsinu er boðið upp á ljúffengt bakkelsi sem hægt er að borða á
staðnum og er það auk þess á góðu verði. Kjörmarkaðurinn skartar hinu
hefðbundna úrvali matvörubúða. Staðsetningin er frábær, og verslunin
er kærkomin tilbreyting frá klukkubúðum og lágvöruverðsverslunum.
Verðið í kjörbúðinni er mun betra en í 10-11, sem er einnig í grenndinni.
Staðurinn státar síðast en ekki síst af vistlegu umhverfi og einstaklega
vinalegum starfsmönnum.e
L
d
S
n
e
y
T
i
Samanburður
jón jónsson er með 330.000
krónur í mánaðarlaun fyrir
skatt. Eftir að ríkið hefur fengið
sinn skerf standa eftir um það
bil 180.000 krónur. Af þessu
fara 80.000 krónur í húsnæði,
sem skilur eftir 100.000 krónur.
Þessu eyðir hann ýmist í mat,
bensín, fatanað, almenna
afþreyingu, ferðalög eða í
annað. Lítum á dæmi þar sem
að verslað er yfir árs tíma með
A-korti, E-korti og svo loks
American Express. Gerum ráð
fyrir að útgjöld korthafans
dreifist eðlilega yfir ofangreinda
flokka, og að þegar um mörg
samstarfsfyrirtæki er að ræða
sem veita aukinn afslátt, versli
hann í 65 prósent tilvika hjá
slíku fyrirtæki.
Mörg fyrirtæki bjóða upp á fjöldan all-
an af kreditkortum með sérfríðindum.
Notendur þessara korta geta safnað
punktum með aukinni veltu, og geta
síðan nýtt þá til þess að fá ákveðin fríð-
indi. Á meðal þessara korta eru Ice-
landair American Express, A-kortin
hjá Landsbankanum og E-kortin hjá
Arion banka. Þau eru öll kreditkort, en
fríðindakerfið er mismunandi.
e-kortin
E-kortin eru á vegum Arion banka.
Týpurnar eru þrjár, E-kort, gull E-kort,
og svo platinum E-kort. Með þeim
fást 0,5 prósent af þeim fjárhæðum
sem þú eyðir endurgreidd, að því
gefnu að þú verslir við fyrirtæki sem
hafa færsluhirði sinn hjá Valitor eða
hjá Borgun. Ef færsluhirðirinn eða
posinn er hjá Borgun fá E-kortshafar
endurgreiðslu, en gull- og platinum
E-kortshafar fá endurgreiðslu frá Va-
litor færsluhirðum. Aukinheldur fæst
meiri afsláttur þegar verslað er hjá
samstarfsaðilum E-kortanna.
Samstarfsfyrirtækin eru 205
talsins. Hjá þeim fæst 15 pró-
senta endurgreiðsla þegar hún er
mest, en 0,65 prósent þegar hún
er minnst. Sem dæmi um fyrirtæki
og vörur sem veita minnstu endur-
greiðslu má nefna Hagkaup, 10-11
og Orkuna. Nokkur sem veita fimm
prósent eru La Primavera, Bakara-
meistarinn, Sagan öll, Sbarro og
Séð og Heyrt. Tíu prósent endur-
greiðsla fæst hjá S.G. merkingu,
Smurstöðinni ehf., Sporthúsinu,
Super Sub, Villa Pizza og Rauðum
rósum. Að lokum veita Hair and
Body Art, Hótel Ólafsvík og Tölvu-
hjálp til dæmis 15 prósenta endur-
greiðslu. Þessi endurgreiðsla kem-
ur sem eingreiðsla í desember á
ári hverju. Handhafar platinum
E-korta safna einnig vildarpunkt-
um hjá Icelandair.
American express
Notendur American Express safna
vildarpunktum með veltu sinni,
og þá mun hraðar heldur en not-
endur annarra korta, sem veita
slíka punkta. Hægt er að fá Class-
ic, Premium og Buisness útgáfur
símon örn reynisson
blaðamaður skrifar: simon@dv.is
Mörg kreditkort í dag eru með sérfríðindum. Gert er út á eins konar punkta- eða stiga-
söfnun sem korthafinn getur notað við kaup á fríðindum. Neytendur þurfa þó ætíð að
vera á varðbergi gagnvart földum kostnaði, sem stundum fylgir svona punktasöfnun.
DV bar saman þrjár gerðir af kreditkortum með sérfríðindum sem eru á markaðnum
í dag, og tók saman kosti þeirra og galla.
úTgjöLdin
Húsnæði: 80.000 krónur.
Ferðalög: 10.000 krónur.
Bensín: 20.000 krónur.
Fatakaup: 15.000 krónur.
Afþreying: 10.000 krónur.
matarinnkaup: 40.000 krónur.
Annað: 10.000 krónur
Hvaða kort er hagstæðast?
vildarpunktarnir gufa upp